Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 Fréttir i>v Jóhann Bergþórsson sakfelldur fyrir 13 milljóna króna Qárdrátt og 29 milljóna opinber vanskil: Ekkert óskaplega hart miðað við málareksturinn - sagði verjandinn um hina skilorðsbundnu refsingu og sektargreiðslu 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi er refsing Jóhanns Bergþórssonar hjá HagvirkUQetti - fyrir 13 millj- óna króna fjárdrátt gagnvart lífeyris- sjóðum og fleirum vegna stéttarfé- laga starfsmanna og fyrir að hafa ekki staðið skil á 16,4 milljóna króna virðisaukaskatti og 12,6 milljóna staðgreiðslu opinberra gjalda til rík- issjóðs - í sakamálsdómi sem kveð- inn var upp í gær. Honum er jafn- framt gert að greiða 4 milljónir króna í sekt, ella komi 8 mánaða fangelsi í stað hennar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Bjarni Þór Óskarsson, verjandi Jóhanns, sagði m.a. eftirfarandi við Snæfellsnes: Malarveg- ir slæmir sökum rigningar „Við erum að klára að hefla veg- ina hér á Snæfellsnesi en ástand þeirra var slæmt í síðustu viku sök- um þess hve mikið rigndi," sagði Bjöm Jónsson hjá Vegagerðinni í Ólafsvík en vegfarendur lentu sum- ir hverjir í vandræðum þar sem vegimir voru erfíðir yfirferðar fyrir fólksbíla. „Þetta er mjög slæmt fyrir vegfar- endur en við ráðum illa við þetta þegar rignir svona mikið. Það er búið að spá hér rigningu fyrir helg- ina en við vonum að það verði lítið úr því, en eins og er em vegimir góðir,“ sagði Bjöm í samtali við DV. -gdt Brotnaði á bifhjóli Laust fyrir klukkan tíu í gær- kvöld lentu saman bíll og létt bifhjól á mótum Njarðargötu og Sóleyjar- götu. Talið er að ökumaður bifhjóls- ins hafi handleggsbrotnað við áreksturinn. -sv Þýsk kona ökklabrotnaði Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í fyrradag þýska konu sem dottið hafði á göngu á syðri Fjallabaksleið og brotið ökkla. Konan var á ferð með Ferðafélagi íslands og var hún flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi. -sv DV eftir dómsuppkvaðninguna, að- spurður hvort sakborningurinn mætti í raun ekki vel við una mið- að við það sem hann var sakfelldur fyrir: „Dómurinn er kannski ekkert óskaplega harður miðað við margt sem á hefur gengið. Hins vegar eru aðstæður sérstakar í þessu máli.“ Gjaldþrot Hagvirkis-Kletts varð þann 6. október 1994. í dóminum er tekið til þess að brotin sem snúa að virðisaukaskattinum og staðgreiðsl- unum nemi verulega háum fjárhæð- um en þau hafi verið framin á stutt- um tíma, þ.e. fyrir gjaldþrotið. Líta beri til þess að engin launung hafl hvílt yfir brotunum og innheimtu- manni ríkissjóðs hafi verið gerð grein fyrir erfiðri stöðu eins og unnt var. Hvað varðar fjárdráttarbrotin segir dómurinn að þau hafi hins vegar verið framin á talsvert löng- um tíma og hafi numið umtalsverð- um fjárhæðum - en engin launung hafi hvílt yfir þeim brotiun. Hafa verði í huga að allar fjárhæðir séu háar í fyrirtæki eins og þessu með umfangsmikinn rekstur. Dómurinn visar einnig til þess að bókhald hafi verið óaðfinnanlegt og að félagið hafi skilað innheimtuaöilum skatta og iðgjalda samviskusamlega skila- Kassagerð Reykjavíkur hefur keypt 35% hlutafjár í ísafoldarprent- smiðju. Frjáls fjölmiðlun hefúr fram að þessu átt allt hlutafé fyrirtækis- ins en verður áfram eigandi að 65% hlutafjár fyrirtækisins. ísafoldarprentsmiðja var stofnuð í núverandi mynd 1. nóvember 1994, en þá sameinuðust Prentsmiðjan ísafold, sem stofhuð var sumarið 1877, og prentsmiðja Frjálsrar fjöl- miðlunar og Prentsmiðja Hilmis undir nafninu ísafoldarprentsmiðja. ísafoldarprentsmiðja er því að stofni til 125 ára gömul. ísafoldarprentsmiðja hefur frá greinum yfir afdregið fé þó svo að ekki hafi tekist að greiða það. I dóminum segir að ósannað sé að Jóhann hafi auðgast persónulega vegna þeirrar háttsemi sem hann er sakfelldur fyrir. Hitt sé sönnu nær að hann hafi lagt allt sitt undir í þeirri viðleitni sinni að bjarga félag- inu frá falli og tryggja áframhald- andi resktur þess. Miklar fjárhags- legar skuldbindingar hvíli á Jó- hanni persónulega og að hann sé í reynd eignalaus. Um þessi atriði sagði verjandinn: „Þarna er hvergi nokkuð sviksam- legt atferli á ferðinni - allar upplýs- ingar voru uppi ^ borði og bókhald stofnun í núverandi mynd gengið vel og reksturinn staðist áætlanir, að sögn forsvarsmanna fyrirtækis- ins, bæði hvað varðar veltu og hagnað. Önnur stærsta prentsmiöjan Á þeim 20 mánuðum sem liðnir eru síðan þá hefur prentsmiðjan náð því að verða önnur stærsta prentsmiðja landsins í hefðbundnu prentverki. Núverandi eigendur stefna að því að verja þann sess og halda áfram að bjóða góða vinnu á samkeppnishæfu verði. -SÁ félagsins var i mjög góðu lagi. Auk þess leið mjög skammur tími frá því að vanskil urðu vegna virðisauka- skatts og staðgreiðslna þar til gjald- þrotið átti sér stað. Mér liggur við að segja að aðdragandi sé eðlilegur að gjaldþrotaskiptum sem áttu sér stað,“ sagði Bjarni Þór. Hann kvaðst ekkert geta sagt til um hvort dóminum yrði unað eða honum áfrýjað enda var skjólstæð- ingur hans ekki viðstaddur dóms- uppkvaðninguna í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ekki fengust upp- lýsingar um það hvort ákæruvaldið myndi áfrýja dóminum til Hæsta- réttar. -Ótt Stuttar fréttir SÍF stofnar fyrirtæki SölusEimband íslenskra fiskfram- leiðenda hefur ákveðið að stofna eigin sölufyrirtæki á Spáni undir nafninu Union Islandia og rnirn is- lenskur framkvæmdastjóri verða ráðinn að fyrirtækinu. Viðskipta- blaðið greindi frá þessu. Vinnuklúbbar stofnaðir Félagsmálaráðuneytið og Reykja- víkui-borg hafa hafið samstarf um stofnun vinnuklúbba. Markmiðið er að hjálpa fólki sem lengi hefur verið atvinnulaust. Vinnuklúbb- amir munu hefja starfsemi sína í september og mun Vinnumiðlun velja fólk til þátttöku í þeim. Óánægja á Vestfjöröum Töluverð óánægja er meðal þing- manna á Vestijörðum með tillögur um breytingar á rekstri og samein- ingu sjúkrahúss og heilsugæslu Pat- reksfjarðar. Sérstaklega voru heima- menn ósáttir við að tillögur um að Ijósmóður yrði sagt upp og hætt yrði að taka á móti bömum á sjúkrahús- inu. Mogginn greindi frá þessu. Barnabótaaukinn Um 40 þúsund manns munu skipta með sér bamabótaauka sem nemur um tveimur milljörðum króna i heiid. Stöð 2 greindi frá. Atvinnuleysi flutt úr landi Atvinnuleysi er mun minna nú í júlí en áður. Yngvi Harðarson, hag- fræðingur, telur ástæðuna vera að íslendingar séu að flytja atvinnu- teysið úr landi. Ekkert lát er á flutningum íslendinga til útlanda. Dapurt atvinnuástand Mjög dapurt atvinnuástand er á Þmgeyri og svo virðist sem margir Þingeyringar íhugi alvarlega að flytjast búferlum frá staðnum vegna þess. Ein aðal ástæðan fyrir at- vinnuleysinu er sú að Frystihús Kaupfélags Dýrfii'ðinga hefur boðað sumarlokun frá og með næstu mán- aðarmótum. Mogginn greindi frá. Kirkjan í kvikmyndagerð íslenska Þjóðkirkjan hefur látið gera örstutta kynningarmynd, tvær til þrjár mínútur að lengd, þar sem þjóðkirkjan er kynnt auk þess sem vikið er að mennningu og sögu ís- lands. Myndbær annaðist fram- kvæmdina fyrir biskupsstofu og kostnaður nemur um 180 þúsund krónum. Alþýðublaðið greindi frá þessu. 1 Vöruhús KEA hættir KEA er hætt með rekstur í Vöru- húsi KEA á Akureyri og hefúr leigt húsnæðið fyrirtækinu Tölvutæki- Bókval. Tíminn sagði frá þessu. -RB ÍÍÍÉ . Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í sfma 9041600. 39,90 kr. mínútan *ft|„Þetta er Ivo gaman“ „Veiðin gekk vel hjá okkur og maöur er þarna um hverja helgi,“ sagði Lee Suk-huyang, einn frægasti markmaöur heims. En hann er með ótrúlega veiöidellu og rennir eins oft og hann getur. „Við vorum að koma ofan úr Áfanga- felli viö Kjalveg og þar er nú hægt að renna fyrir fisk. Við fengum yfir 250 fiska, þetta er svo garnan," sagði Lee í samtali viö DV í gærkvöld. G.Bender/DV-mynd Hannes Hræringar í prentiðnaðinum: Kassagerðin eignast 35% í ísafoldarprentsmiðju j rödd FuLKSINS 9041600 Eiga íslendingar erendi á Ólymp íulei kana?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.