Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996
5
dv_____________________________________________________________________________________Fréttir
Fjórmenningamir í tryggingasvikamálunum sæta þungum ákærum en ekki vegna Vesturgöturánsins:
Rán skipulagt en ósannað
hvaða rán það átti að vera
- málið er óupplýst en er ekki búið, að sögn Rannsóknarlögreglu ríkisins
Grímuklæddir og vopnaöir sérsveitarmenn, leitarhundur og fjölmennt lögregluliö dugöi ekki til aö upplýsa hverjir þaö voru sem stóöu aö ráninu i Búnaöar-
bankanum. Ýmsar talsvert sterkar vísbendingar voru ekki nægilegt efni í ákæru. DV-mynd BG
Þó svo að legið hafi fyrir að fjórir
ungir menn, sem í vetur voru grun-
aðir um að hafa staðið að ráninu í
Búnaðarbankann við Vesturgötu
þann 18. desember síðastliðinn, hafi
á síðasta ári undirbúið og skipulagt
nákvæmlega rán með því að klæð-
ast hettum og samfestingum og
hrundið hluta af áætlun sinni í
framkvæmd þá telur RLR ekki að
sannanir séu fram komnar sem
nægi til að ákæra þá fyrir ránið.
Staðan er því sú að þótt margt bendi
til sektar þeirra eru sannanir ekki
taldar liggja fyrir til að láta reyna á
ránsmálið fyrir dómstólum. Grunin-
um hefur samt sem áður „ekki ver-
ið aflétt".
Rannsóknin, sem beindist að því
aö upplýsa að hve miklu leyti rán-
sundirbúningurinn tengdist beinlín-
is bankanum við Vesturgötuna í
desember, bar hins vegar ekki þann
árangur þegar upp var staðið að
ætla mætti að viðkomandi yrðu sak-
felldir.
Fréttaljós
Óttar Sveinsson
„Málið er óupplýst enn þá en það
er ekki búið,“ sagði Hörður Jóhann-
esson, yfirlögregluþjónn hjá RLR,
þegar hann var spurður um Vestur-
göturánið.
Vesturgöturánið var spegil-
mynd Skeljungsránsins
Aðferðirnar við ránið á Vestur-
götu voru, svo ekki sé meira sagt,
svipaðar og í svokölluðu Skeljungs-
ráni sem einnig er óupplýst.
í báðum tilfellum voru þrír hettu-
klæddir menn í samfestingum að
verki. Einnig voru í bæði skiptin
notaðir stolnir bdar sem stolið hafði
verið aðfaranótt mánudags. Á þeim
voru einnig stolnar númeraplötur.
Bæði ránin voru síðan framin laust
eftir klukkan tíu á mánudags-
morgni.
Nægar sannanir til aö
úrskurða í gæslu en...
Fjórmenningarnir hafa nú allir
verið ákærðir fyrir fjársvik og
tryggingasvik með þvi að hafa svið-
sett bæði slys, óhöpp, innbrot og
fleira. I þeirri rannsókn komu fram-
angreindar vísbendingar fram um
að þeir hefðu einnig staðið að
bankaráninu. Þær voru taldar það
sterkar í vetur að dómari féllst á að
úrskurða þá í gæsluvarðhald og síð-
an að framlengja það í sumum til-
fellum.
Mennirnir viðurkenndu að miklu
leyti það sem þeir voru grunaðir
um í fjársvikamálunum en gæslan
nægði þó ekki til að nægar sannan-
ir kæmu fram gagnvart þeim um
ránið. Einn mannanna, Benedikt
Orri Viktorsson, 28 ára, var ákærð-
ur strax í vetur fyrir önnur trygg-
ingasvikamál og var hann dæmdur
í 15 mánaða fangelsi i febrúar á
meðan hann sat í gæsluvarðhaldi
vegna hinna afbrotamálanna. Ann-
ar úr hópnum kærði hins vegar
gæsluvarðhaldsúrskurð sinn til
Hæstaréttar en hann hafði fjarvist-
arsönnun, hafði verið í klippingu á
meðan ránið var framið og það
fékkst staðfest. Engin sönnun liggur
fyrir um að sú „fjarvist" hafl verið
ráðgerð fyrir fram.
Tjóniö af svikunum
hátt í 20 milljónir
Héraðsdómur Reykjavíkur þing-
festi í júní ákæru á hendur fjór-
menningunum og einum öðrum að-
ila vegna fimm fjársvikamála. Bene-
dikt Orri er eini aðilinn sem kemur
við sögu í þeim öllum samkvæmt
sakargiftum.
I þremur tilvikum voru umferð-
arslys sett á svip þar sem björgun-
arlið og þyrla komu m.a. við sögu. í
fjórða tilvikinu var kveikt í
Mercedes Benz bifreið og hún
eyðilögð og bætur fengust greiddar
út á kaskótryggingu. í síðasta tilvik-
inu var um að ræða tilraun til
svika. Miðað við að stór hluti sakar-
giftanna hefur verið viðurkenndur
má Benedikt Orri því eiga von á
þungum dómi til viðbótar því 15
mánaða fangelsi sem hann var
dæmdur til að sæta í vetur. Þeim
dómi var áfrýjað en hann fékkst
staðfestur í Hæstarétti.
Tjónið sem varð í málunum
fimm, sem nú hefur verið ákært fyr-
ir, er hátt í 20 milljónir króna.
Hreinar bótakröfur nema hins veg-
ar 13,5 milljónum króna. Annar
kostnaður nam um 4 milljónum
króna, þar á meðal ferð þyrlu Land-
helgisgæslunnar.
Bótakröfurnar i ákærunum felast
fyrst og fremst í vátryggingabótum
en einnig er bóta krafist frá Trygg-
ingastofnun, Verkalýðsfélaginu
Dagsbrún, Sjúkrasjóði Félags bóka-
gerðarmanna og bílaleigu. Hvað
sem því líður eru ránin tvö, Skelj-
ungsmálið og ránið í Búnaðarbank-
anum við Vesturgötu, óupplýst enn
þá.
ESTT sHBeSff .'fNTOsfölT
/IV 860 Þvottavél
■ Vinduhraði 800 sn/mín.
1 14 þvottakerfi
1 Stiglaus hitastillir
1 Orkunotkun 2,3 kwst
GR 1860
H:1 17 B:50 D:60 cm
Kælir: 140 Itr.
Frystir 45 Itr.
stgr.
í/H. '
GR 2260
H:140 B:50 D:60 cm
Kælir. l 80 Itr.
Frystir 45 Itr.
GR 2600
H:152 B:55 D:60 cm
Kælir ] 87 Itr.
Frystir: 67 Itr.
GR 3300
H:170 B: 60 D:60 cm
• Kælir:225 Itr.
Frystir 75 Itr.
<^índesíí
.../ stöðugri sókn!
KÆU-
SKÁPAR
—°g þvottavélar
i BRÆÐURNIR
í©lQRMSSON
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Umbobsmenrt um land allt
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búðardal Vestfirðir: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf.Steingrímsfjarðar.Hólmavík.
Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Siglufirði.Ólafsfirði og Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstððum. Kf.Vopnfirðinga,
Vopnafirði. Verslunin Vík, Neskau, 'Staö. Kf.Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfirði. KASK, Höfn Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell.Keflavík. Rafborg, Grindavík.
itstr
{^2£5jjj^UjmLlfctfi£SmfcUi£^IÍ^ÖE21LiÍá£ÍE5HiíiíÍ£SELJiilJ
-—
j