Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. JULI1996 Viðskipti Nýtt dagblað í burðarliðnum: DT - Dagur-Tíminn fæð- ist fyrir miðjan ágúst - hlutafé útgáfufélagsins 47 milljónir Dagur-Tíminn eða DT er vinnu- heitið á nýju blaði sem þessa dag- ana er að verða til við sameiningu úfgáfu Dags á Akureyri og Tímans í Reykjavík. „Við vonumst til þess að geta sýnt fyrsta eintak hins nýja blaðs fyrir miðjan ágúst,“ segir Hörður Blöndal, framkvæmdastjóri Dagsprents, í samtali við DV Sameining Dags og Tímans og út- gáfa nýs blaðs í þeirra stað á sér ekki langan aðdraganda en viljayfir- lýsingar um kaup Frjálsrar fjölmiðl- unar, útgáfufélags DV og Tímans, á nýjum hlutabréfum í Dagsprenti fyrir um 24 milljónir króna voru undirritaðar i fyrradag á Akureyri. Sólarlandaferöir: Aukaflug í haust til Flórída - flogið til Barcelona út október Flugleiðir hafa bætt við sjö aukaferðum í haust til Flórída. Þetta er viðbót við sumaráætlun félagsins vegna mikillar eftir- spurnar. Fyrsta aukaferðin verður farin 11. september og síðan verður flogið vikulega á þriðjudögum þar til sumaráætlun rennur út í lok október. Þannig verða tvö flug í viku til Orlando frá Keflavík, aukaferðirnar á þriðjudögum og föstu ferðirnar á sunnudögum. Sólarlandaferðir hafa verið eft- irsóttar í sumar meðal íslenskra og erlendra viðskiptavina Flug- leiða, ekki síst til Flórída og Barcelona á Spáni, og verður flog- ið til Barcelona eins lengi og sum- aráætlun félagsins er í gildi, sem er óvenjulegt. -SÁ Núverandi hlutafé Dagsprents er um 23 milljónir króna að nafnverði. Dagsprent er almenningshlutafé- lag og stærstu hluthafarnir hafa til þessa verið KEA og Kaffibrennsla Akureyrar. Ætlunin er að auka hlutafé Dagsprents í tæplega 47 milljónir króna að nafnverði og er gert ráð fyrir því að Frjáls fjölmiðl- un eigi stærsta hluta viðbótarhluta- fjárins og eigi rúman meirihluta í fyrirtækinu. Samkomulag um þetta var undirritað í fyrradag milli Frjálsrar fjölmiðlunar og fyrr- nefndra eigenda meirihluta hluta- flár í Dagsprenti sem eiga um 80% núverandi hlutafjár. Hluthafafund- ur verður haldinn í næstu viku þar sem samkomulagið verður lagt fram til samþykktar. Tvo þriðju hluta at- kvæða þarf til að samþykkja hluta- fjáraukninguna og kaup Frjálsrar fjölmiðlunar á því. Rekstur Dagsprents og útgáfa Dags hefur gengið þokkalega að undanfórnu og var 3,6 milljón króna hagnaður af rekstrinum á síðasta ári og það sem af er árinu er talið að hagnaður sé um 5 milljónir. Eigna- staða fyrirtækisins er sterk en það á eigið húsnæði og eigin prentvél og eftir hlutafjáraukninguna í 47 millj- ónir verður eiginfjárhlutfallið um 65% Að sögn Harðar Blöndal, fram- kvæmdastjóra Dagsprents, er sam- anlagður kaupendafjöldi Dags og Tímans um 12 þúsund manns og er vonast til að sá hópur verði uppi- staða kaupendahópsins í fyrstunni en vaxi fljótt flskur um hrygg og verði áður en árið er liðiö orðinn mun stærri, eða um 20 þúsund. „Sameiginlega hafa þessi tvö blöð nú sterka stöðu í hinum dreifðu byggðum landsins, ekki síst á Norð- ur- og Suðurlandi, og ef allar áætl- anir ganga eftir þá verður hið nýja blað með yfirburðastöðu á lands- byggðinni," segir Hörður Blöndal. -SÁ Iöntæknistofnun: Nýtt gæðastjórnunarkerfi - íslenskt forrit helsta hjálpartækið Iðntæknistofnun hefur keypt for- ritið Gæðavörð af hugbúnaðarfyrir- tækinu Hópvinnukerfi ehf. Iðn- tæknistofnun hefur verið að endur- skoða gæðastjórnunarkerfi sitt og gera gæðahandbók stofnunarinnar aðgengilega fyrir alla starfsmenn á tölvuneti. Gæðakerfi Iðntæknistofnunar er allflókið og þarf að vera nothæft fyr- ir deildir sem fást við ólík viðfangs- efni tengd rannsóknum, þjónustu og upplýsingum og ráðgjöf og því þarf hugbúnaðurinn að gefa möguleika á að útbúa margar notendahandbæk- ur úr einni gæðahandbók. Einmitt þetta er hægt 1 Gæða- verði en í forritinu er safn hugbún- aðartækja sem gerð eru í Lotus Not- es og eru hönnuð með það fyrir aug- um að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að innleiða og reka gæðakerfi. -SÁ Kaupsamningur löntæknistofnunar og Hópvinnukerfa ehf. um gæðakerfis- forrit undirritaður. Frá vinstri; Hörður Olavsson, framkvæmdastjóri Hóp- vinnukerfa, Smári S. Sigurðsson, gæðastjóri Iðntæknistofnunar, og Örn Gylfason, fjármálastjóri löntæknistofnunar. Gengi Marelbréfa úr 14,30 í 11,85 Heildarviðskipti á Verðbréfaþingi íslands og opna tilboðsmarkaðinum námu í síðustu viku 238.119.355 krónum og voru mest viðskipti með bréf Eimskips eða fyrir 14.191.854 kr. og var gengi þeirra 7,30. Næstumfangsmestu viðskiptin voru með bréf í íslandsbanka, fyrir 6.671.313 kr., og var gengi bréfanna 1,73. Þingvísitala hlutabréfa sem sprengdi 2000 stiga múrinn í síðustu viku hefur ekki gert það nógu ræki- lega því að hún er nú fallin niður fyrir hann aftur og er nú 1994,48 stig. Hlutabréf í Marel, sem verið hafa á mjög háu og hækkandi verði, féllu í vikunni úr genginu 14,30 niður í 11,85 og verður spennandi að sjá hvernig þau munu spjara sig á næstu vikum og hvort þau hafi náð hátindinum og muni halda áfram að falla. Nýgræðingurinn á Verðbréfa- þingi, tölvufyrirtækið Tæknival, spjarar sig þokkalega svona fyrsta kastið og voru viðskipti með Tækni- valsbréf upp á 516 þúsund krónur og gengi bréfanna fór hækkandi. í hlutafjárútboðinu á dögunum varð meðalgengi bréfanna 4,30 en hæsta verð sem fékkst í vikunni var á genginu 5,50. Gengið á hlutabréfum í Útgerðar- félagi Akureyringa féll úr 5,30 í 4,90 en viðskipti með bréfin námu sam- tals 3.796.188 kr. Til félagsins hefur nú verið ráðinn nýr framkvæmda- stjóri, Guðbrandur Sigurðsson, sem kemur frá þróunarsviði íslenskra sjávarafurða. Guðbrandur tekur til starfa í september nk. Álverð sem verið hefur lágt und- anfarið virðist hafa náð botninum því að í síðustu viku tók það að stíga. Búist er við því að það stígi enn frekar næstu daga og eru ástæðurnar einkum tvær, yfirvof- andi verkfall í 220 þúsund tonna ál- veri Alcan og í öðru lagi lækkandi gengi Bandaríkjadollars. Þó þykir ólíklegt að verð þess fari yfir 1500 dali. Engar 'skipasölur fóru fram er- lendis fremur en undanfama mán- uði. Verð á gámaþorski í Bretlandi féll miðað við vikuna á undan og í stað 141,55 króna kílóverðs fengust nú 123,60 fyrir kílóið af gámaþroski. -SÁ Gámaþorskur Dollar Mark Pund Flugleiðir Pingvísit hlutabr. Þingvísit. húsbr. Olíufélagið Skeljungur DV 102,88 154 1700 150 100 156 DV Umboð fyrir Rank Xerox: Optima tekur við af Nýherja - rós í hnappagat Optima Optima, Ármúla 8, hefur tekið við umboði á íslandi fyrir Rank Xerox ljósritunarvélar af Nýherja. Varahluta- íhluta- og viðgerðar- þjónusta fyrir Rank Xerox færist í áföngum frá Nýherja til Optima og verður að fullu komin á hend- ur fyrirtækisins um næstu ára- mót. Að sögn Þorsteins Jónssonar, sölustjóra Optima, gerir Rank Xerox mjög strangar kröfur um þjónustu við kaupendur og eig- endur véla af þessari gerð og við- hald vélanna. „Þetta er eina fyrir- tækið í heiminum sem framleiðir sjálft alla hluta vélanna og allt sem til þeirra þarf. Rank Xerox vandar mjög til framleiðslunnar og til allrar þjónustu við kaupend- ur vélanna og við teljum að það sé rós í hnappagat fyrirtækis okkar að því sé falið umboðið fyrir Rank Xerox. Þá gerir Rank Xerox mikl- ar kröfur um fyrirbyggjandi við- hald vélanna og er það fram- kvæmt eftir fyrir fram gerðu prógrammi sem er svipað við- haldsprógrammi flugvéla," segir Þorsteinn Jónsson. Fyrirtækið Optima hefur um langt skeið verið sérhæft í skrif- stofuvélum og var fyrst fyrirtækja hér á landi til að flytja inn og selja ljósritunarvélar árið 1953. Árið 1965 fékk fyrirtækið umboð fyrir Nashua ljósritunarvélar sem nú heita Nashuatec og eru hund- ruð þeirra í notkun um allt land. -SÁ Verðbréfaþing íslands: Tæknival komið á skrá á Verð- bréfaþingi Hlutabréf Tæknivals hafa verið skráð á Verðbréfaþingi íslands og er það í fyrsta sinn sem tölvufyr- irtæki fær skráningu á þinginu. Forsvarsmenn Tæknivals telja að skráningin sé mikill ávinningur fyrir Tæknival og styrki það og skapi færi á að ná betri kjörum á fjármagnsmarkaði. Fyrr í sumar vár hlutafjárút- boð í Tæknivali á vegum verð- bréfadeildar Búnaöarbankans fyr- ir 20 milljónir króna en tilgangur- inn var að fjölga hluthöfum og atyrkja almenna fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Hlutafjárútboðið var lokaskrefið að því takmarki að skrá Tæknival á Verðbréfa- þingi íslands. Öll hlutabréfin seldust á þremur dögum á geng- inu 3,95. Tæknival er stærsta tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki á íslandi. Velta þess var 1,5 milljarðar króna á síðasta ári og hcifði auk- ist um 50% frá árinu þar á undan. Starfsmenn eru 140 og hlutafé er 120 milljónir króna að nafnverði. -SÁ Aðalfundur ísal: 338 milljóna hagnaöúr Ársreikningar Isal 1995 voru samþykktir á aðalfundi félagsins í síðustu viku en samkvæmt þeim var hagnaður af rekstrinum 338 milljónir króna eftir afskriftir sem námu 750,9 milljónum króna, greiðslu framleiðslugjalds í ríkis- sjóð upp á 633,8 milljónir kr. og greiðslufærslu skattskuldbind- inga upp á 318,1 milljón kr. í skýrslu forstjóra kemur fram að gert er ráð fyrir 3% fram- leiðsluaukningu á þessu ári. Hagnaður á fyrri helmingi ársins nam 400 milljónum eftir gjald- færslu á framleiðslugjaldi að upp- hæð 180 milljónir króna og skatt- skuldbindinga að upphæð 35 milljónir króna. Stjórn félagsins er óbreytt frá síðasta ári. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.