Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1996
7
DV Sandkorn
Sagnfræðideildin
Hin mjög svo
umdeilda
íþróttafrétta-
deild ríkissjón-
varpsins hefur
oft veriö kölluð
sagnfræði-
íþróttadeildin
vegna gamalla
fréttamynda og
þessarar klass-
isku setningar
íþróttafrétta-
manna deildar-
innar: „Nánar
verður fjallað um ieikinn í íþrótta-
þætti á laugardaginn kernur." Um
þverbak keyrði þó síðastliðið mánu-
dagskvöld. I sýningu sjónvarpsins frá
flokkakeppni frá frjálsum æfmgum
karla í fimleikum var sagt að um
beina útsendingu væri að ræða.
Keppnin fór fram fyrr um kvöldið og
hafði verið sýnd beint á erlendum
sjónvarpsstöðvum sem nást á ísiandi.
Svo kom stóra slysið. Þá var sagt að
um beina útsendingu væri að ræða
frá sundkeppninni. Þá gerðist það að
fyrst var verðlaunaafhendingin sýnd
og síðan sundið sjálft. Svona eiga
„beinar“ útsendingar að vera.
Mismæli
Ýmis mismæli
hafa orðið fræg,
ekki síst ef
þekkt fólk hefur
orðið fyrir þvi
að mismæla sig.
Eins máltæki
sem snúist hafa
við á ýmsa vegu.
Má þar neína
máltækið sem
snerist svona
við: „Róm var
ekki byggð á
hverjum degi.“
Á dögunum urðu fréttamönnum eða
lesurum frétta hjá RÚV á mismæli
sem margir tóku eftir. í fréttum um
olíumengun sagði: „Tugir dauðra
fugia hafa drepist."
í bókinni Þeim
varð á i mess-
unni segir frá
því að Sigurður
Lúter Vigfússon,
sem var einn af
fyrstu atvinnu-
bílstjórum í
Þingeyjasýslu,
hafi oft ekið
séra Þormóði
Sigurðssyni,
sóknarpresti á
Vatnsenda, þeg-
ar klerkur emb-
ættaði í sveitinni. Eitt sinn þurfti
prestur að jarðsyngja mann í Köldu-
kinn. Jón á Ystafelli, bróðir prestsins,
hélt húskveðju við það tækifæri. Þá
var algengt að leikmenn kveddu sér
hljóðs við slík tækifæri. Jón var af-
burða ræðumaður og mæltist vel við
húskveðjuna. Séra Þormóður bróðir
hans þótti mun síðri ræðumaður,
frekar andlaus og eins og hann heföi
ekkert tii málanna að leggja. Þegar
þeir voru á heimleið að lokinni jarð- -
arfór, Sigurður Lúter og séra Þormóð-
ur, sagði sá fyrmefndi: „Ég skal segja
þér það, Þormóður minn, þú mátt
ekki láta það koma fyrir að Jón bróð-
ir þinn tali við jarðarfarir þar sem þú
ert prestur." Varla hafði þetta fyrr
hrokkið upp úr Sigurði Lúter en hann
sá eftir þvi og hélt sig hafa móðgað
prest. Bætti hann þá við í flýti: „Eins
og þú fermir þó andskotans ósköp
vel.“
Viö birtum flá-
mælisvísur eftir
Sigurð Ó. Páls-
son, skólamann
á Héraði, á dög-
unum. Stefán
Jónsson, fyrrum
fréttamaður og
alþingismaður
með meim,
kenndi undirrit-
uðum vísuna
sem hér fer á
eftir og er ort á
austfirsku flá-
mæli. Stefán tók það mjög skýrt fram
að hér væri um hestavísu að ræða. Ef
ég einhvern tíma færi með hana eða
birti á prenti yrði ég að taka það
skýrt fram. Stefán sagðist ekki vita
hver höfundurmn væri:
Svo þér llði sjálfum vel
og sért ei kvíðaþrunginn.
Þú skalt ríða þangað tiel,
þieg fer að sviða í....ieljarnar.
Stefán tók fram að ef menn vissu
betra rímorð í lokin mættu þeir nota
það ef þeir vildu en þetta væri samt
hestavísa.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson
Hestavisa
Yfirbótin
Fréttir
Svanfríður Jónasdóttir vill harðari stefnu gagnvart Norðmönnum:
Gagnrýnir hnjáliða-
mýkt stjórnvalda
„Mín afstaða er sú að við þurfum
að taka upp miklu harðari og
ákveðnari stefnu gagnvart Norð-
mönnum en við höfum haft. Sú
stefna sem stjómvöld reka gagnvart
þeim kallast fyrir norðan hjá mér
hnjáliðamýkt," segir Svanfríður
Jónasdóttir alþingismaður.
Hún segir í samtali við DV að sé
það rétt sem útgerðarmenn segja, að
Norðmenn séu að veiða hér inni í
landhelginni en skrái það sem afla
af Jan Mayen svæðinu, þá sé mjög
alvarlegt mál á ferðinni. í nýgerðum
síldarsamningum við Norðmenn fe-
list að þeim sé hleypt inn í okkar
landhelgi en þeir hleypi okkur ekki
inn í sína.
„Við getum velt fyrir okkur
möguleikum okkar til samninga i
Smugunni, hvernig Norðmenn hafa
í rauninni leikið aðalhlutverkið þar
og í raun komið í veg fyrir að við
getum átt eðlileg samskipti við
Rússa. Ég vil að þetta verði allt tek-
ið saman og í Ijósi þess verði pólitík
okkar gagnvart Norðmönnum mót-
uð.“
Senn líður að endurskoðun loðnu-
samninganna og telur Svanfríður að
íslendingar verði að undirbúa sig
vel fyrir hana og hafa staðreyndirn-
ar um framkomu Norðmanna í sjáv-
arútvegsmálum á hreinu. Sannan-
imar séu allavega nægar. Þá beri að
hafa í huga síðustu ögrun þeirra
sem er einhliða setning reglugerðar
um rækjuveiðar á Svalbarðasvæð-
inu.
„Það má geta þess að fulltrúi
Þjóðvaka nefndi á sínum tíma á Al-
þingi hugsanlegan hag okkar af
rækjuveiðum á þessu svæði og sjáv-
arútvegsráöherra nánast hló að því.
Þetta sýnir kannski hvernig stjóm-
völd meta okkar stöðu og möguleika
og í því ljósi þarf sjálfsagt að skoða
framgöngu þeirra gagnvart Norð-
mönnum.
Ég veit ekki hvers vegna þessi
hjnáliðamýkt er svona mikil gagn-
vart Norðmönnum. Kannski er það
vegna þess að menn hafa ekki verið
nógu meðvitaðir um að okkar utan-
ríkisstefna snýst fyrst og fremst um
hafréttarmál og hagsmuni í sjón-
um,“ segir Svanfríður Jónasdóttir
að lokum.
-SÁ
Ólympíuleikur DV og Bræöranna Ormsson:
Glæsilegir vinningar
DV og Bræðurnir Ormsson fara
nú af stað með laufléttan og
skemmtilegan leik, Ólympíuleikinn.
Það eina sem fólk þarf að gera til
þess taka þátt er að svara þremur
laufléttum spurningum og senda
svarseðilinn til DV, Þverholti 11,105
Reykjavík. Þar með er það komið í
pottinn og á möguleika á glæsileg-
um vinningum.
Glæsilegt SHARP
sjónvarpstæki
Dregið verður úr innsendum seðl-
um í lok Ólympíuleikanna og hlýtur
vinningshafinn glæsilegt 29“
SHARP sjónvarpstæki að verðmæti
149.900 kr. Tækið er með 100 riða
Vinningshafinn i Ólympíuleik DV og Bræðranna Ormsson fær í verðlaun
glæsilegt 29" SHARP sjónvarpstæki aö verðmæti 149.900 kr.
(HZ) digital scan tækni sem gefur
glampfría mynd án titrings. Hægt er
að horfa á tvo þætti í einu þar sem
minni mynd birtist á skjánum.
Hljóðtæknin er digi turbo sound.
Veittir verða þrír aukavinningar,
glæsileg Tefal rafmagnsgrill að
verðmæti 9.650 kr.
Spurningarnar þrjár, sem fólk
þarf að svara; eru eftirfarandi: Hvar
voru síðustu Ólympíuleikarnir
haldnir (1992)? I hvaða íþróttagrein
keppir Eydís Konráðsdóttir á Ól?
Hvað keppa margir íþróttamenn
fyrir Islands hönd á Ól.
Skilafrestur er til 6. ágúst og nú
geta allir reynt að næla sér í frá-
bæra vinninga.
Húsavík:
Hvalaskoð-
unin vinsæl
DV, Húsavík:
Húsavíkurdagar, sem hófust í
síðustu viku og voru í 4 daga, sam-
anstóðu af skemmtiatriðum, keppni
og vörukynningum og var þetta
önnur helgardagskráin af þremur
svipuðum hér í sumar. Sú fyrsta var
í júní. Sú þriðja verður í ágúst og þá
verður m.a. hjólreiðakeppni sem
nefnist Tour de Húsavík.
Dagskráin hófst með vörukynn-
ingu húsvískra framleiðenda og fyr-
irtækjakeppni. Farið var í lunda- og
hvalaskoðunarferðir á hverjum
degi. Uppselt var í þær allar og
ferðamenn sækjast mjög eftir þess-
ari tegund ferðaþjónustu á Húsavík
nú. Sjóferðir Arnars Sigurðssonar
og Norður- Sigling bjóða upp á þess-
ar ferðir.
Boðið var upp á stuttar og langar
gönguferðir um bæinn með leið-
sögumönnum. Björgunarsveitin,
slökkviliðið og 4x4 klúbburinn
héldu stóra sýningu á bílum og bún-
aði og björgunarsveitin sýndi nýja
íþróttagrein, vatnaknattleik. Húsa-
víkurdögum lauk með gróðursetn-
ingu hjá Húsavíkurflugvelli í Aðal-
dalshrauni þar sem Landgræðslan
og Olís plöntuðu. -AGA
Þrír kraftakarlar, Völundur, Sæmundur og Torfi, vöktu mikla athygli og öttu
kappi viö heimamenn en höfnin dró þó flesta til sín. DV-mynd AGA
■m imr
6 iii 111^1
DUNDUR-UTSALA
Q
Samsung Max-477 er hágœða
hljómtœkjasamstœða meðúfvarpi,
2 x 60 W magnara, tvðfðláj kass-
ettutœki með DolboyB, 6 diska
geislaspilara, 16 stöðva
útvarpi, tónjafnari með minni,
Surround, þráðlausri fjarslýring, .
tengi fyrir neyrnartól, tímastillingu,
klukku o.fl.
; Samsung Max-370 er háaœða
hljómtœkjasamstœða meo útvarpi, 2 x
40 W magnara, työföldu kasseltutceki
. með DolboyB, geislaspilara, 16 stöðva
minni á útvarpi, tónjafnari með minni,
Surround, þráðlgusri fjarstýring, tengi
fyrir heyrnartól, ffmastillingu, klukku o.fl.
Þetta er aðeins brot af
þvísemviðbjóðum
með ríflegum afslætti!
: icwmi m
TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA 1
B U Ð I R N A R
Skipholti 19
Simi: 552 9800
Grensásvegi11
Simi: 5 886 886
TIL 24 MAfVIAOA |
AUKIÐ URVAL - BETRA VERÐ /
iiwu-up
3E3SJ