Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 24. JULÍ 1996 11 Fréttir Tíðar bilanir á ljósleiðarastreng Pósts og síma Notendur eiga engar bótakröfur - grunur um framleiðslugalla í strengnum, segir Jón Þóroddur Jónsson „Notendur eiga engar bótakröfur á hendur Pósti og síma vegna bilana á ljósleiðarasæstrengnum sem hefur verið að bila að undanfomu. Það hefur ekki tíðkast að gera slíka samninga viö notendur og má segja að það sé galli á allri sölu á fjarskipt- um. Það era þó merki um að menn séu famir að selja fjarskiptaleyfi með einhverri ákveðinni ábyrgð. Þá taka menn á sig einhverjar dagsekt- ir ef þeir ekki standa við samning um að til að mynda Intemetið sé í gangi ákveðin prósentuhluta af tím- anum yflr árið, mánuðinn, vikuna eða sólarhringinn. Svona samningar era aðeins famir að sjást úti I hin- um stóra heimi vegna þess að fjar- skiptakerfi eru orðin svo öragg. Samt eru alls konar fyrirvarar um veðurfar, náttúruhamfarir, styijald- ir og fleira. Hér áður fyrr þýddi ekk- ert að gera svona samninga. Þegar gömlu sæstrengimir vora að bila voram við stundum nánast sam- bandslaus við umheiminn vikum saman,“ sagði Jón Þóroddur Jóns- son, verkfræðingur hjá Pósti og síma, í samtali við DV. Hann segir að menn sé farið að grana að þær tíðu bilanir í ljósleið- arasæstrengnum að undanfornu séu vegna framleiðslugalla. Hann var lagður á árunum 1993 til 1994 og tek- inn í notkun haustið 1994. „Bilanir í strengnum era orðnar fleiri en menn gerðu ráð fyrir og orðið hafa í öörum samsvarandi strengjum yfir hafið. Það mál er nú í rannsókn og fyrirtækið sem fram- leiddi strenginn, STC, vinnur að henni,“ sagði Jón Þóroddur. Hann sagði að ljósleiðari væri besta ficirskiptakerfið sem til er. Þess vegna tækju menn það fram yfir notkun gervitungla. Þar væru gæðin minni en öryggið hins vegar ekkert meira. -S.dór Borgarapótek: Apótekarinn áfrýjar tii Hæstaréttar „Það er nauðsynlegt að fá úr því skorið við hvers konar skilyrði maður á að starfa. Dómurinn sem kveðinn var upp fyrir skömmu tek- ur ekkert á þeim þáttum sem viö höfum verið að gagnrýna og þvi sé ég mér ekki annað fært en að fá Hæstarétt til að fialla um málið,“ segir Vigfús Guðmundsson, apótek- ari í Borgarapóteki, en hann hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar ný- föllnum dómi þar sem heilbrigðis- ráðherra var sýknaður af þvi að hafa brotið lög með því að veita lyfialeyfi til lyfsala í nágrenni við Vigfús. „Ég þarf að fá úr því skorið hvort eitthvert gagn er í lögunum um fiar- lægðina og fólksfiöldann. Ef í fiós kemur að ekkert mark sé takandi á greininni sem fiallar um þennan þátt laganna sé ég ekki annað en að réttast væri að fella hana úr lögun- umsegir Vigfús. -sv EM í bridge: Fjórir sigrar íslands í Börn með kerti Gömul og aflögð fiárhús brunnu í Hnífsdal í fyrrinótt. Böm munu hafa verið með kerti í kofa við fiárhúsin í fyrrakvöld og er talið líklegt að kviknað hafi í út frá þvf. Slökkvilið frá ísafirði fór á vett- vang og slökkti. Húsin verða jöfnuð við jörðu. -sv 7 leikjum íslenska sveitin á Evrópumóti yngri spilara í bridge, sem nú stend- ur yfir í Cardiff f Wales, var í 7.-10. sæti 26 þjóða eftir 6 fyrstu umferð- imar með 99 stig. Israel var efst með 121, Rússland í öðru sæti með 119 stig og Noregur í þriðja með 114 stig. ísland hefur unnið Ungverjaland, 24-6, Litháen 21-9 og Bretland 24-6 en tapað fyrir Rúmeníu 12-18, Rússlandi 7-23 og Austurríki 11-19. í íslensku sveitinni spila Magnús Magnússon, Sigurbjöm Haraldsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Stefán Jó- hannsson, Steinar Jónsson og Ólaf- ur Jónsson. Ragnar Hermannsson er fyrirliði. í 7. umferðinni í gær vann ísland Frakkland; 16-14. -hsim Dregið hefur veriö i sumarleik norsku sælgætisgeröarinnar Freiu. Þátttakendur áttu aö svara þremur spurningum varöandi þrjár vörutegundir frá Freiu: Kvikk Lunch, Twist og Smil. Þrír verðlaunahafar fengu glæsileg DBS fjallahjól í verölaun. Þeir eru: Jenný Rut Arnþórsdóttir, Almar Halldórsson og Elsa Ingibjörg Egilsdóttir. Meö þeim á myndinni er Ævar Guömundsson, forstjóri Sælgætisgeröarinnar Freyju. Freyja er söluaðili norsku Freiu á íslandi. DV-mynd Pjetur Lausn fundin varðandi notkun borholunnar í Vík: Nóg heitt vatn fyrir - segir sveitarstjórinn sveitarsfióri Mýrdalshrepps en ein- hver óánægja hafði gripið um sig meðal íbúa með að einkaaöili ætti forgangsrétt á vatninu sem úr hol- unni kemur. „Hreppurinn átti aldrei holuna, það var alltaf vitað hver átti hana og notaði hana. Ekki var vitað þeg- ar farið var í gang með happdrætti hve mikið myndi safnast, en það var allt útlit fyrir að það fengist heitara og meira vatn ef holan yrði dýpkuð og fólkið lagði til peninga i þeirri von. Þess má geta að það var ekki hreppurinn sem stóð fyrir happdrættinu, heldur einkaaðili," sagði Hafsteinn enn fremur. Sveitarstjómin hefur nýverið fengið í hendur skýrslu frá Orku- stofnun sem inniheldur spá um hve hægt verði að fá mikið vatn úr hol- unni og sagði Hafsteinn að hún hefði verið skoðuð og út frá því gerður samningur viö Jónas. „Jónas þarf miklu kaldara vatn en við þannig að þegar við eram búnir að nota vatnið og hitann úr holunni getur hann nýtt afganginn. Við erum í raun að tala um notkun á sama vatninu. Hvað varðar þá ásökun að viö höfum ekki upplýst fólkið um málið þá er ástæðan ein- faldlega sú að við höfðum ekki frá neinu að segja meðan við höfðum ekki skýrsluna frá Orkustofnun og því var engin ástæða til að semja við Jónas fyrr. Hitt er það að það hefur enginn komið til mín per- sónulega og spurt um þessi mál eða leitað eftir útskýringum,“ sagði Haf- steinn. -gdt „Hreppurinn og Jónas Erlends- son hafa komist að samkomulagi um notkun vatnsins úr borholunni hér í Vík og það verður nóg vatn fyrir alla, bæði fiskeldi og sund- laug,“ sagði Hafsteinn Jóhannesson, Vík í Mýrdal: nægt heitt vatn. IRAUHALIB Þú færð allar upplýsingar úm stöðu þína í leiknum og stöðu efstu liðanna í sínia 904 ÍÖI5 Verð 39,90 mínútan. sfxm ÍPRÓTTADEILD hagstæðu verði 9"m/s 2 10‘án bæði fiska og fólk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.