Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Page 15
14 íþróttir k Fluttur á sjúkrahús Þjóðverjinn Thoraas Bech, sem sæti á í Alþjóða ólympíu- nefndinni, var í gær fluttm- á sjukrahús eftir vægt hjartaáfall sem hann fékk þegar hann var að spila tennis. Bach, sem er 42 ára, vann til gullverðlauna í skylmingum með þýsku sveit- inni á Ólympiuleikunum árið 1976 og var í síðustu viku kosinn í Alþjóða ólympíunefhdina. Kerri Strug fótbrotin? Síðasta stökkið í liðakeppni kvenna í fímleikum í nótt verður bandarísku stúlkunni Kerri Strug eflaust lengi minnisstætt. Með glæsilegu stökki tryggði hún bandaríska liðinu gullverð- launin eftir æsispennandi bar- áttu við rússneska liðið. Þegar hún lenti eftir stökkið meiddist hún alvarlega á ökkla og sagði, þegar þjálfarar hennar komu þjótandi til hennar: „Ég held að ég sé fótbrotin." -SK Tók við gull- inu í gifsi Kerri Strug var borin út úr íþróttahöllinni á börum en mætti síðan á öðrum fæti í verðlaunaafhendinguna og söng bandaríska þjóðsönginn með stöllum sínum í bandaríska liðinu. Strug var með vinstri fótinn í gifsi við verðlaunaafhendinguna en strax að henni lokinni var hún flutt á sjúkrahús. Henni gafst því lítill timi til að fagna sigrinum með félögum sínum. -SK ávi CQP 111 Þjóðir irðlai eftir þjóðum - S £ m « Bandaríkin 9 12 3 Rússland 9 5 2 Pólland 5 2 1 Kina 4 5 3 Frakkland 4 3 6 ítalla 3 2 3 Suður-Kórea 3 1 2 Tyrkland 3 0 1 Belgía 2 1 1 Suður-Afrflta 2 0 1 írland 2 0 0 Nýja-Sjáland 2 0 0 Kúba 1 5 2 Japan 1 2 0 Ástralla 1 0 5 Úkraína 1 0 2 Rúmenia 1 0 1 Armenia 1 0 0 Kosta Ríka 1 0 0 Kasakhstan 1 0 0 Þýskaland 0 6 9 Hvíta-Rússland 0 3 1 Gríkkland 0 2 0 Brasilia 0 1 2 Svíþjóð 0 1 1 Austurríki 0 1 0 Bretland 0 1 0 Finnland 0 1 0 Norður-Kórea 0 1 0 Spánn 0 1 0 Úsbekistan 0 1 0 Ungverjaland 0 0 5 Búlgaria 0 0 4 Holland 0 0 4 Kanada 0 0 2 Georgía 0 0 1 Moldavía 0 0 1 Júgóslavia 0 0 1 Ath.: 2 brons eru veitt í júdó og hnefaleikum. Liö Bandaríkjanna sem sigraöi í nótt í liöakeppni kvenna í fimleikum. Lengst til hægri hedur þjálfari liösins, Bela Karolyi, á Kerri Strug sem kom mikiö viö sögu í lokin og er líklega fótbrotin. Símamynd Reuter Liðakeppni kvenna í fimleikum: Naumur sigur bandarísku stúlknanna Bandarísku stúlkurnar tryggðu sér í gærkvöld gullverðlaunin í liða- keppni kvenna í fimleikum, vel studdar af 35.000 þúsund áhorfend- um 1 fímleikahöllmni í Atlanta. Rússnesku stúlkumar, sem háðu harða keppni við þær bandarísku, hlutu silfurverðlaunin og þær rúm- ensku bronsið. Liðakeppnin var mjög dramatisk og réðust úrslitin ekki fyrr en í síð- ustu umferðinni. Þá hlekktist tveimur rússneskum stúlkum á i æfingum á jafnvægisslá á sama tíma og þær bandarísku náðu að klára stökkæfingamar með sóma. Bandarísku stúlkumar hlutu samtals 195,556 stig, þær rússnesku fengu 195,108 stig rúmensku stúlk- umar hlutu 194,608 stig. „Þetta er án efa ánægjulegasta stundin í lífi mínu og ömgglega hjá stelpunum líka. Maður er varla far- inn að átta sig á þessum úrslitum og það tekur ömgglega einhverja daga að ná þessu. Við vissum alltaf að við gætum þetta og stuðningurinn sem við fengum var ómetanlegur," sagði Mary Lee Tracy, aðstoðar- þjálfari bcmdaríska liðsins, eftir að úrslitin voru ljós en þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkin vinna gull- verðlaun í liðakeppni Ólympíuleik- anna. Rússnesku stúlkumar gátu ekki leynt vonbrigðum sínum með úrslit- in, tárin streymdu niður vanga þeirra og þær áttu erfitt með að kyngja því að þurfa að lúta í lægra haldi fyrir stöllum sínum frá Bandaríkjunum. -GH A-riðill: Japan-Kína.............75-72 Italía-Kanada .........59-54 Rússland-Brasilia......68-82 B-riðill: Bandaríkin-Úkraína .. . 98-65 Ástralía-Zaire.........91-45 Kúba-S.-Kórea..........78-55 I Atlanta er í fyrsta skipti keppt í svokölluðu strandbiaki á Ólympíuleikum. Fyrstu leikirnir fóru fram í gær og skemmtu margir áhorfendur sér vel viö aö berja föngulegar stúikurnar augum. Myndin hér aö ofan var tekin í leik Brasilíu og Indónesíu en Brasilía vann, 15-2. Símamynd Reuter Knattspvrna karla: C-riðill: S.-Kórea-Mexíkó.........0-0 Ghana-Ítalía.............3-2 Mexíkó 4 stig, Suður-Kórea 4, Ghana 3, Ítalía 0. D-riðill: Brasilía-Ungveijaland .... 3-1 Japan-Nígería............0-2 Nígería 6 stig, Brasilía 3, Japan 3, Ungverjaland 0. Knattsovma kvenna: E-riðill: Danmörk-Kina............1-5 Bandaríkin-Svíþjóð .....2-1 F-riðill: Brasilía-Japan..........2-0 Noregur-Þýskaland ......3-2 Blak karla: A-riðill: Kúba-Pólland............3-0 Brasilía-Búlgaría.......0-3 Argentína-Bandaríkin ... 0-3 B-riðill: Holland-Rússland........3-0 Ítalía-Túnis.................3-0 Júgóslavia-S-Kórea ..........3-0 3. Þýskaland............3:17,20 200 m bringusund kvenna: 1. Penny Heyns, S-Afr...2:25,41 2. Amanda Beard, Band. ... 2:25,75 3. Agnes Kovacs, Ungv....2:26,57 100 m flugsund kvenna: 1. Amy van Dycken, Band. . . 59,13 2. Limin Liu, Kína.......59,14 3. Angel Martino.........59,23 Körfubolti kvenna: Sund: 400 m skriðsund karla: 1. Danyon Loader, Band. ... 3:47,97 2. Paui Palmer, Bretl.....3:49,00 3. Daniel Kowalski, Ástr. . . 3:49,39 100 m baksund karla: 1. Jeff Rouse, Band........54,10 2. Falcon Cabrera, Kúbu .... 54,98 3. Neisser Bent, Kúbu......55,02 4x100 m skriðsund karla: 1. Bandaríkin ...........3:15,41 2. Rússland..............3:17,06 MIÐVIKUDAGUR 24. JULI1996 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 35 íþróttir ítalirnir eru á heimleið - og Brasilía stendur tæpt þrátt fyrir sigur ítalir ætla ekki að gera það endasleppt í knattspymunni í ár. Þeir hurfu snemma heim úr Evrópukeppninni á Englandi í síðasta mánuði og í nótt tapaði Ólympíuliðið þeirra, 3-2, fyrir Ghana og getur þar með farið að pakka saman í Atl- anta eftir tvo ósigra. Mexíkó, Ghana og Suður-Kórea berjast um sætin tvö í 8-liða úrslitunum. Brasilía vann Ungverjaland, 3-1, með mörkum frá Ronaldo, Juninho og Bebeto en er hvergi nærri örugg með að komast áfram. Brasilíumenn mæta hinu sterka liði Nígeríu í lokaumferð riðlakeppninnar og þurfa á sigri að halda. Eykst aðsókn karlmanna? Landslið Ástralíu í körfuknattleik kvenna hefúr tekið upp á því að mæta til leiks í níðþröngum búningum. Þær áströlsku vilja freista þess að auka aðsókn á leiki sína og vilja með nýju búningunum sérstaklega höfða til karlmanna. -SK „Veit ekkert um hana“ - segir Elsa Nielsen sem keppir í dag „Ég veit mjög lítið um andstæðing minn og hef aldrei séð hana spila,“ sagði badmintonleikarinn Elsa Nielsen sem leikur í dag gegn tælenskri stúlku í 1. umferð einliðaleiks kvenna í badminton í Atlanta. Tælenska stúlkan er í 15. sæti á styrkleikalista keppendanna í Atlanta en Elsa er í 32. sæti á listanum. „Ég er búin að æfa mjög vel og er í mjög góðri æfingu líkamlega. Mér hefúr gengið mjög vel á æfingum hér í Atlanta og nú er bara að sjá hvernig undirbúningurinn skilar sér þegar út í alvöruna er komið,“ sagði Elsa Nielsen. -MT „Eg var alls ekki nægilega grimmur" - Logi Jes og Eydís nokkuö frá sínu besta í sundinu DV, Atlanta: Logi Jes Kristjánsson og Eydís Konráðsdóttir kepptu bæði í sundi á ÓLympíuleik- unum í Atlanta í gær. Þau syntu nokkuð frá sínum bestu tímum en Eydís náði þó lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramótið á næsta ári. Logi Jes synti 100 metra baksund á 58,53 sekúndum sem er tæpri sekúndu undir hans hesta tíma. Hann varð í sjötta sæti í sínum riðli af átta keppendum. Keppendur voru 53 talsins í undanrásun- um og var Logi Jes með 40. besta tímann. Eydís Konráðsdóttir varð í 29. sæti af 44 keppendum en hún synti 100 metra flugsund á 1:03,41 mínútu sem er hennar 3. besti tími. „Byrjaöi of hægt“ „Ég var alls ekki nægilega grimmur í þessu sundi. Eg fann eftir 50 metra að ég fór of hægt'af stað. Ég reyndi slðan að bæta við hraðann en það dugði ekki til,“ sagði Logi Jes Kristjánsson eftir 100 metra baksundið í gær. „Ég var mjög strekktur fyrir þetta sund og fór afsíð- is fyrir keppnina og reyndi þar að slaka vel á. Það getur verið að ég hafi verið orðinn of rólegur þegar kom að sundinu. Mér leið hins vegar vel í upphituninni og hún gekk vel. Maður verður þrátt fyrir tímann að líta á björtu hlið- amar. Það er gífurlega mikið innlegg á reynslubanka- reikninginn að keppa á svona stórmóti en þetta var mitt fyrsta stórmót. Fram undan er hlé en síðan byrja æfingar aftur fljótlega fyrir EM,“ sagði Logi Jes Krist- jánsson. -MT — Penny Heyns frá Suöur Afríku er sundkona Ólympiuleikanna til þessa ásamt írsku sundkonunni Michelle Smith. Heyns vann önnur guliverðlaun sín á leikunum í nótt er hún sigraði af nokkru öryggi í 200 metra bringusundi. Hér fagnar hún sigrinum meö verðlaun aö bringusundinuloknu. Símamynd Reuter Eydís Konráðsdóttir: „Var sátt viö sundið hjá mér” „Ég var sátt við sundið hjá mér þegai- ég kom við bakkann og þetta var eitt besta morgunsund hjá mér. Ég náði að keyra upp hraða í lokin þegar ég sá að sundkonan á 2. brautinni var að skríða fram úr mér. Ég var hissa hvað ég var afslöppuð og þetta var allt annað en þegar ég var aö keppast við að ná lágmarkinu. Ég hugsaði bara um sundið rétt áður en ég stakk mér og að laugin væri vinur minn. Nú þegar þetta er búið ætla ég að njóta þess að vera hér úti og slaka á eftir erfiðar æf- ingar,” sagði Eydís Konráðsdóttir eftir 100 metra flugsundið. -MT Jeff Rouse frá Bandaríkjunum, lengsttil vinstri, fagnar langþráöum gullverölaunum á Ólympíuleikum í 100 metra baksundi. Á ÓL1988 og 1992 missti hann óvænt af gullinu en tókst loks aö innbyröa þaö í nótt. Tveir Kúbumenn lentu í næstu sætum og unnu til fyrstu verðlauna Kúbu í sundi á ÓL. Símamynd Reuter 11 Arangurinn hefur komið skemmtilega á óvart“ - Penny Heyns og Daynon Loader unnu sín önnur gullverðlaun í sundinu í nótt Penny Heyns gerði sér lítið fyrir í 200 metra bringusund- inu í Atlanta í nótt og krækti í önnur gullverðlaun sín á leik- unum. Heyns synti þessa vega- lengd frábærlega vel og setti nýtt Ólympíumet. Hún hefði eflaust sett nýtt heimsmet ef keppninautar hennar í sundinu hefðu veitt henni meiri keppni. Svo var ekki því yfirburðir Heyns voru umtalsverðir. í undanrásum sundsins fyrr um daginn setti Heyns Ólymp- iumet og bætti það síðan aftur í nótt. Amanda Beard frá Bandaríkjunum lenti i ööru sæti sundsins í nótt og ung- verska stúlkan Agnes Kovac vann bronsverðlaun en hún er aðeins 14 ára að aldri. Þessi suðurafríska sund- kona hefur skráð nafn sitt í sögu sundsins á Ólympíuleik- um með árangri sínum í Atl- anta. Hún varð á sunnudaginn fyrsti suðurafríski íþróttamað- urinn til að vinna gull á Ólympíuleikum í 44 ár. Eftir sigurinn í nótt sagðist Heyns varla eiga orð og árang- urinn hefði komið sér skemmtilega á óvart. „Ég ætl- aði að standa mig í Atlanta en árangurinn hefur kannski far- ið fram úr björtustu vonurn," sagði Heyns eftir sigurinn í nótt. Daynon Loader frá Nýja-Sjá- landi var enginn eftirbátur Heyns i nótt. Hann bætti einnig við öðrum gullverðlaun- unum með því að vinna sigur í 400 metra skriðsundi en hann vann í 200 metra skriðsundi um síðustu helgi. Bretinn Paul Palmer varð annar og Daniel Kowalski frá Ástralíu lenti í þriðja sæti. Heimsmethafinn Jeff Rouse frá Bandaríkjunum vann ör- uggan sigur í 100 metra baksundi karla eins og allir bjuggust við. Rodolfo Falcon og Neisser bent frá Kúbu urðu í öðru og þriðja sæti en þetta eru jafn- framt fyrstu verðlaun sem Kúbverjar vinna til í sundinu í sögu Ólympluleikanna. „Ég reyndi hvað ég gat til að slá heimsmetið mitt. Það tókst ekki en ég er engu að síður sáttur. Síðustu átta ár í sund- inu hafa verið góður skóli fyr- ir mig,“ sagði hinn 26 ára Rou- se sem tekur þátt í Ólympíu- leikum í síðasta sinn. Bandaríska stúlkan Amy van Dyken háði mikla keppni við Kínverjann Limin Liu í 100 metra flugsundi og mátti vart á milli sjá hvor hafði haft sig- ur. Van Dyken vann nauman sigur en sundið var eitt það jafnasta á leikunum fram að þessu. Angel Martino frá Bandaríkjunum hreppti brons- verðlaunin. „Þetta var meiriháttar sigur fyrir mig. Ég lét mig dreyma um sigur og hann var sætur þegar til hans kom,“ sagði Van Dyken eftir sundið. Bandaríska karlaboðsunds- sveitin sigraði glæsilega í 4x100 metra skriðsundi og setti um leið nýtt Ólympíumet. Rússneska sveitin varð í öðru sæti og Þjóðverjar tóku brons- verðlaunin. -JKS Með hníf og byssu Maður vopnaður hníf og byssu náði að tala sig í gegnum örygg- isvörslu á opnunarhátíð Ólymp- íuleikanna áður en hann náðist. „Maðurinn var stöðvaður af lög- regluveröi vegna þess að hann hegðaði sér grunsamlega," sagði talsmaður lögreglunnar í Atl- anta. Roland Atkins, 55 ára, var handtekinn og kærður fyrir ólöglegan vopnaburð og fyrir að hafa svindlað sér inn á leikvang- inn án þess að borga. Fámennasta þjóöin Fámennasta þjóðin á leikun- um í Atlanta er svo fámenn að það myndi vafalaust fara vel um hana í Ólympíuþorpinu einu og sér. En íbúar litlu Kyrrahafseyj- arinnar Nauru eru samt sann- færðir um að þeir muni vinna gullverðlaun á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Þjóðin leggur traust sitt á lyftingakappa sem er svo vinsæll að andlit hans er á frímerkjum þar í landi. Það eru aðeins 8.000 íbúar á Naum en keppendur 1 Atlanta eru 10.000. Leikarnir vinsælli en trúarbrögö Juan Antonio Samaranch neitaði því að hafa sagt að Ólympíuhreyfingin væri mikilvægari en kaþólska kirkjan en sagði hins veg- ar að hún hefði fleiri stuðningsmenn heldur en helstu trúarbrögð í heim- inum. Þetta minnir eilítið á fræg ummæli Johns Lennons þegar hann sagði að „Bítl- arnir væru vinsælli en Jesús.“ Það hafði veriö vitnað í Samaranch í vik- unni þar sem hann átti að hafa sagt þessi umtöluðu orð. t* Hvatningarræða Clintons forseta Forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, hélt hvatningar- ræðu fyrir keppendur frá Banda- ríkjunum áður en Ólympíuleik- amir hófúst þar sem hann sagði þeim að þeir væru fyrirmyndir, hæði í landi sínu og heimin- umöllum. „Ég vil að þið vinnið öll þau verðlaun sem þið getið og ég vil að þiö vitið að bara það að sjá ykkur þar sem þið eruð núna fyllir þjóðina miklu stolti," sagði Clinton. -JGG FRÍ: Leggur til að Siggi og Pétur fái að keppa Frjálsíþróttasamband Islands sendi í gær Ólympíunefnd ís- lands greinargerð varðandi keppnisrétt Sigurðar Einarsson- ar spjótkastara og Péturs Guð- mundssonar kúluvarpara á leik- unum í Atlanta. Frestur til að draga keppend- ur út úr keppni á leikunum rennur út kl. fjögur í dag. Pétur og Sigurður hafa ekki náð lág- mörkum í greinum sínum á þessu ári þrátt fyrir margar til- raunir en FRÍ krefst þess engu að síður. að þeir fái að keppa í Atlanta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.