Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Page 22
42 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 Afmæli Þórunn Þórunn Helga Sveinbjömsdóttir gestgjafi, Dalbraut 7, Bíldudal, varð fimmtug í gær. Starfsferill Þórunn Helga fæddist á Patreks- firði og ólst þar upp. Auk húsmóðurstarfa var Þórunn Helga kennari við Grunnskóla Bíldudals nokkur ár og stundaði síðan verslunarstörf í Verslun Jóns S. Bjarnasonar á Bíldudal. Þórunn Helga hefur ásamt eigin- manni sínum starfrækt Veitinga- stofuna Vegamót sl. tíu ár. Andlát Helga Sveinbjörnsdóttir Fjölskylda Þórunn Helga giftist 22.8. 1964 Hannesi Steph- ensen Friðrikssyni, f. 6.11. 1939, verslunar- manni. Hann er sonur Friðriks Valdimarsson- ar, f. 10.10. 1915, d. 1978, fisksala í Reykjavík, og Kristinar Hannesdóttur, f. 1.10. 1910, húsmóður. Börn Þórunnar Helgu og Hannesar em Þórar- inn, f. 21.12.1964, íþrótta- kennari, og á hann tvö böm; Kristín Sigríður, f. 29.10. 1966, nemi við Fjöl- brautaskólann í Breið- holti, og á hún þrjú börn; Elfar Logi, f. 4.2. 1971, nemi við leiklistarskóla í Kaupmannahöfn, og á hann tvö börn; Birna Friðbjört, f. 7.7. 1980, nemi. Alsystir Þórannar Helgu er Bjarney Sveinbjöms- dóttir, starfsmaður við sambýli fyrir þroskahefta Þómnn Helga Svein- á Ákureyri. Þá á Þórunn björnsdóttir. Helga tóíf hálfsystkini. Foreldrar Þórunnar Helgu: Svein- björn Samsonarson, f. 23.5. 1920, d. 1975, sjómaður og síðar útgerðar- stjóri, og Gíslína Þórarinsdóttir, f. 10.4. 1921, húsmóðir. Þórunn Helga ólst upp hjá móður- foreldram sínum, Þórami Kristjáns- syni og Kristínu Jóhannsdóttur, á Patreksfirði. Guðmundur Steinsson Guðmundur Steinsson leikskáld, Goðalandi 3, Reykjavík, lést á Land- spítalanum í Reykjavík 15.7. sl. Útför hans fór fram frá Fossvogskirkju 1 gær. Starfsferill Guðmundur fæddist á Eyrarbakka 19.4. 1925. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1946, stundaði nám í líffræði við Háskól- ann í Boston í eitt ár en stundaði síðan nám í bók- menntum við Sorbonne í Paris í íjögur ár. Hann dvaldi síðan á Spáni og víðar í Suður-Evrópu nokkur ár. Guðmundur kenndi ensku, dönsku og íslensku við ■ Iðnskólann í Reykjavík 1959-65 og hóf um það leyti störf sem fararstjóri fyrir islenska ferðahópa erlendis. Hann var síðan fararstjóri erlendis um árabil eða þar til hann helgaði sig eingöngu rit- störfum. Guðmundur var í hópi fremstu leikskálda hér á landi en hann samdi á þriðja tug leikrita. Þá samdi hann tvær skáld- sögur, Síld, útg. 1954, og Maríumynd, útg. 1958. Meðal leikverka hans má nefna Forsetaefnið, sýnt í Þjóðleik- húsinu 1964; Fósturmold, Grímu 1965; Sæluríki, Grímu 1968; Lúkas, Þjóðleikhúsið 1975; Sólarferð, Þjóð- leikhúsið 1976; Stundarfrið, Þjóð- leikhúsið 1979; Þjóðhátíð, Alþýðu- leikhúsið 1982; Garðveislu, Þjóðleik- húsið 1983; Brúðarmyndina, Þjóð- leikhúsið 1987, og Stakkaskipti, Þjóðleikhúið 1995. Ýmis leikrit Guð- mundar hafa verið sýnd í leikhús- um víða um heim. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 10.8. 1962 eftirlifandi eiginkonu sinni, Krist- björgu Kjeld, f. 18.6. 1935, leikkonu. Hún er dóttir Jens Sofusar Kjelds, smiðs i Innri-Njarðvík, og k.h., Jónu Guðrúnar Finbogadóttur húsmóður. Sonur Kristbjargar og fósturson- ur Guðmundar er Jens Guðjón Ein- arsson, f. 27.12. 1954, íþróttakennari og framkvæmdastjóri, búsettur í Garðabæ, kvæntur Kristínu Ósk Þorleifsdóttur og eru dætur þeirra Aðalheiður Kristbjörg, f. 24.4. 1993, og Kristbjörg María, f. 24.11. 1995. Dóttir Guðmundar og Kristbjarg- ar er Þórann Guðmundsdóttir, f. 1.8. 1974, nemi, en sonur hennar og Gísla Jóhannessonar er Guðmund- ur Steinn, f. 16.1. 1995. Hálfsystkini Guðmundar, sam- feðra, eru Kristjana, húsmóðir í Reykjavík; Óskar, lengst af sjómað- ur í Reykjavík; Steinunn, sjúkraliði í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar voru Gísli Jónsson, ættaður úr Eyrarsveit, og Þórunn Guðmundsdóttir. Fósturfað- ir Guðmundar var Kristján C. Jóns- son. Guömundur Steins- son. Jón Þorvarðsson Jón Þorvarðsson, fyrrv. prófastur í Mýrdalsþingum og í Háteigs- prestakalli og skólastjóri i Vík í Mýrdal, lést í Reykjavík 14.7. sl. Út- för hans fór fram frá Háteigskirkju í gær. Starfsferill Jón fæddist að Víðirhóli á Hóls- fjöllum 10.11. 1906. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1927, embættis- prófi í guðfræði frá HÍ 1932 og stundaði framhaldsnám í kirkju- sögu i Cambridge og London auk þess sem hann dvaldi um hríð í Damörku og Svíþjóð og kynnti sér þar kirkjumál. Jón var aðstoðarprestur hjá föður sínum í Vík 1930-32 að undanskildu ári sem hann var settur sóknar- prestur í Garðaprestakalli á Akra- nesi, var sóknarprestur í Mýrdals- þingum 1934-52 og prófastur Vestur- Skaftafellssýslu 1935-52, var sóknar- prestur i Háteigsprestakalli í Reykjavík 1952-76 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þá var Jón skólastjóri Unglinga- skólans í Vík í Mýrdal 1933-48 og sat í skólanefnd Skógaskóla 1948-52. Jón sat í kirkjuráði 1954-70, í stjórn Kirkjukórasambands íslands 1953-64 og í stjórn Prestafélags ís- lands 1955-67. Hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1969. Fjölskylda Jón kvæntist 22.10. 1932 Laufeyju Eiríksdóttur, f. 10.10. 1904, d. 1993, húsfreyju. Hún var dóttir Eiríks Ei- ríkssonar, málara i Reykjavík, og k.h., Magrétar Ólafsdóttur húsmóður. Börn Jóns og Laufeyjar eru Sigurgeir, f. 23.1.1934, hagfræðingur, kvæntur Ingbjörgu J. Gísladóttur og eiga þau þrjú böm; Ólafur, f. 31.7. 1935, lækn- ir, kvæntur Báru Þor- grímsdóttur hjúkrunar- fræðingi og eiga þau þrjá syni; Margrét, f. 19.6.1937, MA og kennari, ekkja eft- ir Jakob Löve stórkaup- mann og eru börn þeirra þrjú. Systkini Jóns era öll látin. Þau vora Þorvarður, f. 9.6. 1901, aðal- gjaldkeri Landsbankans í Reykjavík; Hjörtur, f. 16.11. 1902, verslunarm- aður í Vík; Kristján, f. 19.8. 1904, læknir í Reykjavík; Valgerður, f. 6.10. 1908, húsmóðir í Reykjavík; Þórður, f. 5.1. 1910, dó ungur; Svanhild- ur, f. 14.4. 1912, húsmóðir í Reykjavik; Sigurgeir, f. 5.8. 1913. Foreldrar Jóns voru Þor- varður Þorvarðsson, f. 1.11. 1863, d. 9.4.1948, pró- fastur í Vík í Mýrdal, og k.h., Andrea Elísabet Þor- varðsdóttir, f. 7.3.1874, d. 16.10.1929, húsfreyja. Jón Þorvarðsson. Til hamingju með afmælið 24. júlí 85 ára Hrólfur Ásmundsson, Blönduhlíð 12, Reykjavík. 75 ára Jóhannes Kr- Árnason, Efstahjalla 25, Kópavogi. Guðmundur Guðmundsson, Álfhólsvegi 72, Reykjavík. Unnur Guðjónsdóttir, Sléttuvegi 17, Reykjavík. Una Kjartansdóttir, Sjafnargötu 4, Reykjavik. 70 ára Guðrún Guðjónsdóttir, Hlíð II, Djúpavogshreppi. Ásta Kristný Guðlaugsdóttir, Þórufelli 2, Reykjavík. 60 ára Jóhann SvanAðalsteinsson, Háhlíð 5, Akureyri. 50 ára Þóra Einarsdóttir skrifstofumaður, Eskihlíð 12A, Reykjavík. Sambýlismaður Þóra er Ingjaldur Ásvaldsson bifvélavirkjameistari. Þau taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu, Vonar- stræti 10, Reykjavík, fóstudaginn 26.7. milli kl. 18.00 og 20.00. Friðrik Haraldsson, Hverafold 48, Reykjavík. Rósa María Guðbjömsdóttir, Dalhúsum 15, Reykjavík. Matthías Bjarnason, Álfaskeiði 88, Hafnarfirði. Kristín Jóhannsdóttir, Harastöðum, Dalabyggð. 40 ára Rafn Arnar Guðjónsson, Álfholti 2B, Hafnarfirði. Þórður Bjarni Guðjónsson, Lindarbergi 6, Hafnarfirði. Guðlaug Guðmundsdóttir, Selvogsgötu 21, Hafnarfirði. Elfa Björk Benediktsdóttir, Laufbrekku 25, Kópavogi. Ævar Þorberg Erlendsson, Engihjalla 9, Kópavogi. Haraldur Geir Hlöðversson, Hólagötu 32, Vestmannaeyjum. Menning Himinn og jörð - á sýningum í Nýlistasafninu Landslagið hefur fengið nokkra uppreisn æru i myndlistinni að undanfómu. Þar koma til ýmis skilyrði sem m.a. umhverfis- list, afturhvarf til sjálfsprottins myndmáls náttúrunnar og nokkurs konar mónúmental- ismi hafa skapað. Þannig hefur t.d. Halldór Ásgeirsson farið þá leið að bræða hraunmola í stað þess að fara út í hraunið með trönurn- ar og pallettuna og Páll Guðmundsson setti upp höggmyndasýningu í Surtshelli í stað þess að flytja myndirnar í sýningarsal í bæn- um. Hrafnkell Sigurðsson, sem nú sýnir í Nýlistasafninu, gerir aftur á móti hvort tveggja að fanga landslagið á ljósmynd og flytja það inn í sýningarsal þar sem það um- breytist í eins konar monúment. Um leið að- lagar hann þetta brot af landslagi umbúða- þjóðfélagi dagsins í dag. Speglað grjót og húðað Þegar komið er inn í anddyri Nýlista- safnsins blasir við gestinum breiða af nælon- húðuðu basalti. Hrafnkell sýndi áþekkt verk í Gallerí Ingólfsstræti 8 á liðnum vetri. Þar var basaltið í nokkrum litum og hengt á veggi, en að þessu sinni er það allt silfrað og liggur á gráu ómáluðu steingólfi. Tilfinning- Myndlist Ólafur J. Engilbertsson in er eins og stigið sé niður á annarlega plánetu. Hér gengur hugmynd Hrafnkels um tengsl grjóts við plastkennt yfirborð ljós- myndarinnar betur upp en á sýningunni í vetur, m.a. vegna rýmisins. Að auki er silf- urbjarminn mátulega annars heims og tví- mælalaust sterkur leikur að fara ekki yfir í litagleði plastheimsins. Fimm ljósmyndir af spegluðu landslagi þama inn af eru í afar skemmtilegu sam- hengi við anddyrisinnsetninguna. Hér er e.t.v. um að ræða merkasta framlag hérlends listamanns á sviði tölvumeöhöndlunar á ljósmyndum. Þar hefur mest borið á hreinni tölvugrafík í formi auglýsinga, en ekki sem skyldi sótt á þau mið sem ljósmyndin býður upp á. Hér nýtir Hrafnkell sér einfalda en ár- angursríka leið sem felst í samhverfu, spegl- un landslags. Þannig birtast að óvörum tor- kennilegar vættir í lóðréttum miðási mynd- anna, eins konar tótemsúlur unnar með nú- tímatækni og blásnar upp á cibachrome- pappir. Landslag sem virðist við fyrstu sýn áþekkt felur þannig í sér afar ólíkar myndir, samanber mismuninn á myndum nr. 4 og 5. Upphengingin er vel útfærð, einnig í lýs- ingu, og strangarnir vinna vel með rýminu. Á palli er statistísk viðbót við landslags- hugleiðingar Hrafnkels; talan 2119, minnis- varði um hæsta tind landsins. Hreinsunareldur og himnaríki Þaðan er bein leið upp í himininn, líkt og í Heimsljósi, og því við hæfi Himnaríkistitill verks Daniels Þorkels Magnússonar í SÚM- sal. En áður en þangað er haldið má gestur- inn ganga i gegnum hreinsunareld Þórodds Bjarnasonar í setustofu safnsins. Þar hefur hann hreinsað hátt og lágt og fest á band. Við hæfi, en skortir nokkuð yfirlegu, nánari útfærslu. Þrjú verk Daníels í efra bera góðu handbragði vitni. Þar gefur að líta tvo skápa. Hinn fyrri ber heitið Rhetoric og hefur í hirslum sínum fimm mismunandi ljósmynd- ir af listamanninum sem einnig hanga yfir Frá sýningu Nýlistasafnsins. DV-mund ÞÖK skápnum. Seinni skápurinn nefnist Bóka- skápur fyrir tvo lesendur og hefur eins kon- ar sæti út úr báðum megin. Þriðja verkið er sýnu áhrifamest. Þar er um að ræða oddaflug hvítra herða- trjáa um hvítkalkaðan austurvegg salarins. Fimmtán sálir á hraðleið uppávið og ekki skemmir að þær hafa góðan prófil. Sýning- arnar i Nýlistasafninu standa til 28. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.