Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 Neytendur DV Kartöflu- verðið heldur lækkandi íslenskar kartöflur hafa verið á mjög háu verði undanfarið en nú eru þær heldur farnar að lækka. Verðið er mjög misjafnt og því rétt að athuga það vel. í Skagaveri á Akranesi kostar kilóiö af nýjum, íslenskum kart- öflum 89 kr. en var á 98 kr. 1 Bónusi kostar kílóið 99 krónur í lausri vigt en 114 krónur í tveggja kílóa pokum. Víða eru kartöflumar mjög dýrar enn þá, til dæmis kostar gullauga 171 krónu kílóið í tveggja kílóa pokum í Vöruhúsi KB i Borgarnesi. í 10-11 kostar gullauga 138 krónur kílóið, rauð- ar 139 kílóið í tveggja kilóa pok- um. í Hagkaupum kosta rauðar kartöflur 149 krónur kílóið og gullauga 159 kílóiö. Samkvæmt upplýsingum Neytendasiðunnar er þó ekki bú- ist við meiri verðlækkun fyrr en um mánaðamótin þegar fram- boðið eykst til muna. -ÞK Síldin löör- andi í sykri Neytandi hafði samband við Neytendasíðuna og vildi vekja athygli á sykri í unnum matvör- um. Sífellt væri verið að hvetja fólk til að minnka sykurát og borða hollan mat og talað um að börnin drykkju mikið kók og borðuðu sælgæti. Hann sagðist hafa verið í sum- arbústað um daginn með fjöl- skyldunni og með í farangrinum hefði meðal annars verið krukka af sild með girnilegu nafni. Rúg- brauð og smjör var til staðar. Þegar síldin var brögðuð kom í ljós að hún var mjög sæt. Umræddum neytanda finnst orðið erfitt að varast sykur ef hann er meira að segja að flnna í síld. Sagðist hann hafa farið að hugsa til annarra tegunda unn- innar matvöru, til dæmis mjólk- urvöru og sósu sem fæst í pökk- um og er ætluð út á kjöt. -ÞK Berjauppskriftir „Fyrir skömmu kom upp tilvik þar sem barn reyndist vera sýkt af bakteríu sem við höldum að hafi komið frá ógerilsneyddri mjólk sem verið var að bjóða upp á verslun í Reykjavík," segir Ólafur Stein- grímsson, yfirlæknir sýkladeildar Landspítalans. „Við reynum að fylgjast vel með iðrasýkingum sem eru kannski 100-200 tilvik á sumri en eru yfir- leitt ekkert tiltökumál. Við höfum þó haft áhyggjur af ógerilsneyddri mjólk sem bannað er að selja og ég get ekki ímyndað mér annað en að bannað sé þá að bjóða upp á hana,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi dreng sem sýktist í sumar af ábrest- um. Ólafur telur ástæðu til að vekja athygli á þessu því að hann viti að uppi séu hugmyndir um að selja ógerilsneydda mjólk sem hann telur skref aftur á bak í heilbrigðismál- um. -saa íspitsur ísbúðin, Hjarðarhaga 47, Dairy Queen, selur nú íspitsur sem eru nýjung hér á landi. íspitsur hafa notið vinsælda í Bandaríkjunum að undanförnu og samkvæmt upplýsingum frá isbúðinni benda fyrstu viðbrögö í vesturbænum til svipaðrar niðurstöðu. Velja má um fjórar tegundir, ávaxta-, hnetu og tvær gerðir af sælgætispitsum. Botninn er blanda af kexi og súkkulaði sem Dairy Queen is er lagður á. Pitsumar em seldar frystar í sérstökum pitsukössum og má geyma þær í frysti í nokkra daga. -ÞK Þar sem berjatíminn er í fullum gangi er hér haldið áfram þar sem frá var horfið síðasta fostudag og birtar nokkrar berjauppskriftir. Þessar em allar gamlar og án efa hafa ýmsir spreytt sig á þeim. Bláberjaeftirréttur 1 bolli haframjöl % bolli hveiti % bolli púðursykur y2 bolli smjörlíki 1 lítri ber, bláber, t.d. 1 msk. kartöflumjöl sykur eftir smekk Blandið haframjöli, hveiti og púð- ursykri saman. Myljið smjörlíki út í þar til allt er vel blandað. Látið helminginn af deiginu í form. Sjóð- ið ber, kartöflumjöl og sykur saman og látið þykkna. Hellið í formið og látið síðan hinn helminginn af haframjölsdeiginu ofan á. Bakið í 40 mínútur viö 200 gráða hita. Berið fram með ís eða þeyttum rjóma. Súr bláberjasaft 2 kg bláber 3-4 dl vatn Látið suðuna koma hægt upp á berjum og vatni. Sjóðið þar til berin hafa sjatn- að og saftin runn- ið úr. Hellið berjam- aukinu í síu úr klút og látið saftina renna í pott. Sjóðið. Hellið saftinni gegnum trekt í hreinar, heitar flösk- ur og lokið strax. Sæt soðin saft Saftina má búa til úr hverri teg- und fyrir sig eða fleiri tegundum saman. Tegund kg vatn sykur í 11 af saft Bláber 1 2-3 dl 250 g Krækiber 1 l-iy2dl 250 g Rifsber 1 5 dl 300-500 g Notið sömu aðferð í byrjun og við súra bláberjasaft. Mæl- ið saftina, hellið í pottinn og látið sjóða. Bætið sykrinum út í og sjóðið í um það bil 10 mínútur. Hellið á flöskur. Soðið berjahlaup Tilvalið er að búa til hlaup úr berjasaft. Hér eru uppskriftir að blá- berja- og rifs- berjahlaupi. Á móti einum lítra af saft fara 600-800 g af sykri í rifsberjahlaup en 800-1000- g í bláberja- hlaup Vinnið saftina úr berjunum. Sjá hér á undan. Látið suðuna koma upp á saftinni. Bæt- ið sykrinum út í og hrærið vel þangað til allur sykur er runn- inn. Sjóðið saftina við vægan hita, hrærið ekki í eftir að sykurinn er runninn. Ekki er hægt að segja hve langa suðu saftin þarf til þess að hlaupa, það fer eftir því hver þroskuð berin eru, hvað þau hafa verið soðin í miklu vatni, hve mik- ið af sykri er notað o.fl. Best verður hlaupið eftir stutta suðu en suðu- tíminn er 2-20 mínútur. Prófið hlaupið með því að láta dropa af því á kaldan disk. Ef dropinn verður seigur þegar hann er orð- inn kald- ur er hlaupið tilbú- ið. Sjóðið ekki of lengi, þá missir hlaupið bragð og lit og saftin hleyp- ur ekki ef hún er soðin of lengi. Hellið í lítil glös og látið kólna. Lokið ekki fyrr en hlaupið er kalt. Snöggsoðið hlaup Þetta hlaup er búið til á sama hátt og soðið hlaup. Þó er sykurinn ekki soðinn með saftinni. Snöggsoð- ið hlaup er mjög bragðgott og fallegt á litinn. Mælið saftina og látið suð- una koma upp. Setjið sykurinn út í og hrærið þar til hann er runninn. Helliö strax í glös og lokið ekki fyrr en hlaupið er kalt. -ÞK Nýju réttirnir í 1944 línunni eru tilbúnir á nokkrum mínútum og þess vegna mjög þægilegir aö grípa til fyrir tímalausa þjóð. DV-mynd JAK * Nýir 1944 réttir: Italskir pastatöfrar og kindabjúgu Sífellt bætast við nýir réttir í 1944 vörulínuna. Að þessu sinni eru það kindabjúgu í uppstúfl með kartöflum og ítalskir pastatöfrar, þ.e. pasta með tómötum, beikoni og sveppum. Með þessum tilbúnu réttum undir vörumerkinu 1944 býður Sláturfélag Suðurlands úrval rétta sem eru tilbúnir á örfáum mínút- um. Framleiðsluaðferðimar gera kleift að selja réttina kalda en ekki frosna og er ferskleikinn tryggður þannig. Meðal þeirra rétta sem nú eru fáanlegir í 1944 línunni eru: kjöt í karríi, lasagne, súrsætt svínakjöt, bolognese, stroganoff, grjónagraut- ur, saltkjöt og baunir, indverskur lambakjötsréttur, kjötbollur í brúnni sósu, sjávarréttasúpa og sveppa- og blómkálssúpa. Von er á fleiri réttum innan tíðar.-ÞK íslensk börn drekka flest mikið af mjólk en eru sennilega ekki vön að drekka hana ógerilsneydda. Sala á ógerilsneyddri mjólk: Skref aftur á bak í heilbrigðismálum - aö mati Ólafs Steingrímssonar, yfirlæknis sýkladeildar Landspítalans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.