Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1996
Sandkorn
Fréttir
Undir fjögur
Ekki þarf
skarpan mann
tö aö komast
að þeirri niður-
stöðu að ein-
eygðir hafi ekki
álika góða sjón
og þeir sem
hafa bæði aug-
un i lagi. Það
liggur í augum
uppi. Eineygðir
eru þó færir í
flestan sjó
nema hvað
Sandkomsritari væri hikandi í að
stiga upp i flugvél, vitandi um ein-
eygðan flugstjóra við stýrið. Til allr-
ar hamingju geta eineygðir verið
húmoristar líkt og aðrir menn en
sagan segir af eineygðum vélstjóra
sem kailaður var afsíðis af vinnufé-
laga sínum. „Komdu og talaðu við
mig undir íjögur,“ sagði vinnufélag-
inn, alvarlegur í bragði. Sá eineygði
leit í kringum sig og sagði, um leið
og hann gjóaði auga til nærstaddrar
konu: „Eigum við þá ekki að kalla
hana Jónu til lfka?“
Eins og Clinton
Fulltrúar ís-
lenskra stjóm-
valda, Lands-
virkjunar og
nokkurra fleiri
aðila hafa sið-
ustu daga fund-
að með forráða-
mönnum
bandariska ál-
fyrirtækisins
Columbia
Ventures. Col-
umbia vill reisa
álver á íslandi
og allt gott um það að segja. Eig-
andi Columbia, Kenneth Peterson,
gaf hérlendum fjölmiðlum færi á
sér skömmu eftir komuna til lands-
ins og hitti fulltrúa þeirra hvem á
fætur öðrum. Fyrst tóku sjónvarps-
stöðvarnar við hann viðtöl og loks
settist hann niður með fréttamönn-
um útvarpsstöðva og dagblaða.
Greinilegt var að honum líkaði at-
hyglin ekki illa, enda sagði hann á
milli viðtalanna: „Mér líðm1 eins og
að ég sé Bill Clinton."
Tvíbrotið
mannsefni
Samfara flölg- andi brúðkaup- um hafa
svokölluð
Ss -■ steggja- og
gæsapartí notiö
vinsælda. Mörg-
um hefur þó of-
boðið að heyra
frá ótrúlegum
fíflalátum í
K feft9S. þessum partí-
1 um. Þannig seg- ir sönn saga af
tilvonandi brúð-
guma sem fékk ótrúlega meðferð í
steggjapartíi. Frá vínarbrauös- og
hamborgarakappáti var honum
skellt í listflugvél og þaðan í svif-
flugu. Næst var honum hent í sjó-
inn í Sundahöfn og dreginn af hrað-
báti á 60 km hraða. Þá tók við
hjólabrettarall þar sem brúðguminn
tÚvonandi datt mjög illa. Meiðslin
afgreidd sem tognun og steggjarpar-
tíið hélt áfram um víðan völl. Áður
en farið var á næturklúbb var
hækjum reddað á mannsefnið og
djammaö fram á nótt. Þrautir í fót-
um jukust og loks farið á spítala.
Þar var brúðguminn úrskurðaöur
tvífótbrotinn og partíið endaði þvi í
hjólastól. Þó hann sé tvíbrotinn
vonum við að hann veröi ekki
einnig „hryggbrotinn“ fyrir framan
altariö um helgma!
Ársgamla kvígan
Mogginn birti
litla frétt á mið-
vikudaginn um
slys í Eyjafjarð-
arsveit sem
hófst á þessa
leið: „Ekið var
á ársgamla
kvígu....“ Frétt-
in vákti strax
athygli Sand-
komsritara þvi
gott var nú að
vita að kvígan
var ársgömul en ekki fjörgömul.
Mogginn sagði jafnframt frá því að
kvígan hefði verið frá Kristnesi.
Sömuleiðis mjög gott að vita af því
nema hvað fjölskylduaðstæður vant-
aöi í fréttina. Loks sagði Moggi að
kvígan hefði sloppið úr hólfi. Af
hverju? Jú, látum Moggann eiga
lokaorðið: „...vegna þess að hlið var
skilið eftir opið.“
Umsjón: Bjöm Jóhann BJörnsson
Heimir Steinsson í klípu með meirihluta útvarpsráðs fylgjandi Lilju Á. Guðmundsdóttur:
Markús Örn mælti með
Sigurði G. Tómassyni
- Lilja hafði stuðning Sjálfstæðisflokks og Kvennalista en framsóknarmenn studdu Sigurð
„Það er útvarpsstjóri sem ræður í
þessa stöðu. Mér skilst að fram-
kvæmdastjóri útvarpsins hafi mælt
með því að ég yrði ráðinn áfram. Ég
sótti um vegna þess að ég tel að ég
hafi skilað góðu starfi á rás 2. Hef
rekið þá útvarpsstöð í landinu sem
mest er hlustað á og skiptir Ríkisút-
varpið miklu máli, hæði hvað efn-
isumfjöllun varðar og auglýsinga-
tekjur," sagði Sigurður G. Tómas-
son í samtali við DV um niðurstöðu
útvarpsráðs á miðvikudag í at-
kvæðagreiðslu um stöðu dagskrár-
stjóra rásar 2. Sigurður hefur gegnt
starfinu sl. 4 ár en það var auglýst
laust til umsóknar í vor og var Sig-
urður á meðal þrettán umsækjenda.
Á fundi útvarpsráðs fékk Sigurð-
ur 3 atkvæði en Lilja Á. Guðmunds-
dóttir, kennari og varaþingmaður
Þjóðvaka í Reykjanesi, fékk 4 at-
kvæði. Vegna fréttar í DV í gær um
atkvæðagreiðsluna hafði Gissur
Pétursson, varaformaður útvarps-
ráðs og annar fulltrúa Framsóknar-
flokksins í ráðinu, samband og
sagði það rangt að Framsóknar-
flokkurinn hefði klofnað í afstöðu
sinni. Þótt atkvæðagreiðslan hefði
verið leynileg gæti hann upplýst að
báðir framsóknarmennirnir
greiddu Sigurði atkvæði sín. Hinn
Heimir
Steinsson.
Markús Orn
Antonsson.
Siguröur G.
Tómasson.
Lilja Á. Guð-
mundsdóttir.
fulltrúi- Framsóknarflokksins í ráð-
inu er Kristjana Bergsdóttir.
Eftir stendur, og er rétt, að full-
trúar Sjálfstæðisflokksins, þær
Anna K. Jónsdóttir, Þórunn Gests-
dóttir og Laufey Jóhannsdóttir
greiddu Lilju atkvæði sín og fjórða
atkvæðið til hennar kom frá Þór-
unni Sveinbjarnardóttur, fulltrúa
Kvennalista. Laufey sat fundinn
sem varamaður Gunnlaugs S.
Gunnlaugssonar, formanns útvarps-
ráðs. Svanhildur Kaaber, varamað-
ur Guðrúnar Helgadóttur frá Al-
þýðubandalagi, greiddi síðan Sig-
urði G. sitt atkvæði.
„Mér finnst eðlilegt að þeir sem
ekki greiddu mér atkvæði, sem ég
veit ekki hverjir voru þar sem at-
kvæðagreiðslan var leynileg, geri
grein fyrir því hvaða atriði í mínum
starfsferli á rás 2 valdi því að þeir
treysti mér ekki til áframhaldandi
staifa. Að minnsta kosti hef ég ekki
fengið athugasemdir frá útvarpsráði
til þessa við mín störf,“ sagði Sig-
urður en hann átti í morgun fund
með Heimi Steinssyni sem frá því í
gær hefur rætt við umsækjendur.
Útvarpsstjóri í erfiðri stöðu
Heimildarmenn DV, sem þekkja
vel til í Efstaleitinu, segja Heimi
vera í afar erfiðri stöðu. Til þessa
hafi hann ekki gengið gegn vilja út-
varpsráðs en meðmæli Markúsar
Amar með Sigurði hafi sett hann í
enn meiri vanda. Vitað hefur verið
um þrýsting úr Sjálfstæðisflokknum
um að koma Sigurði frá eftir að
hann lýsti opinberlega yfir stuðn-
ingi við R-listann í síðustu borgar-
stjórnarkosningum.
Samkvæmt heimildum DV voru
gerðar skipulagsbreytingar innan
rásar 2 eftir að staða Sigurðar var
auglýst laus. Fenginn var skrifstofu-
stjóri til að sjá um aðra stjórnun en
þá sem lýtur að beinni dagskrár-
gerð. Eftir þessa breytingu hafi
Markús Öm og Heimir getað sætt
sig við Sigurð í starfinu áfram.
Markús Örn vildi ekkert tjá sig
um málið þegar DV hafði samband
við hann, sagði það alfarið í hönd-
um útvarpsráðs og útvarpsstjóra.
Heimir Steinsson sagði við DV að
hann hefði ekki gefið útvarpsráði
nein meðmæli. Fyrir fundinn hefði
aðeins legið fyrir meðmæli með Sig-
urði frá Markúsi Erni. Hann sagðist
tilkynna endanlega ákvörðun sina í
dag eða á mánudag.
Þórunn Gestsdóttir, einn fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði,
sagðist vera þeirrar skoðunEu: að
breytinga væri þörf á rás 2. Nýir
vendir sópuðu best. Sigurður hefði
verið ráðinn til fjögurra ára og
hann hefði vitað það. Þórunn sagði
Lilju vel hæfa í þetta starf, hún
hefði góða menntun og reynslu sem
nýttist vel í útvarpi. Þórunn sagði
það gagnrýnivert að útvarpsráði
væri ekki gefinn kostur á að ræða
við alla umsækjendur áður en
greidd væru atkvæði. -bjb
Columbia-menn í viðræöum við Landsvirkjun og stjórnvöld:
Meiri líkur á ál-
veri hér en áður
- segir eigandinn Ken Peterson sem vill einbeita sér að íslandi
Ken Peterson, eigandi álfyrirtæk-
isins Columbia Ventures, sagði á
fundi með blaðamönnum í fyrradag
að nýleg ferð hans manna til Venes-
úela hefði valdið honum vonbrigð-
um en sem kunnugt er hefur Col-
umbia sýnt áhuga á að reisa nýtt 60
þúsund tonna álver annað hvort í
Venesúela eða íslandi. Peterson og
tveir aðrir forráðamenn Columbia
eru staddir hér á landi í viðræðum
við Landsvirkjun og fulltrúa stjórn-
valda. Hann sagði að nú yrði
áhersla lögð á ísland og vonaðist eft-
ir árangri í þessari ferð. Meiri líkur
en áður væru á að álverið risi á ís-
landi.
Peterson sagði að þættir eins og
ódýrt vinnuafl, góð staðsetning og
ódýr og nægjanleg raforka hefðu
verið helstu kostir Venesúela en
ótryggt efnahags- og stjórnmála-
ástand gert heildarmyndina ófull-
nægjandi. Þeir þættir væru hins
vegar íslandi í hag en Columbia á
eftir að fjármagna um helming fjár-
festingarinnar, eða um 5 milljarða
af 10 sem álverið kostar uppsett.
Ken sagðist hins vegar ekki geta
sagt að Venesúela kæmi ekki lengur
til greina, hann gæti fengið hring-
ingu þaðan á morgun þar sem öllum
óskum Columbia hefði verið full-
nægt. Núna væri áhersla lögð á við-
ræður við íslendinga og vonast eftir
lokaákvörðun innan tveggja mán-
aða. Álver Columbia myndi veita
um 100 manns atvinnu.
„Frá því ég var hérna í október á
síðasta ári hefur ýmislegt jákvætt
gerst, m.a. verið gert umhverfismat
fyrir álver við Grundartanga. Við
ætlum okkur núna að fá góða yfir-
sýn yfir stöðuna, samningar verða
ekki gerðir með vikuheimsókn.
Tæknilega séð gætum við byrjað að
reisa álverið á morgun en okkur er
kunnugt um að Landsvirkjun hefur
ekki nægjanlega orku fyrr en eftir
tvö. Þetta er eitt af þeim atriðum
sem við munum ræða,“ sagði Ken
Peterson.
Ken og félagar funda áfram í dag
með fulltrúum Landsvirkjunar og á
morgun hitta þeir Finn Ingólfsson
iðnaðarráðherra að máli. -bjb
Við qrillið
á Aðalstöðinni
Innkaupalisti fyrir þó sem aetla
aS grilla meS matreiSslumönnum
Jónatans Livingston Móvs í
þættinum „ViS grilliS" ó
ASalstöSinni laugardaginn 17.
ógúst, milli kl. 16 og 18.
1 Uppskriftin er fyrir ó manns.
Bjórlegnir lambaskankar meb
Molasses marineringu.
6 stk. lambaskankar
3 1 /2 bolli lambasoS
1 B. dökkur bjór
1 stk. laukur í sneiðum
1 tsk. sjóvarsalt
1 /2 tsk. timjanlauf, þurrkuS
Molasses marinering:
1 /4 bolli Molasses síróp
2 msk. balsamic edik
2 1/2 tsk. tabscosósa
1 tsk. sjóvarsalt
Allt hráefni
fæst hjá
11-11
búöunum.
Islenskt
lambakjöt -
náttúrlega
gott.
FM 90.9i | FM 103.2
AÐALSTOÐIN
Frábært afmælistilboð
Vegna fjölda
eftirspurna tókst
okkur að útvega aðra
sendingu af
hinurn vinsœla
Undrabrjóstahaldara.
Þú kaupir einn
og fœrð annan frítt.
Gildir aðeins í 3 daga.
Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, lengst til hægri á myndinni,
vísar hér Ken Peterson, eiganda Columbia Ventures, til sætis áður en við-
ræðufundur hófst. Eins og sjá má var Ken ánægður með sætaskipanina,
sagðist hafa betra útsýni út um gluggann. DV-mynd BG
Athugið!
Opið til kl. 24.00
á laugardag.
Póstsendum.
1.1! (»<» iMl
Laugavegi 66 - Sími 551-2211