Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Óttinn við uppsveifluna
Saga efnahagsmála á íslandi hefur stundum sannað þá
fullyrðingu að það þurfi sterk bein til að þola góða daga.
Væntanlega skýrir sú reynsla að hluta til þann ótta sem
fram hefúr komið hjá ýmsum aðilum að undanfórnu við
þá uppsveiflu sem nú er öllum ljós og birtist til dæmis í
stórbættri afkomu fyrirtækja í landinu.
Efnahagsþrengingar síðustu ára hafa lent með mestum
þunga á almennu launafólki. Launum hefúr verið haldið
niðri með skipulegum hætti í svokölluðum þjóðarsáttum
vinnuveitenda, verkalýðsforingja og ríkisvaldsins. Það
samkomulag hefur haldið jaftivel þótt einstakar stéttir
hafi komist upp með að nýta sérstöðu sína til að knýja
fram mun meiri kjarabætur en almennt gerist.
Þótt lágu launin hafi viðhaldið óeðlilega löngum vinnu-
tíma þeirra sem hafa atvinnu og verða að sjá fjölskyldum
sínum farborða, hefur verulegt og varanlegt atvinnuleysi
grafið um sig í íslensku þjóðfélagi síðustu árin. Sú mein-
semd er mikið áfall fýrir einstaklinga sem vilja vinna en
fá ekkert að gera, og ftölskyldur þeirra. Um leið eru at-
vinnuleysisbætur auðvitað þungur baggi á sameiginleg-
um sjóðum landsmanna.
Á sama tíma og þrengt hefur verið að mörgu launafólki
hafa opinberir aðilar gengið lengra og lengra í skatt-
heimtu af tekjrnn þess hluta þjóðarinnar sem greiðir hinu
opinbera skatt af hverri krónu sem aflast. Staðgreiðslan,
sem rennur til ríkis og sveitarfélaga, hefur hækkað nær
árlega frá því hún var tekin upp árið 1988. Þá voru inn-
heimt 35,2 prósent af launum manna í staðgreiðslu. Það
hlutfall hefur stöðugt hækkað síðan og er núna 41,9 pró-
sent þegar miðað er við 8,79 prósenta meðaltalsútvar.
Sum bæjarfélög, sem hafa hlaðið upp skuldmn á undan-
förnum árum, hrifsa hins vegar enn meira til sín en með-
altalinu nemur, eða allt að 9,2 prósent af launum.
Til viðbótar hefur sú ákvörðun ráðamanna að láta per-
sónusafsláttinn ekki fylgja launaþróuninni í reynd aukið
álögur á launafólk. Björn Grétar Sveinsson sagði frá því í
DV nýverið að ráðstöfunartekjur meðalfjölskyldna innan
Verkamannasambandsins hefðu rýmað um 18 prósent fr á
árinu 1988 vegna hækkaðra skatta. Þá er ekki tekið tillit
til þess að á undanförnum árum hafa verið tekin upp alls
konar gjöld fyrir þá þjónustu sem opinberar stofhanir
veita almenningi, en þau eru auðvitað ekkert annað en
skattheimta með öðru nafhi.
Nú þegar allt bendir til þess að erfiðleikatímabilinu sé
að ljúka liggur ljóst fyrir að launafólk mun gera kröfur til
þess að fá hlutdeild í uppsveiflimni, en hingað til hafa
einkum tveir aðilar notið góðs af aukinni efnahagsstarf-
semi í þjóðfélaginu - fýrirtækin og ríkisvaldið.
Stórbætt afkoma margra fyrirtækja kemur skýrt fram í
þeim milliuppgjörum sem birst hafa opinberlega að und-
anfömu og sýna að fyrirtæki sem skiluðu góðum hagnaði
í fyrra munu gera það mun betur á þessu ári.
Gróði ríkisins hefur birst í opinberum tölum á þessu
sumri. Tekjur ríkissjóðs hafa þannig stóraukist frá því
sem fjárlög gerðu ráð fyrir og er áætlað að þar muni
nokkrum milljörðum á árinu öllu.
Það er hins vegar athyglisvert að þessum auknum tekj-
um hins opinbera verður ekki varið til að ná niður hall-
anum á rikissjóði, eins og þó væri eðlilegast, heldur er
peningunum öllum eytt jaftióðum. Það er óskiljanlegt
hvemig ráðamenn geta ætlast til að almenningur hafi
hemil á eyðslu sinni, þegar loksins rofar til í efnahags-
málum, fyrst þeir ganga sjálfir á undan með vondu for-
dæmi- Elías Snæland Jónsson
Sú leið ein er fær til að ná niður fjárlagahalla að fara betur með opinbert fé og aö efla forvarnir í
segir Kristjón m.a. í grein sinni.
Hinn þráláti
fjárlagahalli
ríkum mæli,
eða þjónustu viðkom-
andi fyrirtækis of dýra
snýr hann sér annað
eða hreinlega neitar sér
um hana.
í þessu tilviki er það
neytandinn sem greiðir
fyrir vöruna. Þegar um
opinbera þjónustu er að
ræða er reyndin önnur.
Neytandinn er sá sem
þarfnast hennar en
óskyldur aðili eða skatt-
borgarinn, sem hefur
fjárráðin, greiðir.
Þensluáhrif eöa
samdráttaráhrif
Sá vandi sem við er að
„Því hlýtur aö vakna sú spurning að
hvaða leyti fyrirtæki allra landsmanna,
sem veltir á annað hundrað milljónum
króna árlega, er frábrugðið hverju
öðru fyrirtæki þar sem eitt meginmark-
fli/ð/ð er að ná sem mestum hagnaði
fyrir eigendur til langs tíma.u
Kjallarinn
Kristjón Kolbeins
viöskiptafræöingur
Umræðan um
ríkisfjármálin skýt-
ur reglulega upp
kollinum. Áform
mm hallalaus fjár-
lög og nauðsyn
þeirra eru kynnt.
Stefnt er að því að
ná saman endum í
búskap ríkis og
sveitarfélaga innan
tiltekinna ára en
engu síður hefir
reynst þrautin
þyngri að ná jöfn-
uði í opinberum
rekstri þrátt fyrir
fogur fyrirheit.
Hagnaöur
bundinn skil-
yröi
Því hlýtur að
vakna sú spuming
að hvaða leyti fyr-
irtæki allra lands-
manna, sem veltir
á annað hundrað
milljörðum króna
árlega, er frábrugð-
ið hverju öðra fyr-
irtæki þar sem eitt
meginmarkmiðið
er að ná sem mest-
um hagnaði fyrir
eigendur tU langs tíma. Þessi
hagnaður er reyndar oft bundinn
vissum hliðarskUyrðum þar sem
fé getur verið varið til að styrkja
ímynd fyrirtækisins gagnvart al-
menningi, t.d. með því að verja
nokkru tU málefna sem era vinsæl
og þykja tU þjóðþrifa.
Hagnaður fyrirtækja á frjálsum
markaði sem búa ekki að neinu
leyti við einokum hlýtur að teljast
eðlilegur þegar um frjálsa sam-
keppni er að ræða og neytandinn
hefir fuUt val. Telji hann vörur
glíma meðal flestra ríkja heims og
kemur fram í sívaxandi skulda-
söfnun opinberra aðUa á einmitt
rætur að rekja tU þess að ekki er
samræmi á mUli krafna um opin-
bera þjónustu og getu eða vUja tU
að greiða fyrir hana.
Á sama tíma og t.d. sjúklingur,
sem fengið hefur heUablóðfaU,
hlotið mænuskaða eða fjöláverka í
bifreiðaslysi, er tekinn tU endur-
hæfingar eru Pétur og PáU að
semja sín á miUi um nótulaus við-
skipti í því skyni að sleppa við
greiðslu ákveðinna opinberra
gjalda. Framangreint dæmi er tek-
ið þar eð endurhæfingarmál hafa
verið mjög í brennidepli undan-
famar vikur og mánuði.
Heyrst hafa þær raddir að
ástæðuiaust sé að hafa áhyggjur af
haUa ríkissjóðs vegna þess að haUi
örvi efnahagslífið og dragi úr at-
vinnuleysi. HaUi á ríkissjóði hlýt-
ur aftur á móti að auka skulda-
söfnun opinberra aöUa, auka eftir-
spum eftir lánsfé, halda uppi vöxt-
um í þjóðfélaginu og draga úr fjár-
festingu fyrirtækja og þar með at-
vinnu og jafnvel hagvexti. Hver
niðurstaðan verður ræðst þó af
því hvort vegi þyngra þensluáhrif
aukinna útgjalda eða samdráttará-
hrif lántaka.
Eina færa leiöin
Sú leið hefir einnig reynst ófær
að ná inn auknum tekjum með því
að lækka skatta og ganga út frá
þvi að í kjölfar þeirra lækkunar
fylgi aukin atvinna og þar meö
auknar skatttekjur. Aðferðin var
reynd í Bandaríkjunum um mið-
bik níunda áratugarins með þeim
afleiðingum að opinberar lántökur
jukust verulega, vextir hækkuðu
og í kjölfar þeirra jókst eftirspurn
eftir dollurum. Gengi hans hækk-
aði, samkeppnisstaða bandarískra
fyrirtækja versnaði og viðskipta-
halli og erlendar skuldir jukust.
Þar sem takmörk era fyrir því
hversu mikið skattborgar era til-
búnir að greiða i sameiginlegan
sjóð og stórfelldur niðurskurður
þjónustu virðist illframkvæman-
legur er sú leið ein fær til að ná
niður fjárlagahalla að fara betur
með opinbert fé og að efla forvarn-
ir í ríkum mæli, s.s. á sviði heil-
brigðismála þar eð sá málaflokkur
vegur einna þyngst innan opin-
bera geirans. Kristjón Kolbeins
Skoðanir annarra
Einkaneyslan
„Það er vissulega ástæða til þess að varast að
þensla fari úr böndunum hér á landi enn á ný.
Stjómvöldum hefur i gegnum árin gengið ákaflega
illa að haldast á þeim árangri sem náðst hefur í efna-
hagsmálum og oftar en ekki hafa þau fariö fremst í
flokki i umframeyðslunni á tímum góðæris . . . Séu
vaxtahækkanir nauðsynlegar til þess að draga úr
þenslunni væri réttast að beina þeim að þeim þætti
þenslunnar sem veldur mönnum hvað mestum
áhyggjum, þ.e. einkaneyslunni."
ÞV í Viðskipti/Atvinnulíf Mbl. 15. ágúst.
Hriktir i stoöum
„Þessa dagana er heilbrigðiskerfíð í uppnámi og
er ástandið sýnu alvarlegra en oftast áður þegar
deilt er um kaup og kjör heilbrigðisstétta . . . Sam-
tímis tilkynnir rektor Háskóla íslands að ekki sé
hægt að halda uppi lögboðinni kennslu vegna fjár-
skorts og skuldasöfnunar . . . Ef þjóðin hefur ekki
efni á góðri heilbrigðisþjónustu og staðgóðri mennt-
un þar sem Háskóli íslands gegnir lykilhlutverki er
réttast að segja það upphátt og miða stefnumörkun
og rekstur ríkisins við það.“
Úr forystugrein Tímans 15. ágúst.
Staöan í Hafnarfirði
„Staðan í Hafnarfirði er ekkert flókin og núver-
andi samstarfi er lokið. Nú er ekki í önnur hús að
venda en að leita til alþýðubandalágsmanna. Það
ætti að vera auðveldara mál en oft áður, þar sem við-
ræður eru í gangi um samvinnu A-flokkanna, eða
jafnvel samruna ... Ef farin yrði þessi leið, tel ég að
annað myndi leysast auðveldlega. Fáist alþýðu-
bandalagsmenn ekki til samstarfs, yrði enginn
meirihluti í bæjarstjóm Hafnarfjarðar í dag og er
hér ekkert flókið mál að ræða. En með lagni er alltaf
hægt að flækja mál.“
Bcildvin Jónsson í Alþbl. 15. ágúst.