Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 27 íþróttir íþróttir Afall fyrir Bolton Enska 1. deildar liðið Bolton varð fyrir áfalli þegar Aston Villa keypti Júgóslavann Sasa Curcic því Curcic var þeirra aðal maður í sókninni og nú er spurning hvort liðið fer upp í úr- valsdeildina á þessari leiktíð. Fjölmiðlar hafa spáð því að svo verði ekki. Aston Villa sló met í kaupum á leikmanni þegar það keypti Curcic á fiórar milljónir sterl- ingspunda. Brian Little, fram- kvæmdastjóri Villa, sagði að það væri ólíklegt að hann myndi spila fyrstu tvær vikumar þvi Villa þarf að útvega honum at- vinnuleyfi. Dortmund vinsælt Þýska Bundesligan hefst á fóstudaginn og 1 dag birtu öll fé- lög í deildinni tölur yfir þá ársmiða sem félögin hafa selt. Bochum, lið Þórðar Guðjóns- sonar, hefur lítiilega aukið sölu á ársmiðum eða úr 2000 i 2500. Mest aukning hjá liði sem kom upp í fyrstu deild hefur orðið á sölu miða hjá Armenia Bielefeld, eða úr 2000 í 9000 en hjá liðunum sem voru i deildinni hefur Schal- ke 04 bætt við sig flestum ár- smiðum eða úr 7300 í 14.300. Borussia Dortmund hefur selt flesta ársmiða eða 32,000 og þar á eftir kemur Bayern Múnchen með 20.000 miða. Grissom þjálfar David Grissom, sem lék með Keflvíkingum á síðasta tímabili, var í gær ráðinn þjálfari 1. deildar liðs Reynis úr Sandgerði. Grissom hefur hug á að leika með liðinu en það verður varla fyrr en eftir áramót þegar hann hefur náð sér af meiðslum. Grissom lék með Reyni árin 1980-90. Leikurinn verður Glasgow Rangers þarf að spila útileik sinn gegn rússnesku meisturunum Alania Vladika- vkaz í Vladikavkaz þrátt fyrir átökin í Tsjetsjeníu sem eru ekki langt frá. „UEFA hafði samband við okkur og eins og við bjuggumst við verður leikurinn í Vladika- vkaz,“ sagði formaður félagsins, Campbell Ogilvie. WBA kaupir tvo Enska 1. deildar liöið WBA hefur keypt tvo leikmenn fyrir komandi keppnistímabil, þá Paul Pescisolido frá Birming- ham og Paul Groves frá Grims- by, fyrir samanlagt 160 milljón- ir króna. Pescisolido er fyrrum félagi Lárusar Orra Sigurðssonar, landsliðsmanns og leikmanns Stoke, en þeir léku saman í Stoke. WBA er spáð 5.-6. sæti í deild- inni ásamt Bolton, liði Guðna Bergssonar. 13.000 treyjur seldar Forráðamenn Bayem Múnch- en em himinlifandi þessa dag- ana því aö nýja treyjan hans Júrgens Klinsmanns, með núm- erinu 18, hefur selst eins og heit- ar lummur. í vikunni var til- kynnt að 13.000 treyjur hefðu selst. Barcelona best Samkvæmt nýjum lista frá al- þjóðlegri stofnun um tölfræði og sögulegan árangur er Barcelona besta lið heims frá upphafi. Á eftir Barcelona kemur 2. Ajax, 3. Bayem Múnchen, 4. Milan, 5. River Plate í Argentínu, 6. Amer- ica Cali, 7. Juventus, 8. Paris St. Germain, 9. Gremio frá Brasilíu og 10. Spartak Moskva. -JGG/ÆMK Manchester Utd verður liðið sem þarf að vinna -segir Guöni Bergsson um ensku úrvalsdeildina Stefanía Stefánsdóttir var kjörin íþróttamaður Þróttar í Reykjavík vegna frábærs árangurs í tennis á sl. ári. Hún stóð sig mjög vel á öllum mótum, vann íslandsmeistaratitla í tvíliða- og tvenndarleik og vann silfurverðlaun í einliðaleik.Hún vann einnig gull og silfur í unglingafiokki. Stefanía er aðeins 18 ára og hefur verið í landsliði íslands í tennis undanfarin þrjú ár. Hún vann til bronsverðlauna á Smáþjóðaleikunum f Lúxemborg en það eru fyrstu verðlaun sem unnist hafa í landskeppni í tennis. Stefanía er í dag stigahæsti tennisspilarinn í kvennaflokki. -DV mynd GS DV náði tali af Guðna Bergssyni, fyrirliða Bolton Wanderers, í gær og var hann að vonum ánægður með úrslitin í landsleik íslendinga og Möltu, þótt hann hafi ekki getað spilað með sökum meiðsla, en Sigurður Jónsson gegndi stöðu fyrirliða í leiknum. Við fengum hann til að spá í spilin í ensku deildunum en herlegheitin byrja um helgina og bíða margir aðdáendur góðrar knattspymu með eftirvæntingu eftir ensku deildinni enda hafa framkvæmdastjórar verið iðnir við að opna budduna til að kaupa það besta sem Evrópa og aðrar álfur hafa upp á að bjóða. Leikmenn eins og Fabrizio Ravanelli hjá Middlesbrough, Gianluca Vialli og DiMatteo hjá Chelsea, Karel Poborsky og Johan Cruyff hjá Manchester Utd, Patrick Berger hjá Liverpool o.fl. o.fl. Hvernig er að vera orðinn fyrirliði hjá Bolton? „Það er svo sem ágætt en ég vona að maður geti bara spilað af því maður er búinn að eiga í meiðslum. Ég efast nú um að geta spilað í fyrsta leiknum. Okkur er spáð 5.-6. sæti i deildinni af veðbönkum en ég held að það verði nú jöfn og hörð barátta í 1. deildinni, eins og hún er nú gjarnan, sex-sjö lið að berjast um að komast upp og liðin sem hafa verið nefnd eru náttúrlega liðin sem féllu í fyrra, Manchester City, QPR og við, svo er verið að tala um Sheffield Utd, Crystal Palace og Birmingham líka. Það er eins og ég segi ómögulegt að segja nokkuð um deildina en það eru líka lið eins og WBA, Stoke, Ipswich o.s.frv. þannig að það geta auðveldlega tíu-tólf blandað sér í baráttuna um að komast upp.“ Var ekki erfitt að missa Sasa Curcic? „Jú, hann er auðvitað góður leikmaður en hann vildi fara frá félaginu og spila í úrvalsdeildinni og vildi komast í burtu þannig að á endanum var hann seldur. Það þýðir ekki að halda leikmönnum sem vilja fara.“ Hverju spáir þú í úrvalsdeildinni? „Maður veit það ekki en eftir síðustu helgi hlýtur Manchester Utd að teljast sigurstranglegt. Ég tel að það verði liðið sem þurfi að vinna, þeir virka meiri liðsheild heldur en Newcastle. Auðvitað verður gaman að sjá hvernig Liverpool kemur út en deildin verður ekkert auðunnin fyrir Manchester Utd, langt í frá, og það virðist nú vera að Newcastle þurfi eitthvað að huga að vamarleiknum og reyna að bæta hann. Átti Cantona að fá rautt í leiknum? Þetta var auðvitað gult spjald og Philippe Albert gerði nú mikið úr þessu en dómarinn hefði alveg getað gefið rautt spjald fyrir þetta. Ég held samt að hann hafi valið rétta kostinn og það var rétt hjá honum að gefa bara gult á þetta. Einhverjir sérstakir leikmenn sem eiga eftir að setja svip sinn á deildina? Það eru auðvitað margir tilnefndir sem eiga eflaust eftir að setja svip sinn á deildina. Það er mikil stemning í kringum þetta og það koma nokkur nöfn upp í hugann án þess að maður tiltaki einhverja sérstaka. -JGG 20 ára Keníubúi skráir nafn sitt í íþróttasöguna Reykjavíkur maraþonið á sunnudaginn: 250 útlendingar skráðir - stefnir í svipaða þátttöku og í fyrra Daniel Komen, 20 ára Keníubúi, náði ekki að komast til Atlanta en virðist nú vera á hraðferð inn í sögubækurnar sökum frábærs ár- angurs undanfama daga. Eftir að hafa hlaupið á næst- besta tíma varð þessi hávaxni Keníubúi næstfljótasti 5000 m hlaupari í heimi þegar hann sigr- aði heimsmethafann frá Eþíópíu, Haile Gebreselassie, á miðviku- daginn á gullmótinu í Zúrich. Þessi fyrrum tvöfaldi heims- meistari unglinga fór til Þýska- lands í gær til að taka þátt i Köln- armótinu í frjálsum áður en hann reynir við heimsmetið í næstu tveimur gullmótum sem verða í Brassel og Berlín seinna í mánuð- inum. Gebreselassie, sem setti heims- metið á sama móti í Zúrich á síð- asta ári, 12:44,39 sek., varð að sætta sig við annað sætið í einu besta 5000 m hlaupi frá upphafi, þar sem Komen vann á frábæram endaspretti. Hann neitaði að gefa Gebreselassie færi á að komast fram fyrir sig á brautinni á síð- ustu 800 m og kom í mark á frá- bæram tíma, 12:45,09 sek. „Það var frábært að sigra Haile og veitti mér mikla ánægju því ég komst ekki til Atlanta. Ég ætla mér að slá heimsmetið og næst mun ég reyna í 3000 m hlaupinu en 5000 m hlaupið er samt í uppá- haldi hjá mér. Komen, líkt og Gebreselassie sem er Ólympíu- meistari í 10.000 m hlaupi, er mjög fjölhæfur hlaupari og því mikil ógnun af honum í öllum lang- hlaupimum. Þessi fyrrum hástökkvari og markvörður í knattspyrnu náði ekki að tryggja sér sæti í sterk- ustu langhlaupasveit í heimi á úr- tökumótinu í Keníu fyrir Atlanta. En hann er heldur betur að sanna sig þessa dagana. Hann mun hlaupa 1500 m og 3000 m hlaupið í Köln áður en hann reynir við heimsmetin í 3000 m og 5000 m hlaupunum í Brassel og Berlín. Komen viðurkenndi á mótinu í Monte Carlo að hann hefði ekki verið að reyna sitt besta og skilj- anlega var hann eilítið óstyrkur með Gebreselassie á bakinu í Zúrich. Engu að siður er greini- lega frábær hlaupari hér á ferð og er nokkuð ljóst að hann á eftir að vekja mikla athygli á komandi mánuðum og áram. -JGG Skráning í Reykjavíkur maraþonið, sem verður þreytt á sunnudaginn kemur, hefur gengið nokkuð vel síðustu daga. Það stefnir í svipaða þátttöku og í fyrra en í gær höfðu töluvert á annað þúsund manns skráð sig í hlaupið. 250 útlendingar hafa tilkynnt þátttöku og er líklegt að fleiri eigi eftir að bætast við. Fólki skal bent á að skráningar eru enn þá í fullum gangi. Sjö hlaupurum erlendis frá hefur verið boðið sérstaklega til hlaupsins. Má þar nefna Chris Penny frá Bretlandi sem hlaupið hefur maraþon á 2:19,36 klst. Tveimur hlaupurum frá Keníu hefur ver- ið boðið en þátttaka þeirra hafði ekki ver- ið staðfest í gær. Annar þeirra, Bitok að nafni, hefur hlaupið maraþon á 2:11,36 klst. Hugh Jones, sem margir kannst við úr fyrri hlaupum, verður með að þessu sinni. Dæmdur í keppnisbann Benjamín Þór Þorgrímsson, frjálsí- þróttamaður úr HSH, var i gær dæmdur í tveggja ára keppnisbann af dómstól ÍSÍ. Benjamín var staðinn að notkun ólöglegra lyQa, svokallaðra stera, á Meistaramóti ís- lands fyrr í sumar. íþróttamaðurinn keppti í 100 metra hlaupi og langstökki á mótinu en vann ekki til verðlauna. Hann hefur viðurkennt brot sitt. Dómstóll FRÍ á eftir að taka málið til umfjöllunar og samkvæmt lögum alþjóða- sambandsins fær hann þar fjögurra ára dóm. -JKS J Spennandi utandeild í sumar Það hefur verið spennandi keppni í utandeildinni í allt sumar en um helgina spilast síðustu leikimir í riðlakeppninni. Þrjú lið eru komin áfram, Eimreiðin og FC Puma úr A-riðli en FC Puma er dyggilega styrkt af Ágústi Ármann, umboðsaðila Puma á ís- landi, og svo skemmtilega vill til að þetta er eina liðið, fyrir utan Liver- pool, sem er styrkt af Carlsberg en Ölgerðin er umboðsaðili Carlsberg á íslandi. Stórliðiö FC Puma sigraði í A-riðli með 22 stig, gerði eitt jafnteíli, tap- aði einum en vann sjö leiki, sem er nú aldeilis frábær árangur. Liðið spilaði síðasta leik sinn á miðvikudaginn gegn Flækjufæti og kláraði hann glæsilega, 12-1. í B-riðli er lið Glaumbars komið áfram með 25 stig en lið Ufsa og hið stórskemmtilega lið Þytur í Laufi berjast um annað sæti í riðlinum. Liö- in eiga bæði leik á morgun og verður eflaust um hörkuleiki að ræða. Þytur í Laufi mætir Moppunni en um siðustu helgi gjörsigraði liðið Augnablik með hvorki meira né minna en 11-1. Ufsinn spilar gegn Styrk en þeir eru með tveggja stiga forskot á Þytinn. -JGG Dýrustu leikmennirnir Alan Shearer er án efa dýrasti leikmaður i heimi, enn sem komið er. Knattspyrnutímaritið World Soccer birti í vikunni lista yfir þá leikmenn sem hafa verið allt annað en ódýrir undanfama áratugi. Upphæðin er í pundum. Dýrustu leikmenn í heimi Alan Shearer frá Blackburn Rovers til Newcastle Utd, 15 milljónir, 1996 Gianluca Lentini frá Torino til AC Milan, 13 milljónir, 1992 Ronaldo frá PSV Eindhoven til FC Barcelona, 12,8 milljónir, 1996 Gianluca Vialli frá Sampdoria til Juventus, 12,5 milljónir, 1992 Jean Pierre-Papin frá Marseille til AC Milan, 10 milljónir, 1992 Dýrastir í sögu knattspyrnunnar Á eftir listanum hér fyrir ofan koma þessir leikmenn: Roberto Baggio frá Fiorentina til Juventus, 8 milljónir, 1990 Ruud Gullit frá PSV Eindhoven til AC Milan, 6 milljónir, 1987 Diego Maradona frá Barcelona til Napoli, 5 milljónir, 1984 Diego Maradona frá Boca Juniors til Barcelona, 3 milijónir, 1982 Paolo Rossi frá Juventus til LR Vicenza, 1,7 milljónir, 1978 Giuseppi Savoldi frá Bologna til Napoli, 1,2 milljónir, 1975 Johan Cruyff frá Ajax til Barcelona, 922.000, 1973 Pietro Anastasi frá Varese til Juventus, 500.000, 1968 Angelo Sormani frá Mantova til Roma, 250.000, 1963 Luis Suarez frá Barcelona til Inter, 142.000, 1961 Omar Sivori frá River Plate til Juventus, 93.000, 1957 Juan Schiaffino frá Penarol til Milan, 72.000, 1954 Hans Jepsson áhugamaður til Napóli, 52.000, 1952 Juan Ferraro frá Veles Sarsfield til Boca Juniors, 40.000, 1949 Ruben Bravo frá Rosario Central til Racing Avellaneda, 1946 Bernabe Ferreyra frá Tiger BA til River Plate, 23.000, 1932 David Jack frá Bolton til Arsenal, 10.890, 1928 Ricardo Zamora frá Espanol til Real Madrid, 5000, 1928 Alf Common frá Sunderland til Middlesbrough, 1000, 1905. Það er ljóst að verð á leikmönnum hefur meira en lítiö breyst á öldinni og á eflaust eftir að fara hækkandi á komandi árum og öld. Gaman er að sjá að Alf Common kostaði ekki nema eitt þúsund pund áriö 1905. 91 ári seinna fer dýrasti leikmaður heims á 15 milljónir punda! JGG Guðni Bergsson verður fyrirliði Bolton á næsta tímabili. Hann segir að 1. deildin eigi eftir að verða jöfn og spennandi en hann verður ekki með í fyrsta leiknum vegna meiðsla. Veðbankar spá Bolton, sem féll úr úrvalsdeildinni á sl. vori, sjötta sætinu en telja að baráttan verði mikil. DV-mynd Brynjar Gauti 0 HANDBOLTI HJÁ HK © Handboltanámskeið er að byrja hjá HK og stendur 19.-30. ágúst. Yngri fyrir hádegi (kl. 9-12), eldri eftir hádegi (kl. 13-16). Umsjónarmenn: Gunnar Gunnarsson og Ómar Stefánsson íþróttakennari. Sigurður Sveinsson, þjálfari meistaraflokks HK, kennir krökkunum að dúndra. Verð: 2.500 kr. Upplýsingar og skráning í síma 554 22 30 og 55 11 189 ENGIHJALLAAPÓTEK 4. deildar úrslitin Nú líður senn að lokum keppni í 4. deild í knattspyrnu og eftirtaldir leikir verða í for- keppni: Bolungarvík-Tindastóll spila fóstudaginn 16. ágúst á Skeiðis- velli klukkan 19. Haukar-BÍ spila laugardaginn 17. ágúst á Ásvöllum klukkan 14. Þriðjudaginn 20. ágúst verða seinni leikirnir spilaðir en þá mætast Tindastóll og Bolungar- vík á Sauðárkróksvelli og BÍ-Haukar klukkan 19 á ísafjarð- arvelli. Niall til Sunderland Framherjinn hávaxni, Niall Quinn, sem hefur skorað ófá fall- eg mörkin í gegnum tíðina, gekk í gær frá samningi við úrvals- deildarliðið Sunderland fyrir 1,3 milljónir punda. Sunderland vann sér sæti í úr- valsdeildinni á siðustu leiktíð en gamla lið Quinns, Manchester City, féll i 1. deild. Quinn skrifaði undir þriggja ára samning við 1. deildar meist- arana frá því í fyrra og mun hann spila í opnunarleik þeirra á laugardaginn gegn Ipswich. „Niall er leikmaður sem ég hef alltaf dáðst að,“ sagði Peter Reid, framkvæmdarstjóri Sunderland. Reid er einnig aö reyna að semja við markvörð Bordeaux, Lionel Perez, og sagðist hann vera mjög „hrifinn af þessum leikmanni og ég er i viðræðum við klúbbinn hans um verðið“. Tour de Húsavík Nú er fram undan hjólreiða- keppnin Tour de Húsavík og er þetta annað árið í röð sem þetta er á dagskrá á Húsavík. Það er nýstofnað Hjólreiðafé- lag Þingeyinga sem stendur fyrir dagskránni og hentar hún bæði byrjendum og lengra komnum. Klukkan 11 er stutt hjólreiða- ferð um nágrenni Húsavíkur. Klukkan 14 er svoköfluð Smiðju- keppni sem er brunkeppni. Strax á eftir henni, klukkan 16, hefst innanbæjarráflið og á sama tíma hefst Tour de Húsavik, Flugleiða meistarakeppnin og farin verður um 20 km leið. United býður í Nadal Manchester United hefur boð- ið spænska landsliðsmanninum hjá Barcelona, Miguel Nadal, fjögurra ára samning og er hann talinn nema 320 milljónum króna. Bobby Robson, stjóri Barcelona, segir að Nadal megi fara þótt samningur hans við Barcelona renni ekki út fyrr en 1998. Stuttgart að leita Stuttgart leitar að þjálfara í stað Rolfs Fringers sem tók við svissneska landsliðinu i fyrra- dag. Að sögn þýska blaðsins Berliner Zeitung er Uli Stileke .fyrrum landsliðsmaður, efstur á óskalistanum. Einnig hefur Nevio Scala, fyrrum þjálfari Parma, verið inni í myndinni. Leicester keypti Nýliðarnir í úrvalsdeildinni, Leicester City, styrktu sig í gær með kaupum á tveimur leik- mönnum frá Millwall. Þeir era Spencer Prior og bandariski landsliðsmarkvörðurinn Kasey Keller og fyrir þá borgaði Leicester samtals 130 milljónir. Ajax vígði leikvang Ajax vígði í gær nýjan leik- vang félgsins sem tekur 51 þús- und áhorfendur í sæti. AC Milan lék gegn Ajax á þessum merku tímamótum og sigraði ítalska liöið, 0-3. -JKS/JGG ÞAÐ ER NÆSTA VÍST AÐ... ,.,ef þú spilar til að vinnal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.