Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Side 22
34
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996
Afmæli
Kolbrún Aðalsteinsdóttir
Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skóla-
stjóri við Skóla John Casablan-
cas-Elite, Víðihlíð 27, Reykjavík, er
fertug í dag.
Starfsferill
Kolbrún ólst upp í Reykjavík og
,V-Skaftafellssýslu. Hún lauk skyldu-
námi og var síðan danskennari við
Skóla Heiðars Ástvaldssonar í 12 ár.
Hún lærði dans í Þýskalandi, á
Spáni og í Bandaríkjunum. Síðar
meir stofnaði hún Dansnýjung
Kollu og kenndi þar í 8 ár. Kolbrún
varð margfaldur Islandsmeistari í
hóptíönsum unglinga í félagsmið-
stöðvum. Hún hefur einnig unnið
mikið við þjálfun leikara, dansara,
hópa og fyrirtækja auk þess að
vinna fyrir sjónvarp og blöö.
Kolbrún lærði við ferðamálaskóla
á Kýpur og starfaði sem fararstjóri
þar, á Spáni og Ítalíu. Kolbrún er
með sólópróf sem flug-
maður og hefur auk þess
gefíð út 4 bækur og ljóð.
Hún hefur verið meðlim-
ur í Rithöfundasambandi
íslands frá 1992.
Kolbrún er eigandi
Skóla John Casablancas-
Model Mynd Elite og rek-
ur það fyrirtæki í Skeif-
unni 7 í Reykjavík. Þar
vinnur hún með virtum
umboðsskrifstofum í
Bandaríkjunum, Mílanó
og París. Kolbrún kemur
fyrirsætum á framfæri
erlendis og er fararstjóri fyrir er-
lend stórblöð og ljósmyndara þeirra
hér á landi, blöð eins og Gioia,
Moda, Max og Men’s Joumal.
Síðastliðin 4 ár hefur Kolbrún
kynnt ísland erlendis, séð um upji-
setningar á tískukynningum á Is-
landi og kynningarstörf
innanlands og utan.
Fjölskylda
Kolbrún giftist Sveinjóni
Jóhannessyni, f. 6.7. 1947,
húsasmíðameistara. Þau
skildu.
Kolbrún á dóttur með
Herði Sigurðssyni, f.
12.10. 1956, rannsóknar-
lögreglumanni, Anitu Rut
Harðardóttur, f. 19.7.1975,
nema.
Börn Kolbrúnar og
Sveinjóns: Brynjar Öm
Sveinjónsson, f. 6.9. 1978, nemi og
einkaflugmaður, og Aðalsteinn Jan-
us Sveinjónsson, f. 16.7. 1986.
Kolbrún á einn bróður, Sigurjón
Inga Aðalsteinsson, f. 10.12. 1959,
húsasmíðameistara á Sólheimum í
Grímsnesi. Hann er kvæntur Guð-
--------------------j----------
rúnu Eggertsdóttur og eiga þau dæt-
urnar Berglindi Bám, Bergdisi
Björk og Ömu Rós.
Foreldrar Kolbrúnar em Aðal-
steinn Bjamfreðsson, f. 9.6. 1929,
kaupmaður og Jóhanna Bára Sig-
urðardóttir, f. 17.3. 1935. Þau hafa
veriö búsett í V-Skaftafellssýslu og
Reykjavík.
Ætt
Föðurforeldrar Kolbrúnar: Bjam-
freður Ingimundarson, f. 12.9. 1889,
og Ingibjörg Sigurbergsdóttir, f.
3.11. 1893. Móðurforeldrar hennar:
Sigurður Sverrisson, f. 4.10.1895, og
Ástríður Bárðardóttir, f. 12.6. 1904.
Afmælisveislan hefst kl. 13 á
Austurvelli. Þaðan verður tekin
rúta á Sandskeið þar sem farið verð-
ur í fallhlifarstökk og loks verður
haldið upp á afmælið í Landmanna-
laugum.
Kolbrún
Aðalsteinsdóttir.
Steinar Vilberg Arnason
Steinar Vilberg Árna-
son leiðsögumaður, Fells-
múla 19, Reykjavík, er
fimmtugur í dag.
Starfsferill
Steinar Vilberg er
fæddur í Vestmannaeyj-
um, ólst þar upp og lauk
þar skyldunámi og lands-
prófi. Hann tók stúdents-
próf frá Menntaskólanum
á Akureyri 1966 og var við
nám í læknadeild HÍ
1966-68 auk þess að vera
gæslumaður á Kleppsspítala. Sumr-
in 1968 og 1969 var Steinar Vilberg
Surtseyjarvörður. Hann var í námi
í spænsku við háskólann í
Barcelona á Spáni 1968-9. Steinar
Vilberg var í námi við Meinatækna-
deild TÍ 1969-71 og lauk meina-
tæknaprófi 1971. Eftir það starfaði
hann sem meinatæknir á
Borgarspítala 1971-75 og
á St. Jósefsspítala í Hafh-
arfirði 1975-76.
Steinar Vilberg varð lög-
giltur dómtúlkur og
skjaláþýðandi i spænsku
1974, var fararstjóri á
Spáni hjá ferðaskrifstof-
unni Úrval 1973-78 og var
kennari í Námsflokkum
Reykjavíkur og Forskóla
sjúkraliða 1972-78 og
1985-88 í spænsku,
ítölsku og heilbrigðis-
greinum.
Steinar Vilberg tók leiðsögu-
mannapróf 1975 og hefur starfað
sem leiðsögumaður innanlands síð-
an. Hann var í námi i rómönskum
málum við Háskólann í Osló og
Perugia á ítaliu 1978-82 og lauk
cand. mag. prófi í spænsku og
ítölsku 1983. Á námsárunum i Osló
vann Steinar fyrir sér sem nætur-
vörður og meinatæknir. Hann starf-
aði sem meinatæknir á Vifilsstaða-
spítala 1982-87.
Steinar Vilberg var í námi í
spænsku og spænskum bókmennt-
um við Háskólann í Lundi í Svíþjóð
1938-91 og lagði grunn að doktorsrit-
gerð í spænskum bókmenntum.
Árin 1991-96 starfaði Steinar sem
meinatæknir og stundakennari á
Patreksfirði.
Steinar var ásamt fleirum frum-
kvöðull að stofnun félagsins Ítalíu,
ítalsk-íslenska félagsins, og fyrsti
varaformaður þess 1986-88. Hann
hefur verið þýðandi hjá Ríkissjón-
varpinu af og til frá árinu 1985.
Fjölskylda
Steinar Vilberg kvæntist 29.7.
1970 Guðrúnu Sigríði Norðfjörð, f.
2.10.1947, sérkennara. Hún er dóttir
Einars Norfjörð Jónssonar, f. 23.3.
1915, d. 13.7. 1976, húsasmíöameist-
ara í Keflavík, og Sólveigar Guð-
mundsdóttur, f. 3.9.1916, húsmóður.
Böm Steinars Vilbergs og Guð-
rúnar Sigríðar eru Ámi Bergþór
Steinarsson, f. 26.3. 1973, nemi, en
hann dvelst í Montreal í Kanada og
Brynja Steinarsdóttir, f. 15.5. 1980,
nemi í Reykjavík.
Systkini Steinars em Þyri Kap
Ámadóttir, f. 4.11. 1948, kennari í
dönsku við MR, og Jón Atli Árna-
son, f. 19.6.1959, læknir í Wisconsin
i Bandaríkjunum.
Foreldrar Steinars Vilbergs: Ámi
Guðmundsson frá Eiðum í Vest-
mannaeyjum, f. 25.6.1926, fyrrv. sjó-
maður og nú húsvörður í Kópavogi,
og Jóna Bergþóra Hannesdóttir frá
Hæli í Vestmannaeyjum, f. 27.3.
1929. Þau voru lengst af búsett í
Vestmannaeyjum en búa nú í Kópa-
vogi.
Steinar Vilberg
Árnason.
Brynja Pétursdóttir
Brynja Pétursdóttir bréfberi, Ein-
holti 3, Garði, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Brynja er fædd og uppalin í
Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og tók
gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla
Vestmannaeyja. Brynja hefur unnið
við ýmis verslunar- og fiskvinnslu-
störf en hefur unnið hjá Pósti og
sima undanfarin 16 ár.
Brynja flutti til Reykjavíkur í
Vestmannaeyjagosinu 1973 en hefur
búið í Garðinum frá 1975. Brynja sat
í skólanefnd Geröaskóla 1978-94,
var varamaður í hreppsnefnd
1990-94 og aðalmaður í hreppsnefnd
1994.
Maki Brynju er Aðalsteinn Valdi-
marsson, f. 29.3. 1938, trésmiður.
Hann er sonur Valdimars Ólafsson-
ar og Fjólu Breiðfjörð en þau eru
bæði látin.
Böm: Rafnkell Jónsson, f. 27.5.
1964, vélvirki, búsettur í Keflavík,
maki hans er Pálína Hildur Sigurð-
ardóttir og eiga þau þrjú böm; Lilja
Jónsdóttir, f. 16.11. 1969, húsmóðir,
búsett í Keflavík, maki hennar er
Einar Hólm og eiga þau tvær dætur;
Már Eyfjörð Harðarson, f. 2.7. 1974,
verkamaður, búsettur í Keflavík,
maki hans er Fanney Guðrún
Magnúsdóttir; Helgi Þór Harðarson,
f. 16.7. 1975, nemi, búsettur í Garði;
Sigfús Benoný Harðarson, f. 25.6.
1980, nemi, búsettur í Garði.
Alsystkini Brynju eru Guðrún
Rannveig Pétursdóttir, f.
10.12. 1939, póstafgreiðslu-
maður, búsett í Garði;
Ámi Pétursson, f. 4.2.
1941, yfírkennari, búsettur
í Garðabæ, og Herbjört
Pétursdóttir, f. 26.2. 1951,
bókasafnsfræðingur, bú-
sett á Melstað í Miðfirði.
Hálfsystkini Brynju,
samfeðra, era Jónína Ósk
Pétursdóttir, f. 12.11. 1926,
húsmóðir, búsett á Raufar-
höfn; Guðlaug Pétursdótt-
ir, f. 25.9. 1928, húsmóðir,
búsett á Þórshöfn; Guð-
laugur Magnús Pétursson, f. 5.8.
1931, trésmiður í Gunnarsholti;
Jóna Halldóra Pétursdóttir, f. 18.8.
Brynja Pétursdóttir.
1933, húsmóðir, búsett í
Reykjavík og Guðjón
Pétursson, f. 31.7.1935, d.
25.1. 1985, vörubílstjóri á
Selfossi.
Foreldrar Brynju voru
Pétur Guðjónsson, f. 12.7.
1902, d. 21.8. 1982, skrif-
stofumaður, og Liíja Sig-
fúsdóttir, f. 11.10. 1917, d.
15.10. 1990, húsmóðir.
Brynja er af Oddstaða-
ætt í Vestmannaeyjum
en þar bjuggu foreldrar
hennar fram til 1973 en
eftir það í Garði.
Brynja tekur á móti ættingjum og
vinum eftir kl. 20.00 á afmælisdag-
inn.
Lilja Árnadóttir
Lilja Ámadóttir húsmóðir,
Smáratúni 19, Selfossi, er sjötug í
dag.
Starfsferill
Lilja er fædd og uppalin í Holts-
múla í Landsveit i Rangárvalla-
sýslu. Hún var einn vetur í Alþýðu-
skólanum á Reykjum í Hrútafirði
1944-45. Lilja bjó í Reykjavik
1942-53 en fluttist þaðan að Ljósa-
fossi í Grímsnesi og bjó þar til árs-
ins 1992.
Fjölskylda
Lilja giftist 2.12. 1950 Lofti Jó-
hannssyni, f. 13.12. 1923, vélfræð-
ingi. Foreldrar hans
vora Jóhann Bjami
Loftsson, bóndi og for-
maður, Sölkutóft, Eyrar-
bakka, og Jónína Hann-
esdóttir.
Böm Lilju og Lofts:
Ingólfur Sveinsson, f. 4.4.
1947, bóndi, maki hans
er Svana Sigtryggsdóttir
og eiga þau bömin Ólaf-
íu Rósbjörgu, Unnstein
Fannar, Jón Loft og Guð-
björgu Lilju; Jónína
Loftsdóttir, f. 25.8. 1949,
dagmóðir, maki hennar er Haukur
Stefánsson og eiga þau bömin Lilju,
Ómar Öm og Pálma Frey; Jóhann
Bjami Loftsson, f. 12.10.
1950, sálfræðingur, maki
hans er Elfa Eyþórsdóttir
og eiga þau bömin Björg-
vin, Svanlaugu, Birki og
Hörpu; Gíslunn Loftsdótt-
ir, f. 13.1. 1952, bókbind-
ari, maki hennar er Her-
mann Bragason; Heimir
Sæberg Loftsson, f. 5.5.
1959, vélfræðingur, maki
hans er Stefanía Sigurðar-
dóttir og eiga þau bömin
Jóhönnu Lovísu, Álfheiði
Björk og Bjarka Reyr.
Systkini Lilju: Oddur Árnason, f.
29.6. 1921, læknir í Svíþjóö; Jóna
Gíslunn Ámadóttir, f. 2.8. 1922, hús-
Lilja Árnadóttir.
móðir í Reykjavík; Inga Guðrún
Ámadóttir, f. 3.9. 1923, húsmóðir í
Reykjavík; Guðmunda Ámadóttir, f.
29.8. 1924, húsmóðir í Reykjavík;
Ingibjörg Ámadóttir, f. 26.8. 1925,
húsmóðir í Reykjavík; Ágúst Áma-
son, f. 3.8. 1930, skógfræðingur í
Skorradal; Þorsteinn Árnason, f.
23.10. 1949, raftæknir á Hvolsvelli.
Foreldrar Lilju vora Ámi Jóns-
son, f. 17.6. 1896, d. 16.9. 1995, og
Ingiríður Oddsdóttir, f. 13.5. 1887, d.
24.2. 1937. Þau vora bændur í Holts-
múla í Landsveit og bjuggu þar
lengst af.
Lilja tekur á móti gestum í
Grænumörk 5, Selfossi, laugardag-
inn 17.8. frá kl. 16.00.
DV
Til
hammgju
með
afmælið
16. ágúst
85 ára
Kristín Thorarensen,
Hvassaleiti 6, Reykjavík.
Jóhanna Guðmundsdóttir,
Höfða 3, Þingeyri.
80 ára
Hafliði Ketilsson,
Grænumörk 5, Selfossi.
70 ára
Erla Valdimarsdóttir,
Álfheimum 70, Reykjavík.
Haraldur Guðmundsson,
Karlagötu 24, Reykjavik.
Sigurjón Kristjánsson,
Stóragarði 5, Húsavík.
Gústaf Gústafsson,
Stigahlíð 97, Reykjavík.
Rannveig Sigurðardóttir,
Víkurbraut 26, Homafirði.
60 ára
Hrönn Sigurgeirsdóttir,
Grenimel 42, Reykjavík.
Guðrún Sigurðardóttir,
Bogabraut 14, Skagaströnd.
Svava Sigmundsdóttir,
Ásbraut 19, Kópavogi.
Marfa Erla Eiríksdóttir,
Hjallavegi 8, ísafirði.
50 ára
Jóhanna S. Kristinsdóttir,
Tjamarbraut 7, Vesturbyggð.
Karen O. Hannesdóttir,
Krossi, Ljósavatnshrepp.
Helgi Kristmundsson,
Litla-Saurbæ, Ölfushreppi.
Vilhjálmur Svan Jóhanns-
son,
Njálsgötu 59, Reykjavík.
Sigrún Pétursdóttir,
Máva-
hrauni 4,
Hafnar-
firði.
Sigrún Pét-
m-sdóttir
verslunar-
maður,
tekur á
móti gest-
um á afmælisdaginn á heim-
ili sínu kl. 20.00-23.00.
40 ára
Margrét Halla Ragnarsdótt-
ir,
Fífuhjalla 21, Kópavogi.
Hrefha Guðjónsdóttir,
Háaleitisbraut 30, Reykjavík.
Helgi Helgason,
Dalhúsum 3, Reykjavík.
Eyjólfur S. Guðmundsson,
Lyngbergi 3, Hafharfirði.
Harpa Sigurlaug Guð-
mundsdóttir,
Borgarvegi 20, Reykjanesbæ.
Guðni Birgisson,
Kirkjuvegi 14, Reykjanesbæ.
Sigurður Konráð Hauks-
son,
Eyjabakka 30, Reykjavík.
Gestur Sigmundsson,
Kappeyri, Fáskrúðsfjarðar-
hreppi.
Behzad Ari Valadbigi,
Hörpugötu 13, Reykjavik.