Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Page 24
36 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 Reglugerða- átomatið „Hún (heilbrigðisráðherra) hefur frá upphafi dinglað með í þessari firrtu og illvígu aðfór að heilbrigðisþjónustunni og ráðu- neyti hennar oft ekki verið ann- að en reglugerðaátomat gegn vel- ferð lítilsmegandi fólks." Birgir Sigurðsson, í DV. Bubbi kóngur fitnar „Fylgið bókstatlega hrynur af Framsókn meðan Bubbi kóngur fitnar og dafnar.“ Sverrir Ólafsson, í Alþýðublað- inu. Ummæli Embættisleikari „Hvað sem um hinn nýja for- seta okkar má segja, þá höfum við fengið þann besta leikara í embættið sem völ var á, jafnvel betri en þann sem var á undan.“ Jóhannes Proppé, i Morgun- blaðinu. Meðaljóninn „Ég er hið algjöra meðalmenni sem enginn getur lagt á minnið jafnvel þótt hann vildi það.“ Þorvaldur Þorvaldsson, mynd- listarmaður og leikskáld, i Al- þýðublaðinu. Argentínska listakonan Kozana Lucca. Söngur og málun Hér á landi er stödd argent- ínska listakonan Kozana Lucca og hefur hún þegar haldið eitt námskeið sem heitir Raddvinna og nú um helgina opnar hún málverkasýningu, auk þess sem hún verður með annað námskeið sem hefst á mánudaginn. Málverkasýning Kozönu Lucca, sem hún nefnir Skógar- húðir, verður opnuð í Listhúsi 39, Hafnarfirði, á morgun, kl. 17. í sýningunni reynir Lucca að vinna úr þeirri sorg sem hún upplifði þegar lifstörunautur hennar, Jerome Heim, féll frá, en hann varði stórum hluta lífs sins til að skapa jafnvægi og sátt milli manna og trjáa. Sýningar Síðara námskeiðið, sem kall- ast Rödd og litur, er ætlað söng- elskum myndlistarmönnum, myndelskum söngvurum, þerapistum og öðrum sem hafa áhuga á söng og málun. Á nám- skeiðinu, sem stendur út næstu viku í Flensborgarskóla, „leyfum við hreyfiþörfinni aö kvikna og þróast í lífsdansi tilfinninganna og í hita leiksins teiknum við og málum“. Kozana Lucca fæddist í Cor- doba í Argentínu árið 1940. Hún er mjög fjölhæf listakona og hef- ur meðal annars skrifað bækur, málað, unnið skúlptúra, leikið og leikstýrt við ýmis tilrauna- leikhús. Á veturna kennir hún lengra komnum nemendum við háskólann í Tucumán í heima- landi sínu en yfir sumartímann leiðbeinir hún víða um heim. Hæg norðanátt Skammt suður af Vatnajökli er allvíðáttumikil 990 millíbara lægð sem þokast norðaustur og fer senn að grynnast. Veðrið í dag í dag verður norðan- og norðaust- anátt, allhvasst norðvestan til á landinu í fyrstu, en annars kaldi eða stinningskaldi og víða skúrir eða rigning fram eftir morgni. Hæg- ari norðan og norðvestan þegar líð- ur á daginn með skúrum norðan- og vestanlands, en úrkomulaust að mestu suðaustan- og austanlands. Hiti 5 til 14 stig, kaldast norðvestan- lands. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðan- og norðaustangola eða kaldi í fyrstu, en norðankaldi og skýjað, en þurrt að mestu síðdegis. Norðve- stangola eða kaldi og skýjað með köflum í kvöld og nótt. Hiti 9 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.39 Sólarupprás á morgun: 5.25 Síðdegisflóð í Reykjavik: 19.45 Árdegisflóð á morgun: 8.03 Veðriö kl 6 í morgun: Akureyri rigning 8 Akurnes rigning 10 Bergsstaðir súld 7 Bolungarvík rign. á síö.kls. 6 Egilsstaðir skýjað 9 Keflavíkurflugv. skýjaö 9 Kirkjubkl. skýjað 10 Raufarhöfn skýjað 9 Reykjavík skýjaó 9 Stórhöfði hálfskýjað 9 Helsinki léttskýjaó 18 Kaupmannah. léttskýjað 17 Ósló skýjaó 16 Stokkhólmur þokumóða 17 Þórshöfn skýjað 12 Amsterdam alskýjaö 16 Barcelona léttskýjað 21 Chicago skýjað 21 Frankfurt léttskýjað 17 Glasgow rign. á síó.kls. 15 Hamborg þokumóða 15 London mistur 16 Los Angeles léttskýjaó 23 Lúxemborg þokumóða 14 Madrid léttskýjaó 17 Mallorca skýjað 23 París lágþokublettir 15 Róm þokumóöa 20 Valencia skýjaó 22 New York heiöskírt 21 Nuuk súld 8 Vín hálfskýjaö 16 Washington skúr á síð.kls. 22 Winnipeg heióskírt 21 Björg Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakennara: Samningamál mikið rædd á heimilinu „Félag íslenskra leikskólakenn- ara er fag- og stéttarfélag leik- skólakennara á öllu landinu og það má segja að hlutverk félagsins sé tvíþætt; annars vegar að sjá um kaup og kjör og réttindi félags- manna og hins vegar að standa vörð um menntun leikskólakenn- ara, leikskóla og böm almennt," segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakennara, en hún tók við formennsku í félag- inu fyrir stuttu: „Það kom þannig til að Guðrún Alda Harðardóttir, Maður dagsins sem var formaður, hefur tekið við starfi kennara við nýstofnaða leik- skólakennarabraut á Akureyri og flyst því búferlum, þannig að ég sem þáverandi varaformaður tók við hennar embætti. Guðrún kem- ur til meö að koma þessari nýju deild við háskólann á laggirnar og móta hana.“ Björg sagði að innan félagsins væru rúmlega 1200 leikskólakenn- arar: „Samkvæmt lögum eiga að- Björg Bjarnadóttir. eins að starfa menntaðir leikskóla- kennarar á leikskólum, en raun- vemleikinn er annar, því miður. Það sem hefur verið þröskuldur- inn er að Fósturskólinn, sem hef- ur menntað leikskólakennara hingað til, hefur búið við bágar að- stæður og hefur ekki getað tekið inn nægilega marga nemendur til að fullnægja þörfinni og annar því alls ekki þeirri öru uppbyggingu sem er búin að vera í leikskóla- málum undanfarin ár og hafa færri nemendur komist að en vilja. Að langmestu leyti eru stúlk- ur sem leggja starfið fyrir sig, ætli það sé ekki svona einn karlmaður á ári sem útskrifast. Björg er sjáif búin að starfa sem leikskólakennari síðan 1978 og hef- ur verið í fimm ár í stjóm félags- ins. Hvað varðar starf formanns á næstunni sagði Björg að stærsta verkefnið væru kjarasamningar í vetur: „Við erum með lausa samn- inga um áramótin eins og aðrir og það er augljóst að það verður aðal- verkefni vetrarins og mikill slag- ur.“ Eiginmaður Bjargar er Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands íslands: „Það er að sjálf- sögðu mikið rætt um kjaramálin á heimilinu, enda erum við bæði í víglínunni þegar á reynir í þeim málum.“ Björg sagði að starfið tæki mikinn tíma frá henni en áhugamál hennar fyrir utan starf- ið er að fara á skíði og lesa góðar bækur. -HK Töðugjöld Töðugjöld eru fjölskylduhátíð sem haldin verður að Gaddstaða- flötum við Hellu. Verður boðið upp á fjölbreytta dagski'á fyrir alla aldurshópa. Þessi hátíð er frábrugðin mörgum öðrum sam- bærilegum vegna þess að algjör- lega ókeypis er inn á svæðið. Aö- gangur að öllum tækjum, skemmtiatriðum og dansleikjum er gestum að kostnaðarlausu. Að- standendur hátíðarinnar segja hana vera „með öllu“, nema mikl- um útgjöldum fyrir þátttakendur. Hjólastólarall Hjólastólarall verður haldið á Húsavík í dag, kl. 14. Markmiðið er að vekja Húsvíkinga til um- hugsunar um aðgengi fyrir hreyfihamlaða í bænum. Hátíð eldri er yfirskrift hátiðar sem Fim- leikasamband íslands stendur fyrir i Laugardalnum frá og með deginum í dag og fram á sunnu- dag. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá með vatnaleikfimi, rat- leikjum, leikfiminámskeiðum og sýningum. Opnun og sýning er ld. 20 í kvöld. Samkomur Bítlabarinn Cavern Um helgina verður bullandi bítlastuð og lifandi tónlist. Eirík- ur Einarsson, formaður Bítla- klúbbsins, sér um að allir skemmti sér. Félagsvist Félagsvist verður spiluö í Gjá- bakka, Fannborg 8, í kvöld, kl. 20.30. Sól Dögg á Gauknum í kvöld og annað kvöld mun hljómsveitin Sól Dögg skemmta á Gauki á Stöng. Bridge í þessu spili, sem kom fyrir í leik Dana og Litháa á Evrópumóti yngri spilara, misstu báðir spilaramir í vestur af tækifærinu til að hnekkja fjórum hjörtum. Sagnir gengu þannig á öðru borðanna, suður gjaf- ari og enginn á hættu: * Á9532 * D7 m D106 * ÁDGe * G54 N 4 G104 •e AK * 1083 * 973 V A S G32 •f 97542 * 106 Suður * K86 * 9874 * K * ÁKD82 Vestur Norður Austur 1* 14 dobl pass 2* pass 3w pass 4* p/h Á þessu borði byrjaði Daninn Jacob Ron á því að spila út hjartaás og eftir það var ekki nokkur leið að hnekkja samningnum. Á hinu borð- inu var samningurinn sá sami og Litháinn í vestur hóf leikinn með því að spila út spaðaás. Eins og les- endur sjá getur vestur hnekkt spil- inu með því að sækja laufstungu fyrir austur. Hann spilar þá laufi í öðrum slag og kemst tvisvar inn á tromp til þess að gefa félaga stungu. En Litháinn fann ekki þá leið held- ur spilaði hann tígli í öðrum slag og þar með var draumurinn úti. En er hægt að hnekkja spilinu á einhvem annan hátt en með því að sækja laufstunguna? Glöggir lesendur sjá það við eftirgrennslan að til er fal- legri leið fyrir vörnina til að sækja sér fjóra slagi. Litháinn i vestur átti möguleika á því, ef hann hefði spil- að spaða áfram í öðrum slag. Vestur kemst síðan inn á hjarta, spilar spaða þriðja sinni og þegar hann kemst aftur inn á hjarta spilar hann spaða fjórða sinni! og tryggir þar með austri slag á hjartagosann. Ef sagnhafar hefðu hins vegar valið þriggja granda samninginn í stað- inn á vömin ekki nokkurn mögu- leika. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.