Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 UV 22 skólar og námskeið ik TM-hugleiðsla, áhrifarík leið til að minnka kvíða og streitu: Alhliða heilsubót og þroskaleið - segir Guðjón Kristjánsson kennari TM-hugleiðsla (innhverf íhugun) kemur frá ævafornri þekkingu Veda eða nánar tiltekið Rig- Veda. Hún er ekki trú, heimspeki eða lífs- viðhorf og krefst ekki breytinga á skoðunum eða venjum. Iðkun henn- ar er einfóld, auðlærð og áreynslu- laus og veitir afar djúpa og endur- nærandi hvíld,“ sagði Guðjón Kristjánsson, kennari í TM-hug- leiðslu hjá TM-kennslumiðstöðinni sem starfar á vegum íslenska íhug- unarfélagsins. Tæplega þrjú þúsund manns hafa að hans sögn þegar lært TM-hugleiðslu hér á landi. Iðkandinn situr í þægilegri stell- ingu og er vakandi en þó með lokuð augun í þær 15-20 mín. sem iðkun- in stendur kvölds og morgna. „Heil- brigðiskerfl okkar þarfnast ein- faldra og áhrifaríkra aðferða til að auka mannlegt atgervi og heilbrigði sem á sama tima minnkar þjáning- ar og kostnað samfélagsins vegna sjúkdóma og félagslegra vandamála. TM-hugleiðsla er hluti af kerfi Ma- harishi Ayurveda sem samanstend- ur af um 20 mismunandi aðferðum til að auka heilbrigði. Hún hefur verið rannsökuð meira en nokkur önnur þroskaleið og hafa birst um 350 rannsóknir í um 100 vísinda- tímaritum síðastliðin 25 ár,“ sagði Guðjón. Hann sagði þetta án vafa vera áhrifaríkustu leiðina til að minnka streitu og kvíöa og að minni streita leiöi til aukinnar einbeitingar, framleiðni og meiri snerpu. „Þetta er alhliða heilsubót og þroskaleið," sagði Guðjón. -ingo Fullorðinsfræðslan Matshæft nám: skólanám eða fjarnám Grunnnám, fornám og fyrstu 4 áfangar framhaldsskóla í kjarnagreinum allt árið Þýska og þýska fyrir ferðaþjónustu, spænska, norska, sænska, tölvugrunnur, kynning á Interneti, ICELANDIC og NÁMSAÐSTOÐ: öll stíg Tungumál Raungreinar Gerðubergi 1 s. 5571155 HeimasíSa: http//www/ice.is/fraedslan/ Netfang: fraedslan@ice.is Hóptímar Láttu rauminn rætast! Einkatímar Hópnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna Barna- og unglinganámskeið aldursskipt söngnámskeið Einsöngsnám fyrir byrjendur og lengra komna Sveifludeild söngleikjatónlist, gospel, jass og blues Sönghópur Móður jarðar gospel og heimstónlist Jass • blues í vetur mun kanadíska jass/blues söngkonan Tena Palmer kenna við skólann - frábær söngkona sem unnið hefur til fjöida verðlauna fyrir söng sinn! SÖIUGSIVIIÐJAiy ehf. Söngskóli og söngsmiðja HVERFISGÖTU 76 REYKJAVÍK A Upplýsingar og innritun í síma: 561 2455 • faxi: 561 2456 eða á skrifstofu skólans, virka daga frá kl. 11-18. C3 —' IMMl Um 400 manns hafa sótt nám viö Sálarrannsóknarskólann á sl. tveimur árum. Hér kennir Magnús einum bekknum. 400 nemendur hafa sótt nám við Sálarrannsóknarskólann: Allt um lífið eftir dauðann - veitir fólki heilmikla innsýn í lífið og tilveruna „Þetta er eitt af því fáa sem þú finnur í nútíma samfélagi sem gefur ögn af skilningi á tilverunni. Eftir að hafa verið í skólanum sér fólk hlutina frekar í samhengi og skilur betur tilgang lífsins og að það skipti máli hvemig maður hagar sér. Fyrst og fremst er þetta skemmtun en í leiðinni veitir þetta fólki vem- lega mikla innsýn í lífið og tilver- una,“ sagði Magnús Skarphéðins- son, skólastjóri Sálarrannsóknar- skólans. Skólinn var stofnaður árið 1994 og frá upphafi hafa um 400 nemendur sótt þar nám. Sjálfur er Magnús að læra sagnfræði við HÍ og fjallar lokaverkefni hans um sögu og þróun spíritisma á íslandi í al- þjóðlegu ljósi. „Þetta er skóli fyrir almenning sem langar að vita allt sem vitað er um líf eftir dauðann, hvers eðlis þessi andaheimur okkar er, hvaða þjóðfélag er þar, hvernig hægt er að hafa samband þangað og hversu mikið er hægt að treysta þeim upp- lýsingum. í skólanum er farið í rannsóknir á dulsálarfræði, spírit- isma og miðilsstarfsemi, fjallað um hvernig miðlar starfa og hversu marktækir þeir em og hvaða rann- sóknir hafa verið gerðar á þeim. Þama er farið í mismunandi miðil- stegundir, transmiðla, lækningar- miðla, heilara, spákonur og íleira og síðan minna þekktar tegundir eins og ljósmyndamiðla, segul- bandsmiðla og líkamningamiðla. Svo er farið yfir allt sem vitað er um álfa og huldufólk, tröll, tíva og aðrar dulrænar hulduverur og síð- an fjallað um hvernig almenningur getur hagnýtt sér þessar upplýsing- ar, bæði varðandi orkustöðvar lík- amans og hættur í andlegum mál- um,“ sagði Magnús. Við skólann starfa 32 kennarar, ýmist miðlar, vísindamenn, sagn- fræðingar eða aðrir sem að málinu koma. Námið tekur 2 ár og er skipt niður í 1.-4. bekk. Kennt er eitt kvöld í viku, eða einn laugardagseft- irmiðsdag, og eru nemendur á öll- um aldri að sögn Magnúsar en held- ur fleiri konur. „Það sem kemur fólki mest á óvart er hversu margar rannsóknir hafa verið gerðar á þess- um hlutum og hversu mikið er í raun vitað um þetta. Það er þessi hefðbundna deila vísinda og trúar- bragða. Vísindin hafa ekki viður- kennt spíritismann og því alltaf ýtt þessu til hliðar hugsunarlaust. Það er mjög mikil þekking um þetta en henni er ekki haldið á lofti heldur vísvitandi ýtt niður af vísindum samtímans," sagði Magnús. Námið er í formi fyrirlestra, umræðna, glærusýninga og jafnvel miðils- funda í framhaldsbekkjunum. „Ég hef aldrei verið í skóla þar sem nemendur hafa skemmt sér eins vel og haft eins gaman af náminu,“ sagði Magnús að lokum. -ingo Biblíuskólinn með fræðslu um kristna trú: Hagnýt hjálp í trú, lífi og starfi - markmið að auka biblíuþekkingu og biblíulestur „Tilgangur Biblíuskólans er að veita fræðslu um kristna trú, inn- sýn í rit Biblíunnar og vera einstak- lingum til hjálpar í að þroskast og eflast í trúnni á Jesú Krist. Skólinn hefur það að markmiði að auka biblíuþekkingu og biblíulestur fólks og að vera hagnýt hjálp i trú, lífi og starfi," sagði Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri KFUM og K í Reykjavík. „Við erum með nokkur námskeið í gangi. Eitt þeirra er sérstaklega hugsað fyrir bama- og unglinga- starfsmenn, annað heitir Alfa-nám- skeið og er mjög opið og almennt um kristna trú og innihald hennar, eitt námskeiðið er um kristniboð og annað um eitt af ritum Gamla testa- mentisins. Öll tengjast þau að ein- hverju leyti kristinni trú því þannig er skólinn hugsaður," sagði Ragnar. Námskeiðin hafa að hluta til ver- ið unnin í samvinnu við æskulýðs- starf eða fræðsludeild kirkjunnar en Biblíuskólinn er rekinn af KFUM og K í Reykjavík, Landssambandi KFUM og K, Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga og Kristilegu skólahreyfingunni. „Námskeiðið fyrir þátttakendur í kristilegu bama- og unglingastarfi er hugsað fyrir byrjendur á því sviði. Það em mest unglingar á aldrinum 15-18 ára þó það sé öllum opið og Alfa-námskeiðið er t.d. hugsað fyrir alla frá 18 ára aldri og upp úr,“ sagði Ragnar. Alfa-nám- skeiðin em sérstaklega ætluð fyrir þá sem vilja forvitnast um kristna trú, em spyrjandi og vilja fá betri innsýn í hvað er að vera kristinn og hver er meginkjami kristinnar trú- ar. Biblíuskólinn er líka með leikja- námskeið fyrir 6-8 ára böm í ágúst í samvinnu við Ássókn og Laugar- nessókn. Námskeiðin standa yfir frá kl. 13-17 og er þá fariö í stuttar ferð- ir með börnin, farið í leiki, sungið, mikið, verið úti, föndrað og stund- aðar einhverjar íþróttir. Einnig eru samverustundir með söngvum og biblíufrásögnum. Eitt námskeiðið er sérstaklega haldið fyrir ungt fólk þar sem fjall- að er um ástina, samband kynjanna, kynlífið og hjónabandið. Kyn- fræðsla í skólum og fjölmiðlum og áreiti í því efni verður skoðað með gagnrýnu hugarfari. Kennslan fer fram í stuttum fyrirlestrum, um- ræðum í hópum, spurningum og svörum og m.a. verður skoðað myndbandið Sex, videotapes and the truth. „Vetrarstarf KFUM og K fellur svo e.t.v. frekar undir al- mennt félagsstarf en námskeið. Starfað verður á 12-14 stöðum í u.þ.b. 30 deildum," sagði Ragnar að lokum. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.