Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 8
24
HANDÍÐANÁM
Fjölbrautaskólinn Breiðholti
Handíðabraut 1 ár
(Fatahönnun, fatasaumur,
módelteikning, sniðateikning,
vefjarefnafræði, hekl og prjón)
FB þegar þú velur verknám
RAFVIRKJUN
Fjölbrautaskólinn Breiðholti
skólar og námskeið
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996
íþróttaskólar fyrir 3-6 ára börn verða sífellt vinsælli:
Börnin fa ekki of
mikla hreyfingu
segir fræðslustjóri ISI sem býður upp á fjölbreytt námskeið
uðununualuMi
kflGDröm
FJÖLBRAUTASKÓLINN
BREIÐHOLTI
V____________________
Grunndeild rafiðna (1 ár)
Rafvirkjun í verknámsskóla (3 ár)
Rafvirkjun fyrir nema á samningi
FB þegar þú velur verknúm
Hágæða búnaðurtil
myndframsetningar
Liesegang
LCD rafeindamyndvarpar sérstaklega
bjartir meö 575w metal-halide peru,
upplausn 640x480 og
1024x768 fyrir tölvu
og myndbandsvarp.
LCD rafeindaglærur fyrir
tölvu og mynd-
bandsvarp,
upplausn 640x480
og 1024x768.
Myndvarpar frá 2.200
til 8.000 lumen.
SÍWIBIftCO eHF.
Sími 565-8305. Fax 565-8306.
„Það er aldrei of mikið gert að því
að örva hreyfiþroska bama en á síð-
ustu árum er búið að skapa veru-
lega hættu á því að það gleymist.
Kyrrseta bama hefur aukist, þau
sitja mikið fyrir framan tölvuna eða
sjónvarpið, eru keyrð á milli staða
og borin undir hendinni út í bíl þeg-
ar foreldrarnir eru að flýta sér að
skutla þeim í leikskólann á leið í
vinnuna. Börn í dag fá því ekkert of
mikla hreyfingu," sagði Sigurður
Magnússon, fræðslustjóri hjá ÍSÍ.
íþróttafélögin, hvert í sinni
heimabyggð, bjóða mörg upp á sér-
stakan íþróttaskóla fyrir börn á
aldrinum 3-6 ára. Oft eru tímarnir á
laugardögum eða sunnudögum svo
foreldramir geti komið með, eða eft-
ir vinnu á virkum dögum.
„Nú er ég náttúrlega að taka
verstu dæmin. Ég geri ráð fyrir að
meirihluti barna fái sem betur fer
næga hreyfiörvun en iþróttaskólinn
hefur bara líka annað að bjóða
þeim, þ.e. félagsskap og góða
skemmtun. Það er sjálfsagt mál
kynna þeim íþróttir á þennan hátt á
meðan þau eru ung því lengi býr að
fyrstu gerð. Það er líklegra að þau
vilji halda áfram að stunda íþróttir
þegar þau verða eldri og þurfa
meira á því að halda ef íþróttir
verða fastur liður af daglegu lífi
þeirra á unga aldri.“
Aðspurður sagði hann íþrótta-
skólana bjóða upp á alls kyns
hreyfiþjálfun þar sem æfingarnar
eru i formi leikja sem þjálfa og æfa
hreyfiþroskann. „Áhersla er lögð á
að börnin hafi gaman af þessu. Það
Verzlunarskóli
íslands
Oldungadeild
Læríð hjá þeim sem þekkja þaríir viðskiptalífsins
Öldungadeild skólans gefur fólki kost á að stunda nám í einstökum áföngum jaint hefð-
bundinna bóknámsgreina sem viðskiptagreina. Ekki er nauðsynlegt að stefna að
ákveðinni prófgráðu og algengt er að fólk leggi stund á einstakar námsgreinar til að
auka atvinnumöguleika sína eða sér til ánægju.
Sem dæmi um námsgreinar í boði má nefna íslensku, erlend tungumál, sögu, hagfræði,
bókfærslu, versltmarrétt og margt fleira.
Bókhalds- og tölvunám
Markmiðið er að þjálfa nemendur í bókhaldi og tölvunotkun.
Námið er 208 kennslustundir.
Kennslugreinar:
Almenn tölvunotkun - stýrikerfið WINDOWS 95
TöfLureiknirinn EXCEL
Gagnagrunnurixm ACCESS
Ritvinnslukerfið WORD forWindows 7.0
Bókfærsla
Tölvubókhald (Opus-Alt)
208 kennslustundir. Verð kr. 51.800
Kennsla hefst 4. september og lýkur með prófum í desember.
Upplýsingar og innritun á skrifstofu Verzlunarskólans,
Ofanleiti 1, 28. ágúst - 2. september kl. 8.30 -18.
Lengi býr að fyrstu gerð. Unglingar eru líklegri til að stunda íþróttir hafi þær
verið kynntar þeim á unga aldri. Myndin er tekin ■ íþróttaskólanum í Mos-
fellsbæ sem Svava Ýr Baldvinsdóttir sér um.
eru gjarnan settar upp einhverjar
þrautabrautir þar sem þau ganga á
jafnvægisslá, skríða í gegnum ein-
hverja hringi, fara kollhnís á dýn-
um og hlaupa á hlaupabrautum,"
sagði Sigurður.
Námskeið á vegum ÍSÍ
Sigurður sagði ÍSÍ enn fremur
bjóða upp á fjölbreytt námskeið fyr-
ir þá sem vilja, t.d. verða þjálfarar
eða leiðbeinendur í íþróttum.
„Námskeiðið „Grunnstig ÍSÍ“ er
ætlað ungu fólki sem vill verða leið-
beinendur barna og unglinga í
íþróttum. Þar er kennd undirstaða í
uppeldisfræðum og leikrænum æf-
ingum eins og t.d. eru notaðar í
íþróttaskólunum. Þetta er m.a.
fyrsta skrefið í því að verða mennt-
aður þjálfari," sagði Sigurður.
„Við erum jafnframt með leið-
toganámskeið fyrir þá sem vilja
starfa í hreyfingunni og námskeið
um ýmis sérefni eins og t.d. lyfja-
mál, lyfjaeftirlit og annað fyrir
íþróttafólk. Síðan eru sérsamböndin
með kennslu fyrir þjálfara og leið-
beinendur hvert í sinni grein.“
-ingo
Iðntæknistofnun með mjög sérstaka fræðslustarfsemi:
Þróar námskeið
fyrir viðskipta-
vinina
- hægt að velja um „kvennaframboð", sérstakan
fræðslupakka fyrir konur
„Við erum með heilmikla
fræðslustarfsemi hérna sem að
mörgu leyti er mjög sérstök. Nám-
skeiðin okkar eru yfirleitt þróuð út
frá hugmynd sem viðskiptavinur-
inn hefur, hvort heldur hann er al-
menningur, fyrirtæki eða stétta-
samtök. Við greinum þarfir viðkom-
andi í nánu samstarfi við fulltrúa
viðkomandi hópa og þróum nám-
skeið og námsefni út frá því,“ sagði
Þuríður Magnúsdóttir, forstöðu-
maður fræðslusviðs Iðntæknistofn-
unar.
Iöntæknistofnun býður allt frá 5
stunda upp í 150 stunda námskeið
fyrir fólk á vinnumarkaði, bæði
opin námskeið (sem ýmist eru við-
bótarmenntun eða sérmenntun til
starfa) og námskeið sérsniðin að
þörfum fyrirtækja og ákveðinna
starfshópa.
Af því sem í boði er fyrir fyrir-
tæki má nefna fræðslu um umhverf-
isstjórnun, umhverfisstaðla, fram-
leiðslutækni og almenna fræðslu
um umhverfismál. Einnig verður
„pakki“ í boði fyrir fyrirtæki um
vinnuumhverfi, heilbrigðisvernd og
öryggis- og umhverfismál.
Á meðal þess sem er í undirbún-
ingi má nefna starfsnám til nýrra
starfa, s.s. fyrir starf umhverfisfull-
trúa í fyrirtækjum sem ætlað er að
þekkja opinberar kröfur og stýra
vinnu að nauðsynlegum umbótum
og starfsnám í þjónustugreinum
sem er sérsniðið fyrir fólk sem
áhuga hefur á slíku. Starfsnám fyr-
ir rannsóknarmenn, þ.e. sérhæft að-
stoðarfólk á rannsóknarstofum, hef-
ur gefist vel og er nú boðið í þriðja
sinn.
„Kvennaframboð"
„Við erum líka búin að taka sam-
an ítarlegan fræðslupakka sem sér-
staklega er ætlaður konum. Hann
fjallar um réttindamál, fjármál og
atvinnumál kvenna á íslenskum
markaði," sagði Þuríður. Verður
það efni bæði notað sem námsefni á
námskeiðum stofnunarinnar og
stendur jafnframt stéttarfélögum,
sveitarfélögum og öðrum til boða.
-ingo