Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 2
18
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 JLlV
Spennanadi
námskeið
Photoshop myndvinnsla
QuarkXPress umbrot
FreeHand teiknun
Macintosh grunnur
Director margmi&íun
Heimasí&ugerð
Internet
Litprentun
Bókband
og margt fleira.
Hringið og bi&jið um
námskeiðaskrá
http://www.apple.is/prent/
Prenttæknistofnun
Sími 562 0720
NUDDNÁM
•• Kvöld- og helgarnám
hefst þann 2. september næst-
komandi
Fáein pláss laus
Einnig er hægt að sækja um
nám sem hefst þann 6. janúar
•■ Námiö tekur 11/2 ár
•■ Útskriftarheiti: nuddfræðingur
•- Námið er viðurkennt af Félagi
íslenskra nuddtræðinga
*- Nánari upplýsingar eftir hádegi
virka daga
Nuddskóli Guömundar
Smiðshöföa 10, 112 R., s. 567-8921,
s. 567-8922, farsími 897-2350,
boðtæki 846-5015, fax 567-8923
Uppbyggileg
námskeiö
Alfa-námskeiðið
Vinsælt námskeið um gnmdvallaratriði
krislinnar trúar. Kennsla fer frani í
fyrirlcstrum og umræðum.
Sameiginlegar máltíðir og umræðuhópar.
Leiðbeinandi; Ragnar Gunnarsson.
Kristniboð ■ hvað, hvers
vegna, hvernig?
Leiðbeinandi; Séra Kjartan Jónsson.
Á gömlum síöum Biblíunnar
Leiðbeinandi: Skúli Svavarsson.
Bænin í lífi mínu
Laugardagsnámskeið - nokkrir flytjendur.
Sönn ást bíður - eftir hverju?
Umsjón: Séra Guðmundur Kad Brynjarsson.
Á meðal barna og unglinga
Einkum hugsað fyrir sjálfboðaliða í
æskulýðsstarfi.
Umsjón: Haila Jónsdótlir
Fáid sent fréttabréf skólans |
i Biblíuskólinn jj við Holtaveg
Holtavegi 28 • S: 588 8899
Áskrifendur fó .?■
w%
aukaafsláttof smeK.uBiy.tnoa,
smáauglýsingum DV ^
I I /
»25 / /
skólar og námskeið
Hjónabandsskóli hóf starfsemi í sumar:
Kennir fólki aðferðir
til að leysa ágreining
- stuðlar að bættri sambúð og lengri hjónaböndum
Hjón sem sóttu Hjónabandsskólann:
Hættu við að skilja
- lærðu ákveðna samskiptatækni sem virkaði
„Markmið skólans er að kenna
fölki í sambúð aðferðir til að leysa
ágreining á farsælan hátt. Þetta eru
aðferðir sem síðan er hægt að nota
í miklu víðara samhengi, bæði inn-
an fjölskyldunnar, t.d. við unglinga,
og á vinnustað," sagði Dr. Halldór
Júlíusson, sálfræðingiu- og fram-
kvæmdastjóri Hjónabandsskólans.
Halldór fer að útskrifa fyrstu
nemendur sína fljótlega en hann
kennir bara einu pari í einu. „Fólk
kynnir sér ákveðið námsefni og ger-
ir síðan æfingar undir minni leið-
sögn. Aðferðirnar byggja ekki á
neinni sérstakri sálfræðikenningu
eða viðhorfum til þess hvernig
hjónabönd eða samskipti eigi að
vera. Þær eru fundnar með athug-
unum á fólki sem býr í farsælli
sambúð og þeim aðferðum sem þaö
notar til að leysa ágreining borið
saman við fólk sem er vansælt í
sinni sambúð og þeim aðferðum
sem það notar. Með þessum rann-
sóknum hafa menn komist að því
að það er ákveðin aðferðafræði sem
nýtist vel til að leysa ágreining og
þær aðferðir kenni ég,“ sagði Hall-
dór.
Kennsla, ekki meðferð
Hann mælir með því að fólk
komi tvisvar í viku í u.þ.b. 5 vikur,
þ.e. 10-12 skipti. Hver kennslustund
tekur l-lý2 klst. Hann leggur
áherslu á að þetta sé ekki ráðgjöf
eða meðferð heldur kennsla. „Ég
læt fólk fyrst og fremst fá aðferðar-
fræði og tækni til þess að leysa sín
mál. í æfingunum tekur fólk fyrir
ákveðið vandamál eða ákveðin efni
úr sínu sambandi til þess að ræða
og ég fylgist með því að það noti
þessar aðferðir sem ég kenni svo
samræðumar eða samskiptin fari
ekki úr skorðum," sagði Halldór.
Hann sagðist einna helst fá til sín
fólk sem á erfitt með að leysa
Dr. Halldór Júlíusson (t.h.) og Haukur Haraldsson reka fyrirtækið Mannheima ehf. sem rekur Hjónabandsskólann og
býöur ennfremur upp á fjölbreytt námskeið. Haukur er framkvæmdastjóri fræðslusviðs Mannheima en Halldór er
skólastjóri Hjónabandsskóians. DV-mynd Pjetur
ágreining sín á milli en hefur jafn-
framt mikinn áhuga á að láta sam-
bandið ganga.
Samskiptavandamál al-
gengust
„Fólk kvartar mest yfir sam-
skiptamálum. Fólk hefur ekki vald
á því að leiða ágreining sín á milli
til farsællar lausnar. Karlar og kon-
ur er t.a.m. ólík og bregðast ólíkt
við. Við erum líka með ólíkar vænt-
ingar sem við ræðum ekki og leiða
til þess að ágreiningur er aldrei
leiddur til lykta. Það kemur fram í
því að fólki finnst það stöðugt vera
að endurtaka sömu ágreiningsmál-
in og þegar það er komið inn á
ákveðið stig í samræðunum veit
það nákvæmlega hvernig þær enda.
Þetta bendir til þess að fólk sé með
ólíkar væntingar og þurfi að ræða
þær.“ Aðspurður hvort námið væri
ekki! dýrt sagði hann hverja
klukkustund kosta 3.418 krónur.
„Hvað er dýrt og hvað er ekki dýrt?
Þettá er spurning um það hvemig
maðúr virðir sitt einkalíf og for-
gangsraðar. Ekki þætti manni það
dýrt að láta bílinn sinn í 30 þúsunu
króha viðgerð."
-ingo
„Við vorum eiginlega búin að
ákveða að skilja því samskiptin
voru það erfið. Þá rákumst við á
auglýsingu frá Hjónabandsskólan-
um og hugsuðum sem svo að ef
þetta gæti hjálpað okkur værum
við bæði fús að reyna. Við vissum
bæði að þaö þýddi ekkert að halda
áfram eins og málin voru og höfð-
um engu að tapa,“ sagði Bylgja
Björk Guðjónsdóttir. Hún og eigin-
maður hennar, Steinar Ólafsson,
eru nýútskrifuö úr Hjónabands-
skólanum en þangað leituðu þau
eftir að hafa átt í stigvaxandi erfið-
leikum í hjónabandinu í nokkur ár.
Nú, einum og hálfum mánuði siðar,
em þau hætt við að skilja.
„Við byrjuðum saman sem ungl-
ingar en höfum verið gift í 14 ár.
Við eigum þrjú börn, tvo unglinga
og eitt 8 ára, og okkur fannst við
ekki geta boðið bömunum upp á
heimilislífið eins og það var orðið.
Við vorum alltaf að rifast og kunn-
um enga leið út úr því,“ sagði
Bylgja.
„Það eina sem virkilega bjátaði á
hjá okkur var að við kunnum ekki
rétt samskipti. Við vorum hætt að
hlusta hvort á annað og vorum far-
in að túlka hlutina út frá okkar eig-
in forsendum eins og viö héldum
að þeir væru meintir en vorum
e.t.v. ekki vakandi fyrir því hvað
hinn aðilinn var raunverulega að
segja. Við töldum okkur m.ö.ó. vera
búin að reikna hvort annað út,“
sagði Bylgja.
Að sögn Bylgju var þeim kennt
að tala saman eftir ákveðinni
tækni sem hægir á samræðunum
þannig að þau hafi stjóm á þeim
frá upphafi. „Við höfum talað tölu-
vert saman síðan um hluti sem við
vomm ósammála um og vorum
hætt að ræða. Nú getum við rætt
þessi mál og komist að málamiðlun
án þess að rífast. Þessi samskipta-
tækni hefur líka nýst mér gagnvart
börnunum mínum jafnvel þó þau
hafi ekki lært hana líka.“
„Mér finnst dapurlegt að hugsa
til þess að hjón skilji einfaldlega af
því að þau vita ekki hvar eða
hvemig þau geta fengið hjálp til að
leysa bara einn hluta af samskipt-
,unum, þ.e. tjáskiptin. Ég veit um
tjölmörg hjón sem eru í svipuðum
sporam og við voram. Þetta fólk
þyrfti ekkert að skilja ef það fær
réttu kennsluna."
Aðspurð sagðist hún ekki sjá eft-
ir peningunum. „Ég held að maður
eyði í annað eins sér til gamans og
ef þú getiu- keypt mun betri sam-
skipti um ókomin ár þá er þetta
ekki hátt verðlagt." -ingo