Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 skólar og námskeið 27 Námsráðgjöf „Starfið þarf að veita fólki lífsánægju, bæði til þess að það geti af- kastað meiru og til að þaö tolli í starfi," segir Ásta Kristrún Ragn- arsdóttir, for- stööumaöur Námsráðgjafar Háskóla ís- lands. DV-mynd JAK veitir 4 þúsund viðtöl á ári: A Anægja í starfi er enginn munaður „Ánægja í starfl ætti ekki að vera munaður, það eru vísindalegar sannanir fyrir því að ef fólk er ekki ánægt í vinnunni er það mjög lík- legt til þess að detta út úr starfi eða námi. Þetta er grunntónninn í allri náms- og starfsráðgjöf. Starfið þarf að veita fólki lífsánægju, bæði til þess að það geti afkastað meiru og til að það tolli i starfi. Ef fólk fer á skjön við áhugann og veðjar ein- göngu á há laun er það samt sem áður líklegt til að detta út úr starfi,“ sagði Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, forstöðumaður Námsráðgjafar Há- skóla íslands, í samtali við DV. Alls eru fimm námsráðgjafar starfandi við HÍ, þótt þeir séu ekki allir í fullu starfi, sem svo fá liðsauka frá nem- endum sem eru að læra námsráð- gjöf i félagsvísindadeild. „Til okkar leitar fólk á öllum aldri, ýmist þeir sem huga á nám við HÍ, þeir sem eru í námi við há- skólann, þeir sem eru að leita eftir endurmenntun eða símenntun eða fólk sem er að hreyta um starfs- grein. Við byrjum á því að spyija hvað viðkomandi hafi gert fram til þessa og hvar áherslur hans liggja. Svo förum við út í að spyrja hvað viðkomandi finnist liggja best við honum í námi, t.d. í hugvísindum eða raunvísindum. I þessum viðtöl- um reynum við að finna út hvaða svið viðkomandi getur fundið sig innan og geta veitt honum ánægju,“ sagði Ásta. Fyrirbyggja brottfall „Við aðstoðum einnig háskóla- stúdenta á meðan á námi stendur og veitum þeim alls kyns ráðgjöf, t.d. við að breyta sínum námsvenjum. Við leiðbeinum þeim jafnframt um hvernig ná megi betri árangri og erum með leiðsögn um kvíðastjórn- im og sálffæðilega ráðgjöf.“ Aðspurð sagði hún helstu vanda- málin felast í því að fólk hefði ekki aðgang að upplýsingum. „Það eru t.d. ekki fyrir hendi upplýsingar um á hvaða mið skal stefnt ef þú vilt t.d. tryggja að það fari bæði saman áhugi, hæfni og atvinnuhorfur. Við reynum að leita að upplýsingum fyrir fólkið um leið og við tölum við það eða þá að við vísum þvi á aðila sem getur veitt nánari upplýsing- ar.“ Ásta sagöist vera með mjög stór- an og breiðan hóp skjólstæðinga þar sem námsráðgjöf háskólans hafi þjónað öllum þeim sem eru í náms- hugleiðingum á þeim forsendum að hugsanlega séu þeir væntanlegir há- skólanemar. „Við teljum okkur vera að vinna fyrirbyggjandi starf því það eiga ekki allir erindi í háskól- ann og hann hentar ekki öllum. Með því að gefa fólki góða ráðgjöf stemmum við stigu við ákveðnu brottfalli úr háskólanum," sagði Ásta. 4000 viðtöl á ári „Við veitum 4 þúsund viðtöl á ári. U.þ.b. 40% þeirra eru viðtöl við háskólastúdenta i námi og þar er meirihlutinn að biðja um námsað- stoö. Til að anna eftirspurn byrjuð- um við í fýrra að reyna að mæta stærri hópum með því að veita hóp- ráðgjöf. Þá erum við með 10 manna hópa sem við ræðum í byrjun við á breiðum grundvelli og veitum síðan einstaklingsráðgjöf í kjölfarið. Þá náum við að þjóna fleirum en oft hafa verið biðlistar hjá okkur. Einnig hjóðum við upp á opinn tima þar sem hver og einn getur gengið inn en fólk þarf þá e.t.v. að bíða. Við erum að vona að hægt verði að setja upp eins konar ráðgjafamiðstöð í framtíðinni sem væri einhvers kon- ar samvinnuverkefni allra skólanna þannig að háskólinn þurfi ekki að axla alla þá byrði,“ sagði Ásta að lokum. -ingo f SJÚKRALIÐANÁM Fjölbrautaskólinn Breiðholti \ “1B" FJÖLBRAUTASKÓLINN BREIÐHOLTl Bóklegt og verklegt nám til sjúkraliðaprófs V FB þegar þú velur verknám ) f TRÉSMÍÐI Fjölbrautaskólinn Breiðholti % “"fiSW* FJÖLBRAUTASKÓLINN BREIÐHOLT1 Grunndeild undirstöðuatriði í trésmíði Húsasmíði grunn- og framhaldsdeildir Húsasmíði fyrir nema á samningi L FB þegar þú velur verknám ) PRÓFANÁM - ÖLDUNGADEILD Grunnskólastig - íslenska, stærðfræði, danska og enska. Grunnnám: samsvarar 8. og 9. bekk. Ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja upprifjun frá grunni. Fornám: samsvarar 10. bekk. Ætlað þeim sem ekki hafa náð tilskyldum árangri í 10. bekk eða vilja rifja upp. Undirbúningur fyrir nám á framhaldsskólastigi. Framhaldsskólastig - menntakjarni Fyrstu þrír áfangar kjarnagreina auk sérgreina á sjúkraliðabraut. Innritun í PRÓFNÁM fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, 29. og 30. ágúst kl. 16.30 - 19.30 FRÍSTUNDANÁM Fjölbreytt tungumálanám og bóknám. M.a. íslenska fyrir útlendinga, Norðurlandamál, enska, franska, þýska, hollenska, spænska, ítalska, arabíska, japanska, kínverska, rússneska, gríska og portúgalska. Ritlist, trúarbragðasaga og listasaga. Verklegar greinar og myndlistarnámskeið. M.a. teikning, vatnslitamálun, módelteikning, bókband, fatasaumur, skrautskrift, glerskurður, postulínsmálun, tréskreytilist. Aðstoðarkennsla í stærðfræði fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla. Kennsla fyrir börn í Norðurlandamálum, þýsku og leiklist. Sérkennsla í lestri og skrift. Innritun í FRÍSTUNDANÁM fer fram í Midbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, 12. og 13. september kl. 16.30 - 19.30. Kennt verður í Miðbæjarskóla og í nýju húsnæði okkar í Mjódd, á efri hæð skiptistöðvar SVR. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. AceR - glæsileg, öflug og metnaöarfull Komdu og kynntu þér Acer Aspire margmiðlunartölvuna í Heimilistækjum, í Sætúni 8. Acer Aspire hlaut nýverið 1. verðlaun í flokki heimilistölva hjá hinu virta tölvutímariti PC Magazine: • Nýstárlegt og fallegt útlit • Uppsetning á hvers manns færi • Hönnuð með þægindi og réttar vinnustellingar í huga TÆKNI-OG TÖLVUDEILO SÆTÚNI 8 SlMI 5691500 Að auki er hún aflmikil og gædd öllum þeim tæknilegu kostum sem margmiðlunartölva nútímans þarf að vera búin. Heimilistæki hf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.