Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1996 skólar og námskQið 31 Jógakennari og ráðgjafi með námskeið á eigin vegum: Fyrir afvegaleidda unglinga og meðvirka aðstandendur - notar m.a. hugleiðslu, slökun og jógastöður til að losa um spennu „Ég er með tvenns konar nám- skeið, annað kalla ég batajóga og hitt er svokallað meðvirkninám- skeið. Batajóga er fyrir ungt fólk í tólf spora samtökum, þ.e. fólk sem er hætt einhverjum óheilbrigðum lífsháttum eins og áfengisdrykkju eða fíkniefnaneyslu og er í bata,“ sagði Ragnheiður Óladóttir, jóga- kennari og ráðgjafí, í samtali við DV. Ragnheiður starfaði áður sem fjölskylduráðgjafi bæði hjá SÁÁ og Tindum en hefur nú þróað sín eigin námskeið þar sem hún notar bæði jóga og byggir á sinni eigin reynslu af meðvirkni við alkóhólisma. Bata- jógað kennir hún í Sjálfefli i Kópa- vogi. „Námskeiðið í batajóga er mjög vinsælt, það hefur verið alveg fullt hjá mér. Þetta er flest fólk á cddrin- um 16-25 ára. Svo er ég með með- virkninámskeið sem ég blanda jóga inn í líka. Meðvirkni er ákveðið vandamál sem oft tengist öðru vandamáli. Það er fyrir aðstandend- ur alkóhólista, geðsjúkra, fatlaðra og annarra sem lenda í ákveðinni stöðu sem þeir þurfa að vinna sig út úr. Oft láta þessir aðstandendur vandamálið stjóma sínu lifi. Ég reyni bæði að fræða fólk um hvað meðvirkni er, hvemig hægt sé að komast út úr henni og um heil- brigða lífshætti. Ég nota hugleiðslu, slökun og jógastöður til að losa um spennu sem oft er þessu samfara. Ég er með umræðuhópa í gangi, við HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ / Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í námi? / Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? V Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestramámskeið. Skráning er í síma 564-2100. I-TRA.ÐI.JESTTSAFtSKÖIJLrSIN Ragnheiður segir námskeiöin miöast viö aö maöur tengist sjálfum sér betur og ráöi betur viö aö takast á viö lífiö. geram ákveðnar samskiptaæfingar og svo fer fram ákveðin tilfinninga- vinna með jóga. Allt miðast þetta við að maður tengist sjálfum sér betur og ráði betur við aö takast á við þessar breytingar," sagði Ragn- heiður. „Það er líka fyrirbyggjandi að vinna með þetta allt saman. Ef mað- ur vinnur með sína meðvirkni lend- ir maður ekki í því að styðja ein- hvem í svona rugli. Þar sem fjöl- skyldur hafa unnið með þessi mál er t.d. gripið strax inn í ef einhver byrjar í einhverri ofneyslu.“ Aðspurð sagði hún mikla þörf vera fyrir námskeið sem þessi. „Ég finn mjög miklar breytingar hjá þeim sem sækja námskeiðin. Fólk sem grunar að eitthvað sé að kemur og lærir að nota nýjar aðferðir við að lifa lifinu. Það birtir til hjá því og það sér hvað hægt er að lifa skemmtilegu lífi þrátt fyrir allt.“ Námskeiðin hjá Ragnheiði eru tvisvar í viku í hálfan mánuð, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20. -ingo Ung kona á námskeiði í batajóga segir sögu sína: Var komin á botninn - ólöglegt brask fjármagnaði daglega eiturlyfjaneyslu „Maður fór of langt í sambandi við vín og fikniefhi og gekk á sig. Ég neytti áfengis reglulega í u.þ.b. þrjú ár og eiturlyfja síðasta árið. Ég var komin út í daglega neyslu eiturlyija þegar ég fór i meðferð og þaðan fór ég beint á batajóganámskeiðið. Ég hef verið að vinna mikið með sjálfa mig síðan og það hefur gefið mér ofsalega rnikið," sagði 24 ára gömul kona sem sækir nú námskeið í bata- jóga hjá Ragnheiði Óladóttur, jóga- kennara í Sjálfefli í Kópavogi. Hún samþykkti að segja okkur sögu sína gegn nafnleynd og við skulum því kalla hana írisi. íris var að vinna i Los Angeles í Bandaríkjunum um tíma og hafði þar mikinn áhuga á list því sjálf hafði hún verið mikið í myndlist hér heima. „Maður umgekkst mikið af listafólki og var alltaf að fara upp i Hollywood-hæðirnar ásamt ein- hverjum rosa kvikmyndastjömum með kók og freyðivínið með í fór. Þetta var því rosalega flott neysla í fyrstu en svo sökk maður dýpra og dýpra og var mjög fljótur að leiðast inn í miður góðan félagsskap. Inn í þetta blandaðist alls kyns brask þeg- ar farnar vom ólöglegar leiðir til að fjármagna kaupin. Ég kom heim rétt fyrir jólin í fyma og hafði þá náð botninum. Ég fór í meðferð i febrúar og þaðan beint á námskeiðið," sagði íris. Hún telur nauðsynlegt að fylgja meðferðinni eftir með slíku nám- skeiði því annars næðist batinn miklu síður. „Þegar farið er að vinna með jóga líka fer maður miklu lengra og dýpra inn í sjálfan sig og mun betri árangur næst með persónuna sjálfa. Þetta hefur gefið mér ofsalega mikið. Ég er orðin miklu sjálfstæðari og hef unnið mik- ið með mínar tilfinningar, jafnt gamlar tilfmningar sem nýjar. Þetta hefur gefiö mér innri ró,“ sagði íris sem sagðist hafa frétt af námskeið- inu í gegnum vinkonu sína. Aðspurð sagðist hún auðvitað ráð- leggja þeim krökkum sem hún þekk- ti og væru í sömu aðstöðu að fara á slíkt námskeið en hún sagði jafh- framt að fólk yrði að gera það fyrir sjálft sig. „Þegar maður er kominn út á ystu nöf fer maður fyrst að breyta til. Ég fann minn botn og var ákveðin í að ná mér á strik. Ég held að hver og einn verði að finna sinn botn, hversu djúpur sem hann er.“ Hún segist vera búin að kúpla sig út úr þeim félagsskap sem hún var í hér á landi og sagðist aðspurð alveg geta hugsað sér að vinna við eitt- hvað þessu tengt í framtíðinni því það væri bæði gefandi fyrir hana sjálfa og aðra. -ingo Langar þig í mest spennandi skólann í bænum? Langar þig að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn hugs- anlega og líklegast eru nú og hversu öruggt meint samband við þá og þessa undarlegu heima er með aðstoð miðla? Langar þig að vita hvað eru afturgöngur, lflcamningar, álfar, huldufólk, fjarskynjun, fyrirboðar, berdreymi, svifjógar, ærsladraugar eða bara hvers vegna skilaboð koma að handan? Og langar þig að setjast í skemmtilegan og svo sannarlega spennandi skóla í glaðværum og jákvæðum hópi nemenda eitt kvöld í viku eða einn laugardags eftirmiðdag í viku, - þar sem farið er ítalega í máli og myndum sem og í námsefni yfir allt sem lýtur að framhaldslífi okkar jarðarbúa eins og mest og best er vitað um það á hnettinum nú fyrir hófleg skólagjöld? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og hundruðum ánægðra nemenda sl. fjögur misseri. Tveir byrjunarbekkir hefja brátt nám í Sálarrannsóknum 1 nú á haustönn 96. - Skráning stendur yfir. - Hringdu og fáðu allar nánari upplýsignar um mest spennandi skólann sem í boði er nú. - Yfir skráningardagana er svarað í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar kl. 14.00 til 19.00. - mest spennandi skólinn í bænum - Sálarrannsóknarskólinn M- \ Vegmúla 2 • Sími 561 9015 & 588 6050 ^ Almenn skyndihjálp Námskeiðið er opið öllum 15 ára og eldri. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Fjallað er um grundvallarreglur í skyndihjálp; endurlífgun, meðvitundarleysi, lost, blæðingu, sár, beinbrot, brunasár, rafmagnsslys, kal, ofkælingu, ofhitun, bráða sjúkdóma, aðskotahluti í hálsi, sálræna skyndihjálp, umbúðir og flutning slasaðra. Grunnnámskeiðið er lágmark 16 kennslustundir. ^ Slys á börnum Námskeiðið er öllum opið. Vakin er athygli á þeim slysum sem algengast er að börn lendi í og hvaða fyrstu hjálp skuli veita. Einnig er fjallað um hvernig megi hugsanlega koma í veg fyrir slík slys. Námskeiðið er 8 kennslustundir. (Námskeiðin stytta biðtímá atvinnulausra) Einnig: 4 Móttaka þyrlu á slysstað 4 Sálræn skyndihjálp 4 Starfslok 4 Námskeið fyrir nýbúa á íslandi 4 Námskeið fyrir barnfóstrur 4 Upprifjunarnámskeið í jhj^Pp Skráning á námskeiðin er hjá Rauða kross dcildum eða hjá aðalskrifstoíu RKÍ í síma: 562 6722 + RAUÐI KROSS ISLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.