Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 JLlV 30 Qkólar og námskeið Námskeið í matreiðslu grænmetisrátta, upplagt fyrir: Vinahjón, vinnufélaga eða saumaklúbba - hægt að velja um mexíkóska, indverska eða blandaða rátti „Fólk getur tekið sig saman, ým- ist vinahjón, vinnufélagar eða saumaklúbbar og beðið um kvöld- námskeið hjá mér eitthvert kvöld vikunnar sem hentar hópnum. Ég miða við að hafa ekki færri en átta í hóp og úr þessu verða oft hin skemmtilegustu kvöld,“ sagði Stein- unn Bergsteinsdóttir, eigandi veit- ingastaðarins Vænt og grænt í Veltusundi, sem hefur boðið upp á matreiðslunámskeið síðan í fyrra þar sem eingöngu eru matreiddir grænmetisréttir. Námskeið Steinunnar eru að því leytinu til frábrugðin öðrum að fólk- ið velur sjálft hvaða kvöld það vill koma, en hvert námskeið tekur u.þ.b. 3 klst. Hægt er að velja á milli námskeiðs í matreiðslu mexikóskra rétta, indverskra rétta eða bland- aðra rétta sem eru mismunandi grænmetisréttir sem ekki falla í neinn ákveðinn hóp. Steinunn sagði að yfirleitt væru námskeiðin frá 18-21 því það væri svolítið seint að borða eftir klukkan níu á kvöldin. „Ég byrja yfirleitt á því að kenna fólki að búa til brauð og súpu því mér fmnst brauðgerð sérstaklega veQast fyrir fólki. Síðan elda ég nokkra mismunandi rétti og gef uppskriftir að þeim, yfirleitt um Námskeiö Steinunnar eru aö því leytinu til frábrugöin öörum aö fólkiö velur sjálft hvaöa kvöld þaö vill koma, en hvert námskeiö tekur u.þ.b. 3 klst. DV-mynd JAK átta uppskriftir. Þetta er því sýni- kennsla og námskeiðið kostar 2.500 krónur fyrir manninn," sagði Stein- unn. í lok hvers námskeiðs eru réttim- ir snæddir og segir hún fólk oft hreinlega koma til að eiga skemmti- lega kvöldstund í góðra vina hópi, læra nýjar matreiðsluaðferðir og snæða saman áður en haldið er eitt- hvað annað. Steinunn býður einnig upp á sérs- takt kartöflunámskeið þar sem ein- göngu er eldað úr kartöflum og með- lætanámskeið fyrir jólin þar sem hún kennir fólki að gera skemmti- legt meðlæti úr grænmeti með jólasteikinni. „Það verða margir leiðir á því að vera alltaf með brún- aðar kartöflur og rauðkál svo ég legg áherslu á nýtt og skemmtilegt meðlæti úr grænmeti. Sjálf er ég ekki fanatísk á að fólk eigi ekki að borða kjöt en mér finnst fólk i aukn- um mæli hafa áhuga á því að minnka hjá sér kjötneyslu og vera opnara fyrir svona eldamennsku. Aðspurð sagði hún það ekki vera dýrt að vera grænmetisæta því fólk borðaði hvort sem er grænmeti með flestum kjötréttum svo það bættist þá bara við kjötinnkaupin. Þeir sem hafa áhuga á námskeiðunum henn- ar Steinunnar geta hringt í síma 551-5543. -ingo Námskeið um fornbókmenntirnar njóta gífurlegra vinsælda: Farið á söguslóðir og rifjaðir upp atburðir „Ég tek fyrir eina sögu í einu og gef nemendum mínum kost á að ferðast um á söguslóðir. Það er gríð- arlega mikil þátttaka í flestum þess- ara námskeiða," sagði Jón Böðvars- son sem orðinn er nánast frægur fyrir námskeið sín á vegum Tóm- stundaskólans og Endurmenntunar- stofnunar HÍ þar sem hann tekur fyrir sögur úr fombókmenntunum. Jón er íslenskufræðingur að mennt með fornbókmenntir sem kjörsvið og fjallaði um Biskupasög- ur í kandidatsritgerð sinni. Hann var jafnframt íslenskukennari við MH í rúm 20 ár og skólameistari í Keflavík ásamt því að starfa lengi sem leiðsögumaður. Hann hefur verið með námskeiðin sl. 10 ár og yfirleitt em rúmlega 200 nemendur á hverju þeirra. „Hvert námskeið tekur 10 kvöld og kostar 8.800 krónur. Kennt er í 2 klst. á kvöldi einu sinni í viku. Yfir- leitt ferðumst við um söguslóðir á miðju námskeiði, þetta em oftast nær dagsferðir eða tveggja daga ferðir um helgar," sagði Jón. Hann tekur alltaf nýjar og nýjar sögur fyr- ir, allar úr fombókmenntunum, og hefur ekki endurtekið neitt nám- skeið nema Njálu sem hann hefur tekið fyrir tvisvar sinnum. „I haust verð ég með sögur frá Grænlandi og Vínlandi. Þá er tekið allt sem er í fomrihmum um þessi lönd, aðal- lega Egils saga rauða og Grænlend- ingasaga. Fólk sem hefur áhuga á Þátttakendur í Grettlunámskeiöi á ferö um söguslóöir Grettis sögu. Hér er hópurinn aö skoöa minnismerkiö aö Bjargi. DV-myndir Tryggvi FJÖLBRAUTASKÓLINN BREIÐHOLTI V. r FJÖLBRAUTASKÓLINN BREIÐHOLTI V VIÐSKIPTANÁM Fjölbrautaskólinn Breiðholti Verslunarpróf: skrifstofubraut - verslunarbraut ritarabraut stúdentspróf - 4 brautir FB þegar þú velur verknám MATREIÐSLUNÁM Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunnnám matreiðslu og framreiðslu (samsvarar 1. ári í Hótel- og veitingaskóla íslands, veitir sjókokkapróf) Matartæknir - 3 ára nám (störf í mötuneytum heilbrigðisst.) FB þegar þú velur verknám því getur fengið yfirlit yfir námsefn- ið hjá Tómstundaskólanum og End- urmenntunarstofnun HÍ.“ Alls hafa námskeiðin verið 14 talsins og á þeim hefur hann farið yfir rúmlega 20 sögur þvi stundum tekur hann tvær eða þrjár sögur á námskeiði. „Það hafa yfir hundrað manns sótt fleiri en tíu þessara námskeiða. Þetta er því nokkuð fastur hópur en svo bætist alltaf eitthvað við. Ég hvet til umræðu í tímanum og tek við fyrirspumum, menn eru ekkert skyldugir til að vera á sama máli og ég. Oft koma upp önnur sjónarmið og þá finnst mér sjálfsagt að hlýða á það. Menn eiga það til að skiptast í flokka eftir afstöðu og það finnst mér bara ágætt,“ sagði Jón. Aðspurður sagðist hann ekki sjá mikinn mun á aðsókn eftir því hvaða saga væri tekin fyrir. „Ég hef minnst haft 198 nemendur og það var þegar ég tók Egilssögu fyrir en svo var ég með 246 nemendur í Lax- dælu. Ferðimar em svo punkturinn yfir i-ið en í þær fara þó ekki alltaf allir nemendumir. „Hins vegar em aðrir sem taka með sér aðstandend- ur og svo em þessar ferðir opnar öllum, þó öll leiðsögn miðist náttúr- lega við að þeir hafi verið á nám- skeiðinu. Ég rifja að allmiklu leyti upp námskeiðið þegar komið er á staðinn því fólk á miklu auðveldara með að setja sér fyrir sjónir atburð- ina þegar það er á söguslóð. Flestir atburðir eru staðsettir og sviðsettir á ákveðnum stöðum. Sem dæmi má nefna að í Laxdælu gerast atburðir við laugina og þó hún sé ekki leng- ur ofan jarðar er leitt úr henni vatn í sundlaug. Þar getur maður staðið í brekkunni og rifiað upp atburðina á meðan menn hafa sviðið fyrir aug- um sér,“ sagði Jón. Hann hindur sig ekkert við ísland heldur býður æinnig upp á lengri ferðir á söguslóðir þegar farið er yfir efni sem gerist í útlöndum. Hann hefur t.d. farið til Færeyja, Orkneyja, Noregs og meðfram Eystrasaltsströndinni. „í júní vom síðan famar tvær ferðir eftir píla- grímaslóðunum íslensku til Róma- borgar. Þá fóm 40-50 manns í hvora ferð.“ Aðspurður hver væri hans uppáhaldssaga svaraði hann að bragði. „Sú saga sem ég er að fara yfir hverju sinni. Enda vel ég bara þær sögur sem mér finnast áhuga- verðar." -ingo Gítarskóli íslands „Við kennum byrjendum gít- arhljómfræði, heiti strengja og ; nótna, fingraæfingar, áslátt og | síðan að spila einíold lög undir söng, rokk, popp eða bara það sem fólk hefur áhuga á. Einnig er kennd tónfræði,“ sagði Torfi Ólafsson, tónmenntakennari !hjá Gítarskóla íslands (GÍS), en þar er boðið upp á fjölbreytt Ítónlistamám fyrir alla aldurs- hópa. Innritun í GtS hefst þann 2. september næstkomandi á milli kl. 19 og 21 en kennslan hefst mánudaginn 16. september. Bridgeskólinn: Frumskilyrði að fólk skemmti sér | „Það er fólk á öllum aldri og Iaf báðum kynjum sem sækir skólann og það er ekki nauð- synlegt að hafa með sér spilafé- laga. Á byrjendanámskeiðinu er ekki gert ráð fyrir neinni fyrirframkunnáttu og heima- vinna er sáralítU. Bridge er leikur og það er fmmskUyrði að menn skemmti sér við spUa- borðið, við það miðast kennsl- an,“ sagði Guðmundur Páll Arnarsson, forstöðumaður Bridgeskólans. Tvö námskeið verða í boði á : haustönn, byrjenda- og fram- haldsnámskeið. Bæði standa þau yfir í 10 kvöld, einu sinni í s viku frá kl. 20-23. Byrjenda- !! námskeiðið er á þriðjudags- kvöldum og hefst 17. september en framhaldsnámskeiðið á fimmtudagskvöldum og hefst 19. september. Vönduð náms- gögn fylgja báðum námskeið- um. Bridgeskólinn mun, í sam- vinnu við Bridgesamband ís- lands, Bridgefélag Reykjavíkur og ferðaskrifstofuna Samvinnu- i ferðir/Landsýn, bjóða upp á Iókeypis kynningarnámskeið fyrir 12-15 ára unglinga þann 3.-5. september miUi kl. 16 og 19. „Ef vel tekst til verður stofn- uð sérstök unglingadeild innan BSÍ sem mun skipuleggja mót og fræðslu fyrir þennan van- rækta aldursflokk," sagði Guð- mundur en bridgeáhugi er að hans sögn óvíða meiri en hér á landi. Skákskóli íslands Ný námskeið í Skákskóla ís- lands hefjast þann 9. september nk. Kennt verður í byrjenda- flokkum, almennum flokkum, framhaldsflokkum og stúlkna- flokki. Námskeiöin standa í sex vik- ur, einu sinni í viku og í 2 klst. í senn. (Byrjendanámskeiðin eru þó einungis 1!4 klst. í senn.) Hvert námskeið kostar kr. 6.000 nema byrjendanámskeiðið sem kostar kr. 4.000. Innritun fer | fram í síma 568 9141 virka daga : frá kl. 10-13. Kanadísk djass- söngkona „Við erum að fá tU okkar i fræga kanadiska djasssöngkonu 1 sem kemur tU með að kenna | hjá okkur og hjá Tónlistarskóla FÍH í aUan vetur. Hún heitir j Tena Palmer og tilheyrir 4 djasskvartett í Kanada sem hef- 4 ur verið margverðlaunaður þar í landi og einnig í Noregi og y víðar,“ sagði Esther Helga Guð- mundsdóttir, skólastjóri Söngs- miðjunnar á Laugaveginum. Tena Palmer kemur tU með I að kenna bæði hópum og ein- j staklingum og getur fólk látið skrá sig í tímana hjá henni í Söngsmiðjunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.