Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 skólar og námskeið Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands (EHÍ): Fjölbreytt námskeið í boði 7000 manns 6000 jNJíujji>jiaji) iíJJ - fjöldi þátttakenda 1983 -1995 - 19S3 1984 19SS 1986 19S7 19SS 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Endurmenntunarstofnun Há- skólans heldur um tíu námskeið á hverju misseri fyrir áhugafólk um heimspeki, bókmenntir, tónlist og myndlist í samstarfi við heim- spekideild HÍ og íleiri aðila. í haust verða m.a. námskeið um hugsjónir stjórnmála og heim- speki; um leikverk eftir Ibsen í samstarfi við Þjóðleikhúsið; um fornsögur okkar um Grænland og Vínland; um íslensku vesturfar- ana; um Reykjavík styrjaldarár- anna: sögu, bókmenntir, leiklist, kvikmyndir og tónlist þeirra ára; um helstu meistara barrokk-tón- listar; um listmálarann Edvard Munch í tilefni af sýningu Lista- Scifns íslands á verkum hans; um islenskar barnabókmenntir og loks um töfra, særingar og utangarðs- skáldskap á íslandi á 17. og 18. öld. Auk alls þessa má nefna tungu- málanámskeið; námskeið um ritað mál, flutning máls og ritstjórn; um rannsóknaraðferðir, upplýsingaleit og úrvinnslu upplýsinga; um hag- fræði og lögfræði; um stjómun fyr- irtækja og stofnana; um hagnýta starfsmannastjórnun; um gæða- stjórnun og gæðastarf í fyrirtækj- um; um markaðsmál fyrirtækja; um fiármálastjórn og fiármagns- markað; um reikningshald og skattskil og námskeið á tækni- sviði. -ingo Mannheimar með námskeið fyrir starfsfólk og stjórnendur: Fýla á vinnustað ekkert einkamál viðkomandi - 15 þúsund fslendingar hafa sótt þjónustunámskeið „Ef þú ætlar að byggja upp þjón- ustufyrirtæki þarftu að byija á því að bæta samskiptin innahúss, því góð samskipti milli samstarfsfólks era forsenda góðra samskipta út á við. Vinsælasta námskeiðið hjá okkur heitir „Fólk í fyrirrúmi" og er þjónustunámskeið sem fiallar um þjónustuhugtakið og innan- hússsamskipti á vinnustað. Það hafa i kringmn 15 þúsund íslend- ingar sótt það námskeið,“ sagði Haukur Haraldsson, framkvæmda- stjóri fræðslusviðs hjá Mannheim- um ehf., sem er í nánu samstarfi við alþjóðafyrirtækið Time Mana- ger Intemational (TMI). „Þegar þú ætlar að byggja upp starfsvitund starfsfólksins þarft þú að leggja rækt við ábyrgð og skil- greina hana betur. Einnig þarf að skilgreina mun betur hollustuhug- takið ,og efla frumkvæðið. Þetta kemur m.ö.o. allt inn á siðgæðið," sagði Haukur um námskeiðið. Alls bjóða Mannheimar upp á 10-20 ólík námskeið sem almennt fialla um stjórnun og samskipti fólks á vinnustöðum. „Markmiðið með þeim er að það verði svo gam- an í vinnunni hjá þér að eftir eitt ár vaknir þú upp á sunnudegi og blót- ir yfir því að þurfa ekki að mæta í vinnuna," sagði Haukur. Aðspurður hvort námskeiðin hefðu skilað tilætluðum árangri játti hann því. „Við erum búin að vera með yfir 22 þúsund íslendinga á þessum námskeiðum og teljum okkur geta sagt að þau hafi skilað árangri. Þetta gengur auðvitað allt út á það að allir á vinnustaðnum taki þátt í námskeiðinu og að stjórnandinn fylgi þessu vel eftir. „Ef hann eða hún sýnir þessu ekki áhuga getur fólk gleymt þessu. Það á enginn að vera óvirkur.“ Fýla ekkert einkamál „Við tölum mikið um dragbítinn sem sýgur til sin alla orku á vinnu- stað með því að taka ekki þátt. Ég tel okkur ekki hafa efni á því að hafa fólk í kringum okkur sem leyf- ir sér slíka óvirðingu. Ef það skipt- ir máli fyrir fólk að það sé lífsham- ingja í vinnunni þeirra þá er það hluti af þeirra lífshamingju þegar einhver urrar á það þegar það býð- ur góðan daginn. Ég held að fólk hafi meiri hagsmuna að gæta en svo aö það geti látið það óátalið. Fólk mætir e.t.v. í vinnuna með já- kvæðu hugarfari en mætir svo ein- hverjum sem dregur úr því allan mátt. Það hefur áhrif á hamingju- stig viðkomandi einstaklings og því er það ekki einkamál hins fúllynda að hann sé í fýlu alla daga. Það hef- ur áhrif á alla hina,“ sagði Haukur að lokum. -ingo 23 ODYKT OCCOTT! Stærð: 70x69x40 sm Sknfborð til 1 adfestaá veggmeð veggmeo 3 skúfffum 110x72x48 sm. Tölvuborð með prentara og lyklaborðshillu Stærð: 124x73x60 sm. Kommóða með 6 skúffum Stærð: 147x70x39 sm. Bóka hillur Lítil 1.990, Stór 3.500, c- Skeifunni 13 Norðurtanga 3 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum 108 Reykjavík 600 Akureyri 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 568 7499 462 6662 565 5560 104 Reykjavík 588 7499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.