Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 12
28 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 JLIV Ferðamála-, Stjórntækni- og Tölvuskóli íslands: Hagnýtt nám og markvisst skólar og námskeið Er æskilegt að færa námfúst barn upp um bekk(i)? Þarf að meta hvert barn fyrir sig - Herdís Egilsdóttir, kennari og rithöfundur, segir frá sinni reynslu „Ef einhver á að hlaupa yfir bekk af því að hann er duglegur að laera verður hann að standa upp úr hnefa og hafa kjark. Það er ekkert sniðugt að vera meðhöndlaður sem litla barnið lengi, það fylgir því viss vernd ef maður er heppinn með skólafélaga en maður þroskast seinna við það,“ sagði Herdís Egils- dóttir, rithöfundur og kennari í ísakskóla. Herdís var sjálf á undan í skóla og hefur ákveðnar skoðanir á því hvort það sé æskilegt. „Auðvitað munar um hvert ár sem viðkom- andi er yngri en hinir. Ég varð 17 ára stúdent svo ég var þremur árum á undan í skóla. Þegar ég útskrifað- ist 17 ára gömul og skólasystkin mín voru 19-21 var ég algjör ferm- ingarstelpa við hliðina á þeim. Þau voru að leggja línurnar fyrir fram- tíðina, trúlofa sig og annað, en ég var enn bara barn.“ Bæði lítil og kjarklaus „Þetta er alltaf persónuleg spum- ing, hvemig barnið er til líkama og sálar og hvemig skólinn getur tekið á móti þeim sem getur meira. Ég tel mig að mörgu leyti hafa tapað á því að vera ekki með jafnöldrum á þess- um aldri. Ég er ekkert aö harma það, ég flýtti fyrir mér á annan hátt, en tilfmninga- og félagsþroskinn var ekki sá sami og ég fór því á mis við ýmislegt annað sem ég hefði get- að lært samhliða náminu, þ.e. því sem snýr að félagslegu hliðinni. Þar stóð ég þeim ekkert jafnfætis fýrr en síðar,“ sagði Herdís. Hún sagðist hafa verið bæði lítil og kjarklaus og því verið meðhönd- luð sem litla barnið þótt hún hafi verið dugleg að læra og staðið skóla- systkinum sínum jafnfætis á því sviði. „Ég held að þeir sem á annað borð geta hlaupið yfir bekk verði aldrei í vandræðum með að fylgja hinum eftir í námi. Maður er hins vegar meira en bara nemandi, mað- ur er líka manneskja. Á þessum aldri einblínir maður bara á námið en það er ekki allt. Nemandi er ekki nema brot af manneskjunni, það má ekki gleymast," sagði Herdís. Kaefð eða svelt Á hinn bóginn sagði hún að ef börn sem væru á undan væru samt látin fylgja sínum jafnöldrum væri sú hætta fyrir hendi að þau yrðu annað hvort kæfð eða svelt í bekknum. „Það er með því versta sem fyrir nokkurt barn kemur. Það fer gífurlega mikið eftir kenn- aranum og aðstæðum. Það þarf bæði lagni og ansi mikinn skilning hjá kennara til að barnið missi ekki áhugann og finnist skólinn leiðinlegur. Sjálf hef ég það mottó sem foreldri og kennari að þegar barn vill læra, hversu gamalt eða ungt sem það er, þá er það ná- kvæmlega rétti tíminn til að kenna því. Ekki fyrr og alls ekki seinna." Hún sagðist alveg telja tímabært að kenna 5 ára börnum hvað sem er, þau hefðu þá lengri tíma til að leika sér í náminu. „Það mætti gjarnan halda á lofti ummælum eins spekingsins sem var spurður hvers vegna kenna ætti litlum börnum sem e.t.v. þyrftu ekki á því að halda. Hann sagði: Ef þú ert seinfær og ætlar langt er betra að leggja fyrr af stað.“ -ingo „Við erum að bjóða nýtt nám í markaðsfræðum og ferðaráðgjöf sem hefst núna í haust. Það er í raun hugsað sem framhald fyrir þá sem eru að vinna við ferðaþjónustu eða hafa hug á slíku. Þetta er það fyrsta sinnar tegundar á íslandi," sagði Friðjón Sæmundsson, skóla- stjóri Ferðamálaskóla íslands, Stjómtækniskóla íslands og Tölvu- skóla íslands sem allir eru í sama húsnæði. Ferðamálaskólinn er alþjóðlegur skóli og að sögn Friðjóns fyrsti skól- inn sem veitir nemendum sínum al- þjóðleg réttindi í ferðamálum. Hann hefur verið starfandi sl. 6 ár. „Þeir aðilar sem koma til með að kenna markaðsfræðina og ferðaráð- gjöfina starfa allir í ferðageiranum. Þeir taka m.a. fyrir stefnumótun, markaðsfræði, auglýsingar, sölu- tækni, áætlanagerðir og stofnanir í ferðaþjónustunni," sagði Friðjón. Hann sagði að nemendumir réðu sig svo yfirleitt til starfa á ferða- skrifstofunum eða við ferðaþjón- ustu hér á landi almennt. „Það er engin spurning að það er þörf á námi sem þessu. Það þurfa allir að markaðssetja sig og þarna læra þeir hvernig þeir eiga að standa að hlut- unum til að koma sjálfum sér á framfæri." Stjórntækniskólinn I Stjórntækniskólanum er hægt að nema markaðsfræði, sölu- og rekstrartækni. Markaðsfræðin er ætluð fólki með góða, almenna menntun, starfsreynslu í viðskipta- lífinu eða þeim sem hafa áhuga á að bæta við sig þekkingu og fá inn- sýn í heim markaðsfræðinnar. Markmið námsins er að þátttak- endur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskiptalífi og nái þannig betri árangri í viðskiptum. Námið er í formi fyrirlestra og verkefna- vinnu og tekin eru próf í einstök- um greinum. í sölutækni er farið yfir hugtakið sala, söluferlið, þarfagreiningu, lokum sölu, mismunandi sölukynn- ingar, sölusiðferði auk fleiri þátta er tengjast sölu. Leitast er við að ná sem mestri beinni þátttöku og „Hraðlestur er það að lesa veru- lega hraöar en fólk almennt gerir og reynslan sýnir að þátttakendur rúmlega fjórfalda lestrarhraða sinn að jafnaði, oftast með verulega bættri eftirtekt," sagði Ólafur Hauk- ur Johnson, skólastjóri Hraðlestrar- skólans. Hann segir þátttakendur ekki ein- göngu læra að lesa hratt á nám- skeiðinu heldur séu þeim einnig kennd ýmis tæknileg atriði við lest- ur mismunandi lesefnis sem auka leshraðann. „Við erum eingöngu að tala um lestur í hljóði. Hinn mikli árangur næst með verulegum breyt- ingum á lestraraðferðum og aukinni einbeitingu. Einnig vex ánægjan við lesturinn verulega því það fæst miklu meiri ánægja út úr því að lesa heila bók á einni kvöldstund en er í þeim efnum m.a. stuðst við myndbandatæknina. Námskeiðið nýtist öllum þeim sem fást við sölu, hvort heldur er á fyrirtækjamark- aði, neytendamarkaði eða við sölu á þjónustu. Námið í rekstrartækni er ætlað þeim sem stunda sjálfstæðan at- vinnurekstur, eru stjórnendur fyr- irtækja eða þeim sem hafa hug á stofnun fyrirtækis. Námið er mark- visst og hagnýtt, alls 150 stundir. Markmið þess er m.a. að gera menn hæfari til að takast á við vandamál í rekstri fyrirtækja og tileinka sér nýjar aðferðir við úr- lausn þeirra. Tölvuskólinn Námið í Tölvuskólanum skiptist í skrifstofutækni, bókhald og tölvu- og hugbúnaðarþjálfun. Markmið skrifstofutækninnar er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verk- legum æfingum. Það eykur sam- keppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumark- aði. Bókhaldsnámið miðar að því að nemendur læri helstu hugtök og undirstöðuþætti í bókhaldi, geti fært bókhald í dagbækur og á tölvu. Námið er markvisst og mik- ið af verkefnum. Nemendur læra uppgjör með reikningsjöfnuði, skil á virðisaukaskatti og útprentun helstu þátta úr tölvubókhaldinu. Tölvuþjálfunin miðast við að þjálfa nemendur í tölvunotkun þannig að þeir geti nýtt sér kosti tölvunnar að námi loknu. Námið nýtist jafnt þeim sem nota tölvur daglega í starfi og öörum sem vilja nýta heimilistölvuna betur. Enga grunnkunnáttu þarf fyrir þetta nám. Kennslan á hugbúnaði er bæði hugsuð fyrir fyrirtæki og einstakl- inga. í boði er kennsla á Power Po- int, Access gagnagrunn, Word f. Windows, Word framh., Excel, Excel framh., Excel fjölvar, Visual Basic og Quark XPress. -ingo að vera í nokkrar vikur með sömu bókina," sagði Ólafur. Námskeiðin standa yflrleitt í 6 vikur en kennt er einu sinni í viku. Þátttakendur þurfa síöan aö æfa sig heima í eina klukkustimd á dag. Ól- afur segir leshraða íslendinga mjög misjafnan en að meðalleshraði sé 150-180 orö á mínútu. „í lok nám- skeiðanna eykst leshraðinn að jafn- aði í rúm 600 orð á mínútu, með jafn góðri eða betri eftirtekt." Þátttakendur eru á aldrinum 15-75 ára, þó mest frá 18-25 ára og oftast skólafólk sem vill auka afköst í námi. Stjómendur í þjóðfélaginu hafa líka sótt námskeiðin og ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa beðið um sérstök námskeið fyrir starfs- menn sína. GARNHUSIÐ Aöalstrœti 7 - Sími 561-8235 Haustnámskeiðin eru að hefjast Kennt verður: • Almennt prjón •Tcekniprjón • Myndprjón • Munsturprjón Kennslustaður: Verslunin Garnhúsið Aöalstrœti 7 Kennt er þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 19.30 - 22.30 og stendur nómskeiðiö yfir í 7 vikur. • Föndurprjón • Brúðuprjón • Frógangur ATH. Pantanir óskast staðfestar. innritunfVersluninni Garnhúsið. Tónmenntaskóli Reykjavíkur hefur kennslu í september. Nemendur sem eiga umsóknir nú þegar í skólanum komi til innritunar þriöjudaginn 3. september, sbr. heimsent bréf. Skólinn getur enn bætt viö örfáum nemendum í forskóladeild sem hér segir: Forskóli I, börn fædd 1990 (6 ára) Forskóli II, börn fædd 1989 (7 ára) Forskóli III, börn fædd 1988 (8 ára) Auk þess getur skólinn bætt viö nemendum á ýmsum aldri á eftirtalin hljóöfæri: Tréblásturshljóöfærin blokkflautu, óbó og fagott. Málmblásturshljóöfærin trompet (kornett), básúnu, horn og barýtonhorn. Auk pess nemendur á ásláttarhljóöfæri (slagverk), kontrabassa og harmoníku. Skrifstofan er opin aö Lindargötu 51 frá kl. 9-16. Síminn er 562 8477. SKÓLASTJÓRI Hraðlestrarskólinn: Flestir fjórfalda lestrarhraðann -mgo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.