Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 Sameining þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka umdeild: Margir þurfa að gleyma mörgum stóryrðunum - Jón Baldvin neitaði að taka í hönd Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir myndatöku Þaö var ekki alltaf glaölegur svipur á þeim Jóhönnu og Jóni Baldvin í samstarfinu hér áöur fyrr, enda sambandiö þannig aö leiddi til þess aö Jóhanna sagöi af sér ráöherradómi og síðan fór hún úr flokknum. Enda þótt þingflokkar Þjóövaka og Alþýðuflokksins hafi veriö sameinaöir er Ijóst aö Jóhanna Siguröardóttir gekk til þess verks meö tregöu. Það má enda sjá á þessari mynd aö þaö ríkti engin kæti og gleði á fréttamannafundinum þegar stofnun Þingflokks jafnaöarmanna var tilkynnt. Sumir telja þetta varla spor, í hæsta lagi hænufet til sameiningar jafnaöarmanna. DV-mynd Pjetur Það var haft orð á því hve stutt handtak hatursmannanna Yassers Arafats og Benjamins Netanyahus hefði staðið þegar þeir hittust í fyrsta sinn síðastliðinn miðvikudag. Þeir voru þó tilkippilegir til að end- urtaka það fyrir ljósmyndara sem höfðu misst af því. Þennan sama dag hittust þau á fundi Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Baldvin Hannibalsson og til- kynntu sameiningu þingflokka Þjóðvaka og Alþýðuflokks. Þegar leitað var eftir því að þau tækjust í hendur fyrir ljósmyndara DV var svar Jóns Baldvins bæði klárt og kvitt: „Ekki að ræða það.“ Síðan gekk hann á brott. Þessi afstaða Jóns Baldvins til myndatökunnar með Jóhönnu segir meira en mörg orð. Stóru orðin þá Þegar Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér ráðherradómi, sem var undanfari þess að hún sagði sig úr Alþýðuflokknum, féllu oft stór og Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson þung orð. Á blaðamannafundi sem Jóhanna hélt þegar hún sagði af sér sem ráðherra Alþýðuflokksins sagði hún meðal annars um ástæðuna fyr- ir afsögn sinni: „Allir vita um hinn djúpstæða málefnaágreining milli mín og Jóns Baldvins..." „Ég get ekki borið ábyrgð sem ráðherra á pólitík Jóns Baldvins sem er allt önnur en mín. Ég læt ekki sannfær- ingu mína fyrir ráðherrastól..." Þann 5. ágúst 1994 sagði Jóhanna í samtali við DV: „Ég hef sagt það áður að ég tel að það sé ekki pláss fyrir okkur Jón Baldvin bæði í Al- þýðuflokknum. Sú skoðun mín hef- ur ekkert breyst...“ Þegar Jóhanna sagði sig úr flokknum sendi hún formanni hans og fleiri ráðamönnum bréf. Þar sagði hún meðal annars: „Alþýðu- flokkurinn er stofnun - tæki til að framkvæma hugsjónir jafnaðar- stefnunnar sem sameinað hefur okkur í einum flokki. Þegar tækin til að hrinda hugsjónum Jafnaðar- stefnunnar í framkvæmd eru farin að snúast upp í andhverfu sína og spilla jarðveginum í stað þess að rækta hann þá fær flokkurinn aðra merkingu og verður eins og umbúð- ir án innihalds." í október 1994 sagði Jóhanna um ástæður þess að hún sagði sig úr flokknum: „Djúpstæður ágreiningur hefur verið milli mín og forystu Al- þýöuflokksins varðandi velferöar- málin, einkavæðingu og aðild að Evrópusambandinu." Jón Baldvin sagði þegar rætt var um sérframboð Jóhönnu, eftir að hún sagði sig úr Alþýðuflokknum: „Hún hefur iðulega farið fram opin- berlega með ágreiningsmálin í stað þess að ræða þau til þrautar innan flokksins og una þar niðurstöðum sem er hin einfalda lýðræðislega regla. Hún hefur með öðrum orðum gert sig seka um það sem hún bregð- ur mér um. Þetta eru óheiðarleg vinnubrögð en Jóhanna hefur aldrei gert sér grein fyrir að hún á bágt með að setja sig í annarra spor og er að upplagi ekki mjög tillitssöm gagnvart öðrum...“ Mildu orðin nú Síðan þessi orð féflu eru liðin um tvö ár og annar tónn kominn í mál- flutning Jóhönnu Sigurðardóttur. Eftir henni er haft að hún bindi miklar vonir við þetta samkomulag Þjóðvaka og Alþýðuflokks. Tími jafnaðarstefnunnar væri kominn, þetta væri fyrsta skrefið í að sam- eina jafnaðarmenn. Jón Baldvin sagði í samtali við Alþýðublaðið eftir sameiningu þing- flokkanna um brotthlaup Jóhönnu úr Alþýðuflokknum: „Að mínu mati var aldrei uppi svo alvarlegur ágreiningur að rétt- lætti klofning..." Einnig sagöi hann að þetta væri bara fyrsta skrefið á langri leið að sameina jafnaðar- menn. Þegar DV ræddi fyrr í sumar um þessa sameiningu við Jóhönnu Sig- urðardóttur tók hún það skýrt fram að þingmenn Þjóðvaka væru ekki að ganga inn í Alþýðuflokkinn. Guð- mundur Árni Stefánsson, varaform- aður Alþýðuflokksins, sagði að Al- þýðuflokkurinn yrði ekki lagður niöur en Þjóðvakamenn væru vel- komnir í Alþýðuflokkinn. Þing- flokkur jafnaðarmanna segir því ekki mikiö, aflt annað er eftir. Það boðar hins vegar ekki gott þegar foringjar hópa sem eru að sameinast geta ekki tekist í hendur opinberlega. Til hvers? Við sameiningu þingflokkanna hljóta að vakna ýmsar spumingar. Sú fyrsta er að sjálfsögðu hvers vegna kratar em að leggja niöur þingflokk Alþýðuflokksins fyrir svona lítið. Eftir sameiningu þing- flokkanna verður þingflokkur Al- þýðuflokksins ekki á Alþingi í fyrsta sinn í 80 ár. í annan stað spyrja menn um ástæðuna fyrir því að Alþýðuflokkurinn er að taka inn fjóra fylgislausa þingmenn Þjóð- vaka. Eina skýringin sem manni dettur í hug eru þeir peningar sem þingflokkar fá, bæði á fjárlögum og frá Alþingi. Ef Þjóðvaki hefði að baki sér eitthvert fylgi væri þetta skiljanlegt en hann mælist við 1 prósent í skoðanakönnunum. Það er því alveg ljóst að Þjóðvaki mun ekki skila neinu fylgi til Alþýðuflokks- ins. Það em þau Ágúst Einarsson og Svanfríður Jónasdóttir sem hafa lagt mesta áherslu á að sameina þingflokkana. Lengi vel var Jó- hanna Sigurðardóttir þessu mjög andsnúin. Um tíma var talað um að hún yrði þá bara skilin eftir, hin þrjú myndu fara yfir. Þeir sem best hafa fylgst með þessu máli telja að þau Ágúst og Svanfríður sjái mögu- leika á þingsæti eftir næstu kosn- ingar fari þau yflr í Alkþýðuflokk- inn. Róðurinn fyrir Jóhönnu í því efni er þyngri og þyngstur fyrir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Rós í hnappagat Þingmenn Alþýðuflokksins eru ekki allir jafn hrifnir af þessu sam- starfi við Þjóðvaka. Sumir segjast kviða fyrir þegar þau Jóhanna og Jón Baldvin taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á þingflokksfund- um. Einn þingmanna Alþýðuflokksins hefur fullyrt i mín eyru að ástæðan fyrir hinum mikla áhuga Jóns Bald- vins á þessu samstarfi sé sú að hann telji sameininguna rós í hnappagat- ið á landsfundinum í nóvember. Hann sagði að fullyrða mætti að klofningurinn í flokknum og brott- hvarf Jóhönnu úr flokknum mundi koma til umræðu á landsfundinum. Með því að vera búinn að sameina þingflokkana sem fyrsta skref í sam- einingu jafnaðarmanna, eins og hann kallar það, slái Jón Baldvin á gagnrýni á sig vegna klofningsins fyrir tveimur árum. Sameinina jafnaðar- manna á langt í land Það getur varla verið annað en vonin um þingsæti sem veldur því að þau Ágúst og Svanfríður leggja þessa ofuráherslu á að sameina þingflokkana. Sameining jafnaðar- manna í einn flokk er jafn fjarlæg og fyrr. Sameining þessara þing- flokka er ekki einu sinni fyrsta skrefið í þá átt. Það er alveg rétt sem Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði í samtali við DV á fimmtudag: „Það verður engin sameining jafnaðarmanna á íslandi án þess að Alþýðubandalagið verði með.“ Það virðast heldur engin teikn á lofti um að svo verði í bráð. Við- brögð nokkurra þingmanna Alþýðu- bandalagsins við sameiningunni voru á þann veg að þau auka ekki líkur á sameiningu jafnaðarmanna. í samtali við Dag-Tímann gerir Svavar Gestsson grín að þessu og leggur höfuðáherslu á að þingflokk- ur Alþýðuflokksins hafi verið lagð- ur niður. Það væri sögulegt. Ragnar Arnalds segir engin stórtíðindi á ferðinni í islenskri pólitík með þess- ari sameiningu. Steingrímur J. Sig- fússon segir að verið sé að gera mik- ið mál úr litlu. Athyglisverðast er ef til vill svar Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Alþýðuflokksins. Hann segir að eins og Alþýðubandalagið vinnur og eins og viðhorf alþýðubandalagsmanna sé til ýmissa mála geti þeir ekki sameinast jafnaðarmönnum. Þama er ekki mikill sameiningartónn. Sjálfsagt verðrn- auðveldara fyrir þau Jóhönnu og Jón Baldvin að vinna saman í þingflokki í sljórnar- andstöðu en í stjórn. Það mun koma í ljós á næstu mánuðum hvort þessi sameining þingflokkanna tekst eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.