Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 31 Mynduðu félagsskap í kringum ævafornt austurlenskt spil: Hittast reglulega til ai spila „Þetta byrjaði allt með því að ég gaf bróður mínum GO-spil í jólagjöf fyrir þrettán árum og hann seldi mér það svo aftur í janúar. Ég og Al- bert Ólafsson, félagi minn, höfum spilað það síðan,“ sagði Sigurður Guðni Haraldsson en hann er einn af stofnendum íslenska GO-félagsins á íslandi. Fæstir vita hvað við er átt með GO en það er eitt af elstu spilum heimsins, upprunnið í löndum eins og Kóreu, Japan og Kína. Spilið er fyrir tvo og getur tekið frá 10 mínút- um og upp í 2-3 klst. að spila það. Það gengur í grófum dráttum út á það að vinna svæði með þaulskipu- lögðum og úthugsuðum leikfléttum, eins konar hemaðarlist. „Það er nú samt ofureinfalt að læra það, tekur mann ekki nema 5 mínútur, og það sem er mest heiliandi við spilið er að það geta missterkir aðilar spilað á jöfnum grandvelli. Þegar meistar- ar era að spila getur það svo tekið 6-8 tíma,“ sagði Sigurður Guðni. Enn eru ekki nema 8-10 aðilar í GO-félaginu, allt karlmenn, en til stendur að „gera skurk" i því og fá fleiri til að spila. „Við höfum nú ekki hist oft fram að þessu en ætl- um að hittast einu sinni í mánuði og spila tveir og tveir. Ef einn er stakur fylgist hann bara með en það getur verið alveg jafngaman. Þá er maður óháður og sér miklu fleiri góða leiki. Þá getur verið erfitt að sitja á sér,“ sagði Sigurður Guðni. Þó Sigurður hafi spilað í þrettán ár segist hann eiga langt í land með að verða meistari. „Það eru til ákveðnir styrkleikastigar, svona svipað og er í skákinni, nema þar era notuð sömu heitin og í karate. Þú getur orðið dan og þá ertu mjög góður en áður en þú nærð því ertu kyu. Byrjandi byrjar í 25 kyu og svo lækkar hann þar til hann er orðinn 1 kyu. Þaðan fer hann yfir í 1 dan og hækkar svo upp i 9 dan sem er topp- urinn,“ sagði Sigurður sem sjálfur er 7-9 kyu eins og flestir hinna í fé- laginu. Þeir sem hafa áhuga geta fengið nánari upplýsingar hjá Sig- urði á kvöldin í síma 562 1664. -ingo „Mig var fariö aö dreyma þetta á næturnar," sagöi Siguröur Guöni sem hér er ásamt félögum sínum aö spila GO. Þeir kynntust í gegnum spiliö. F.v.: Siguröur, Óli Kr. Ármannsson, Þorbergur Þórsson og Albert Ólafsson. DV-mynd Pjetur Þjóðdansafélags Reykjavíkur Hefjast 16. sept. að Álfabakka 14a. Námskeiðin eru í 12 vikur. Barnanámkeið 3-5 ára kr. 3.000.- Barnanámskeið 6-8 ára kr. 4.500.- Barnanámskeið 9 ára og eldri kr. 5.500.- Ath. systkinaafsláttur. Gömlu dansarnir fyrir byrjendur og lengra komna kr. 6.000.- Stutt námskeið í linudönsum fyrir unglinga og fullorðna. kr. 2.500,- Opið hús annað hvert miðvikudagskvöld, gömlu dansarnir o.fl. Þjóðdansar frá ýmsum löndum verða dansaðir á fimmtudagskvöldum. Allt dansáhugafólk velkomið. Er þetta ekki tækifærið til að lífga upp á danskunnáttuna? INNANHÚSS- 10« ARKITEKTÚR í frítíma yöar meö bréfaskríftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátt- töku. Spennandi atvinna eða aöeins til eigin nota. Námskeiðiö er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýs- ingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, veggklæðningar, vefnaöarvara, þar tilheyrir gólfteppi, húsgagnaefni og glugga- tjöld ásamt hagsýni o.fl. Ég óska án skuldbindingar aö fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn_________________________________ Heimilisfang_________________________ Akademisk Brevskole A/S Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark VINNUMÁLASKRIFSTOFA FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTISINS (ATVINNULEYSISTRYGGINGASJÓÐUR OG ÁBYRGÐASJÓÐUR LAUNA) er flutt í Hafnarhúsiö V/Tryggvagötu á 3. hæö. Skrifstofan veröur opnuö þann 11. september 1996. Nýtt símanúmer veröur 551 2500 og nýr bréfsími 551 2520. Vegna flutningsins verður skrifstofan lokuö 9. og 10. september. Vinnumálaskrifstofa Félagsmálaráðuneytisins ;uní Upplýsingar og innritun í síma 587-1616 /-.^OFNK® v ' yUNí &s Gríptu tækifæríð - þú gætir unnið þér inn fyrír námskeiðinu Erum farín að bóka í hin vinsælu módelnámskeið og tekið verðnr fi/rir- 3ANGA/SVIÐSFRAMKOMA FRAMKOMA/MANNLEG SAMSKIPTI ' PÓSUR/SNÚNINGAR * FÖRÐUN/HÁRGREIÐSLA * NÆRINGARFRÆÐI ' FÍKNIEFNAFRÆÐSLA * MYNDATAKA - NÝTTi* Tískusýning í lok námskeiðs ásamt afh. prófskírteina. *Teknar verða myndir af öllum þátttakendum og fara þeir sjálfkrafa á skrá yfir fólk sem Módel 79 vísar á í auglýsingar og fá þannig peninginn til baka. Upplýsingar og innritun í síma 588-8855 og 588-8783 alla virka daga, milli 13 og 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.