Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 60
68 %fikmyhdir___________
Háskólabíó:
Jerúsalem
Max von Sydow og Maria Bonnevie eru í tveimur aöalhlutverkunum í mynd-
inni Jerúsalem sem leikstýrt er af Bille August.
Háskólabíó frumsýndi í gær
kvikmyndina Jerúsalem í leik-
stjórn óskarsverðlaunahafans Bille
August. Myndin er byggð á sam-
nefndri skáldsögu Selmu Lagerlöf
og mætast því tveir virtustu lista-
menn Norðurlanda við gerð klass-
ískrar og grípandi ástarsögu.
Jerúsalem er epísk ástarsaga sem
gerist rétt fyrir aldamótin síðustu í
litlu trúuðu samfélagi í Norður-Sví-
þjóð. Þrátt fyrir allsnægtir og nátt-
úrufegurð tekur bróðurparturinn í
þessu litla samfélagi sig til og flyst
búferlum til Jerúsalem og sest þar
að í bandarískri trúarnýlendu. Um-
skiptin eru veruleg, nýlendan er í
miðri eyðimörk og siðir innfæddra
ankannalegir. Ferðalangarnir eiga
erfitt með að fóta sig í nýju um-
hverfi og leggja ástvinir á sig langt
ferðalag til að telja þá á að snúa aft-
ur til heimahaganna. Þetta er
áhrifamikil frásögn um hve máttur
heitra tilfinninga getur verið mik-
Ul.
Með aðalhlutverkin fara Maria
Bonnevie (sem allir íslendingar
kannast við úr mynd Hrafns Gunn-
laugssonar, í skugga hrafnsins), Ulf
Friberg, Max von Sydow og Olymp-
ia Dukakis.
Bille August, leikstjóri myndar-
innar, er einn farsælasti leikstjóri
Norðurlanda. Hann vakti fyrst at-
hygli með myndunum Zappa og
Trú, von og kærleikur. Athygli
heimsbyggðarinnar fékk hann með
myndinni Pelle sigurvegari sem
kosin var besta erlenda mynd árs-
ins 1989. Síðan hefur hann meðal
annars leikstýrt stórvirkinu Hús
andanna og er nú að vinna mynd,
Lesið í snjóinn, sem byggð er á met-
sölubók Peters Höegs með Juliu
Ormond í aðalhlutverki.
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
Háskólabíó - Hunangsflugurnar:
irk
Bútunum raðað saman
Lífið og ástin eru eins og búta-
saumsteppi þar sem raða verður
stykkjunum saman af miklum
hagleik til að úr verði það lista-
verk sem að er stefnt. Eitthvað á
þá leið hljóðar boðskapur myndar
áströlsku leikstýrunnar Jocelyn
Moorhouse um konurnar sem eru
að gera brúðarteppi fyrir hina
ungu og ráðvilltu Finn, hippa-
bamið sem skilur ekki af hveiju
maður getur bara ekki elskað alla.
Stúlka þessi stendur á merkum tímamótum í lífinu. Kærastinn hef-
ur beðið hennar og hún sér loksins fyrir endann á meistaraprófsrit-
gerðinni sinni. Til að íhuga bónorðið og fá næði til að ljúka skriftun-
um heldur Finn til ömmu sinnar og ömmusystur þar sem hún ætlar
að dvelja sumarlangt. Gömlu konurnar sitja öllum stundum við búta-
saum, ásamt nokkrum konum öðrum. Allar hafa þessar konur mis-
jafna reynslu af ástinni og karlmönnum, oftast bitra (amman á ástar-
fund með eiginmanni systur sinnar, ein kvennanna er gift listamanni
sem skipti um ástkonur eins og sokka, o.s.frv) og miðla henni til kon-
unnar ungu.
Sögur kvennanna eru í sjálfu sér ekkert óspennandi og persónurn-
ar eru sumar skemmtilegar en handritið er eitthvað svo mátttlaust og
lífvana að það nær ekki að gera sér almennilegan mat úr efniviðnum.
Þar með ná sögurnar sjaldan að snerta áhorfandann, jafnvel þótt þar
bregði fyrir fallegum atriðum, eins og þegar krákan vísar nýfrjálsri
blökkukonunni á væntanlegan eiginmann. Og sagan sem er ramminn
utan um allar hinar, ástar- og ritgerðarraunir ungu stúlkunnar, er
lítt burðug og liggur afskaplega ljós fyrir. Að sjálfsögðu hittir hún
grískan guð í mannsmynd sem kemur róti á hug hennar eitt augna-
blik. En hún sér að sjálfsögðu að sér eftir mikinn storm sem rótar
enn meira til í öllu.
Mikill fjöldi frambærilegra leikkvenna kemur fram í mynd þessari
og standa þær sig eins vel og efnið gefur tilefni til. Hunangsflugurn-
ar hefði sem sé getað orðið góð mynd en herslumuninn vantar.
Leikstjóri: Jocelyn Moorhouse. Handrit: Jane Anderson, eftir
skáldsögu Whitney Otto. Kvikmyndataka: Janusz Kaminski.
Leikendur: Maya Angelou, Anne Bancroft, Ellen Burstyn, Kate Capshaw, Billy Cru-
dup, Claire Danes, Loren Dean, Jared Leto, Samantha Mathis, Kate Nelligan,
Esther Rolle, Winona Ryder, Rip Torn, Mykelti Williamson, Alfre Woodard.
Guðlaugur Bergmundsson
Sagabíó - Happy Gilmore: ★★
Fjör á golfvellinum
Golf hefur einhverra hluta
vegna ekki átt upp á pallborðið
hjá þeim sem ráða hvernig kvik-
myndir eru gerðar í Hollywood,
þótt gera megi ráð fyrir að þeir
stundi flestir íþróttina sér til
ánægju og yndisauka. Það er
kannski bara nógu mikil aksjón á
golfvellinum. En nú ber svo við
að tvær myndir um golfleikara
hafa verið frumsýndar á þessu
sumri. Sú fyrri er komin hingað,
gamanmyndin um íshokkíleikarann Happy Gilmore sem verður
golfleikari fyrir helbera slysni. Hér vantar heldur ekki aksjónina og
lætin.
Happy Gilmore uppgötvar að hann getur slegið golfboltann lengra
en nokkur annar. Þegar hann sigrar á móti, sem hann var í raun
neyddur til að taka þátt í og öðlast þar með rétt til að keppa á at-
vinnumannamótum verður ekki aftur snúið. Piltur einsetur sér að
þéna næga peninga til að koma í veg fyrir að skatturinn selji hús
ömmu hans upp í skattaskuld. Og fresturinn er skammur. Ekki nóg
með að Happy sé í kapphlaupi við skattmann, heldur á hann líka í
höggi við besta atvinnugolfarann um þær mundir, oflátunginn
Skyttu-McGavin, sem þolir ekki að sviðsljósið beinist að öðrum. Það
þarf svo sannarlega að lækka í honum rostann. Og allir vita hvemig
það fer.
Happy Gilmore er eins manns mynd. Hér er það Adam Sandler,
sem hefur hlotið skólun sina í amerísku sjónvarpsgrínþáttunum Sat-
urday Night Life, sem heldur dampinum uppi og gerir það oft ágæt-
lega. Brandaramir eru margir hverjir fyndnir, þótt sumir þeirra séu
á grensunni, eins og þeir sem hann segir af kæmstunni sinni fyrr-
verandi og örlögum hennar. Um golfið er hins vegar fátt að segja. Það
er bara skrípó. En þótt myndin sé algjör della má hafa af henni all-
nokkurt gaman.
Leikstjóri: Dennis Dugan. Handrit: Tim Herlihy og Adam Sandler. Kvikmyndataka:
Arthur Albert.
Leikendur: Adam Sandler, Christopher McDonald, Julie Bowen, Frances Bay, Carl
Weathers, Dennis Dugan, Alan Covert, Bob Barker.
Guðlaugur Bergmundsson