Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 DV Hjónaklúbbur þar sem bannað er að drekka og koma of seint: Öflugt félagslíf og látlaust fjör - halda 4-5 skemmtanir á ári og fara í ferðalög á sumrin Pessi mynd var tekin á Hernámsáraballinu í Templarahöllinni í janúar 1992. Mikið er lagt í skemmtanirnar en þarna mátti sjá offisera, generaia, lautin- anta og aðmirála. „í upphafí var hjónaklúbburinn stofnaöur af fólki sem hafði áhuga á að dansa en vantaði meira rými en almennt er á öldurhúsum borgarinn- ar. í dag er hann orð- inn 22 ára gamall og í kringum þetta er búið að vera öfl- tók hann alla tíð. Við innheimtun engin félagsgjöld og inn- ganga í klúbbinn hefur engar skyldur í för með sér aðrar en þær að fólk hafi gaman af því að dansa og skemmta sér án áfengis," sagði Kári Fanndal Guðbrands- son fasteignasali. Kári -ér formaður félagsskapar sem kallar sig Lauf- ið en það er hjónaklúbbur sem er öllum opinn að uppfylltum fyrrgreind- um skilyrð- Ragnar Jónasson lét sig ekki muna um að mæta með tré- fót á Sjó- ræn- ingja- balliö en þó af til að dansa. VERTU VELVIRKUR í VETUR OG BJÓDDU ÖLLU BIRGINN. HJÁ OKKUR FÆRÐU FÍNT FORM OG FLOTTAR LÍNUR FYRIR FAEINAR KRÓNUR. HEILSURÆKTARBOMBA -fyrir unga sem aldna p FnrUBRENNSLA — ÞREKSTIGAR — FULLKOMIN UKAMSRÆKT — RÁOGJOF UM MATARÆOI — EINKAÞJÁLFUN — SJÁLFSVÖRN — jiu-jrrsu — TAEKWONDO L- JUOO FRÁ 6 ÁRA ALDRt ... og svo á eftir - Ijós og sauna láttu sjá þig semjyrst N B N IrlsMl Judó GYM E I N H O L T I 6 S : 562 7205 um. Meðlimir hans eru á öllum aldri. „Við höldum 4-5 skemmtanir á ári og fórum í ferðalög á sumrin, til skiptis fjölskyldu- og hjónaferðir. í sumar fórum við t.d. í mjög vel heppnaða ferð í Aðalvík og til Skagafjarðar í fyrra,“ sagði Kári. í klúbbnum er þriggja manna stjórn sem skipuleggur skemmtanimar og skipuð er sérstök skemmtinefnd sem sér um skemmtiatriðin. „Við byrjun á slaginu klukkan níu, en þeir sem koma of seint geta átt von á því að þeir verði teknir upp og notaðir í einhver skemmtiat- riði. Siðan er látlaust íjör til klukk- an tvö. Við tökum alltaf matarhlé og hlé fyrir leiki eða skemmtiatriði," sagði Kári. Klúbburinn heldur að sjálfsögðu árshátíð á hverju ári en jafnframt er haldið sérstakt köku- ball árlega. Þá koma hver hjón með eina köku eða eitthvað sambærilegt svo úr verður hlaðborð. Yfirleitt mætir fólk bara prúöbú- ið en á sumum skemmtununum er eitthvað þema í gangi. „Þá eiga t.d. allir að mæta í fótum frá hernáms- árunum eða frá Charleston-tímabil- inu en slíkt setur alltaf skemmtileg- an svip á ballið,“ sagði Kári. Miðaverði á böllin er haldið í lág- marki en Kári sagði að bara það að kaupa miða væri skemmtileg athöfn út af fyrir sig. „Byrjað er að selja miðana u.þ.b. viku fyrir skemmtun- ina og þá er um að gera aö mæta tímanlega því miðafjöldinn er tak- markaður. Þama hittast allir og nota tækifærið til að spjalla saman yfir kaffi og meðlæti." Kári sagði að þurft hefði að tak- marka fjölda meðlima í mörg ár og um tima var biðlisti að komast inn í klúbbinn. „Hann er í stöðugri end- urnýjun en það hafa þó nokkur hjón Hjónin Jóhanna og Jakob tóku sig vel út á Charleston-ballinu áriö 1993. verið með allt frá upphafi. Þeir sem með okkur geta haft samband við hafa áhuga hafa á að skemmta sér mig,“ sagði Kári. -ingo --------7" ------------------------------------------------------ Ovenjulegt langflug á milli Reykjavíkur og Miðjarðarhafsins: Fljúga til Korsíku á eins hreyfils flugvél - spennandi verkefni, segir hinn 19 ára gamli flugmaður „Þetta er mjög spennandi verk- efni. Við fljúgum til Glasgow og það- an til Frakklands þar sem við gist- um eina nótt. Síðan er stefnan tekin á Campo Dell’ Oro á Korsíku. Á heimleiðinni fljúgum við gegnum Mílanó, Vínarborg, Köln og Glas- gow. Við gerum ráð fyrir að þetta taki 6-7 daga,“ segir Jón M. Har- aldsson, 19 ára, en hann er frum- kvöðull að óvenjulegri flugferð á milli Reykjavíkur og Miðjarðarhafs- ins á eins hreyfils, fimm sæta flug- vél. Jón lagði af stað í þetta langflug frá Reykjavíkurflugvelli í gær. Með honum í för eru Sara Vagnsdóttir, 21 árs flugmaður, og gamalreyndur flugsfjóri, Elíeser Jónsson, sem seg- ist sjálfur vera eftirlaunaflugstjóri með mikla reynslu. Hann verður Jóni til aðstoðar í flugleiðangrinum. Flugleiðin er um 4 þúsund km löng en til samanburðar er það um 72 sinnum lengri leið en frá Reyklja- vík til Vestmannaeyja svo kunnug- legt dæmi sé tekið. „Ég flaug fyrst í september 1991 og fékk skírteini í ágúst 1994. Sama Ahöfnin sem flýgur hið óvenjulega langflug til Korsíku rétt áður en lagt var af stað. F.v: Elíeser Jónsson, Jón M. Haraldsson og Sara Vagnsdóttir. DV-mynd S ár fékk ég einkaflugmannsskírtein- ið og stefni á atvinnuflugmanns- námið eftir áramót," sagði Jón við DV áður en hann lagði af stað í hina óvenjulegu flugferö. -RR/S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.