Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Side 14
14 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 DV Hjónaklúbbur þar sem bannað er að drekka og koma of seint: Öflugt félagslíf og látlaust fjör - halda 4-5 skemmtanir á ári og fara í ferðalög á sumrin Pessi mynd var tekin á Hernámsáraballinu í Templarahöllinni í janúar 1992. Mikið er lagt í skemmtanirnar en þarna mátti sjá offisera, generaia, lautin- anta og aðmirála. „í upphafí var hjónaklúbburinn stofnaöur af fólki sem hafði áhuga á að dansa en vantaði meira rými en almennt er á öldurhúsum borgarinn- ar. í dag er hann orð- inn 22 ára gamall og í kringum þetta er búið að vera öfl- tók hann alla tíð. Við innheimtun engin félagsgjöld og inn- ganga í klúbbinn hefur engar skyldur í för með sér aðrar en þær að fólk hafi gaman af því að dansa og skemmta sér án áfengis," sagði Kári Fanndal Guðbrands- son fasteignasali. Kári -ér formaður félagsskapar sem kallar sig Lauf- ið en það er hjónaklúbbur sem er öllum opinn að uppfylltum fyrrgreind- um skilyrð- Ragnar Jónasson lét sig ekki muna um að mæta með tré- fót á Sjó- ræn- ingja- balliö en þó af til að dansa. VERTU VELVIRKUR í VETUR OG BJÓDDU ÖLLU BIRGINN. HJÁ OKKUR FÆRÐU FÍNT FORM OG FLOTTAR LÍNUR FYRIR FAEINAR KRÓNUR. HEILSURÆKTARBOMBA -fyrir unga sem aldna p FnrUBRENNSLA — ÞREKSTIGAR — FULLKOMIN UKAMSRÆKT — RÁOGJOF UM MATARÆOI — EINKAÞJÁLFUN — SJÁLFSVÖRN — jiu-jrrsu — TAEKWONDO L- JUOO FRÁ 6 ÁRA ALDRt ... og svo á eftir - Ijós og sauna láttu sjá þig semjyrst N B N IrlsMl Judó GYM E I N H O L T I 6 S : 562 7205 um. Meðlimir hans eru á öllum aldri. „Við höldum 4-5 skemmtanir á ári og fórum í ferðalög á sumrin, til skiptis fjölskyldu- og hjónaferðir. í sumar fórum við t.d. í mjög vel heppnaða ferð í Aðalvík og til Skagafjarðar í fyrra,“ sagði Kári. í klúbbnum er þriggja manna stjórn sem skipuleggur skemmtanimar og skipuð er sérstök skemmtinefnd sem sér um skemmtiatriðin. „Við byrjun á slaginu klukkan níu, en þeir sem koma of seint geta átt von á því að þeir verði teknir upp og notaðir í einhver skemmtiat- riði. Siðan er látlaust íjör til klukk- an tvö. Við tökum alltaf matarhlé og hlé fyrir leiki eða skemmtiatriði," sagði Kári. Klúbburinn heldur að sjálfsögðu árshátíð á hverju ári en jafnframt er haldið sérstakt köku- ball árlega. Þá koma hver hjón með eina köku eða eitthvað sambærilegt svo úr verður hlaðborð. Yfirleitt mætir fólk bara prúöbú- ið en á sumum skemmtununum er eitthvað þema í gangi. „Þá eiga t.d. allir að mæta í fótum frá hernáms- árunum eða frá Charleston-tímabil- inu en slíkt setur alltaf skemmtileg- an svip á ballið,“ sagði Kári. Miðaverði á böllin er haldið í lág- marki en Kári sagði að bara það að kaupa miða væri skemmtileg athöfn út af fyrir sig. „Byrjað er að selja miðana u.þ.b. viku fyrir skemmtun- ina og þá er um að gera aö mæta tímanlega því miðafjöldinn er tak- markaður. Þama hittast allir og nota tækifærið til að spjalla saman yfir kaffi og meðlæti." Kári sagði að þurft hefði að tak- marka fjölda meðlima í mörg ár og um tima var biðlisti að komast inn í klúbbinn. „Hann er í stöðugri end- urnýjun en það hafa þó nokkur hjón Hjónin Jóhanna og Jakob tóku sig vel út á Charleston-ballinu áriö 1993. verið með allt frá upphafi. Þeir sem með okkur geta haft samband við hafa áhuga hafa á að skemmta sér mig,“ sagði Kári. -ingo --------7" ------------------------------------------------------ Ovenjulegt langflug á milli Reykjavíkur og Miðjarðarhafsins: Fljúga til Korsíku á eins hreyfils flugvél - spennandi verkefni, segir hinn 19 ára gamli flugmaður „Þetta er mjög spennandi verk- efni. Við fljúgum til Glasgow og það- an til Frakklands þar sem við gist- um eina nótt. Síðan er stefnan tekin á Campo Dell’ Oro á Korsíku. Á heimleiðinni fljúgum við gegnum Mílanó, Vínarborg, Köln og Glas- gow. Við gerum ráð fyrir að þetta taki 6-7 daga,“ segir Jón M. Har- aldsson, 19 ára, en hann er frum- kvöðull að óvenjulegri flugferð á milli Reykjavíkur og Miðjarðarhafs- ins á eins hreyfils, fimm sæta flug- vél. Jón lagði af stað í þetta langflug frá Reykjavíkurflugvelli í gær. Með honum í för eru Sara Vagnsdóttir, 21 árs flugmaður, og gamalreyndur flugsfjóri, Elíeser Jónsson, sem seg- ist sjálfur vera eftirlaunaflugstjóri með mikla reynslu. Hann verður Jóni til aðstoðar í flugleiðangrinum. Flugleiðin er um 4 þúsund km löng en til samanburðar er það um 72 sinnum lengri leið en frá Reyklja- vík til Vestmannaeyja svo kunnug- legt dæmi sé tekið. „Ég flaug fyrst í september 1991 og fékk skírteini í ágúst 1994. Sama Ahöfnin sem flýgur hið óvenjulega langflug til Korsíku rétt áður en lagt var af stað. F.v: Elíeser Jónsson, Jón M. Haraldsson og Sara Vagnsdóttir. DV-mynd S ár fékk ég einkaflugmannsskírtein- ið og stefni á atvinnuflugmanns- námið eftir áramót," sagði Jón við DV áður en hann lagði af stað í hina óvenjulegu flugferö. -RR/S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.