Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 30 unglingaspjall sögðu búin að kaupa sér miða á tónleikana á morgun. - safnar myndum í myndamöppu og á alla geisladiskana „Hann er svo venjulegur, það er það sem mér finnst svo æðislegt við hann. Hann er bara hann sjálfur og er ekkert að þykjast. Hann er sagð- ur indæll og jarðbundinn og það er það sem mér finnst eiga að vera í persónu," sagði Henný Jóna Adólfs- dóttir, 13 ára, sem er búin að vera einlægur aðdáandi Damon Albam í hljómsveitinni Blur í heilt ár. Blur heldur tónleika í Laugardalshöll þann 8. september næstkomandi og Henný er að sjálfsögðu búin að kaupa sér miða. Aðspurð hvort aldursmunurinn setti ekkert strik í reikninginn, en Damon er 28 ára gamall, sagðist hún ekkert á leiðinni í fast samband með honum. „Ég er ánægð ef ég fæ að dýrka hann úr fjarlægð. Ég safna myndum af honum og klippi út allt sem skrifað er um hann og lími í sérstaka möppu, kaupi t.d. BIG sem er breskt blað þar sem oft er skrifað eitthvað um hann,“ sagði Henný. Aðspurð sagði hún það myndu taka heila eilífð að telja þær myndir sem hún ætti af honum en hún hengir þær upp hér og þar í herberginu sínu í óþökk foreldranna sem vilja mála herbergið. Hún á alla geisla- diskana sem Blur hefur gefið út en heldur mest uppá diskinn Park Life og lagið End of a Century. Besta vinkona hennar er líka með æði fyr- ir Blur og þær kaupa alltaf sömu blöðin til að þær verði ekki öfund- sjúkar hvor útí aðra. Aðspurð hvað hún myndi segja við hann ef hún myndi hitta hann sagðist hún bara myndu segja komdu sæll og kynna sig. „Ég in hliðin ■ 1 Lærissneiðarnar hennar mömmu í uppáhaldi | 1 ;iV-: ■ I l ■ I I ■ segir Vilbei ár hina hliðina Vilberg Ingi Kristjánsson er tvitugur maður frá Ólafsvík sem vann titilinn herra Vesturland um síðustu helgi. Vilberg er um þessar mundir við æfingar í Reykjavík fyrir aðalkeppn- ina um titilinn herra ísland sem fram mun fara föstu- daginn 13. september. Vil- berg Ingi sýnir hér á sér hina hliðina. Fullt nafn: Vilberg Ingi Kristjánsson. Fæðingardagur og ár: 22. júlí ’76. Maki: Kristrún Friðriks- dóttir. Böm: Engin. Bifreið: Mitsubishi Colt ’92. Starf: Pípari. Laun: Misjöfn. Áhugamál: Fótbolti. Hefur þú unnið í happ- drætti eða lottói? Aldrei. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Að horfa á bíómyndir. Hvað finnst þér leiðinleg- ast að gera? Keyra til Reykjavíkur. Uppáhaldsmatur: Læris- sneiðamar hennar mömmu. Uppáhaldsdrykkxu': Kók. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Jón Amar Magnússon. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Sharon Stone. Ertu hlynntur eða andvíg- ur ríkisstjóminni? Andvíg- Vilberg Ingi Kristjánsson er herra Vesturland. DV-mynd Pjetur Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Sch- meichel. Uppáhaldsleikari: Gústi Geir. Uppáhaldsleikkona: Meg Ryan. Uppáhaldssöngvari: Stebbi Hilmars. Uppáhaldsstjómmálamað- ur: Jón Baldvin. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Simpson. Uppáhaldssj ónvarpsefhi: íþróttaþátturinn og enski boltinn. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Kentucky. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Enga sérstaka Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 957. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldsskemmtistað- ur/krá: Ingólfskaffi Uppáhaldsfélag í iþróttum? Víkingur í Ólafsvík. Steftiir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Mennta mig. Hvað gerðir þú í sumarfrí- inu (ætlar þú að gera í sum- arfríinu)? AUur timinn fór í fótboltann í sumar. myndi aldrei hópast að honum og grenja fyrir framan hann. Ég held að honum hljóti að finnast það óþægilegt.” Hún hefur aldrei komist í návígi við hann en sá hann þó keyra framhjá í rútu þegar hann kom síðast til íslands og hélt þá að það væri bara einhver líkur honum. Henný sagðist hafa fengið svipað æði fyrir Stefáni Hilmarssyni áður en hann víkur nú úr sæti fyrir Dam- on. Þegar hún var spurð afhverju hún ætti sér átrúnaðargoð svaraði hún að bragði: „Strákar á mínum aldri eru svo bamalegir að maður þarf að leita útfyrir það.“ -ingo „Eg safna myndum af honum og klippi út allt sem skrifaö er um hann og lími í sérstaka möppu," sagöi Henný. Henný hefur ekki tölu á öllum þeim myndum sem hún á af Damon og hljóm- sveitinni Blur. DV-myndir Pjetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.