Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 39
LlV LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
47
fólk
Lindsey Duncan, sem hafi leikið
móðurina.
Kynnti teiknimyndir
Þegar Gunnar var að byrja í skól-
anum aftur síðasta haust var hann
kallaður i prufu fyrir Disney-klúbb-
inn en það er barnaþáttur með
teiknimyndum sem sýndur er á
sunnudagsmorgnum á ITV. Hann
var svo einn af fimm krökkum sem
kynntu ýmsar Disney-teiknimyndir
í þættinum síðasta vetur. Þættirnir
voru látnir gerast í fínum æskulýðs-
klúbb, sem ungur maður rak, og
voru krakkakynnarnir fjórir látnir
tengja myndirnar saman, taka við-
töl við frægar stjörnur og svo fram-
vegis.
„Þetta voru ekkert sérstaklega
vandaðir þættir," segir Gunnar og
Björg bætir við að þetta hafi ekki
verið krefjandi en Gunnar mótmæl-
ir því og segir að það hafi verið
krefjandi í þeim skilningi að það
hafi verið unnið hratt. Sex þættir
hafi verið unnir á tveimur dögum.
„Svo er þetta bara búið í bili,“
segir hann og mamma hans bætir
við: „Guði sé lof.“
Steinullarbíllinn auglýsir
Einangrum öll hús, ný sem gömul, meö steinull
frá Sauöárkróki.
Ullinni er blásið á sinn staö hvort sem er
í holrúm, útveggi, þök, innveggi (hljóöeinangrun) eða
ofan á loftplötur.
Getum komist aö stööum sem erfitt er aö komast aö.
Ókeypis skoöun - Gerum tilboö
JÓN ÞÓRÐARSON
Sími 587-9194, bílas. 853-3892, fax 587-9164
Fer í fleiri prufur
Á næstu vikum fer Gunnar í
nokkrar prufur í Bretlandi og kem-
ur þá í ljós hvert framhald verður á
leikaraferli hans. Hann hefur
náttúrlega talsverða reynslu, meðal
annars úr sjónvarpsauglýsingum
því að hann hefur sést öðru hvoru í
Cheerios-auglýsingu á MTV og hver
veit nema framhald verði á slíkri
vinnu. Sjálfur segir hann að sig
dreymi um að leika á sviði enda sé
það sérstök stemning.
„í sjónvarpi eða kvikmyndum
þarf maður ekkert endilega að
kunna allan textann utan að. Maður
þarf bara að vita hvað maður á að
gera. Það er jafnerfið vinna en tals-
verður munur á milli,“ segir hann.
Mamma hans bætir við að í leikhúsi
sé beint samband við áhorfendur og
meiri heild í því sem leikarinn geri.
Sýndir hér
Islendingar mega búast við að sjá
hann á skjánum á næsta ári þegar
þættimir um Skrattann skólastjóra
verða teknir til sýningar hér.
Einnig er búið að kaupa hingað
þáttaröð númer tvö um Just Willi-
am. Gunnar leikur í fyrsta þættin-
um í þeirri röð.
Leiklistin tekur greinilega hug og
hjarta unga mannsins og hann við-
urkennir að það sé erfitt bæði lík-
amlega og andlega að stunda skól-
ann og leika samtímis í kvikmynd-
um og sjónvarpsþáttum. Björg segir
að honum gangi ágætlega að takast
á við það. Honum gangi vel í skólan-
um enda sé það ákveðinn þrýsting-
ur, hann viti að hann verði að
standa sig vel til að geta fengið leyfi
þar.
-GHS
Úr Benjamín dúfu í
Skrattann skólastjóra
í ársbyrjun 1995 var Gunnar ný-
kominn heim úr tökum á Benjamín
dúfú. Hann var rétt búinn að slappa
af í jólafríinu þegar óskað var eftir
honum í prufuleik fyrir þættina
Demon Headmaster eða Skrattinn
skólastjóri, eins og Björg kallar
þættina, á vegum BBC. Hann fór í
fyrsta prufuleikinn og taldi að sér
hefði gengið illa. Hann var svo kall-
aður aftur í prufu og ákvað þá að
gera sitt besta til að fá hlutverkið.
Hann fékk svo eitt af aðalhlutverk-
unum í þessum þrillerþáttum en
þeir urðu geysivinsælir í Bretlandi.
„Skólastjórinn vondi dáleiðir alla
krakkana en getur ekki dáleitt
fimm krakka og Gunnar er einn af
þeim. Markmið hans er að ná völd-
um í öllum heiminum og hann ætl-
ar að notfæra sér skólann til að
byrja meö,“ útskýrir Gunnar sögu-
þráðinn.
Gunnar Cauthery, einn af aðalleikurunum f kvikmyndinni Benjamín dúfu,
hefur leikiö í fjölda sjónvarpsþátta í Bretlandi frá þvf myndin var tekin upp.
Gunnar er þó hrifnastur af Benjamín dúfu, telur þá mynd vera þaö besta sem
hann hafi gert og trúir því aö dúfan eigi eftir aö hefja sig til flugs þó aö hún
hafi aöeins fengiö 10 þúsund áhorfendur hér á landi.
DV-mynd BG
Fyrsta þáttaröðin af Demon Head-
master fékk svo mikið áhorf hjá
BBC að önnur sería var strax gerð
og vonir standa til að þriðja serían
verði tekin upp næsta sumar. Gunn-
ar segir að þættimir hafi komist í
úrslit í keppni um besta barnasjón-
varpsþáttinn í heiminum í fyrra, Le
Prix Jeunesse.
„Ég er í sjöunda himni með það,“
segir Gunnar.
Hlutverkið í sjónvarpsþáttunum
um skólastjórann gerði það að verk-
um að Gunnar missti eina önn úr
skóla því að það er erfitt að halda
áfram með lærdóminn samhliða því
að leika í mynd. Björg segir að BBC
sjái krökkunum fyrir kennara og
þau verði að læra tvo tíma á dag en
það sé samt ekki það sama og að
vera í skóla.
„Þegar BBC kom aftur að máli
við okkur og bað um hann aftur í 40
daga fyrir þáttaröð númer tvö þá
sögðum við nei. Okkur þótti það of
langur tími en vildum ekki stoppa
þetta því að hann er hluti af þessu
teymi. Sagan er svo mikið um
krakkana og skólastjórann að ef ein-
um er kippt úr þá er grundvellinum
kippt undan þáttunum þannig að
við sögðum að þeir gætu fengið
hann í 20 daga. Höfundurinn varð
hvort sem var aö skrifa nýja bók og
varð þetta til þess að sagan þróaðist
i ákveðna átt því aö Gunnar var
ekki með allan tímann," segir Björg.
Gunnar leikur bara í fyrstu
BL4.SIÐ ÍHÓLF 0G
2 585-43152
GOLF
Gunnar hefur leikiö í fjölda sjónvarpsþátta, meöal annars i framleiöslu bresku sjónvarpsstöövarinnar BBC. Búiö er aö kaupa þættina og veröa þeir teknir til
sýninga í íslensku sjónvarpi á næsta ári. Þá fá íslenskir áhorfendur að sjá þennan dreng sem hefur leikið frá barnæsku og vinkaöi til áhorfenda þegar hann
renndi sér niöur rennibraut sem smákrakki. DV-mynd BG
um í Benjamín dúfu. Það var nú
meira ævintýrið því að þá kom i
ljós að það átti ekki aö taka það upp
í ágúst heldur september, október
og nóvember, einmitt meðan skól-
inn er,“ segir Björg. Þau þurftu því
að ná í skólastjórann, sem var í
gönguferð í Norðymbralandi, fjarri
sima, til að fá frí fyrir Gunnar. Leyf-
ið kom svo fyrir rest úr símaklefa í
Norðymbralandi og Gunnar lék eitt
aðalhlutverkið í myndinni. Síðar
fékk myndin svo verðlaun fyrir
besta leikinn á erlendri kvikmynda-
hátíð.
„Benjamín dúfa er það besta sem
ég hef gert. Þar var rétt fólk á rétt-
um tíma á réttum stað. Gísli Snær
var góður og hugmyndaríkur leik-
stjóri. Við vissum alltaf hvar við
höfðum hann. Það var mjög gott að
vinna með honum og hinum strák-
unum,“ segir Gunnar og bætir við
að sagan sé frábær. „Við vorum eig-
inlega að upplifa söguna meðan ver-
ið var að taka myndina. Mér finnst
synd hvað fátt fólk hefur séð mynd-
ina,“ segir hann. „Ég hef á tilfínn-
ingunni að það sé ennþá líf í Benja-
mín dúfu,“ segir hann.
„Myndin höfðar ekki síður til
fullorðinna en barna. Hún hefur
ekki fengið nóga aðsókn þó að hún
sé alveg frábær,“ segir Björg en að-
eins um 10.000 áhorfendur sáu
Benjamin dúfu á íslandi.
tveimur þáttunum og síðasta þætt-
inum í þáttaröð númer tvö, í þáttim-
um þar á milli liggur hann í dauða-
dái á spítala.
Rústa heilt hús
í ágúst 1995 varð Gunnar svo
fenginn til að koma í prufuleik
vegna þáttaraðar númer tvö á Just
William og lék hann í einum þætti.
Just William-þáttaröðin gengur út á
það að hástéttarmóðir fer með þrjá
syni sína, tvíbura og eldri son, sem
Gunnar lék, í sumarleyfi. Hún hafði
farið um allt á mótorhjóli og haldið
ræður um að hjálpa fátækum
krökkum. Aðalpersónan William
hittir syni hennar, heldur að þeir
séu munaðarleysingjar og reynir að
vera góður við þá.
„Við fáum að leggja heilt hús í
rúst, rífa snókerborð, brjóta vasa,
háma í okkur mat. Það var mjög
gaman,“ segir Gunnar og bætir við
að í þáttunum hafi leikið þekktir
breskir leikarar, til dæmis Joan
Simms úr Áfram-myndunum og