Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1996, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1996, Qupperneq 9
12* \JrFÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 um helgina » Frumsýning Leikfélags Reykjavíkur: Verk eftir forseta Tékklands „Þetta verk kemur á óvart,“ segir María Ellingsen leikkona um leik- ritið Largo desolato sem samið er af forseta Tékklands, Václav Havel. „Það er ofboðslega fyndið en ég held að fólk búist yfirleitt ekki við því. Yfirborðið og undirtónninn er mjög alvarlegur en aðstæðurnar eru einhvern veginn svo hlægilegar all- an tímann," segir María. Largo desolato verður frumsýnt 1 kvöld kl. 20.00 á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Auk Maríu leika í verkinu þau Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjónsson, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingimundar- son, Jón Hjartarson, Ragnheiður Arnardóttir, Theodór Júlíusson, Valgerður Dan og Þorsteinn Gunn- arsson en hann leikur aðalhlutverk- iö. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir. Heimspekingur í stofu- fangelsi „Söguþráðurinn er á þann veg að það er maður í stofufangelsi. Hvort hann er þar af sjálfsdáðum eða ann- arra manna völdum er ekki alveg ljóst. Hann er heimspekingur sem þjóðin lítur til sem foringja síns og hann er að guggna undan þeirri ábyrgð. í heimsókn til hans kemur - sett upp í Borgarleikhúsinu svo fjöldi fólks. Ég kem fram í lok verksins og leik þá feiminn heim- spekinema sem dýrkar heimspek- inginn og kem í heimsókn til hans. Heimspekineminn sá kemur með vonarneista með sér og það lifnar yfir karli. Það er svolítið skondið af því að ég hef áður leikið í verki eft- ir Havel og þá var það líka ung stúlka sem kom með vonarneistann og bjartsýnina. Þetta er þrusugam- an,“ segir leikkonan. Ekki vön að vera fyndin Václav Havel er eitt mikilvægasta leikskáld Evrópu. Hann var aðsóps- mikill andófsmaður gegn mannrétt- indabrotum og eins konar þjóðhetja. Hann sat fyrir vikið í fjölda ára í fangelsi en varð forseti lands síns eftir byltinguna mjúku í Tékkó- slóvakíu árið 1989. í þessu leikriti er skáldið hvorki að fjalla beinlínis um eigið líf né umhverfi heldur hefur verkið víðtækar skírskotanir í hin- um þversagnakennda heimi okkar. „Ég hlakka til frumsýningarinn- ar. Það eina sem ég hef áhyggjur af er að senan sem ég leik í er frekar fyndin og ég er ekki vön að vera fyndin. Þess vegna á ég í mesta basli með að springa ekki af hlátri sjálf,“ segir María að lokum. -ilk Heimspekingurinn fær alls konar gesti. Leikrit eftir Megas frumsýnt: Gefin fyrir drama þessi dama - og öllum stendur Nú er hann Megas búinn að semja leikrit. Um er að ræða einleik sem er þó í fullri lengd og heitir Gef- in fyrir drama þessi dama (og öllum stendur svo innilega á sama). Eini leikarinn er Sigrún Sól Ólafsdóttir en hún útskrifaðist úr Leiklistar- skóla íslands árið 1994 og hefur tek- ið þátt í sýningum eins og Trjóju- dætrum og Ég var beðin að koma. Leikstjóri er Kolbrún Halldórs- dóttir en hún leikstýrir einnig leik- ritunum Kardimommubænum og Hamingjuráninu sem sýnd eru í Þjóðleikhúsinu svo það er nokkuð Ijóst aö hér eru engir byrjendur á ferðinni. svo innilega á sama Leiksýningin verður sett upp í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og samhliða sýningunni verður ljós- myndasýning í hliðarsal þar sem Spessi ljósmyndari ræður rikjum. Verður hann þar með skemmtilega leikmynd sem að mestu er unnin úr fatnaði. Einnig verður gefinn út geisladiskur eftir Megas. Leikritið verður sýnt um helgina, bæði á morgun og á sunnudag, og hefst sýningin kl. 20.00. -ilk Sigrún Sól Óiafsdóttir leikkona. DV-mynd Brynjar Gauti IEIKHÚS Þjóðleikhúsið Nanna systir laugardagur kl. 20.00 sunnudagur kl. 20.00 í hvítu myrkri fostudagur kl. 20.30 laugardagur kl. 20.30 Borgarleikhúsið Ef ég væri gullfiskur fostudagur kl. 20.00 Largo Desolato föstudagur kl. 20.00 Barpar fóstudagur kl. 20.30 laugardagur kl. 20.30 Stone Free laugardagur kl. 20.00 laugardagur kl. 23.30 Loftkastalinn Sirkús Skara Skripó föstudagur kl. 20.00 laugardagur kl. 20.00 Skemmtihúsið Ormstunga föstudagur kl. 23.00 laugardagur kl. 20.30 4 Það er óhætt að segja að morgun- dagurinn verði mjög menningarleg- ur um allt land því fjöldamargar sýningar verða opnaðar þá. Þeirra á meðal er sýning Ólafar Oddgeirs- dóttur sem opnuð verður í Gallerí Horninu. Ólöf ætlar að sýna olíu- málverk en sýningin ber yfirskrift- ina Að nefna til sögunnar. Þar eru nefndar til sögu formæður listakon- unnar og birtast tilvísanir í útsaum þeirra í verkunum. Ólöf stundaði myndlistarnám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hún hefur haldið tvær einkasýning- ar og tekið þátt í tveimur samsýn- ingum. Sýningin mun standa til 9. októ- ber og verður opin alla daga frá kl. 11.00 til 23.30. -ilk Hér er eitt verka Ólafar. íslenska óperan Galdra-Loftur laugardagur kl. 21.00 Höfðaborgin Gefin fyrir drama þessi dama... laugardagur kl. 20.00 sunnudagur kl. 20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.