Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 Fréttir Eldgos í Vatnajökli, einu virkasta eldfjallasvæði landsins: sjöunda tug eldgosa á sögulegum tíma Gosið suður af Bárðarbungu, sem er nýhafið, er ekki einsdæmi á sögu- legum tíma því að það hefst á ná- kvæmlega sama stað og gaus árið 1938. Þá er mörgum enn í fersku minni eldgosið í Grímsvötnum, litlu sunnar, árið 1983. Gosið nú þarf ekki að koma á óvart því að nokkur virkustu eld- stöðvakerfi landsins leynast und- ir Vatnajökli og hafa flest þeirra gosið á sögulegum tíma og haft í for með sér öskuMl og jökul- hlaup sem ollu oft og tíðum tjóni í byggð. Gos á vatnaskilum Gosið nú virðist vera á sprungu sem liggur frá norðri til suðurs og við norðurenda henn- ar eru vatnaskil þannig að það skiptir máli hvort eld- virknin er norðan eða sunnan við skilin varðandi það hvert leysivatnið úr íshell- unni fer. Hingað til hefur mest af þvi streymt til suðurs og í Grimsvötn. Jarðeðlisfræðing- arnir Helgi Björnsson 1 og Páll Einarsson hafa ritað grein um eldstöðvamar í Vatnajökli sem birtist í tímaritinu Jökli árið 1990. í henni kemur fram að sjö megineld- stöðvar hafi verið nafngreindar I jöklin- um en þær eru Bárðarbunga, Grím- svötn, Þórðarhyrna, Kverkfjöll, Breiðabunga, Esjufjöll og Öræfajök- ull. Á sögulegum tíma hafa orðið 63 gos sem full vissa er talin fyrir að rakin verði til Vatnajökuls en óvíst er um 13. í grein þeirra Helga og Páls segir að eldvirknin hafi langoftast verið bundin við eld- stöðvakerfin í Bárðarbungu og Grimsvötnum en í báðum hafi eld- virknin verið æðisveiflukennd og bungusvæðinu norður af Grím- svötnum og svo aftur á nákvæmlega sama stað og nú gýs. skjálftasvæðin kortlögð af mikilli nákvæmni. Þetta er nauðsynlegt þar sem skjálftavirkni í stökum íjöllum er oftast vísbending um hvort um er að ræða virka eldstöð eða ekki. Þeim mun meiri skjálftavirkni því meiri líkur eru á að um megineldstöð sé að ræða. Til viðbótar við það að fylgst hefur verið með jarð- skjálftavirkninni þá hefur yfirborð jarðar undir ís- hellu Vatnajökuls verið rannsakað töluvert með bergmálsmælingum og kortlagt. Með bergmáls- mælingum hafa Kortiö tii vinstri geröu: menn getað Helgl Björnsson, Rnnur Pálsson StaÖSett hafi stöðvamar báðar haft óvenju hægt um sig á síðustu áratugum. Þegar rýnt er í töflu yfir eldgos í Vatnajökli sem fylgir grein þeirra félaga sést að gos í Bárðarbungu hafa verið tíð á árunum frá 1697 og fram undir 1770, eða allt að átta. Síð- an virðist harla fátt hafa gerst fyrr en árið 1933 en þá gýs á Bárðar- Sífellt betri rannsóknaraðferðir Undanfarin ár og áratugi hafa oröið verulegar framfarir í rann- sóknaraðferðum og tækni sem gert hefur mögulegt að fylgjast afar vel með jarðhræringum og eldvirkni og hefur vel verið fylgst með jarðhrær- ingum á Vatnajökli og helstu megineldstöðvarnar undir jöklinum af mikilli nákvæmni þannig að öll vitneskja um eldgos og eldvirkni undir jöklinum byggist núorðið á mjög traustum heimildum. Þær heimildir benda eindregið til þess að Bárðarbunga sé virk megineld- stöð, miðja eldstöðvakerfis sem ligg- ur frá suðvestri um Veiðivötn, Vatnaöldur og Heljargjá og norð- austur á Dyngjuháls og Trölla- dyngju. Mikil jarðskjálftahrina varð í Bárðarbungu árið 1974 og í það minnsta 10 skjálftar urðu sem voru 5 Richterstig eða sterkari. Eldgos varð ekki í kjölfar þeirrar hrinu eins og nú varð en jarðhræringar hafa verið miklar og langvarandi í aðdraganda þessa goss. Þegar hrin- an árið 1974 gekk yfir þá höfðu ekki verið dæmi um slíkt í um hálfa öld. Mælingar sem gerðar voru á jarð- skorpunni þá sýndu að undir Bárð- arbungu er kvikuvasi sem staðfestir að þarna er virkt eldsvæði. Loki ræskir sig Gosið nú er í svokallaðri Lokaeld- stöð sem talin er vera megineld- stöð sem tengd er eldstöðvunum í Bárðarbungu og Grímsvötnum. Loki er 1100-1250 m há gígaröð undir ísnum og er norðurendi hennar nærri vatnaskilum þannig að ef gýs norðarlega á hryggnum er lík- legt að leysivatn- ið úr jöklinum leiti til norðurs og renni þá á end- anum í Jökulsá á Fjöllum. Hins vegar hefur mikið leysivatn frá eldsumbrotunum nú komið sunnan vatnaskilanna og runnið í Gríms- vötn sem voru, þegar umbrotin hófust, tóm að mestu en eru nú orð- in full og búist við að úr þeim hlaupi niður í Skeiðará þá og þegar sem fyrr er sagt. -SÁ Dagfari Skipulagður taprekstur Nú á dögum komast fæstar fjöl- skyldur af án bifreiðar. Helst tveggja. Bifreiðar á íslandi eru dýr- ar í innkaupum, viðhald þeirra og rekstur er fjárfrek útgerð og þar eru tryggingariðgjöldin stór þáttur í daglegum útgjöldum heimilanna. Margoft hafa bifreiðaeigendur kvartað undan háum iögjöldum, en tryggingafélögin hafa jafnan svar- að þeim kvörtunum með því að senda frá sér ítarlegar skýrslur og tjónamöt, þar sem sýnt er fram á að iðgjöldin geri ekki meir en að standa undir tjónabótunum. Er helst að skilja að það sé einvörð- ungu fyrir góðmennsku og göfug- lyndi stjómenda tryggingafyrir- tækjanna að iðgjöldin skuli ekki vera miklu hærri en raun ber vitni. Satt að segja hafa bílatrygg- ingarnar nánast alla tíð verið rekn- ar með tapi og veriö baggi á heild- arrekstri öflugra tryggingafyrir- tækja að sögn þeirra sjálfra. Því vakti það nokkra athygli þegar Félag íslenskra bifreiðaeig- enda tók sig til og leitaði tilboða um lægri bifreiðatryggingar og sjálfur Lloyds í London taldi sig geta boðið betur en markaðurinn hér heima. Nú skyldi maður halda að þess- um tíðindum væri tekið fagnandi af tryggingafyrirtækjunum hér heima sem hafa tapað á útgerðinni. Loksins gætu þau losnað við þessa byrði sem bílatjónin eru og hafa valdið umtalsverðu tapi í trygging- arbransanum ár eftir ár. En göfuglyndi tryggingafélag- anna er engu líkt. Þau hafa gripið til þess ráðs að undanfomu að fylgja fordæmi FÍB og Lloyds og lækka iðgjöld sín, um allt að 30%! Bifreiðaeigendur vita ekki hvað- an á sig stendur veðrið og eru nú allt í einu hinir eftirsóttustu kúnn- ar. Bifreiðatryggingamenn viður- kenna fúslega að þessar lækkanir muni leiða til stórfellds taps og tjóns fyrir fyrirtæki og segja reyndar að Lloyds muni aldrei get- að haldið út á íslenska markaðnum með svona lágar iðgjaldagreiðslur. Engu að síður eru íslensku tryggingafélögin ákveðin í að tapa á sínum tryggingum og í stað þess að draga sig í hlé og þakka Lloyds og FÍB fyrir að taka af sér ómakið, em tryggingafélögin komin í kapp- hlaup um að fá að tapa sem mest! Það eru engin takmörk fyrir vel- vilja tryggingafélaganna í garð bílaeigenda. Ef svona heldur áfram má reikna með að flest tryggingafé- lögin verði komin á hausinn innan fjögurra, fimm ára, og öllu þessu er til fórnað til að geta tapað á bif- reiðatryggingunum. Það er sem sagt betra að tryggja bílana með tapi heldur en að losna við bila- tryggingarnar og leyfa öðrum að fara á hausinn. Nú era hinir vönd- uðustu og ríkustu menn komnir i harða samkeppni um að fá að fara fyrstir á hausinn! Það má auðvitað velta því fyrir sér hvort Félag íslenskra bifreiða- eigenda er að gera rétta hluti með því að valda bifreiðatryggingafyrir- tækjunum þessum vandræðum. Bílatryggingafyrirtækin eru bestu vinir bíleigenda. Bílatryggingarnar hafa haldið iðgjöldunum í lág- marki og tapað á rekstrinum til þess eins að gera bifreiðaeigendum kleift að reka bíla sína. Bifreiða- tryggingafyrirtækin sýna enn einu sinni góðan hug sinn og göfug- mennsku til að koma til móts við þarfir bifreiðaeigenda með því að lækka iðgjöldin verulega í krafti samkeppninnar frá Lloyds. Og samt er Félag íslenskra bif- reiðaeigenda að ganga fram fyrir skjöldu og reyta þá litlu peninga, sem eftir era í tryggingarbransan- um, af þessum velvildarmönnum bíleigenda. Sjaldan launar kálfur ofeldið. Dagfarl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.