Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 5 pv________________________________________Fréttir Fjárlagafrumvarpið 1997 lagt fram 1 gær með afgangi: Sólarglenna en ekki eldur og brennisteinn - sagði Friðrik Sophusson Qármálaráðherra „Það er vart hægt að segja að það rigni eldi og brennisteini í þessu frumvarpi heldur öllu heldur að það gæti sólarglennu," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra við upphaf blaðamannafundar í gær þegar fjárlagafrumvarp fyrir árið 1997 var kynnt. Friðrik hafði ástæðu til að slá á létta strengi í miðjum eldsumbrotum í Vatnajökli því eftir samfelldan hallarekstur frá árinu 1985 lagði hann fram frum- varp með 1,1 milljarðs króna tekju- afgangi. Útgjöld ríkissjóðs eru áætluð 124.3 milljarðar króna á næsta ári og lækka að raungildi um 2,5%, eða um 3 milljarða þegar tekið hefur verið tillit til flutnings grunnskóla til sveitarfélaga. Tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 125.4 milljarðar. Aukin umsvif í efnahagslífinu, m.a. stækkun ál- vers, skila sér í auknum tekjum, eða um 3 milljörðum að raungildi. Á móti vegur tilfærsla tekjustofna til sveitarfélaga vegna yfirtöku grunn- skólans. Að henni frátalinni lækka tekjur ríkissjóðs sem hlutfaU af landsframleiðslu lítiUega miUi ára. Á næsta ári er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs lækki sem hlutfaU af landsframleiðslu annað árið í röð. Lækkunin endurspeglast í lækkun heildarskulda hins opin- bera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, úr 55,5% af landsframleiðleiðslu 1996 í ríflega 53% árið 1997. Gangi áform fjárlaga eftir mun rikissjóður, í fyrsta skipti í hálfan annan áratug, greiða niður skuldir sínar um 2,3 miUjarða króna. Láns- fjárþörfm lækkar um 7,5 miUjarða frá árinu 1996. Friðrik Sophusson sagði það stefnu ríkisstjómarinnar að nýta efnahagsbatann til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, eUa muni byrðin á ungu kynslóðinni aukast enn frek- ar. Nú er svo komið að vaxtagjöld eru orðin annar útgjaldamesti liður fjárlaga á eftir heilbrigðismálum. Á næstu ámm fara 13 til 14 mUljarðar á ári i vaxtagjöld en frá árinu 1995 hefur ríkissjóður greitt 110 mfllj- arða króna í vaxtagjöld. Skuldir rík- issjóðs samsvara 3,5 mflljóna króna skuld á hverja 4ra manna fjöl- skyldu. HaUdór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sat kynningarfundinn með Friðriki. Hann tók undir með fjár- málaráðherra að lækka þyrfti skuld- ir ríkissjóðs. Markmiðið væri að um aldamót væru skuldirnar komn- ar niður í 3 miUjónir á hverja 4ra manna fjölskyldu. HaUdór sagði að eflaust yrði deflt um þetta frumvarp sem önnur en það væri t.d. gott inn- legg í komandi kjarasamninga. Frumvarpið sýndi svigrúm tU nokk- urra launahækkana. Á meðfylgjandi grafi má sjá þróun á afkomu ríkissjóð samanborið við viðskiptajöfnuð sem hlutfaU af lands- framleiðslu ffá árinu 1981. -bjb Afkoma ríkissjóðs* og viðskiptajöfnuður —hlutfall af landsframleiöslu frá 1981- ■m Afkoma ríkissjóös t’r* Viöskiptajöfnuður 1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 *Á árinu 1996 má rekja halla sem svarar til 2% af VLF til sérstakrar innköllunar sparisklrteina. Samtök fámennra skóla: Mælikvarði mennta- málaráðherra ónothæfur DV, Akureyri: „Samtökin vekja athygli á því aö yfirlýst ástæða þessa niðurskurðar er að þessir skólar eru fámennir á mælikvarða framhaldsskóla og kostnaður á nemanda meiri en í fjölmennum skólum. Samtökin henda á að slíkur mælikvarði sé al- gerlega ónothæfur þegar meta á mikUvægi skólahalds í strjálbýli og viðgangur bæöi grunn- og fram- haldsskóla er ein af meginstoðum hvers byggðarlags," segir í ályktun aðaUundar Samtaka fámennra skóla. Samtök fámennra skóla eru sam- tök kennara og skólastjóra sem starfa við fámenna skóla, eins og nafnið gefur tU kynna, og aðalfund- ur þeirra lýsti miklum áhyggjum af þeim niðurskurði sem þrír fámenn- ir framhaldsskólar á landsbyggð- inni verða nú aö sæta en tveir þeirra eru í S-Þingeyjarsýslu. Þá benti fundurinn á mikUvægi þess að endurskoðuð aðalnámskrá grunnskóla hefði nægjanlegan sveigjanleika tU að ólíkar skólagerð- ir gætu skipulagt starf sitt á eigin forsendum innan ramma hennar. gk Friörik Sophusson fjármálaráöherra gluggar í fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1997 með bros á vör enda var frum- varpiö kynnt með 1,1 milljarðs tekjuaf- gangi eftir samfelldan hallarekstur rík- issjóðs frá 1985. Að baki honum er Halldór Ásgrímsson, öllu alvarlegri. DV-mynd BG SVARTI SVANURINN 10ÁRA Kjúklingaborgari m/sósu og káli + franskar 350 kr. 2m SVARTISVANURINN JAMDAMDÚ! ■Já nú ergaman því allar haustvörumar streyma inn. Sjáid til dæmis þennan frábæra sænska sófa sem allir myndu vilja hafa í stofunni hjá sér. Hvernig væri nú ad líta til okkar og prófa þennan þægilega sófa ? Joker 2ja sæta sófi kr. 56.660,- 3ja sæta sófi kr. 71.860,- Jokersófasett3-1-1 kr. 154.780,- sófasett3-2-1 kr. 169.980,- Joker 6 sæta hornsófi kr. 159.980,- Vid bjódum upp á húsgögn fyrir öll herbergi heimilisins. Sparadu þér sporin og komdu í stærstu húsgagnaverslun landsins. Máttureð3 goð greiðslukjor Veríd velkomin ^*sT ( E Við opnum kl.9 Mánud.-Laugard. % HUSGAGNAHOLLIN Bíldshöfði 20 -112 Rvik - S:587 1199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.