Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 25 íþróttir Róbert Duranona: „Ég var dálítið stressaöur í byrjun en þetta lagaðist. Mér líöur vel i landsliðshópnum en það eina sem mætti vera betra er að fáir í hópnum tala spænsku og ég get litiö annað talað en það tungumál," sagði Duranona. Guðmundur Ingvarsson, for- maður HSÍ, var ánægður með sigur- inn og sagðist bjartsýnn á framhald- ið. Þá var hann mjög kátur meö fram- kvæmd heimamanna á leiknum Sigurður Bjarnason meiddist á ökkla í upphitun fyrir leikinn í gær- kvöldi. Hann kom aðeins inn á en fann sig ekki og Þorbjöm þjálfari ákvað að hvíla hann fyrir átökin í Grikklandi um helgina. Dómaradúetttnn í leiknum kom frá Lúxemborg og var afspyrnuslak- ur. Annar dómarinn dæmdi leik gegn Rússlandi i Kaplarika ekki alls fyrir löngu og leyfði þá islenska liðinu nánast hvað sem var. 1 gær var allt annað upp á teningnum, hann og fé- lagi hans dæmdu nánast á allt sem hreyfðist. IHClflHP Bradford-Swindon.....2-1 QPR-Port Vale........1-2 Wolves-Bolton........1-2 Guðni Bergsson og félagar tylltu sér á topp 1. deildarinnar meö þessum sigri. ÞÝSKtlAHD Bayem Mtinchen lagði Borussia Mönchengladbach, 1-2, í 2. umferö þýsku bikarkeppnninar. Stranz og Zickler geröu mörk Bæjara. ÍX»‘ Iwl* Tveir leikir voru í 2. umferð bikar- keppninnar, síðari leikir. Perugia tapaði fyrir Nocerina, 1-2, og saman- lagt 1-2 og Genúa lagði Sampdoria, 2-0, og samanlagt 4-2. ITf) tRAKKUHD Auxerre-Monaco . . . . .... 2-0 Bastia-Nantes . ... 0-0 Bordeaux-Strasbourg . . . . .1-2 Metz-Cannes . ... 0-0 Marseifle-Guingamp . .... 2-1 Liile-Caen .... 1-0 Lyon-Paris SG .... 1-1 Rennes-Montpellier ,. .... 2-0 Niee-Nancy .... 1-0 Paris 10 6 4 0 15-3 22 Bastia 10 5 4 1 16-9 19 Bordeaux 10 4 5 1 11-5 17 Auxerre 10 4 5 1 10-4 17 Lyon 10 4 5 1 14-9 17 Metz 10 4 5 1 10-6 17 Jafnt hjá Börsungum Úrslit leikja á Spáni í gær: Deportivo-VaUecano , .... 1-1 Extremadura-Santander . . ... 1-2 Valencia-Logrones ., . .... 0-1 Celta-Oviedo .... 3-1 Bilbao-R. Sociedad . . . ... 1-3 Hercules-Betis .... 0-1 Barcelona-Tenerife ., . ... 1-1 Gijon-Compostela . . . . ... 1-1 Barcelona og Real Madrid em efst og jöfn með 14 stig. -gk/GH Betri heima DV, Akureyri: „íslenska liðið var betri aðilinn í leiknum. Ég er með ungt og reynslulítið lið og það háði okk- ur. Annars voru mínir menn að leika slakan leik að þessu sinni en íslenska liðið liðið ekkert sér- staklega vel,“ sagði Panagiotis, þjálfari Grikkja, eftir leikinn. „í Grikklandi verðum við betri.“ Þegar þjálfarinn var spurður hvort menn hans hefðu möguleika á að sigra íslenska liðið svaraði hann hann stutt og laggott: „Við spilum alltaf til sig- urs.“ Meira fékkst ekki upp úr honum annað en þakkir fyrir góðar móttökur á Akureyri. -gk Aftur á kortið DV, Akureyri: „Fyrri hálfleikurinn var góð- ur hjá okkur en sá síðari slakur og við þurfum að læra að spila vel í 60 mínútur. Leikurinn úti verður án efa erfiður en viö eig- um að vinna þetta lið hvar sem er. Ég er bjartsýnn á leikinn í Grikklandi og við getum bara hætt þessu ef við töpum þar. Við ætlum að koma íslandi aftur á kortið í handboltanum, það kem- ur ekkert annað til greina eftir brösótt gengi og HM-skandal- inn,“ sagði Ólafur Stefánsson eft- ir leikinn. -gk DV Góð stemning DV, Akureyri: Á byrjunarreit DV, Akureyri: „Það var gaman að koma heim og að venju góð stemning í KA- húsinu,“ sagði Patrekur Jóhann- esson eftir sigurinn á Grikkjum. „Við spiluðum góðan fyrri hálfleik en sumir okkar heföu þó átt að nýta dauðafærin betur. í síðari leiknum kemur ekkert annað til greina en sigur. Við megum alls ekki tapa stigum í Grikklandi og við verðum líka að huga að markatölunni ef svo illa tækist til að við myndum lenda í 2. sæti í riðlinum, því það lið sem nær bestum árangri af þeim sem hafiia í 2. sæti í riðlinum kemst til Japans. Við ætlum okkur beina leið þangað." -gk „Þetta var enginn glans hand- bolti enda bauð andstæðingur- inn ekki upp á slíkt. Ég hefði viljað sjá betri nýtingu hjá okk- ur úr dauðafærum. Þessi leikur og leikurinn i Grikklandi verða eins og svart og hvítt því heima- völlur skiptir þá miklu. Það má því alveg orða það þannig að við séum á byrjunarreit, sigurinn í kvöld telur ekkert þegar út í hinn leikinn kemur. En það er hins vegar ljóst að við förum ekki til Grikklands til annars en að sigra,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins. -gk Islenska landsliðið í knattspyrnu til Litháens í morgun: Hugur i strakunum íslenska landsliðið í knattspymu hélt utan til Litháens snemma í morgun en á laugardaginn mætir liðið heimamönnum í riðlakeppni heimsmeistaramótsins. Leikurinn verður háður í höfuðborginni Vilní- us og hefst hann klukkan 15.30 að ís- lenskum tíma. Báðar þjóðirnar hafa lokið einum leik til þessa í riðlin- um. íslendingar léku fyrr í sumar í Reykjavík og lyktaði leiknum með jafntefli, 1-1. Litháar léku á dögun- um við Rúmena og töpuðu leiknum, 3-0. Leikurinn við Litháa verður ef- laust íslenska liðinu erfiður en Loga Ólafssyni landsliðsþjálfara hefur tekist að velja sitt sterkasta lið. At- vinnumennimir í liðinu voru að tínast til landsins í gær og var æf- ing undir kvöld á Valbjamarvell- inu. Guðni Bergsson fyrirliði og Láms Orri Sigurðsson vom þeir einu sem vantaði á æfinguna. Guðni var að leika með Bolton í gærkvöldi gegn Wolves og Lárus Orri hjá Stoke City, sem dvalist hefur í heimahögunum á Akureyri síðan á mánudag, komst ekki í flugi til Reykjavíkur þar sem ekkert var flogið vegna gossins. Hann fór akandi til Reykjavikur í gærkvöldi. Guðni kemur til móts við hópinn í Vilníus í kvöld. Leikurinn gegn Lit- háum er tímamótaleikur hjá Guðna en þá nær hann þeim merka áfanga að klæðast landsliðspeysunni í 70. skiptið. Það var létt yfir mannskapnum á æfingu í gærkvöldi og menn stað- ráðnir í því að sækja góð úrslit til Vilníus. Atvinnumenn okkar hafa verið að standa sig vel með sínum liðum síðustu daga. Þórður Guð- jónsson átti stórleik með Bochum gegn Schalke í þýsku bikarkeppn- inni í fyrrakvöld þar sem hann skoraði tvö mörk í góðum útisigri liðsins. Birkir Kristinsson mark- vörður er búinn að endurheimta sætið hjá Brann. Hann hefur leikið siðustu tvo leiki liðsins og fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í deildarleik á sunnudaginn var. Litháar leggja mikið upp úr leikn- um við íslendinga. Þeir eru meðvit- aðir um það að til að eiga möguleika í riðlinum verða þeir að vinna leiki sina á heimavelli. Þjálfari Litháa hefur fengið alla atvinnumennina, sem leika með félögum á megin- landi Evrópu, lausa í þennan leik. Sigur gegn íslendingum er krafa eft- ir slaka frammistöðu gegn Rúmen- um í fyrsta leik. Þar þótti liðið ekki leika sannfærandi. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari leggur áherslu á að liðið komi heim frá Litháen með að minnsta kosti eitt stig í farteskinu. Það er í nógu að snúast hjá ís- lenska liðinu því eftir leikinn í Viln- íus hefst undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Rúmenum sem verður í Reykjavík á miðvikudagskvöldið. Atvinnumennirnir hafa allir leyfi frá sínum félögum fram yfir leikinn gegn Rúmenum og koma því allir með heim til íslands eftir leikinn við Litháa. -JKS íslenska landsliöiö æfði á Valbjarnarvelli í gær en í morgun hélt liöiö til Litháens. Logi Ólafsson landsliösþjálfari og Birkir Kristinsson markvöröur ræöast viö í léttum tón og á innfelidu myndinni eru Ólafur Þórðarson og Kristján Finnbogason í léttum leik. DV-mynd Brynjar Þú getur unnið tvo stúkumiða á landsleik íslands og Rúmeníu þann 9. október í skemmtilegri knattspyrnugetraun í SÍma 904-1750. f+amm 9 0 4 • 1 7 5 0 Verö aðeins 39,90 mín. Handknattleikur: Kjartan á Ameríkuleikana Kjartan Steinbach, nýkjörinn formaður dómaranefndar Al- þjóðahandknattleikssambands- ins, hefur haft í nógu aö snúast síðan hann var kjörinn for- maður á ársþingi IHF í Atlanta í sumar. Kjartan hefur verið á ferð á flugi og haldið dóm- aranámskeið. Nú er hann á leið til Colarado í Bandaríkjunum þar sem Ameríkuleikarnir í handknattleik verða haldnir. Starfið erfitt í byrjun Leikarnir eru um leið forkeppni að heimsmeistara- mótinu í Japan næsta. Kjartan er eftirlitsmaður IHF í Colarado en samhliða leikunum mun hann stjórna dómaranámskeiði. Kjartan sagði í samtali við DV að starfið hefði verið erfitt í byrjun. Hann væri að koma sér inn í hlutina og eftir það hlyti að fara að hægjast um. -JKS Geir Sveinsson flýgur hér inn af línunni gegn Grikkjum á Akureyri í gærkvöldi. Á innfelldu myndinni fagnar Gústaf Bjarna- son einu af 5 mörkum sínum í leiknum. Islendingar unnu stórsigur og þjoöirnar mætast í Aþenu á sunnudag. DV-mynd GS Undankeppni HM í handknattleik: Grikkir gerðu okkar mönnum engan grikk - og íslendingar unnu 11 marka sigur í fyrsta leik sínum DV, Akureyri: „Ég er mjög ánægður með að hefja keppnina í riðlinum með sigri og fá tvö stig og 11 mörk í plús. Fyrri hálfleikur okkar var mjög góður, sá síðari slakari enda erfitt að spila með mikla forystu. í leiknum í Grikklandi getur allt gerst, þeir eru án efa betri þar og við lifum ekki á þessum sigri þar. En það er öruggt að við förum ekki til Grikklands um helgina til annars en að sigra,“ sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari íslenska landsliðsins í hand- knattleik, eftir sigur, 32-21, gegn Grikklandi í fyrsta leik íslands í forkeppni HM ’97 sem fram fór á Akureyri í gærkvöldi. íslenska liðið mætti ferskt til leiks. Vömin veit sterk og hraðaupphlaupin runnu fal- lega í gegn hvað eftir annað með Gústaf Bjarnason sem skæðasta mann. Eftir stöð- una, 2-2, breyttist hún í 11-3 og 16-6 í hálfleik. Með svona forskot er erfitt að halda einbeitingu og það gerði ís- lenska liðið heldur ekki. Grikkirnir léku að vísu mun betur í seinni hálfleik og þá kom í ljós að þeir eiga 2-3 leikmenn sem verður að gæta sérstaklega vel í siðari leiknum. Gústaf og Konráð léku mjög vel Hornamennirnir Gústaf og Konráð Olavsson í vinstra horninu komust mjög vel frá leiknum, skor- uðu 10 mörk í jafnmörgum tilraunum. Aðrir leikmenn voru flestir jafhir og liðið í heild virkaði mjög sannfær- andi á meðan það var að gera út um leikinn, sérstak- lega í vörninni. Grikkirnir léku lengst af allt að því maður á mann vöm hálfan völlinn sem er nokkuð sem er erfitt að venjast, en þá gildir að menn hreyfi sig vel án bolt- ans og það gerðu okkar menn í fyrri hálfleik með góðum árangri. Þjóðimar mætast aftur í Aþenu á sunnudaginn. Grikkir eru erfiðir heim að sækja, heimavöllur þeirra er mikil ljónagryfja og því mega strákamir okkar ekki vanmeta andstæðinga sína þótt stórsigur hafi unnist í gær. -gk íþróttir Gunnar og Sigurður þjálfa Keflavík Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvinsson voru í gær ráðnir þjálfarar hjá 1. deildar liði Kefl- víkinga í knattspymu. Þeir taka við starfi Kjartans Mássonar sem í gær var ráðinn framkvæmda- stjóri félagsins. Þeir Gunnar og Sigurður eru öllum hnútum kunnugir hjá Keflavík enda hafa þeir báðir leikið um árabil með liöinu. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Framtíðin er björt. Margir eöiilegir strákar eru hjá félaginu enda hefur unglingastarfið verið öflugt hjá Keflavík. Við Gunnar þekkjum vel til hvor annars og höfum verið persónulegir vinir í 15 ár,“ sagði Sigurður í spjalli við DV í gærkvöldi. „Það verður gaman að takast á við þetta verkefni. Liðið er imgt og efnilegt og við stefnum að því að koma liðinu ofar á töfluna en í sumar,“ sagði Gunnar Oddsson. „Kjartan Másson óskaði eftir því að fara frá þjálfun. Hann lagði ríka áherslu að fá Sigurð og Gunnar til að taka við af sér og mun hann verða þeim til trausts og halds, auk þess sem hann mun vinna að framgangi félagsins," sagði Jóhannes Ellertsson, for- maður knattspyrnuráðs Keflavík- ur, í gær. Jóhannes sagði að leik- mannahópurinn yrði óbreyttur að því undanskildu að Gunnar Oddsson myndi leika með liöinu. Þá var gengið ffá því að Vilimir Sargic verði yfirþjálfari allra yngri flokka Keflvíkinga. -ÆMK/GH Gunnar Kjartan Oddsson. Másson. Maradona með heila- skemmd og í lífshættu Diego Maradona hefur orðið fyrir heilaskemmdum af völdum fikni- efnaneyslu og er í lífshættu, að sögn sérfræðings í Argentínu sem stund- ar þennan dáða en umdeilda knattspymumann. Sérfræðingurinn segir að ástand hans sé þannig að hann geti hvenær sem er látist fyrirvara- laust. Maradona, sem verður 36 ára í næsta mánuði, viðurkenndi fíkn sína fyrir nokkru og hefur barist við hana síðan. Hann var á sínum tíma dæmdur í leikbann á Ítalíu vegna neyslunnar og var síðan rekinn úr heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum 1994 af sömu sökum eins og frægt varð. -VS ísland (16) 32 Grikkland (6)21 1-0, 2-2, 6-2, 11-3, 14-4 (16-6), 16-8, 21-8, 24-13, 26-17, 30-20, 32-21. Mörk íslands: Valgarö Thoroddsen 7, Konráö Olavsson S, Gústaf Bjarna- son 5, Patrekur Jóhannesson 5/1, Ólafur Stefánsson 4, Róbert Dura- nona 4/1, Ingi Rafn Jónsson 2. Varin skot: Guömundur Hrafnkels- son 10/1, Bjarni Frostason 4. Mörk Grikkja: Gramatikos 8/3, Grispos 3, Messinis 3, Kamos 2, Dou- roklakis 2, Georgoudis 2, Kalaitzis 1. Varin skot: Kalogeropopulos 8, Prodromidis 2. Brottvisanir: fsland 18 min., Grikk- land 12. Dómarar: Spartz og Leyer frá Lux- emborg. Hörmulega slakir, síflaut- andi og rekandi menn út af af minnsta tilefni. Áhorfendur: Fullt hús. Menn leiksins: Homamennirnir Konráö Olavsson og Gústaf Bjama- son. 13 mörk úr hraðaupphlaupum íslenska liðið skoraði 13 mörk úr hraðaupphlaupum, 6 mörk komu eftir gegnumbrot, 4 mörk komu úr homunum, 4 af línunni, 3 úr langskotum og 2 mörk úr vítum. NAMSKEIÐ haust 1996 íþróttateipingar (fætur) 12 kennslutímar íþróttateipingar (hendur) 12 kennslutímar íþróttateipingar (allur líkaminn) 25 kennslutímar íþróttameiðsli (fyrsta hjálp) 20 kennslutímar Mjólkursýrumælingar, 8 kennslutímar Upplýsingar og skráning Heilsuverið Krókhálsi 5,110 Reykjavík Sími 567-7270 Körfuboltinn á Lengjunni DHL-dei f oevina - Miieu^u iviciwi Haukar - Grindavík KR-ÍA Keflavík - ÍR Þór A. - Tindastóll IðinsvéOB 1,70 8,40 1,40 1,20 9,55 2,05 1,25 9,25 1,95 1,45 8,10 1,65 1,90 2,75 2,80 Kö. Kn,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.