Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 Afmæli__________________ s Asgeir Höskuldsson Ásgeir Höskuldsson, fyrrv. póst- varðstjóri, Austurbrún 6, Reykja- vík, verður áttræöur á morgun. Starfsferill Ásgeir fæddist að Hallsstöðum í Nauteyrarhreppi við Djúp og ólst þar upp til sjö ára aldurs en fluttist þá með foreldrum sínum að Tungu í sömu sveit. Hann kynntist snemma öOum sveitastörfum þess tíma, stundaði nám við MA 1933-36 en fór aftur heim og gerðist ráðsmaður hjá móður sinni er faðir hans lést. Hann tók síðan við búskap í Tungu og bjó þar til 1942 er hann gerðist kaupamaður og síðan ársmaður, m.a. á Laugabóli og Kirkjubóli í Langadal. Hann gerðist síðan ráðs- maður að Lundi í Lundarreykjadal hjá Herluf Clausen 1944 en lenti þá í slysi er íbúðarhúsið að Lundi brann 9.11.1944. Ásgeir flutti þá til Reykja- víkur og hefur búið þar síðan. Ásgeir hóf störf hjá Pósti og síma 1945, var póstburðarmaður þar í nokkra daga, síðan póstafgreiðslu- maður, var póst- og símstöðvarstjóri á Keflavíkurflugvelli 1946-47, varð síðan yfirpóstafgreiðslumaður og lcks póstvarðstjóri. Ásgeir sat i hreppsnefnd Nauteyr- arhrepps 1938-42, sat í stjóm deild- ar Kaupfélags ísfirðinga í Nauteyrarhreppi 1940-42, í stjórn Ungmennafélags- ins Huld um árabil. Hann sat í stjórn Póst- mannafélags íslands 1945-70 og var formaður þess 1968-70, sat í stjórn Norræna póstmanna- ráðsins 1968-70 og var formaður þess 1969. Ásgeir starfaði i Fram- sóknarflokknum 1940-51, var einn af stofnendum Þjóðvarnarflokks íslands og var tvisvar í framboði fyrir flokkinn í Noröur-ísafjarðarsýslu. Hann var varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1962-66. Þá var hann for- maður Öldrunardeildar Póstmanna- félags íslands 1982-86. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 21.6. 1941 Ingileif Guðbjörgu Markúsdóttur, f. 23.4. 1918, d. 8.8.1976, húsmóður. Hún var dóttir Markúsar Kr. Finnbjörnsson- ar, útvegsb. á Sæbóli í Aðalvík, og k.h., Herborgar Árnadóttur frá Skáladal í Sléttuhreppi. Synir Ásgeirs og Ingileifar: Hö- skuldur Borgar Ásgeirsson, f. 3.12. 1941, d. 9.11. 1944; sveinbam er dó í fæðingu 1943; Ásgeir Ás- geirsson, f. 14.4. 1951, d. 15.8. 1951. Kjörsynir Ásgeirs og Ingileifar eru Ásgeir Ás- geirsson, f. 1.9. 1951, starfsmaður við slátur- hús i Danmörku, kvænt- ur Ástu Sigríði Hall- dórsdóttur húsmóður og sjúkraliða, og eiga þau þrjú böm, auk þess sem Ásgeir á dóttur frá því áður; Höskuldur Borgar Ásgeirsson, f. 29.3. 1952, framkvæmdastjóri markaðssviðs ís- lenskra sjávarafurða, kvæntur Elsu Þuríði Þórisdóttur húsmóður og eiga þau þrjú böm, auk þess sem Höskuldur á son frá því áður. Systkini Ásgeirs; Jón Kristinn Höskuldsson, f. 24.3. 1918, d. 1.1. 1996, lengst af leigubílstjóri í Kópa- vogi, var kvæntur Kristrúnu Magn- úsdóttur frá Amþórsholti og eru synir þeirra þrír; Guðmundur Hösk- uldsson, f. 18.6. 1919, lengst af full- trúi hjá Samvinnutryggingum, kvæntur Guðnýju Ásgeirsdóttur húsmóður og eiga þau fimm börn; Aðalsteinn Höskuldsson, f. 23.8. 1920, d. 17.4. 1987, starfsmaður hjá Seðlabankanum, var kvæntur Kar- ólínu Sigríöi Jónsdóttur úr Hrúta- firði en slitu samvistum og eru syn- ir þeirra tveir en seinni kona Aðal- steins var Björk Friðriksdóttir úr Reykjavík og eignuðust þau fjögur börn; Níelssína Steinunn, f. 10.1. 1927, d. 5.1. 1928. Foreldrar Ásgeirs voru Höskuld- ur Kristinn Jónsson, f. 24.12.1888, d. 14.7. 1936, b. á Hallsstöðum og í Tungu, og k.h., Petra Guðmunds- dóttir, f. 9.6. 1888, d. 7.6. 1958, hús- freyja og ljósmóðir. Ætt Bróðir Höskuldar var Jón, faðir Höskuldar, forstjóra ÁTVR. Hösk- uldur var sonur Jóns, b. í Hlíðar- húsum á Snæfjallaströnd, Egilsson- ar, sjómanns á Snæfjallaströnd, Þor- grímssonar. Móðir Höskuldar var María Kristjánsdóttir, vinnumanns á Laugalandi. Petra var dóttir Guðmundar, hús- manns í Þernuvík, Sveinssonar, og Petm Guðmundsdóttur, b. í Rima í Laugardal á Barðaströnd, Ólafsson- ar. Ásgeir tekur á móti gestum í safn- aðarheimili Áskirkju annað kvöld, föstudaginn 4.10., frá kl. 17-19. Ásgeir Höskuldsson. Ólafur Th. Ólafsson Ólafur Th. Ólafsson, framhalds- skólakennari og myndlistarmaöur, Lambhaga 26, Selfossi, er sextugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Þingholtunum og í Rauð- arárholtinu og síðan í Hafnarfirði. Hann lauk prófi frá Flensborgar- skólanum, stundaði nám í húsamál- un um skeið, lauk réttindaprófum i bílamálun, stundaði nám við mál- unardeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1976-79 og stundaði síðan réttindanám við KHÍ 1989-90. Ólafur stundaði bílamálun og skiltamálun til 1982 en hefur síðan verið kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ólafur var formaður Félags harmoníkuunnenda á Selfossi og nágrenni 1991-96. Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Sigrún Gyða Sveinbjörnsdóttir, f. 12.5. 1937, sjúkraliði við Sjúkrahús Suður- lands á Selfossi og formaður Þroska- hjálpar á Suðurlandi. Hún er dóttir Sveinbjöms Ó. KristjánssonEur og Guðrúnar Sigurðardóttur, fyrrum bænda í Vesturkoti á Skeiðum. Böm Ólafs og Sigrúnar Gyðu eru Elín Vigdís Ólafsdóttir, f. 24.1. 1958, grunnskólakennari, gift Ólafí Hauki Matthíassyni og eiga þau þrjá syni; Hrund Ólafsdóttir, f. 17.1. 1959, bók- menntafræðingur framhaldsskólakennari, gift Sveini Harðarsyni verkamanni og eiga þau fjögur börn; Bragi Ólafs- son, f. 16.12. 1961, kvænt- ur Sólveigu Guðmunds- dóttur og eiga þau sex börn; Ólafur Þór Ólafs- son, f. 2.7. 1964, iðnverka- maður; Sigrún Ólafsdótt- ir, f. 31.8. 1968, leikkona. Hálfsystur Ólafs, sam- mæðra, eru Jónína Björg Gísladóttir, f. 2.9. 1947, þroskaþjálfi; Bryndis Gísladóttir, f. 5.10. 1950, hjúkrunarfræðingur; Kristín Ema Gísladóttir, f. 6.2. 1953, veitingamað- ur. Foreldrar Ólafs: Ólafúr Snóksdalín Ólafsson, f. 11.11. 1904, d. 4.11. 1969, lögregluþjónn í Reykjavík, og Guðmund- ína Þuríður Bjömsdóttir, f. 9.4. 1914, húsmóðir í Hafnarfirði og Reykjavík. Ætt Ólafúr var sonur Ólafs Jó- hannssonar og Elínar Vig- dísar Óladóttur sem lengst af bjuggu í Ólafsey á Breiðafirði. Guðmimdína var dóttir Bjöms Bjömssonar veggfóðrarameistara og k.h., Jónínu Jensdóttur húsmóður, sem bjuggu í Reykjavík. Ólafúr verður að heiman á afmæl- isdaginn. Ólafur Th. Ólafsson. Einar Nikulásson Einar Nikulásson forstjóri, Breiðagerði 25, Reykjavík, er sjötug- ur í dag. Starfsferill Einar fæddist í Doktors- húsinu, Vesturgötu 25 í Reykjavík, en ólst upp við Hringbrautina. Hann er raf- virkjameistari að mennt. Einar stofnaði eigið fyrir- tæki árið 1945, E.N. lampa hf., og hefur rekið það síðan en það er nú til húsa að Skeifunni 3B. Hann er fyrstur manna í Evrópu til að framleiða flúrlampa og hefur hannað lampa fyrir mörg stærstu fyrirtæki landsins. Þá hefur hann flutt út lampa, m.a. til Noregs. Einar var stjórnarmeðlimur í Ex- marco í Chicago 1975-85 og sat í stjóm Promatex i Belgíu 1973-80. Hann stofnaði bátafélagið Snarfara og sat í stjórn þess í mörg ár. Íhnar krantist 2.12.1944 Kristínu Þórarinsdóttur, f. 6.9. 1922, húsmóð- ur og píanókennara. Hún er dóttir Þórarins, b., bókara og rithöfundar af Reykjaætt, Árnasonar, prófasts Þórarinssonar, og konu Þórarins, Rósu, húsmóður og kirkjuorganista, Lárusdóttur, prests á Breiðabólstað, Hall- dórssonar, af Hjarðar- fellsætt. Börn Einars og Kristín- ar eru Rósa, f. 17.3. 1945, húsmóðir, gift Guðmundi Ingimund- arsyni viðskiptafræð- ingi og eiga þau þrjú böm; Ragnar Már, f. 5.9. 1947, framkvæmda- stjóri í Reykjavík, en kona hans er Arngunn- ur Atladóttir og á hann einn son; Þórhildur, f. 13.11. 1953, húsmóðir í Reykjavík og á hún fimm böm; Nikulás, f. 2.3. 1955, raf- virki í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Unnsteinsdóttur og eignuðust þau fjögur börn. Systkini Einars: Stefán, f. 23.4. 1915, nú látinn, viðskiptafræðingur, var kvæntur Sigrúnu Bergsteins- dóttur; Ragnheiður, f. 4.8. 1917, hús- móðir í Reykjavík, ekkja eftir Magn- ús Pálsson glerslípunarmann; Hall- dór, f. 22.6. 1919, rafvirki í Reykja- vík; Unnur, f. 21.1. 1924, húsmóðir og píanóleikari í Reykjavík, ekkja eftir Einar Eyfells vélaverkfræðing; Halla, f. 17.5. 1931, húsmóðir í Reykjavík, gift Þórði Þorvarðarsyni deÚdarstjóra. Foreldrar Einars: Nikulás Frið- riksson, f. 29.6. 1887, d. 1947, raf- magnsumsjónarmaður í Reykjavík, og k.h., Ragna Stefánsdóttir, f. 6.4. 1889, d. 29.3. 1974, húsmóðir. Ætt Nikulás var sonur Friðriks, b. á Litluhólum í Mýrdal, bróður Er- lends, afa Erlends EinarssonEU-, for- stjóra SÍS. Friðrik var sonur Björns Bergsteinssonar, b. á Dyrhólum, bróður Þuríðar, langömmu Berg- steins brunamálastjóra og Ólafs G. Einarssonar alþm. Móðir Friðriks var Ólöf Þorsteinsdóttir, b. í Eystri- Sólheimum, Þorsteinssonar, bróður Finns, langafa Péturs Guðfinnsson- ar, framkvæmdastjóra rikissjón- varpsins, og afa Lárusar, afa Erlends Lámssonar, forstöðumanns Trygg- ingaeftirlits ríkisins. Móðir Nikulásar var Halldóra Magnúsdóttir, b. í Dyrhólahjáleigu, Ólafssonar, og Sigríðar Sigurðardótt- ur, b. á Hrauni, Ámasonar. Móðir Sigríðar var Halldóra Runólfsdóttir. Ragna var dóttir Stefáns, héraðs- læknis i Vík í Mýrdal, Gíslasonar, b. á Laugum í Flóa, Gunnarssonar. Móðir Stefáns var Halla, systir Guð- rúnEir, móður Markúsar, afa HarðEur Ágústssonar, myndlistarmanns og fyrrv. skólastjóra, en Markús var einnig lEmgafi Markúsar ArnEU- Ant- onssonar borgarstjóra. Þá var Guð- rún móðir Guðjóns, afa Áma Geirs Stefánssonar lektors og Unnars Stef- ánssonar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fóður Kristjáns Más, fréttamanns á Stöð 2. Önnur systir Höllu var Ingibjörg, langamma Eð- valds Sigurðssonar, alþingismanns og formEums Dagsbrúnar. HaOa var dóttir Jóns, b. i Galtafelli, Bjömsson- ar, b. í Vorsabæ, Högnasonar, lrm. á Laugarvatni, Bjömssonar, bróður Sigríðar, móður Finns Jónssonar biskups. Móðir Jóns í Galtafelli var Bryngerður Knútsdóttir, systir Sig- ríðar, ömmu Tómasar Guðmunds- sonar skálds og Hannesar þjóðskjala- varöar og Þorsteins hagstofustjóra Þorsteinssona. Móðir Rögnu var Ragnheiður Guðrún Einarsdóttir, verslunar- stjóra í Reykjavík, JafetssonEU-, og Guðrúnar Jónsdóttur. Einar verður að heiman á afmæl- isdaginn. Einar Nikulásson. DV Til hamingju með afmælið 3. október 90 ára Sigdór Hallsson, Löngumýri 8, Akureyri. 80 ára Gunnar P. Óskarsson, Sólvallagötu 4, Reykjavík. Einar Oddberg Sigurðsson, Hrafhistu í Reykjavík. Þorsteinn Jóhannsson, Kárastíg 5, Reykjavik. 75 ára Kristján Guðmundsson, Skáldsstöðum, Reykhólahreppi. Einar Nikulásson, Breiðagerði 25, Reykjavík. Aðalheiður Jónsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. 70 ára Ólafur G. Hjartarson, Ásvallagötu 33, Reykjavík. Haraldur Sveinsson, Hlíðargötu 39, Sandgerði. Eiginkona hans er Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Þau taka á móti gestum í sam- komuhúsinu í Sandgerði laugar- daginn 5.10., kl. 17-20. 60 ára Hreinn Pétursson, Brekkugötu 5, Reyðarfirði. Pétur Þór Ólafsson, Brekkugötu 7, Vogum. Elfa Gunnarsdóttir, Fannarfelli 10, Reykjavík. Hjördis Guðmundsdóttir, Hörgslundi 4, Garðabæ. Jensína Þórarinsdóttir, Hrauntungu 49, Kópavogi. 50 ára Sigurbjörg Óskarsdóttir, Dælengi 14, Selfossi. Jón Sigurðsson, Stóra-Lambhaga 1 B, Skil- mannahreppi. Linda Elisabet Eymunds- dóttir, Hafnarbyggð 51, Vopnafirði. Valgerður Kristinsdóttir, Miðengi, Grímsneshreppi. 40 ára Angantýr Amar Ámason, Kringlumýri 14, Akureyri. Kristinn Ingi Gunnarsson, Brattholti 1, Hafnarfirði. Einar Sveinsson, Vatnsendabletti 19, Kópavogi. Bjami Þór Ólafsson, Kjarrbergi 1, Hafnarfirði. Jóhanna Ingimarsdóttir, Vesturbergi 70, Reykjavík. Karles Randversson, Móasíðu 6 B, Akureyri. Eiginkona hans er Aðalbjörg Marinósdóttir. Þau taka á móti gestum í starfsmannasal KEA í Sunnu- hlíð föstudaginn 4.10., frá kl. 20-23.30. Sævar Óskarsson, Kríuhólum 4, Reykjavik. Steinunn Guðbrandsdóttir, Hrismóum 7, Garðabæ. Ólöf Sigurlín Kristinsdóttir, Stekkjarhvammi 12, Hafnar- firði. Jón Höskuldsson, Rauðalæk 42, Reykjavík. Elín Arndís Lámsdóttir, Lágengi 4, Selfossi. Ágústa Egilsdóttir, Svínaskálahlíð 23, Eskifirði. Ingólfur Proppé, Vogatungu 4, Kópavogi. Unnur Þórðardóttir, Álfholti 24, Hafnarfirði. Ingi Garðar Björnsson, Rimasíðu 12, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.