Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 Frá þingsetningu í fyrradag sem margir biöu spenntir eftir. Hlhlökkunar- efnið „Mér finnst það eiginlega til- hlökkunarefni að sjá til hvaða ráða stjómarandstaðan grípur til að gera okkur lífið erfitt, eins og hún hefur verið að hóta.“ Valgerður Sverrisdóttir þing- maður, í Degi-Timanum. Athyglisverð byxjun „Það er athyglisvert að byrja þing þar sem tveir fyrrverandi formenn Alþýðubandalagsins era fyrstu ræðumennirair, for- seti íslands og Ragnar Amalds starfsaldur sforseti. “ Svavar Gestsson þingmaður, í Degi-Tímanum. Ummæli Krítískur punktur „Við erum á krítískum punkti, höfum einungis þrjá þingmenn og fylgi sem er alveg á mörkum þess að við getum haldið áfram.“ Guðný Guðbjörnsdóttir, þing- maður Kvennalistans, í Al- þýðublaðinu. Munurinn á Japana og Evrópubúa ega nærri sér, verður miður sín. Sá evrópski segir hins vegar: „Ég skal tala við þann sem er í framleiðslunni." “ Ingvar Helgason bílasali, í Við- skiptablaðinu. Út í kuldann „Þingið verður haldið í 100 fer- metra tjaldi, úti í kuldanum, þangað sem okkur var vísað af ráðherra.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Stúdentaráðs, í Alþýðu- blaðinu. Vindhraði Mestur vindhraði sem mælst hefur við jörðu er 371 km/klst. við fjallið Washington í New Hampshire í Bandaríkjunum. Þessi mikli vindhraði mældist 12. apríl 1934. Mesti vindhraði sem mælst hefur í hvirfilbyl er 450 km/kls. og mældist hann í hvirfilbyl sem gekk yfir Wichita Falls í Texas 2. april 1958. Mesti vindhraði sem mælst hefur á ís- landi er 200 km/klst. og mældist hann í tíu mínútur á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 23. október 1963. í einni vindhviðu hefur vindur á sama stað mælst upp í 240 km/klst. Blessuð veröldin Fjöldi þruma Á árunum 1916-1919 voru að meðaltali 322 þrumuveðursdagar á ári í Bogor á Jövu í Indónesíu. í borginni Kampala í Úganda hafa verið að meðaltali 242 þrumuveðursdagar á ári. Á stað sem er á milli 35° n.br. og 35° s.br. eru um 3200 þrumur á hverri nóttu og má greina gný frá sumum þeirra allt að 29 km leið. Blautur staður Mest meðalúrkoma á ári er í Tutunendo í Kólombíu. Ársúr- koman er 11.770 mm og er þvi þessi staður sá blautasti í heim- inum. Slydda og rigning Víðáttumikil 972 mb lægð um 300 km vestur af landinu þokast austur. í dag verður hæg suðlæg eða breytileg átt og skúrir sunnan- og Veðrið í dag vestanlands en bjart veður norð- austan til. Síðdegis snýst vindur í allhvassa norðanátt á vestanverðu landinu með slyddu eða rigningu norðvestanlands en suðvestanlands verður að mestu þurrt. í kvöld snýst vindur einnig til norðurs á austan- verðu landinu. Hiti 2 til 10 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg suðaustlæg eða breytileg átt og smáskúrir en snýst í vaxandi norð- anátt síðdegis. Allhvasst í kvöld og nótt. Hiti 5 til 9 stig í dag en 2 til 5 stig í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.49 Sólarupprás á morgun: 7.46 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.00 Árdegisflóð á morgun: 11.29 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 6 Akurnes léttskýjað 6 Bergstaðir alskýjað 6 Bolungarvík rigning 6 Egilsstaðir alskýjað 5 Keflavíkurflugv. léttskýjað 5 Kirkjubkl. skýjað 3 Raufarhöfn skýjað 5 Reykjavík léttskýjað 5 Stórhöfði úrkoma í grennd 6 Helsinki þoka 2 Kaupmannah. léttskýjað 7 Ósló skýjað 0 Stokkhólmur lágþokublettir 4 Þórshöfn skúr 9 Amsterdam þokumóða 10 Barcelona léttskýjað 12 Chicago léttskýjað 7 Frankfurt þoka 4 Glasgow alskýjað 14 Hamborg þokuruðningur 5 London þokumóöa 11 Los Angeles léttskýjað 17 Madrid léttskýjað 6 Malaga heiöskírt 12 Mallorca súld 11 Paris lágþokublettir 5 Róm hálfskýjað 12 Valencia heiðskirt 14 New York alskýjaó 19 Nuuk snjókoma 2 Vín skýjað 10 Washington léttskýjað 18 Winnipeg heiöskírt -1 Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Noröurlands: Ég er mikið náttúrubarn DV, Akuieyri: „Þetta nýja starf leggst mjög vel í mig og verður vonandi skemmti- legt. Það má segja að um alhliða vinnu verði að ræða fyrir útvegs- menn sem eru manna uppteknast- ir frá morgni til kvölds alla daga en þeir eiga mörg sameiginleg hagsmunamál sem þeir hafa ekki tíma til að sinna. Slík verkefni mun ég taka að mér að skoða fyr- ir þá og verð til þjónustu reiðubú- inn. Þá mun ég starfa í tengslum við LÍÚ,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Útvegsmanna- félags Norðurlands. Maður dagsins Bjami Hafþór er fæddur og upp- alinn á Húsavík, „í fjörunni þar inn- an um slorið, triilumar og bátana" eins og hann orðar það sjálfur. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri og útskrifaðist síðan af hagfræðikjarna viðskipta- deildar Háskóla íslands árið 1983. Bjarni Hafþór Helgason. „Að námi loknu starfaði ég á nokkrum stöðum, eitt ár hjá Fjórð- ungssambandi Norðlendinga, en einnig hjá Trésmiðjunni Haga og KEA. Síðustu 10 árin hef ég hins vegar unnið við fjölmiðlun. Árið 1986 varð ég sjónvarpsstjóri Eyfirska sjónvarpsfélagsins en frá 1990 hef ég starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður fyrir Stöð 2 og Bylgjuna." Af áhugamálum segir Bjarni Hafþór að af nógu sé að taka. „Hvers kyns veiðiskapur, sem ég hef allt of lítið getað stundaö, er þar efst á blaði, en ég er mikið nátttúrubarn og líður hvergi betur en úti í nátttúrunni með veiði- stöng í höndum nema ef vera skyldi heima hjá mér. Þá er ég gamall fótboltafikill sem stundar innanhússknattspymu og tel mig enn verulega skæðan sóknar- mann. Ég eyði töluverðum tíma við hljóðfærið heima hjá mér og hef samið nokkuð af lögum sem gefin hafa verið út, enda á tónlistin rík- an þátt í mér. Draumurinn er að gefa út geisladisk með eigin tón- smiðum.“ Bjarni Hafþór er giftur Laufeyju Sigurðardóttir og eiga þau tvö böm, Atla sem er 18 ára sjómaður og heimsætuna Önnu sem er 8 ára. -gk Myndgátan Prestur tekur við nýju brauði. Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Haukar og Grindavík í körfunni Þegar boltaíþróttir innanhúss byrja er það merki þess að vetur- inn er í nánd. Handboltinn er byrjaður og í kvöld hefst keppni í Meistara- deildinni í körfu: bolta. í fyrra vora Suð- ur- nesjaliðin sterkust og Grind- Grindvíkingar uröu víkingar íslandsmeistarar í urðu ís- fyrra. Hér eru þeir í lands- leik gegn nágrönn- meistarar. um sínum í Kefla- Hvort Suðurnesjaliðin eru jafn sterk eða önnur lið hafa dregið á þau er spurning sem ekki fæst svar við strax en í kvöld eru fjórir leikir í 1. umferðinni sem lýkur síöan á morgun. íþróttir Stórleikur kvöldsins verður í Hafnarfirði en þar heíja Grind- víkingar titilvörnina með því að keppa við hið sterka lið Hauka. KR-ingar fá Akurnesinga í heim- sókn, ÍR-ingar fara til Keflavíkur og á Akureyri keppa noröanliðin Þór og Tindastóll. Ekki er að efa að þetta verða allt spennandi leikir, en kastljósið beinist að leik Hauka og Grindavík. Allir leikimir hefjast kl. 20. Bridge Dagana 9.-14. september var spil- uð svokölluð China Cup keppni í Kína. Þau lið sem kepptu voru sér- valin landslið Evrópu, Bandaríkj- anna, heimsins og Kina, bæði í opn- um flokki og kvennaflokki. Landslið Kína hafði sigur í opna flokknum en landslið Evrópu varð í öðra sæti. í kvennaflokki var það landslið Bandaríkjanna sem hafði sigur en Kínverjar urðu í öðru sæti. Sannar- lega góð frammistaða hjá Kínverj- um. Landslið Evrópu í opnum flokki var skipað Norðmönnunum Geir Helgemo - Tor Helness, Dön- unum Jens Auken - Dennis Koch Palmund og Hollendingunum Barry Westra - Enri Leufkens. Norðmenn- irnir Helgemo og Helness þóttu standa sig vel á mótinu og náðu til dæmis þessari slemmu sem fáir aðr- ir náðu. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og AV á hættu: ♦ 106 ♦ KG8 M G83 ♦ 1062 * K972 4 974 N * 952 V A * K64 ♦ ÁK853 ♦ DG974 * 1065 S * G3 ♦ ÁD532 V ÁÐ107 ♦ * ÁD84 Norður Austur Helgemo - - 1 * pass 3 ♦ pass 6 * p/h Suður Vestur Helness -- 2 ♦ pass 4 * pass Tveggja spaða hækkunin lofaði 7-10 punktum og margir suðurspil- aramir létu sér nægja að stökkva beint í 4 spaða. Helgemo sagði hins vegar þrjá tígla sem var annaðhvort áhugi á úttekt eða slemmu og lofaði stuttlit í litnum (einspili eða eyðu). Miðað við þær upplýsingar hefði norður hugsanlega stokkið í 4 spaða því sú sögn kemur vel við hann. Helness var hins vegar vakandi og kom við í fjórum laufum sem var fyrirstöðusögn í litnum (lofaði ás eða kóng). Eftir þá sögn var Hel- gemo ekkert að vanbúnaði og hann lét vaða í slemmuna. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.