Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 15 Galdrafárið var ekkert fár „...og Jón Sigurðsson var frjálshyggjumaður og enginn þjoöernissinni," segir m.a. í grein Ármanns í dag. Nú hefúr komið á daginn að þetta var allt plat og svindl og svínarí; reiðir eðlisfræð- ingar gera sjón- varpsþætti og sanna að það sem stendur í sögubók- um sé lygi, haldin eru málþing sama efnis og sagan af- hjúpuð eins og bronsskjöldur; greinar eru skrif- aðar með og móti gömlu sögunni og nýju sögimni... já, það er komin ný saga í stað þeirrar gömlu. Hljómar eins og bull og er bull Nýja söguskoðunin er sú gamla á röngunni. Einokunarkaupmenn seldu ekki maðkað mjöl heldur voru mannvinir sem vildu hag is- lands sem mestan, Tyrkimir voru ekki Tyrkir og Ámi Oddsson grét ekkert á Kópavogsfundinum eða út af einhverju öðm en áður var talið, kannski var fund- urinn alls ekki í Kópa- vogi. Vondu mennimir voru íslendingar sjálfir; einkum bændur sem voru og hafa alltaf verið dragbítur á þjóðinni. Jón Sigurðsson er áfram góður en hefur verið misskilinn, í raun meinti hann allt annað en áður var talið. Þetta er tii að æra óstöðugan og srnnt af nýju sögunni hljómar eins og bull og er bull, sama gildir um margt af eldri söguskoðun. Þannig var alltaf grun- samlegt að í sögu- kennslubókum gerist aldrei neitt á 14. öld, það er helst að dregin sé fram einhver Grundar-Helga sem er bara þjóðsaga og Norðmenn og vaðmái sem hljómar álíka spenn- andi og loönu- fréttir Ólafs Sig- urðssonar í sjón- varpinu. Ekki víst aö nýja sagan sé rettari... Annað dæmi um gransamlega sögustaðreynd er galdrafárið á 17. öld, umtalaðasti atburður aldar- innar sem jafh- vel er kölluð galdraöld. Ekki er þó víst að nokk- ur íslendingur 17. aldar hefði kannast við að vera uppi á galdra- öld. Á allri öldinni voru brenndir rúmir tveir tugir manna, færri en fórust á sjó á þeim tíma og eflaust færri en dóu úr kulda og vosbúð. Fárið varð ekki til fyrr en mörg- um öldum síðar. Það má því endurskoða söguna en ekki er víst að nýja sagan sé réttari en sú gamla. Á 17. öld vissu menn ekki af galdrafári; á hinn bóginn er varla tilviljun að upp- lýstum vísindahyggjumönnum undir lok 19. aldar hafi þótt galdramál aldarinnar lýsa vel fá- fræði nýlúterskra heittrúar- manna. Ekki þarf heldur að koma á óvart að á öld sjálfstæðisbaráttu hafi fátt þótt merkilegt við 14. öíd, fyrstu öld íslendinga undir er- lendu valdi. Sagan í anda tímans Það er þarfleysa að hneykslast á sögufolsunum forfeðranna eða búa til nýja sögu sem er sú gamla aftur á bak; á hinn bóginn er rann- sóknarefni hvemig hver öld sníð- ur sögu og fortíð sína eftir eigin höfði. Spumingin er ekki hvað er satt heldur hvers vegna sagan er sögð eins og hún er. ímyndanir okkar um söguna undir lok 20. ald- ar verða síðar jafnmikil lygi og næsta saga á undan. Nýja sagan er í anda tímans, við reynumst alltaf hafa tengst Evrópu og sótt margt gott þaðan og Jón Sigurðsson reynist vera frjálshyggjumaður og enginn þjóðemissinni. Það er gaman að fylgjast með þegar ný kynslóð fordæmir for- dóma hinnar eldri og setur eigin fordóma í staðinn. Þar með er ekki sagt að rétt sé að hafna öllum söguskýringum sem eru í anda nú- verandi aldarloka. Við horfum á söguna frá ofanverðri 20. öld og getum ekki annað. Ármann Jakobsson Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræðingur „Vondu mennirnir voru íslending- ar sjálfír; einkum bændur sem voru og hafa alltaf verið dragbít- ur á þjóðinni. Jón Sigurðsson er áfram góður en hefur verið mis- skilinn, í raun meinti hann allt annað en áður var talið.“ Mál er að linni -Liðnir síðsumarmánuðir hafa orðið mörgum öryrkjanum erfiðir og eðlilega hafa þeir samband við samtök sín og bera upp sanngjam- ar umkvartanir sínar. Auðskilin mjög era hörð við- brögð margra við þeim bitra launalækkunartilkynningum sem þeir hafa verið að fá á umliðnum mánuðum. Við segjum stundum að í þessum efnum hætti mönnum til að hengja bakara fyrir smið, gremja manna og umvandanir beinast að þeim sem framkvæmir hlutina þó aðeins sé eftir fýrir- skipunum ofan frá eða réttara sagt utan frá. Þannig verður starfsfólk Tryggingastofnunar ríkisins oft fýrir barðinu á þessari sára reiði þó auðvitað ætti það að vera alveg ljóst að það er aðeins að vinna þá vinnu sem því er skylt eftir fyrir- mælum annars staðar frá. Skerðing og launalækkun Sömuleiðis vill oft brenna við að reiðin beinist eingöngu að heil- brigðis- og tryggingaráðherra ein- um þó alveg ætti að vera augljóst að það er ríkisstjómin öll og meirihluti hennar á Alþingi sem ábyrgð ber, ekki síst þeir sem þar eru í forystu fremstir. En allt er þetta mannlegt og eðlilegt og ekki síður það að fólk spyr oft að því hvort við ætlmn ekkert að gera, hreinlega ekkert að aðhafast, þó mála sannast sé að aflt frá haust- dögum næstliðins árs höfum við háð vamarbaráttu sem best við höfum kunnað, ekki árangurs- lausa með öllu en með of litlum árangri þó. Alltaf má ugg- laust gera enn betur en í öllum þessum skerð- ingum nú hefur þó birst meiri ósveigjanleiki, allt að því meiri óbilgimi en við höfum þó áður átt að venjast. Skerðingamar skulu ná fram, líf- eyrisþegar skulu eiga sinn ríka þátt í að fylla upp í fjárlagagatið. Þetta er auðvitað stefna ríkis- stjómar og hennar þingmeirihluta að á þessum gósentíma góðæris skuli lífeyrisþegar fá launalækkun svo þúsundum skiptir, launalækk- im sem hæglega getur numið yfir 10 prósentum af heildarlaunum þeirra, svo að einhver tala sé nú nefhd og ekki sú óalgengasta. Dæmalaus aögerö Að mörgu er að huga þegar horft er til þessara aðgerða og ekki ljómar nú rétt- lætið þar af. Hæpn- asta aðgerðin þó ef- laust sú að hefja skerðingu bóta- greiðslna lífeyrisþega vegna fjár- magnstekna á árinu 1995 þegar engin lög um fjármagnstekjur og skattalega með- ferð þeirra höfðu ver- ið sett. Að hefja þessa aðgerð nú 1. sept., fjóram mánuðum áður en kemur að skatttöku fjár- magnstekna, að taka þennan hóp einan út úr og skenkja honum launalækkun áður en farið er að framfylgja lögunum um fjár- magnstekjur að öðra leyti er auð- vitað dæmalaus aðgerð, enda koma lögin fyrst til framkvæmda um næstu áramót. Við höfum ævinlega stutt sann- gjama skatttöku fjármagnstekna en lífeyrisþegar eiga ekki aðeins að greiða eðlilegan skatt heldur skulu tekjur þeirra byija að skerð- ast áður en að framkvæmd skatt- tökunnar kemur, þeir einir skulu skarðan hlut bera þessa fjóra mán- uði. Og er nema von mönnum gremjist öll framgangan þegar horft er til liðins vors og skatta- lækkana stóreigna- manna þá svo og lengra litið aftur til skattalækkana á fyr- irtækjunum sem nú skila gróðatölum sem aldrei fyrr. Beðið með kvíða Að svipta fólk frekari uppbót án alls tillits til aðstæðna á ýmsan veg með tekju- og eignaviðmiðun einni er líka aðgerð sem ekki gengur upp á ör- yrkjavettvangi þar sem svo ótalmargt getur spilað inn í. Tekjur - og eignir segja að vísu talsvert en svo kemur enn fleira til í lífsað- stæðum öllum, ekki síst hjá þeim sem við örorku búa og til þessa verður áfram að taka tillit eins og gert hefur verið. Margur fáránleikinn hefur hér birst einnig, svo sem eins og sama eignaviðmiðun hjóna og einstak- lings sem er svo fráleitt að engu tali tekur og öðra vart trúað en á fáist breyting. Aflt ber að sama brunni og nú bíðum við nýs fjár- lagafrumvarps með kviða miðað við reynslu þessa fjárlagaárs. Mál er að linni aðför á hendur þessa hóps, því annað orð er vart unnt hér um að hafa. Helgi Seljan „Að taka þennan hóp einan út úr og skenkja honum launalækkun áður en farið er að framfylgja lógunum um fjármagnstekjur að öðru leyti er auðvitað dæmalaus aðgerð.“ Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Með og á móti Önnur rás hjá Ríkissjónvarpinu Framtíðarsýn „Að mínu mati er það lífsnauðsynlegt fyrir stofnun í eigu almenn- ings að hafa einhverja fram- tíðarsýn, að skynja hlut- verk sitt í nú- Ingólfur Hannes- tímanum og stefna að ákveðnu marki í óráðinni fram- tíð. Öðruvísi tekst henni ekki að laga sig að nýjum kröfum og breyttum aðstæðum og á það á hættu að daga uppi. í þessu sam- hengi er ýmislegt sem þarf að skoða, eins og til dæmis nýja möguleika í kjölfar stafrænnar byltingar í upptökuútsendingar- tækni þar sem fjöldi rása verður nánast óendanlegur. Hvað Sjónvarpið varðar sér- staklega þurfa þessi mál að vera í sífelldri endurskoöun. Eitt af mörgu sem ég hef nefnt í þessu sambandi er nauðsyn þess aö at- hugaðir verði möguleikar á nýrri sjónvarpsrás á vegum stofnunar- innar og er þá ekki átt við sér- staka íþróttarás. Mér sýnist það álíka knýjandi að slíkri rás verði komið á fót og að Útvarpið hafi yfir tveimur rásum að ráða. Án slíkrar lágmarksþjónustu getur stofnunin trauðla uppfyllt skyld- ur sínar, sem kveðið er á um í út- varpslögum. Að auki er lífsspurs- mál í síharðnandi samkeppni að hafa fleiri möguleika en í dag. Niðurstaðan er sú að þetta mál verður að kanna ofan i kjölinn." Þarf að þekkja sinn vitjunartíma „Ályktun Ingólfs er kol- röng. Réttlæt- ingin á tilvist rfkissjónvarps- ins felst í því að það tryggi íramboð á efni sem markaður- inn sér al- menningi ekki sjónvarpsstjóri fyrir hjálpar- ynar' laust. Það er menningarpólitísk ákvörðun að reka hér ríkissjón- varp, eins og t.d. Þjóðleikhús, og sérstaða þess á að felast í því að geta boðið upp á innlent efni sem ekki þarf að lúta grjóthörðum markaðslögmálum. Þetta er eina réttlætingin fyrir lögboðnum af- notagjöldum. Ef röksemdafærsla Ingólfs væri tekin góð og gild mætti eins segja að ríkið ætti ekki bara að reka sinfóníuhljóm- sveit af því að markaðurinn ræð- ur ekki við slíka menningarstarf- semi heldur líka dægurlaga- hljómsveit í samkeppni við Sniglabandið og SSSól um hljóð- færaleik á þorrablótum. Ályktun Ingólfs þýðir líka að ríkissjónvarpið myndi fjölga rás- um út í það endalausa til að geta gleypt allt það stóraukna afþrey- ingar- og iþróttaefni sem falboðið er á alþjóðlegum markaði. Alls staðar í heiminum er vin- sælasta íþróttaefnið á leið úr rík- issjónvarpsstöðvum í áskriftar- sjónvarp. Rétt viðbrögð ríkis- sjónvarpsins væru að endurskil- greina hlutverk sitt og skerpa sérstöðu sína með því að bjóða upp á efni sem einkastöðvar ráöa ekki við af markaðsástæðum. Þá fyrst verður hægt að borga lög- bundin afnotagjöld með glöðu geði. Ef ríkissjónvarpið skynjar ekki sinn vitjunartíma dagar það uppi - án hlutverks og tilgangs. -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.