Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 tenning 13 Listsprengja Listahátíð ungs fólks: UNG- LIST, verður vikuna 19.-26. okt- óber. Öllu ungu fólki stendur til boða að koma fram á hátíðinni og enn þá er hægt að skrá atriði á dagskrána í Hinu húsinu. í Hinu húsinu er verið að und- irbúa fjölbreytt námskeið í tengslum við hátíðina. Þau eru opin öllum á aldrinum 16-25 ára og hefjast 9. október. Þetta eru námskeið í fjöltækni, hljóð- myndagerð, leiklist, dansi, nuddi og slökun, matarlist og að búa til sögur á skyggnum. Kennarar eru virtir fagmenn, Ásta Þórisdóttir, Þorsteinn Joð, Halldór Jónasson, Ásta Arnardóttir, Ástrós Gunn- arsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Shabana og Einar Daníelsson. Námskeiðin ná hámarki sínu á Unglistar-hátíðinni þar sem ávextir þeirra koma í ljós í dansi, leik og sýningum. Hvert nám- skeið kostar 1000 kr. Hátíðarsýning á Stone Free Jim Cartwright leikskáld kem- ur til landsins í dag og situr há- tíðarsýningu á verki sínu Stone Free i Borgarleikhúsinu annað kvöld. Ekki þarf að tyggja ofan í ís- lendinga hvað þessi maður hefur skrifað, svo ***■ óhemjuvinsæl sem leikrit- hans khafa s verið . hér á Ilandi: Stræti, Bar par (hæði fyrir norðan og sunnan) og Taktu lagið, Lóa. Það er ekki að undra þó að Jim Cartwright langi til að sjá framan í fólk sem hefur svona eindreginn smekk fyrir honum. Leikfélag íslands setur upp Sto- ne Free í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur. . ■ Lykilverk tónbók- menntanna Tónlistardeild Japis hefur gefið út gagnlegan bækling til að leið- beina fólki um „Hvernig byggja á upp safn klassískrar tónlistar á geisladiskum", í samvinnu við út- gáfufyrirtækið NAXOS. Þar eru upplýsingar um 120 lykilverk tón- bókmenntanna, óperur og forntónlist. Einnig eru glefsur úr ummælum gagnrýnenda tónlist- artímarita um útgáfur NAXOS. Þeir sem kaupa geisladisk frá út- gáfufyrirtækinu fá bæklinginn í kaupbæti á útsölustöðum um land allt, og auk þess kynningar- disk Sinfóníuhljómsveitar ís- lands meðan birgðir endast. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Barningsins virði Rúrek djasshátíðinni er lokið og síðustu pistl- ar djassskríbenta DV um hana birtast á síðunni í dag. Vernharður Linnet er framkvæmdastjóri há- tíðarinnar og höfuð-geggjari landsins. Hvernig gekk? „Þetta var mikil törn, og enn eigum við mikið eftir við uppgjör og annað. Besta aðsókn fengu þrennir tónleikar: Skúli Sverrisson á Sögu, Jak- ob Magnússon, Egill Ólafsson og tríó Björns Thoroddsens í Leikhúskjallaranum og Pierre Borge og New Jungle Trio á Jómfrúnni. Öll þessi kvöld þurfti fjöldi manns frá að hverfa. Vonbrigðin voru Norræna kvennastórsveitin. Hún var prýðilega kynnt í blöðum, útvarpi og sjónvarpi og ég bjóst við fullu húsi, en fólk bara kveikti ekki. Ég held að því hafi valdið dulin van- trú á að konur geti spilað djass. Þó vita allir að þær geta sungið djass. En þetta voru frábærir tónleikar og sorglegt að ekki skyldu fleiri koma.“ - Raddir hafa heyrst kvarta undan skorti á heimsfrægum nöfnum á Rúrek að þessu sinni. „Því svara ég sem svo að hátíð sem hefur ekki meira fjármagn verði að hugsa sig mjög vel um áður en hún býður til sín hljómsveit sem hirðir kannski þriðjung þess. Aldrei er hægt að stóla á aðsókn, hversu frægir sem mennirnir eru. Og eitt enn. Reynslan hefur sýnt að margar stórstjörnur koma og fara án þess að gefa allt. Verstu tónleik- amir til þessa á Rúrek-hátíðum hafa verið með stórstjörnum. En vissulega þeir bestu líka. Per- sónuleg kynni af stjörnunum em mikils virði, þá veit maður hvort þær eru líklegar til að vanda sig. Sumir atvinnumenn halda aldrei slæma tón- leika. Okkur langaði núna til að bjóða heim fslend- ingum sem hafa verið að gera garðinn frægan er- lendis, eins og Skúla Sverrissyni, Pétri Östlund, Jakobi Magnússyni og Gunnlaugi Guðmunds- syni. Það er líka spennandi að blanda saman ís- lenskum og erlendum spilurum og hefur verið eitt af markmiðum hátíðarinnar frá upphafi. Við höfúm ekki afskrifað stjörnumar, en þær eru gífurlega dýrar og þeim fer fækkandi sem almenningur þekkir. Heimagangar verða ekki lengur til í djass- inum í sama mæli og áður. Það er gífurlegur bamingur að halda svona hátíð, en bam- ingsins virði. Hún er ómetan- leg fyrir ís- lenska djass- leikara og áhugamenn. Áhugi unga fólksins er líka að aukast gegnum rapp- ið og danstón- listina nýju. Næsta verkefni er að koma upp djassklúbbi hér á landi." Vernharður Linnet: Stjörnurnar óáreiðanlegar. Nýjar plötur kynntar á RúRek Tveir af forsprökkum islensks djass eru með nýjar plötur í handraðanum og fengu RúRek- gestir að heyra töluvert af efni þeirra. Stefán S. Stefánsson saxófónleikari var í Þjóðleikhús- kjallaranum á miðvikudagskvöldið í síðustu viku með hljómsveitina af geislaplötu sinni „í skjóli nætur“ og fluttu þau tónlistina af diskin- um. Með Stefáni voru Hilmar Jensson á gítar, Árni Scheving á víbrafón, Gunnar Hrafnsson á bassa og Einar Valur Scheving á trommur og auk þeirra söngkonan íris Guðmundsdóttir. Sveinbjöm skáld Baldvinsson las með þeim ljóð- in úr bálkinum „í þorpi drottningar englanna" sem Stefán nýtti sem innblástur við lagasmíð- arnar. Þau fluttu þessa áferðarfallegu tónlist mjög smekklega og hljóðblöndun var til fyrir- myndar. Hljóðfærasamsetningin fer tónlistinni einkar vel, og útsetningar eru smekklegar og lausar við prjál, og á platan meiri athygli skilið. Auk plötu Stefáns er Jazzís um þessar mund- ir að gefa út aðra frá Sigurði Flosasyni og hafði hann safhað um sig völdum lærisveinum sinum fyrrverandi fyrir tónleika á Hótel Sögu á fóstu- dagskvöldið. Þeir útvöldu vom Veigar Mar- geirsson á trompet og flygilhorn, Óskar Guð- jónsson á tenórsaxófón, Gunnlaugur Guð- mundsson á bassa og trommuleikarinn var Ein- ar Valur Scheving. Þeir fluttu efhi Sigurðar, gamalt og nýtt; hið elsta var verðlaunalagið Im Memoriam", samið í minningu Sveins heitins Ólafssonar fyrir níu ámm. Flest lögin vom þó af nýju plötunni „Gengið á hljóðið", og þótt út- koman hafi kannski ekki verið eins góð og á tónleikunum í vor þegar áhöfn plötunnar flutti lögin, þá eru þessir drengir ótrúlega góðir spil- arar. Sérstaklega vil ég í þetta skiptið minnast á Einar Val, sem er svo eftirsóttur að hann spilar nánast með annarri hverri hljómsveit sem sett er á laggirnar og er drengurinn djasslífi íslend- inga ómetanlegur. Djass Ársæll Másson Höfuðpaurinn sjálfur, Sigurður Flosason, blés í þetta skipti sem endranær eins og sá sem vald- ið hefur og fengu útvarpshlustendur hér og í ná- grannalöndunum að njóta, þvi þessum hluta tónleikanna var útvarpað beint um gervihnött til Evrópu. En að loknum leik Sigurðar tók við Sveiflukvintett Levinsons og Schevings, sem ví- brafónleikarinn Árni Scheving sagði vera rang- nefni, því Jon Weber, eða Litli Jón eins og Bima Þórðardóttir nefndi píanistann, hefði átt allan veg og vanda af þessari uppákomu. Eftir það tók Weber við lagakynningum og fór með þær á íslensku. Auk þeirra Árna og Litla Jóns voru það þeir Dan Levinson klarínettuleikari, Þórður Högnason bassisti og Tom Melito trommuleikari sem tóku að sér að sveifla prógrammi frá Benny Goodman og Count Basie i rúma klukkustund og varð af hin besta skemmtan. Siguröur Flosason. Vantaði rófubeinið? Söngkonan Anna Pálína Ámadóttir flutti ásamt félög- um eins konar vísnadjass á Kringlukrá síðastliðið fimmtudagskvöld. Einvörðungu vom sungnir íslenskir textar. Sumir hafa verið lengi sungnir með sinu lagi en nokkrir voru nýir af nálinni, þar á meðal „Pældu bara í því“ (Honeysuckle Rose) eftir Jónas Árnason og „í tím- ans rás“ (As Time Goes by) eftir Aðalstein Ásberg. Einnig voru flutt norræn lög eftir__________________ Benny Andersen, Halfdan Sivertsen og kannski fleiri. Anna Pálína er þokkafull vísnasöngkona, og ljúf___________ djasssveifla var ekki fjarri í afslöpp- • ■ K' I/ 'l uðustu lögunum. Með Önnu Pálínu lligVI POr l\0riTldKSS0n lék ágæt hljómsveit „skipuð þeim“--------------------------------- (eins og hljómsveitin kallar sig stundum) Gunnari Gunnarssyni píanista, Halla Gulla trommara, Jóni Djass Óli Sigurðarson og ungur og mjög efnilegur píanisti, Ámi Heiðar Karlsson. Daginn eftir voru á sama stað og sama tíma þrír af athyglisverðari spilamönnum i ís- lenskum djassi um þessar mundir, saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson, gítarleikarinn Eðvarð Lárusson og Matthias Hemstock trommari. Tónlistargjörningur þeirra var afar áhugaverður og maður gleymdi því næstmn að enginn var bassinn. En ekki alveg, því að stúndum var eins og rófubeinið vantaði í músíkina. Tóm ihaldssemi eflaust. Ekki var það fyrir einn mann, og ekki einu sinn tvo, að komast yfir allt sem boðið var upp á þetta árið á Anna Pálína Arnadóttir: Pokkafull vísnasöngkona. Rafnssyni á kontrabassa og Sigurði Flosasyni blásara. Á fóstudagseftirmiðdag komst maður loks á Jómfrúna í Lækjargötu, en á vegum þess veitingahúss hefur verið boðið upp á djass sumarlangt. Tríó Óla Stolz lék þar notalegan smurbrauðsdjass. Auk foringjans á kontra- bassa eru í tríóinu hinn ágæti trommari Steingrímur djasshátíð. Kannski er hún of löng? Hún virtist samt all- vel sótt, þótt engar stórstjörnur væru nú á ferðinni. Að vísu hafa síðastliðnir heimsþekktir trompfretarar ekki reynst neinar himnasendingar og því sosum í lagi að hvíla þá og nota varamannabekkinn. En hvernig væri að reyna að fá góða bræðingssveit í heimsókn næsta ár?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.