Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 Viðskipti Verslunarráö íslands: Þingmenn sýni ábyrgð í fjárlögum Stjórn Verslunarráðs íslands kom saman á mánudag og sam- þykkti ályktun þar sem fagnað er hallalausu fjárlagafrumvarpi. Jafn- framt er skorað á þingmenn, þ.m.t. framkvæmdastjóra ráðsins, Vil- hjálm Egilsson, að „sýna þá ábyrgð að hækka ekki útgjaldaliöi frum- varpsins." Bent er á að hallarekstur ríkis- sjóðs á undanfórnum árum hafi valdið skuldasöfnun hins opinbera og haldið uppi vöxtum. Meiðingar séu m.a. þær að vaxtagreiðslur rík- issjóðs nemi um 40 milljónum króna á dag. Að síðustu er bent á að enn séu ýmis atriði í skattalöggjöf sem þurfi breytinga við auk þess sem á næstu árum þurfi að draga verulega úr út- gjöldum ríkissjóðs til að greiða megi niður skuldir og skapa að- stæður til skattalækkana. Gjaldeyrisstaðan: Rýrnaði um 900 milljónir í september Gjaldeyrisstaða Seðlabankans rýrnaði um 900 milljónir króna i septembermánuði. Gjaldeyrisforð- inn breyttist lítið þar sem bankinn tók tæplega 900 milljóna króna skammtímalán í útlöndum og nam forðinn 23,9 milljörðum í lok mán- aðarins. Seðlabankinn bendir á að frá því seint í ágúst og til loka sept- ember seldi hann gjaldeyri á gjald- eyrismarkaði fyrir um 2 milljarða. Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum jókst I september um 1 milljarð. Eign bankans í spariskírteinum ríkis- sjóðs breyttist lítið, ríkisbréfaeign- in lækkaði um 100 milijónir en rík- isvíxlaeignin jókst um rúman millj- arð. Samtals lækkuðu kröfur bank- ans á ríkissjóð og rikisstofnanir um tæpan milljarð og voru í lok sept- ember rúmum 7 milljörðum lægri en í árslok 1995. ÍS og lceland Seafood stækka í Bandaríkjunum Á sameiginlegum stjórnarfundi, íslenskra sjávarafurða, ÍS, og Iceland Seafood Corporation, sem haldinn var í Reykjavík í síðustu viku, var ákveðið að byggja nýja og fullkomna fiskréttaverksmiöju í Bandaríkjunum. Verksmiðjan verð- ur reist í Newport News í Virginíu- fylgi, skammt frá hafnarborginni Norfolk. Framkvæmdir við endanlega hönnun og undirbúningur að bygg- ingarframkvæmdum hefjast nú þeg- ar og er ætlað að nýja verksmiðjan taki til starfa haustið 1997. Verkefn- ið er að öllu leyti fjármagnað vestra. Gert er ráð fyrir að 200 manns starfi við nýju verksmiðjuna. Fyrstu vikumar verður einnig framleitt í núverandi verksmiðju í Camp Hill í Pennsylvaníufylki en þeirri verk- smiðju verður lokað þegar hin nýja hefur náð fullum afköstum. Iceland Seafood mun flytja höfuðstöðvar sinar frá Camp Hill til Newport News. Á síðustu árum hefur árleg heild- arsala Iceland Seafood numið um 8,4 milljörðum króna. Tvo þriðju söl- unnar má rekja til fiskrétta en ár- legt magn þeirra hefur verið 20 til 25 þúsund tonn. Ný bók um staðla Framtíðarsýn hefur í samvinnu við Viðskiptafræðistofnun Háskól- ans gefið út bókina Staðlar - styrk- ur stjórnandans, eftir Guðlaugu Richter hjá Staðlaráði íslands. í bók- inni er gerð grein fyrir stöðlun og stöðlunarvinnu, rakinn tilgangur og markmið stöðlunar, ólíkum gerðum staðla lýst og dæmi gefm. -bjb DV Nor-Mar, dótturfyrirtæki SÍF í Tromsö í Noregi: Selur norskan saltfisk fyrir hálfan milljarð - áætlanir fyrir 1997 miðast við veltu upp á 1 milljarð Frá því í mars á þessu ári hefur Sölusamband íslenskra flskfram- leiðenda, SÍF, og dótturfyrirtæki þess í Frakklandi, Nord-Morue, rek- ið sölufyrirtæki í Tromsö í Norður- Noregi undir nafninu Nor- Mar. Þrír starfsmenn eru hjá Nor- Mar og framkvæmdastjóri er Halldór Arn- arson sjávarútvegsfræðingur. f sam- tali við DV sagði Halldór að salan á árinu hefði gengið vel en fyrirtækið kaupir eingöngu saltfísk af norsk- um framleiðendum og selur hann til helstu saltfiskmarkaða í Evrópu; Frakklands, Ítalíu og Spánar. Frá því í mars hefur Nor-Mar selt um 2.500 tonn fyrir tæplega hálfan millj- arð króna og áætlanir næsta árs gera ráð fyrir að selja 5 þúsund tonn fyrir um 1 milljarð. Hlutur SÍF í Nor-Mar er um 98% og Nord-Morue á 2% í fyrirtækinu. Áður en það var stofnað rak SÍF nokkurs konar umboðsskrifstofu í Noregi frá árinu 1994 með einum starfsmanni. Halldór Arnarson, framkvæmda- stjóri Nor-Mar í Noregi sem selur eingöngu norskan saltfisk. DV-mynd bjb „Við þurfum ákveðinn tíma til að komast af stað en við erum í harðri samkeppni við aðra norska útflytj- endur. Okkar styrkur felst í því að vera innan samsteypu SÍF og nýta okkur þau sölusambönd sem þar eru. Við skiptum við ákveðinn hóp framleiðenda sem framleiða Scun- kvæmt okkar gæðastöðlum. Ef áætl- anir okkar ganga upp þá skipum við okkur í hóp stærri útflutningsaðila á saltfiski í Noregi. Það ætti að takast því Norðmenn eru að mörgu leyti á eftir íslendingum í stöðluð- um fiskafurðum eins og saltfiski," sagði Halldór. Einstaka framleiöandi þenur sig! Tromsö hefur sem kunnugt er nokkrum sinnum orðið vettvangur úthafsveiðideilna Norðmanna og ís- lendinga. Aðspurður hvort deilurn- ar hefðu haft einhver áhrif á rekst- ur Nor-Mar sagði Halldór svo ekki vera. „Ég myndi segja að íslenskir fjöl- miðlar geri meira úr þessum deilum heldur en fjölmiðlar í Noregi. Ein- staka framleiðandi er kannski eitt- hvað að þenja sig en við sneyðum hara framhjá þeim. Menn hafa ekk- ert efni á að hugsa um svona hluti, heldur þurfa þeir fyrst og fremst að gæta fjárhagslegra hagsmuna sinna,“ sagði Halldór. Kom frá keppinautum Eins og áður sagði er Halldór sjávarútvegsfræðingur að mennt. Hann nam fræðin i Tromsö og að því loknu gerðist hann markaðs- stjóri Sölusamtaka norskra fisk- framleiðenda. Þar starfaði hann í 214 ár, eða þar til hann var ráðinn til Nor-Mar í mars sl. Hann er því núna í buliandi samkeppni við sína fyrrum samstarfsmenn. Halldór sagði að allt hefði þetta gerst í góðu þótt vissulega væri skrítið að keppa við gamla samherja. -bjb Hagvaxtarþróun: 2,5 prósent til aldamóta Síðustu tvö ár var hagvöxtur hér á landi svipaður og í helstu sam- keppnislöndunum. Áriö 1996 eru horfur á að hagvöxtur verði meiri hér en í nokkru öðru ríki OECD, ef írland og Tékkland eru undanskil- in, eða 5,5 prósent. Jafnframt eru horfur á að fram til aldamóta verði hagvöxtur svipaður og í nálægum löndum, eða um 2,5 prósent að með- altali á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram úr plöggum Þjóðhags- stofnunar í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1997. í áætlun Þjóðhagsstofnunar fyrir áriö 1997 er miðað við að dragi úr aukningu einkaneyslu og fjárfest- ingar. Sömuleiðis að dragi úr vexti í inn- og útflutningi. Þjóðarútgjöld aukist áfram meira en þjóðartekjur og halli á viðskiptajöfnuði verði því enn meiri en á þessu ári, eða nálægt 3 prósent af landsframleiðslu. Þess ber að geta að spá Þjóðhags- stofnunar um 2,5 prósenta hagvöxt á næsta ári miðast við að frekari stóriðjuframkvæmdir verði ekki ákveðnar, t.d. fyrirhugað álver Col- umbia á Grundartanga. -bjb Hagvöxtur til aldamóta -samkvæmt spá - Þjóðhagsstofnunar n — — — — — _o — —- ■ ■ — ; .4 —— 1988 1990 1992 1994 199É 1998 2000 Þingvísitalan þýtur upp Þingvísitala hlutabréfa rauk upp sl. mánudag í 2220 stig og hefur aldrei verið hærri í sögu hlutabréfa- viðskipta á Verðbréfaþingi Islands. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 70 prósent. Hækkunina á mánudag má m.a. rekja til verð- hækkunar á bréfum SUdarvinnsl- unnar, Flugleiða, íslandsbanka og Olís. Hlutabréfaviðskipti um Verð- bréfaþing og Opna tilboðsmarkað- inn í síðustu viku námu tæpum 135 milljónum króna, sem eru nokkru minni viðskipti en að undanfórnu. Mest var keypt af bréfum Síldar- vinnslunnar í Neskaupsstað, eða fyrir 18,5 milljónir. Næst komu Eimskipsbréfin með 14,8 milljóna viðskipti og Alli ríki og félagar í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar löðuðu fjárfesta til sin sem nam 15,7 millj- ónum króna. Þar á eftir komu SÍF með 9,9 miUjónir, SR-mjöl með 9,3 mUljónir, íslandsbanki með 8,6 mUljónir og ÚA með 7,9 mUljónir. Sem fyrr seldi enginn togari i er- lendum höfnum í síðustu viku en í gámasölu í Englandi seldust 272 tonn fyrir rúmar 40 mUljónir króna. Þar af seldust rúm 120 tonn af ýsu fyrir tæpar 15 miUjónir. Á nokkrum vikum hefur gámaýsan hækkað í verði um 40 prósent. Enn lækkar áiiö Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að lækka og nálgast 1300 doU- ara múrinn. Þegar viðskipti hófust í London í gærmorgun var stað- greiðsluverðið 1309 dollarar fyrir tonnið. Eftirspurn eftir áli er lítU um þessar mundir en ljósið í myrkr- inu er að á næsta ári spá spekingar hækkandi álverði. Ekki veitir af ef reisa á nýtt álver á Grundartanga. Gengi gjaldmiðla hefur lítið sem ekkert breyst undanfama viku. Sölugengi doUars er rúmar 67 krón- ur, pundið í rúmum 105 krónum, markið á 44 krónur og jenið 0,60 krónur. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.