Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Page 11
Jj'V* MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
enmng n
Náttvíg Thors vekur
athygli
Skáldsagan Náttvíg eftir Thor
Vilhjálmsson kom út á frönsku
síðastliðið vor og hefur vakið
talsverða athygli í frönskumæl-
andi löndum Evrópu. Gagnrýn-
andi ffanska blaðsins La voix du
nord líkir honum við Bukowski,
Rósu Liksom og kvikmyndir
Jims Jarmush, en sagan gerist
ekki í stórborg heldur „fer sögu-
maðurinn og leigubilstjórinn með
okkur til Reykjavíkur. Til íslands
sem velkist í ólgusjó frá einum
bar til aimars. . .“ í svissneska
blaðinu Le Nouveau Quoditien er
löng grein um bókina þar sem
segir meðal annars: „Stíll Thors
Vilhjálmssonar er napur og ljóð-
I rænn, grafinn í héluna ... í Nátt-
vígum blandast raddir heljanna
úr fomsögunum röddum sjávar-
ins og nafnlausum röddum þeirra
hetja sem nú eru á dögum.“
Það var Frangois Emion sem
þýddi bókina og bókaútgáfan Act-
es Sud sem gaf hana út.
Sjónþing
Helga Þorgils
Á sunnudaginn kemur klukk-
an 14 hefst Sjónþing Helga
Þorgils Friðjónssonar í Gerðu-
bergi. Það em Ólafur Gíslason
gagnrýnandi DV og Þorri
Hringsson myndlistarmaður sem
leiða umræðuna.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Djöflaeyjan
úr bókum í kvikmynd
Bangsaleikur
Hörkulið stendur að nýrri
bamaleiksýningu sem verður
frumsýnd í Gerðubergi kl. 11 í
fyrramálið. Hún er ætluð 2-7 ára
bömum og heitir Bangsaleikur.
Þar segir frá lilta Bangsa sem
villist frá fjölskyldu sinni úti í
hinum stóra skógi, og verður
hræddur og einmana. Hann reyn-
ir að laga sig að dýrum sem hann
hittir til að vingast við þau, en
uppgötvar að lokum að ráðið til
að eignast vini er ekki að reyna
að vera annar en maður er held-
ur einmitt maður siálfur. Leikrit-
Kvikmyndin Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór
Friðriksson, gerð eftir bókum Einars Kára-
sonar Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan,
hefur farið af stað eins og raketta. Allir sem
vettlingi geta valdið eru búnir að sjá hana og
hinir era á leiðinni. Hún fékk strax daginn
eftir ffumsýningu glimrandi dóma í DV og
Morgunblaðinu, og efasemdimar era varla
famar að heyrast þegar þetta er skrifað.
Bækumar eru óvenju vel kunnar öllum al-
menningi. Þær hafa verið gefnar út bæði inn-
bundnar og í kilju í stórum upplögum, og meðal
annars verið lesnar í grunnskólum landsins.
En nokkrar grundvallarbreytingar voru gerðar
á efnisþáttum á leiðinni ffá sögum í handrit sem
kunnugum koma spánskt fyrir sjónir. Til dæmis
býr fjölskylda Karólínu spákonu ekki í bragga í
sögunum, eins og hún gerir í kvikmyndinni,
heldur i Gamla húsinu, eina „húsinu" í Thúle-
kampi, og það skýrir að nokkru yfírstéttarstöðu
hennar í hverfinu. Undir þá stöðu ýtir að Tómas,
fyrirvinna fjölskyldunnar, er kaupmaður í sögun-
um, en í kvikmyndinni vinnur hann við höfhina.
Einnig er bætt við orðlausri ástarsögu Danna og
stúlkunnar Hveragerðar, sem reyndar virðist
ekki lengur bera það nafti með rentu í myndinni.
Hvað segja bókamenn? Er bíómyndin betri -
eða vora bækumar betri? Og hvað segja kvik-
myndagerðarmenn. Tókst að „kvikmynda bæk-
urnar“ - eða hvað?
Hrafn Jökulsson ritstjóri.
Mikil vonbrigði
„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum meö þessa
mynd,“ segir Hrafn Jökulsson ritstjóri. „Ekki
vantar íburðinn og glæsileikann, en gott söguefni
er eyðilagt fullkomlega með því að persónumar
era meira og minna eins og út úr áramótaskaupi,
sem þær era ekki í bókunum.
Mesti ljóðurinn á ráði þessarar myndar er að
hverja einustu persónu skortir dýpt. Þetta hlýtur
að vekja upp efasemdir tun að Friðrik Þór sé fær
um að stjóma leikurum eða kalla ffam það besta
í þeim til að nýta í persónusköpun. Ég efast ekki
um að hann er góður kvikmyndagerðarmaður að
öðru leyti, en leikarastjóri er hann augsýnilega
ekki.
Fyrir vikið fannst mér þessi mynd vera ys og
þys út af ákaflega litlu, og eftir standa aðallega
digurbarkaleg ummæli aðstandenda hennar um
að þetta sé dýrasta mynd íslandssögunnar og þess
vegna eigi fólk að drífa sig að sjá hana. Mér
finnst þau rök duga skammt í ljósi þess að þama
er gott söguefni steindrepið."
Ekki sambærilegt
„Ég fór að velta fyrir mér samanburði á bók og
mynd meðan ég var að horfa á myndina," segir
Kristin Jóhannesdóttir leikstjóri, „en svo ákvað
ég að gefa það upp á bátinn. Þetta er ekki sam-
bærilegt vegna þess að stíll Einars Kárasonar er
svo mikill bókmenntastíll. Grundvöllur tækni
hans er dásamleg frásagnargleði og stílfærsla á
persónum sem gefur þeim ótrúlegt líf í rituðu
máli. Það er hans aðaÚ. En það er erfitt að eiga
við þessar stílfærðu persóniu- í bíómyndum.
Kannski hefði verið betra að draga úr stíláhrifum
Einars. En svo hætti ég að hugsa um þetta því
hvoragum er gerður greiði með slíkum saman-
burði.“
- Er eitthvað sem kallar á þaö í kvikmyndinni
að Tommi hætti að vera kaupmaður og verði
hafnarverkamaður? Era kaupmenn of fint fólk í
Kristfn Jóhannesdóttir kvikmyndageröarmaöur
skálar viö Friörik Þór Friöriksson af ööru tilefni.
huga okkar til að Tommi geti bæði verið kaup-
maður og píslarvottur?
„Já, kannski. Til að stytta leiðina að samsöm-
un við persónumar þurfti að gera þær eindregið
að hinum síðustu hinna síðustu. Setja þær alveg
niður á botn. Þegar bók er löguð að kvikmynda-
handriti er alltaf mesti vandinn að stytta leiðim-
ar, þjappa saman, svo að áhorfendur nái sam-
bandi hér og nú, hindrunarlaust. En maður verð-
ur óneitanlega dálítið hissa á að það skuli alltaf
vera eitthvað i buddu verkamannsins, hversu oft
sem í hana er farið. En hann er náttúrlega alltaf
í eftirvinnu í slippnum.
Maður skapar sér heim bókmenntaverks þegar
maður les og hefur miklu meira rými til upplif-
unar við lestur en í bíó. Bíómyndin þarf að
ramma þetta inn á tveim tímum og hafa alltaf í
huga að fólk missi ekki tengslin við þráðinn. Sá
sem hefur dáð bókmenntaverkið hlýtur að tapa á
bíómyndinni."
Friörik Erlingsson rithöfundur.
Handrit á að skila andblæ
„Ég veit auðvitað aö kvikmyndahandrit eftir
bók á í sjálfu sér ekki að skila bókinni," segir
Friðrik Erlingsson, sem sjálfur sneri skáldsögu
sinni Benjamín dúfu I kvikmyndahandrit. „Það á
að skila þeim andblæ sem þar er, og þaö finnst
mér takast í Djöflaeyjunni. Hins vegar hefði
myndin þurft að vera lengri en hún er. Sagan er
of stór, of mikil, persónumar of margar til að all-
ir endar náist saman. Mér sýndist til dæmis
Gijóni gufa upp. Mann langar mest til að fara aft-
ur í bækurnar til að ná dýpra sambandi við per-
sónumar. Það er auðvitað ágætt út af fyrir sig, en
svolítið leiðinlegt ef 170 milljóna króna mynd
verður auglýsing fýrir bækumar!
Ég sá myndina með konu sem bjó á Gríms-
staðaholtinu á þessum tíma og það var mjög
skemmtilegt, hún þekkti þetta allt og myndin ork-
aði mjög sannfærandi á hana. En ég held að það
hefði þurft að sýna andstæðu braggalífsins betur.
Vinna meira úr atriðum eins og þegar ráðist er á
strákinn snemma í myndinni og kveikt í skóla-
töskunni hans. Við hefðum átt að fá að sjá hann
í skólanum innan um böm frá öðrum heimilum.
Fyrirlitningin á braggafólkinu kemur ffarn í sam-
tölum, en viö upplifum ekki skilin á milli bragga-
fólksins og borgaranna.
Hörðum bókmenntaunnendum finnst myndin
kannski hvorki vera fugl né fiskur miðað við
dýpt sagnanna, en það er ekki réttlátt að dæma
myndina út frá bókunum. Mynd þarf að fara eins
langt frá bók og hægt er um leið og hún er á kafi
í henni. Kjaminn þarf að vera sá sami, en bók og
kvikmynd eru tvennt óiíkt.
í raun og vera hefði þurft að fara lengra frá
bókunum til að koma að þeim aftur og ná betur
utan um þær. Of margir atburðir í myndinni
vekja spurninguna hvemig var þetta nú aftur í
bókinni? í staö þess að myndin fúllnægi manni
algerlega, eigi sitt upphaf og sinn endi, sé heil og
sjálfbjarga veröld.“
er ettir rnuga Jokuisson, rit-
höfund og útvarpsmann, sem
áður hefur í barnabók fjallað um
einmana lítinn skógarbjöm sem
reynir að vingast við önnur dýr
með ófyrirsjáanlegum afleiöing-
um.
Leikstjóri sýningarinnar er
Sigrún Edda Bjömsdóttir; Guðni
Franzson semur tónlistina, Helga
Rún Pálsdóttir hannar búninga,
og loks eru það Stefán Sturla Sig-
uijónsson og Jakob Þór Einars-
son sem leika.
Bangsaleik er hægt að leika
nánast hvar sem er, segja að-
standendur sýningarinnar, sem
vonast til að leika hana fyrir sem
allra flest böm.
Valgeröur Stefánsdóttir kennari.
Merkileg kvikmynd
„Mér fannst þessi kvikmynd góð en hún er al-
veg sjálfstætt listaverk," segir Valgerður Stefáns-
dóttir kennari. „Hún fjallar um sama efni og bæk-
umar en hún vinnur ekki eins úr því, og mér
finnst það flott. Sjónrænar viðbætur eins og þeg-
ar Tommi leikur Chaplin til að gleðja Gijóna
vora ferlega finar. Tilgerðarlausar og viðeigandi.
Mér finnst eðlilegt í myndinni að fjölskyldan búi
í bragga og tilheyri braggafólkinu, það hefði ekki
virkað þar aö þau byggju I húsi.
Persónusköpunin er öðravísi en í bókunum, en
þetta era sannar persónur. Til dæmis Baddi, sem
er dæmi um mann sem aldrei era gerðar kröfúr
til, enda er hann fjötraður af löngunum sínum og
ástríðum og gersamlega óftjáls maður sem stefn-
ir beint í glötun.
Enginn maður hefur sjálfsvirðingu i þessu um-
hverfi nema einna helst Danni. Annaðhvort era
menn gólftuskur eða gjömýta aðra, og báðir hóp-
ar eru jafn óhamingjusamir og illa á sig komnir.
Og þeir sem era ofan á era jafnvel verr settir.
Ömurleikinn er meiri í myndinni, enda leggur
Friðrik minni áherslu á fyndni en sagan og leik-
gerðin.
Ég upplifi þetta sem merkilegan kafla í ís-
lenskri samtímasögu. Og mér finnst þetta merki-
leg mynd.“