Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 óháð Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaóaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Fjárreiður framboða Tveir af fimm frambjóðendum til embættis forseta hafa nú birt endurskoðaða reikninga framboða sinna. Reiknað er með, að hinir þrír geri það fljótlega. Fyrstu tölur benda til, að kostnaður á hvern frambjóðanda hafi verið frá 15 milljónum króna upp í 40 milljónir króna. Þetta var miklu dýrari kosningabarátta en áður hafði þekkzt í forsetakosningum. Kosningasagan sýnir eins konar vítahring, þar sem hver ný barátta slær fyrri kostnaðarmet. Sífellt koma til sögunnar nýjar og dýrari baráttuaðferðir, sem menn þykjast verða að taka upp. Búast má við, að næstu forsetakosningar verði enn dýrari. Ekki er fráleitt að spá því, að kostnaður á hvem frambjóðanda tvöfaldist í hvert sinn sem raunverulegar forsetakosningar eru háðar, ef það gerist á tíu ára fresti eða sjaldnar. Breytt kosningatækni kallar á þetta. Til þess að fleiri en miUjónamæringar geti í framtíð- inni boðið sig fram til forseta og til þess að fjársterkir að- ilar ráði ekki mestu um val forsetaefna, er nauðsynlegt, að þjóðfélagið í heild styðji framboðin með einhverjum hætti, helzt með skattfrelsi framlaga til þeirra. Nú gildir slíkt skattfrelsi um framlög til stjórnmála- flokka og trúarlegra samtaka. Það er innan rammans að láta þessar reglur gilda einnig um framlög til forseta- frambjóðenda. Miklu minni hætta er á, að reglurnar verði misnotaðar á því sviði en hinum tveimur fyrri. Skattfrelsi framlaga af þessu tagi á að vera háð því, að bókhald viðkomandi aðila sé opið og að jafnframt sé gerð skrá yfir gjafmildustu stuðningsaðilana, svo að sjá megi, hvaða og hvers konar aðilar eru fjárhagslega áhugasam- astir um gengi hvers frambjóðanda. Hér er ekki eingöngu verið að tala um bein framlög í peningum. Framlög geta líka verið í formi kaupa á miklu magni happdrættismiða, í formi fyrirgreiðslu og afsláttarkjara í auglýsingum, í formi lágrar leigu fyrir aðstöðu. Hugtakið framlög þarf að ná yfir óbeinu þætt- ina. Nánast alls staðar í lýðræðisríkjum er opin bókhalds- skylda í stjórnmálunum. í Bandaríkjunum eru þar að auki reglur um hámarksgreiðslur. Hér á landi hafa flokkarnir hins vegar vikizt undan slíku, þótt þeir njóti opinberrar fyrirgreiðslu í formi skattfrelsis framlaga. Frambjóðendur til embættis forseta íslands standa flokkunum framar á þessu sviði. Opnu bókhaldi þeirra fylgir þó ekki skrá yfir gjafmildustu stuðningsaðilana og samanlagðan stuðning hvers þeirra. Slík skrá mundi þó skipta enn meiru máli í fjárreiðum flokkanna. Dularfullt er, hversu eindregið flokkamir og eindregn- ast stærstu flokkarnir verja hagsmuni hinna stóru og sterku gegn almannahagsmunum. Það sýna meðal ann- ars samskipti pólitíska valdsins við fáokunarhring tryggingafélaga, svo sem fyrirgreiðsla í setningu laga. í okkar þjóðfélagi, þar sem stjórnmálamenn og stjórn- málaflokkar gera meira af því að leika hlutverk skömmt- unarstjóra en hliðstæðir aðilar í nágrannalöndunum, er afar brýnt, að fjármál þeirra séu öllum opin og að ljós séu tengsl þeirra við fjársterka hagsmunaaðila. Þannig er breytinga þörf á fleiri sviðum málsins en að fella forsetaframboð undir sömu reglur og önnur fram- boð. Ekki er nóg að koma á skattfrelsi í framlögum til allra þessara aðila. Jafnframt þarf að setja reglur um opnar og endurskoðaðar fjármálaupplýsingar þeirra. Endurvakin umræða um þessi mál er góðs viti. Hvort tveggja er eðlilegt, skattfrelsi framboða og birtingar- skylda á bókhaldi, þar með taldar viðskiptamannaskrár. Jónas Kristjánsson Hæg eru heimatökin þegar nótin er dregin inn aö tína íslensku fiskana úr netinu ítölsk kona í íslenskri landhelgi í síðustu viku heimsótti okkur enn einn útlending- urinn. Haustið byrjar sem sagt ekki vel. Ætla þeir aldrei að skilja að við viljum kannski miklu frekar vera í friði og út af fyrir okkur? í þetta skiptið var það ítölsk kona. ítalskir karl- menn hafa þó verið umfangsmeira áhugamál síðustu misserin. Ástandið í kringum þá hefur verið svipað stríðs- ástandinu fyrir stofnun lýðveldis- ins. Ástæðan er ör- ugglega jafn eðlileg og veðrið. Sög- ur endurtaka sig nefnilega oftast. Núna lifum við samt á friðartím- um. Sameiginleg eign... í siðustu viku lá þó við að enn eitt stríðið væri skollið á. Það var þegar þessi ákveðna ítalska kona kom og byrjaði að segja okkur það sem henni lá á hjarta. Það voru orð sem smugu um leið inn í eyru okkar allra í gegnum ljósvaka- miðlana. Við héma í Norðrinu eigum ekki fiskinn okkar ein, segir hún. Hann er sameiginleg eign hinna þjóðanna í Evrópu. Þó að hann komi vel alinn upp að fslands- ströndum þá er hann fæddur og uppalinn á hinu evrópska efna- hagssvæði. Hún sagði það kannski ekki beint, en við sáum og heyrð- um samstundis hvert hún var að leiða okkur. Hún var hreinlega að líkja framferði okkar við söguna um litlu gulu hænuna. Við vilj- um öll borða brauðið þegar það kemur úr ofn- inum. Fallegar íslenskar tölur Og áfram hélt hún. Vildi helst draga okkur inn i Evrópusambandið til þess að geta gleypt okkur endanlega. En hver á eiginlega fisk- ana, þessa saklausu málleysingja úthafsins? Auðvitað báram við hönd fyrir höfuð okkur og reyndum að kæfa hana með íslenskri þögn, en ekk- ert virtist duga. Þá bárust töliú úr ráðuneytinú. Þær eru alltaf umvafðar ákveðinni en þéttri véfréttarmóðu og hafa þess vegna sín áhrif - nema á þessa manneskju og aðstoðar- mann hennar. Á tímabili virtist hún kannski allt í einu skilja og vera á sama máli. En það var ekki nema eitt andartak. f tölunum kemur samt skýrt og greinilega fram að meira en 92 af hundraði af síldinni okkar kom aldrei við í lögsögu Evrópusam- bandsins á síðasta ári, áður en hún skilaði sér endanlega heim í reknetin okkar. Við sem vorum líka byrjuð að sakna hennar. Síld- in var og er týnda dóttirin og son- urinn okkar sem við fögnum með því að marinera ofan i tunnu. Fleiri tölur bárust svart á hvítu en Emma ákvað samt að skipta ekki um skoðun. í staðinn dáðist hún að þessum fallegu og íslensku tölu- stöfum. Landhelgi utan talnakerfis Það sem er í rauninni merkileg- ast í öllu þessu máli er að sjálf- sögðu afrek vísindamannanna okkar. Núna er sem sagt hægt að fylgjast með ferðum fiskanna svona lengst ofan í undirdjúpun- um. Aðferðirnar, sem fiskifræð- ingarnir beita, era enn að mestu leyti á huldu. Manni skilst samt að þeir merki silin á ákveðnum aldri líkt og ákveðna fugla. Þannig séu heimatökin hæg þegar nótin er dregin inn og íslenskir fiskarnir eru tíndir úr netinu. Einnig hefur heyrst að þegar þeir gera að fisk- inum sjái þeir um leið á hvaða fæði hann hefur verið í gegnum lífið og hafið - evrópsku eða ís- lensku. Við lærum öll í barnaskóla að það er bannað að flytja hrátt kjöt til landsins - nema ferðamenn. Og þá frekar I styttri tíma. Þeir era samt orðnir helsta tekjulind okk- ar. Við höfum sömuleiðis hleypt árstiðabundnum farfúglum hingað en þeir hafa yfirleitt hypjað sig áður en það er um seinan. í samtölum ráðamanna við ítölsku sendikonuna er komin enn ein en samt glæný staðfesting á þjóðarstolti okkar. Við viljum að- eins leggja okkur alíslenskan fisk til munns, ekki útlenskan eða ókunnan. Landhelgin er kannski 200 sjó- mílur á kortinu en í huga okkar er hún fyrir utan talnakerfið. Haraldur Jónsson Kjallarinn Haraldur Jóns- son myndlistarmaður „í samtölum ráðamanna við ítölsku sendikonuna er komin enn ein en samt glæný staðfesting á þjóðarstolti okkar. Við viljum að- eins leggja okkur alíslenskan físk til munns, ekki útlenskan eða ókunnan. “ Skoðanir annarra Samkeppni um orkuna „Landsvirkjun var bam síns tíma og án fyrirtæk- isins hefði trúlega ekki verið ráðist í nauðsynlegar stórvirkjanir. Landsvirkjun mun vafalaust áfram hafa stærstu virkjunarverkefnin á sinni könnu, hvemig sem eignarfyrirkomulagið verður á fyrir- tækinu. En fyrirhugaðar breytingar á orkulögum verða að miðast við, að neytendur fái orkuna á lægsta mögulega verði og hezta tryggingin fyrir því er samkeppni orkufyrirtækja." Úr forystugreinum Mbl. 8. okt. Handboltinn „Skattgreiðendur hafa greitt götu íþróttafélaga með ýmsu móti, svo sem byggt yfir þau hús. Ef nú bestu liðin í deildinni vilja selja sérstaklega sýning- arrétt úr „smum“ húsum inn á lokaðar rásir sem fáum standa til boða þá er komið að tímamótum. Gleymum því ekki þegar HSÍ ætlaði að selja lands- leiki inn á lokað áskriftarkerfl Stöðvar 2 fyrir nokkr- um árum. Handknattleiksunnendur ætluðu vitlausir að verða, og það með réttu. Opinber stúðningur við keppnisíþróttir er mikill og félögin verða að skila skemmtun á móti - fyrir hóflegt verð og aðgengilega öllum.“ Stefán Jón Hafstein í Degi-Ttmanum 8. okt. ESB og framsal veiöiréttinda „Þegar við athugum aðild að ESB er spuming hvort við getum sætt okkur við Mlveldisframsal í hendur ESB á þessum sviðum. Geri ESB minni kröf- ur en við Islendingar gerum sjálfír til vemdunar hafsins er áhættan af fullveldisframsali mikil. Séu kröfurnar jafnmiklar eða meiri er áhættan minni. En þetta er þó ekki öll sagan, þvi eftir stendur rétt- urinn til veiða og framsal hans. Á þvi sviði getum við ekki borið okkur saman við nokkurt aðildarríki ESB í heild sinni.“ Magnús M. Norðdal í Alþbl. 8. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.