Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 13 Breytt Evrópusamband Emma Bonino, sjávarútvegsráöherra ESB. - Hefur örugglega ekki skiliö hvers vegna þessi þjóö, sem byggir allt á sjávarútvegi, skuli ekki vera í sjálfum samtökunum og hafa áhrif á þróun mála, segir m.a. í greininni. Emma Bonino, sjávarútvegsráð- herra Evrópusam- bandsins, heim- sótti íslendinga á dögunum. Á milli þess að fljúga upp um hálsinn á for- setanum, Ólafi Ragnari Gríms- syni, og ræða Mannréttindadóm- stól, upplýsti hún víkingaþjóðina um það að Evrópu- sambandið hefði engan áhuga á sjávarútvegsmál- um. Sannaðist það best á því að þeir hefðu skipað ítalska konu sem sjávarútvegsráð- herra. Burtséð frá hæversku hennar hafa ráðamenn þjóðarinnar, sem hefur fiskiskip á öllum heimshöf- unrnn, byggir megnið af sínum út- flutningi og efnahagsafkomu á sjávarútvegi og reyndar nam sjálft Átlantshafið á sínum tíma og fann löndin umhverfis það, frá íslandi til Ameriku - sjálfsagt fullvissað hana um mikilvægi sjávarútvegs. Það sem þessi snareygði landi Júl- íusar Sesars hefur örugglega ekki skilið er hvers vegna þessi þjóð, sem byggir nánast allt sitt á sjáv- arútvegi með útflutningi á Evr- ópusambandið, skuli ekki vera í sjáifum samtökunum og hafa sín áhrif á þróun mála þar. Víkingarnir þorðu á hafið Ráðamenn þjóðarinnar hafa lýst fyrir Bonino baráttu þjóðarinnar fyrir sjálfstæði og yfir- ráðum fiskimiða okkar. Engum útlendingum væri treystandi að ráða þessari auðlind, þrátt fyrir að við sjálfir ættum þátt í því ráði. Emma hefur þá sjálfsagt minnt á þá staðreynd að vík- ingarnir hefðu aldrei fundið Ameríku hefðu þeir ekki ýtt frá landi. Fyrirfram gæti enginn vitað niðurstöðu samn- inga við Evrópusam- bandið, því þeir væru jafn breytilegir og aðild- arþjóðirnar væru marg- ar. Evrópusambandið hefði enga veiðireynslu á íslandsmiðum og gæti engar kröfur gert hér. Traðkað á íslend- ingum Á hinn hóginn væri ekki verra fyrir smáþjóð að vera með í ráðum í stefnumótun og framkvæmd hennar innan Evrópusambandsins um sjávarútvegsmál. Styrkur smá- þjóðarinnar yrði líka magnaður af styrk Evrópusambandsins. Aðrar þjóðir gætu ekki hent íslendingum af opnum haf- svæðum og sagst einfald- lega eiga þau. Þær gætu held- ur ekki endur- skilgreint al- þjóðlega veiðislóð til þess eins að koma í veg fyrir veiðar ís- lenskra fiski- skipa þar. Frá- leitt gætu þær líka komið og rift kaupum íslendinga á fiskvinnslu- fyrirtækjum í Evrópu, boðið betur og sölsað undir sig kaupin. Svo ekki sé minnst á það að beita ís- lenskar útflutningsvörur sérstök- um takmörkunum, með smá- smugulegri vöruskoðun eða mis- notkun á heilbrigðisreglum. Hin netta Bonino hefur barið þrekvaxna ráðamenn víkingaþjóð- arinnar augum og einfaldlega upp- lýst þá um að alþjóðalög og reglur, framfylgt af sameiginlegu yfir- valdi, væri fyrst og fremst í þágu smáþjóða. Án sameiginlegs dóm- stóls og yfirvalds væru smáríkin nefnilega alltaf í gini ljónsins. Evrópuþjóðir huga nú mjög að öryggi sínu í austurvegi. Sjúkdóm- ar og einangrun herja nú á ráða- menn Rússlands. Lýðræðinu er hætt þar. Landamæri Atlantshafs- bandalagsins stefha í austur og miklar fjárfestingar vesturvelda í Rússlandi þýða aukin umsvif þar. Allir viðurkenna mikilvægi ís- lands fyrir varnir Evrópu og ein- staklega gott samband okkar við Bandaríkin. Hagsmunir stórvelda Evr- ópu Bretar reifa nú tillögu á ríkja- ráðstefnu Evrópubandalagsins í Torínó þannig, að Rómar- og Ma- astrichtsáttmálanum verði breytt í þá veru aö þjóðir geti fengið fulla aðild að Evrópusambandinu án kröfu um yfirráðarétt auðlinda. Þær Mið-Evrópuþjóðir sem nú standa í biðröðum eftir aðild munu heldur aldrei fá inngöngu upp á full býti í CAP - hinni sam- eiginlegu landbúnaðarstefnu. Þjóðverjar, sem borga 30% af út- gjöldum Evrópusambandsins, eru einfaldlega búnir að fá nóg. Sameinað Þýskaland er einnig far- ið að skynja ágæti þess að hafa áhrif sem slíkt, án þess að Evrópa þurfi að vera þýsk, frekar en Þýskaland evrópskt. Bandaríkjamenn gera líka auknar kröfur á Þýskaland í kostnaðarhlutdeild við rekstur Atlantshafsbandalagsins. Þjóðverj- ar vilja styrkja sig til norðurs, gera Norðurlöndin að bandamön- um sínum í viðræðunum við Mið- Evrópulöndin. Þeim finnst sjálf- sagt að íslendingar séu fullgildir aðilar að Evrópusambandinu og líta á hagsmuni okkar sem sína. „Teningunum er kastað,“ sagði landi Emmu, Júlíus Sesar, og varð keisari í Róm. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Kjallarmn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur „Hin netta Bonino hefur bariö þrekvaxna ráðamenn víkingaþjóð- arinnar augum og upplýst þá um að alþjóðalög og reglur, framfylgt af sameiginlegu yfirvaldi, væri fyrst og fremst íþágu smáþjóða.u Um kvenlega barnavernd Lög um vemd bama og ung- menna kveða á um setu fimm að- almanna og jafnmargra vara- manna í barnavemdarnefndum og í anda jafnréttis er skýrt kveðið á um, að í nefndum þessum skuli að jafnaði sitja bæði konur og karlar. Á því virðist engu að síður nokk- ur misbrestur. í júlí á þessu ári er barnaverndarstofu (félagsmála- ráðuneyti) kunnugt um skipan nefndarmanna í 81 nefnd er fer með barnavemdarmál. Sumar þessara nefnda eru vanskipaðar hvað fjölda nefndarmanna við- kemur. 12 fullskipaðar nefndir em kynhreinar, það er að segja 9 nefndir (11,1%) em skipaðar kon- um eingöngu, en 3 (3,7%) körlum. Kvenhyggja Langflestum nefndum er það sammerkt að konur em í töluverð- um meirihluta. Þetta á oftar við um vanskipaðar nefndir en hinar. í síðasta tiltæka yfirliti er skráður 351 nefndarmaður. Ójafnvægi karla og kvenna er verulegt. Kon- ur em þar í yfirgnæfandi meiri- hluta eða 253 (72,1%), en karlmenn 98 (27,9%). Þegar litið er til for- manna ráða og nefnda um barna- verndarmálefni eru hlutfóll svip- uð. Af 81 for- manni em 55 (67,9%) konur, en karlar 26 (32,1%). Þetta er verulegt um- hugsunarefni. Hafi það á annað borð við rök að styðjast að það geti skipt sköp- um í stjóm þjóð- mála að raddir beggja kynja heyrist á það ekki síst við um bamavemdarmál. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í bamarétti við Háskóla íslands, hefur bent á móðurhyggjuna í túlkun lögmanna á barnalögum. Ríkjandi misvægi kynjana við skipan í barnaverndarnefndir mætti á sama hátt kalla kven- hyggjuna. f framhaldi af þessum vanga- veltum liggur beinast við að skoða „Hafí það á annað borð við rök að styðjast að það geti skipt sköpum í stjórn þjóðmála að raddir beggja kynja heyrist á það ekki síst við um barnaverndarmál. “ skiptingu kynjanna hjá starfsmönnum fjölskyldudeilda fé- lagsmálastofhana, þar sem þeim er til að dreifa. Þess ber að geta að fagmenntaða starfsmenn er óviða að finna á lands- byggðinni. Til að mynda voru, skv. skýrslu vinnuhóps fé- lagsmálaráðherra nr. 4, útgefinni í júní 1994, einungis 26,4 stöðugildi sálfræð- inga utan Reykjavík- urborgar og 21,5 stöðugildi félagsráð- gjafa (félagsmála- stjórar, sem sumir hverjir era félagsráð- gjafar, eru ekki meö- ....—■ taldir). Uggvænlegt ástand Nýlega benti virtur skólamaður á, að sálfræðinga vantaði á svæð- inu frá Akureyri austur um og alla leið til Selfoss. Þetta er ugg- vænlegt ástand hafi sveitarstjóm- ir á annað borð metnað til að veita fjölskyldum (og bömum) nútíma þjónustu. Það gefur því að skilja að faglegri þjónustu er nær ein- göngu til að dreifa á suðvestur- homi landsins og á Eyjafjarðar- Kjallarinn Arnar Sverrisson sérfræðingur í klínískri sálfræöi, yfirsálfræöing- ur geödeildar Fjórö- ungssjúkrahússins á Akureyri svæðinu. Þjónustan er að miklu leyti veitt af konum. Fjölskyldu- deild Félagsmála- stofnunar Akureyrar er eingöngu mönnuð konum. Samkvæmt upplýs- ingum Félagsmála- stofnunar Reykjavík- ur hefur hlutfall kvenna smám saman lækkað úr 98 af hundraði niður undir 90 af hundraði. í hverfadeildum fjöl- skyldudeildar era 12 stöðugildi, þar af era 11 (91,7%) skipuð konum, en 1 (8,3%) karli. Hlutur karla vænkast heldur sé lit- ■———— ið til félagsmála- stjóra. Af 28 félags- málastjórum í land- inu eru konur 15 (53,6%), en karl- ar 13 (46,4%). Samkvæmt framan- sögðu mætti álykta að félags- og fjölskyldumál séu eftirsóttur vett- vangur íslenskra kvenna á frama- braut. Óhjákvæmilega hlýtur sú spuming að vakna hvaða áhrif' þetta misvægi kynjanna hafi á verklag og efnistök í barnavemd- armálum. Arnar Sverrisson Með og á móti Tvöföldun lágmarkslauna Mikið rétt- lætismál „Það er mik- ið réttlætismál að enginn launataxti sé lægri en svo að mánaðarlaunin séu 100 þúsund krónur. Þar að auki er það staðreynd, burt séð frá öllu réttlæti, að ekki er hægt að lifa sæmilegu lífi með ráðstöfun- artekjur undir 80-100 þúsund krónum á mánuði. Til þess að ná þeirri viðmiðun að verkafólk á Islandi geti veitt sér það sama og félagar þess í Danmörku þurfa lægstu launin að tvöfaldast miðað við launa- taxta flestra verkalýðsfélaga inn- an ASÍ og hækka síðan um 4-6% á ári til að dragast ekki aftur úr Dönum. Það má þvi velta fyrir sér hvort við gerðum skissu árið 1944. Væra laun verkafólks á ís- landi ef til vill hærri í dag hér á landi ef við værum enn I kon- ungssambandi við Dani? Félagsmálastofnanir sveitarfé- laga miða við að aðstoða fólk ef það hefur undir 50 þúsund krón- um í mánaðartekjur. Hvernig í ósköpunum er þá hægt að burð- ast með launataxta undir þessum mörkum? Krafan um 100 þúsund króna lágmarkslaun nær því ekki einu sinni að vera tíund af launum einstakra manna hér á landi. Ætli vinna þessara launa- kónga sé meira virði en vinna tíu verkamanna? Ætli tíu kassa- dömur i Hagkaupum afkasti ekki töluvert meiru?“ Notuð sem viðmiðun eða grunn- punktur „Lágmarks- laun hafa eink- um tviþætta þýðingu: 1) Þau eru bind- andi sem slík og eiga að tryggja að eng- inn fái greidd lægri laun. 2) Þau eru notuð sem viðmiðun eða grunn- punktur. í þessu tilfelli éru greidd hærri laun en lágmarkslaun en þau mynda reikniforsendu fyrir út- reikning á raunverulega greidd- um launum. Lágmarkslaun draga í báðum tilvikum úr sveigjanleika á vinnumarkaði. Þau auka líkur á því að þeir sem vilja vinna fái ekki vinnu. Hversu sterk þau áhrif eru ræðst m.a. af því hvern- ig þau samsvari raunverulegum greiddum lágmarkslaunum. Þeim mun hærri sem þau eru því betur samsvara þau raunveru- lega greiddum launum og valda meiri röskun á eðlilegu ástandi á vinnumarkaði. Þegar lágmarkslaun eru notuð sem viðmiðun en greidd eru hærri laun veldur hækkun þeirra líklega meiri röskun en til var ætlast. Ef slíkt er meiningin er betra að semja um almenna launahækkun en að hún verði óbein afleiðing. Annars gæti af- leiðingin orðið meiri verðbólga og aukið atvinnuleysi." -ingo Yngvi Harðarson, hagfræöingur hjá Ráðgjöf og efna- hagsspám ehf. Pétur Sigurösson, form. Alþýöusamb. Vestfjaröa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.