Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Side 22
42
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
Afmæli
Ólafur Víðir Björnsson
Ólafur Víðir Björnsson fram-
haldsskólakennari, Lynghaga 1,
Reykjavík, er fimmtugur i dag.
Starfsferill
Ólafur fæddist á Dalvík en ólst
upp á Sauðárkróki og á Stóru- Ás-
geirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatns-
sýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá
MA 1966, BA-prófi í íslensku og
sagnfræði frá HÍ 1971, cand. mag.-
prófi í íslenskum bókmenntum frá
HÍ 1977, prófi í uppeldis- og kennslu-
fræði frá KHÍ 1981 og hefur sótt
ýmis námskeið er lúta að kennslu,
skólamálum og tölvuvinnu.
Ólafur kenndi við Barnaskóla
Sauðárkróks og kenndi íslensku við
Iðnskólann á Sauðárkróki 1966-67,
kenndi íslensku við Hagaskólann
1971-81 og var jafhframt deildar-
stjóri þar og æfingakennari í ís-
lensku 1974-81 og prófstjóri 1976-81,
kenndi íslensku við VÍ 1981-82, við
MR 1982-85, las prófarkir og veitti
málfars- og textaráðgjöf 1985-88 og
sinnti síðan slíkum störf-
um í hjáverkum, hafði
umsjón með þýðingu
handbókar yfir rit-
vinnsluforritið World
Perfect 5.0 og vann við
tölvur hjá Einari J.
Skúlasyni hf. 1988-89, var
deildarsérfræðingur og
ritstjóri kennsluefnis í ís-
lensku hjá Námsgagna-
stofnun 1989-90, ritstjóri
hjá Almenna hókafélag-
inu hf. 1990-91, hafði um-
sjón með útgáfu ritsins
Utanríkisþjónusta ís-
lands og utanríkismál, eftir Pétur J.
Thorsteinsson, útg. 1992, og hefur
kennt íslensku við VÍ frá 1993. Þá
hefur Ólafur gegnt margs konar
sumarvinnu. Hann sinnti m.a. skrif-
stofustörfúm hjá bæjarfógetanum á
Seyðisfirði í tíu sumur.
Ólafur sat í stjóm Stúdentaaka-
demíu HÍ 1969-71, var forseti aka-
demíunnar 1970-71, formaðm- Kenn-
arafélags Hagaskólans 1976-77, í
stjórn Félags háskóla-
menntaðra kennara
1976-79, var einn stofn-
enda Samtaka móður-
málskennara 1977, sat í
stjórn þeirra frá stofnun
til 1982 og var meðrit-
stjóri fyrstu tölublaða
Skímu, málgagns samtak-
anna.
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 10.8. 1968
Halldóru Erlendsdóttur, f.
22.4. 1947, gjaldkera í
Búnaðarbanka íslands.
Hún er dóttir Erlends Björnssonar,
f. 24.9. 1911, d. 26.11. 1980, bæjarfó-
geta og sýslumanns á Seyðisfírði, og
k.h., Katrinar Jónsdóttur, f. 20.4.
1913, húsmóður.
Börn Ólafs og Halldóru eru Er-
lendur Þór, f. 17.1. 1970, sölumaður
hjá Rekstrarvörum hf. í Reykjavík,
en sonur hans og Ástu Sóleyjar
Sölvadóttur, fyrrum sambýlikonu
hsms, er Jóhann Víðir, f. 17.12.1992;
Jóhanna Margrét, f. 30.9.1975, nemi;
Birna Halldóra, f. 1.8. 1980, nemi.
Systir Ólafs, sammæðra, er Stein-
unn Margrét Steingrímsdóttir, f. 2.2.
1942, fulltrúi á Litla-Hrauni, búsett
á Eyrarbakka, gift Einari Magnús-
syni, varðstjóra á Litla-Hrauni.
Albræður Ólafs eru Þórir Dan, f.
13.12.1944, prófessor og deildarstjóri
við lyflækningadeildina á Jefferson
Medical College við Thomas Jeffer-
son University i Fíladelfiu í Banda-
ríkjunum, kvæntur Ernu Jakobs-
dóttur húsmóður; Pétur Örn, f. 10.4.
1955, arkitekt i Reykjavík, kvæntur
Sigurveigu Knútsdóttur kennara.
Foreldrar Ólafs: Björn Daníels-
son, f. 16.2. 1920, d. 20.6. 1974, skóla-
stjóri Barnaskóla Sauðárkróks og
forstöðumaður Héraðsbókasafns
Skagfirðinga á Sauðárkróki, og k.h.,
Margrét Ólafsdóttir, f. 30.7. 1916,
húsmóðir i Reykjavík, fyrrum bóka-
vörður við Héraðsbókasafn Skag-
firðinga og síðar við Borgarbóka-
safnið í Reykjavík.
Ólafur Víðir
Björnsson.
Ármann Eiríksson
Ármann Eiríksson, at-
vinnumálafulltrúi Hafn-
arfjarðarbæjar, Þúfubarði
9, Hafnarfirði, er fimm-
tugur í dag.
Starfsferill
Ármann fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp
við Brunnstiginn og frá
sjö ára aldri í Skjólunum.
Hann flutti til Hafnar-
fjcuðar tuttugu og tveggja
ára og hefur átt þar
heima síðan. Ármann
lauk verslunarprófi frá VÍ 1965.
Ármann stundaði skrifstofustörf
um skeið hjá fyrirtækinu Standard
Electric AS í Kaupmannahöfn, starf-
aði hjá Sölumiðstöð hraðfrystihú-
sanna 1966-67, stofnaði ásamt félaga
sínum Skóbúðina í Suðurveri 1967
og starfaði þar til 1972, vann við
matvöruverslunina Hamrakjör í
Suðurveri um tíma, var
sölumaður og síðan sölu-
stjóri í Glerborg hf. í
Hafnarfírði 1973-81,
stofnaði þá fyrirtækið
Myndrammann sf., sem
hann starfrækti með öðr-
um mn tveggja ára skeið,
sinnti söluumsjón og
markaðssetningu hjá 01-
íufélaginu hf. 1982-88,
starfaði hjá Sölumiðstöð
garðyrkjumanna 1988-90,
var framkvæmdastjóri
Bandalags íslenskra far-
fugla 1990-92 og hefur verið at-
vinnumálafulltrúi Hafnaríjarðar-
bæjar frá ársbyijun 1993.
Ármann var um tíu ára skeið
virkur félagi í JC-hreyfingunni,
varð forseti JC Hafnarfjörður, svæð-
isstjóri Reykjaness og landsforseti
JC fsland, var útnefndur heiðursfé-
lagi JC íslands og enn fremur
senator 32536 af JS International og
þar með ævifélagi samtakanna. Þá
starfaði hann um skeið í Lions-
klúbbnum Víðarri.
Fjölskylda
Ármann kvæntist 24.5. 1969 Erlu
Guðrúnu Gestsdóttur, f. 22.10. 1948,
fóstru. Hún er dóttir hjónanna
Gests M. Gamalíelssonar, húsa-
smíðameistara og síðar kirkjugarð-
svarðar í Hafnarfirði, og Jónu Guð-
mundsdóttur ritara sem bæði eru
látin.
Böm Ármanns og Erlu eru Jón
Gestur, f. 28.2. 1969, sjúkraskósmið-
ur í Hafnarfirði, kvæntur Ástu
Bimu Ingólfsdóttur húsmóður, frá
Innri- Kleif í Breiðdal, og eiga þau
dótturina Erlu Guðnýju, f. 9.5. 1995;
Steinunn Eir, f. 31.7. 1974, nemi í
Kaupmannahöfn, og á hún dóttur-
ina Ölfu Karitas, f. 25.12. 1991; Her-
mann, f. 13.4. 1976, matreiðslumað-
ur.
Ármann kvæntist 5.10. 1996 Sig-
rúnu Gísladóttur, f. 16.6. 1950, skóla-
ritara í Öldutúnsskóla. Hún er dótt-
ir Gísla Guðmundssonar, fyrrv. for-
stjóra við vélsmiðjuna Klett í Hafn-
arflrði, og Guðlaugar Högnadóttur
húsmóður, frá Laxárdal í Gnúp-
veijahreppi, sem er látin.
Böm Sigrúnar frá fyrra hjóna-
bandi eru Hildur Hinriksdóttir, f.
21.2. 1971; Helgi Hinriksson, f. 12.6.
1972; Gísli Pétur Hinriksson, f. 29.5.
1979.
Systkini Ármanns eru Ferdinand
Róbert, f. 30.6. 1951, sjúkraskósmið-
ur, og Jóhanna Erla, f. 20.7. 1957,
iðjuþjálfi í Herlev í Danmörku.
Foreldrar Ármanns em Eiríkur
R. Ferdínandsson, f. 14.6. 1924, og
Steinunn Eiríksdóttir, f. 27.2. 1925,
húsmóðir.
Ármann er að heiman.
Ármann Eiríksson.
Signý Sigurlaug Tryggvadóttir
Signý Sigurlaug Tryggvadóttir
húsmóðir, Glæsivöllum 17 B,
Grindavík, varð sextug í gær.
Starfsferill
Signý fæddist á Þórshöfn á
Langanesi og átti þar heima til 1943
en síðan í Kópavogi. Hún flutti í
Neskaupstað 1961 og bjó þar til 1974
er hún flutti til Grindavíkur þar
sem hún hefur átt heima síðan.
Fjölskylda
Signý giftist 29.9. 1964 Hauki
Þórðarsyni, f. 29.9. 1934, sjómanni.
Hann er sonur Þórðar Sveinssonar,
bónda í Skógum í Mjóafirði, og Sig-
ríðar Eiríksdóttur húsfreyju, en þau
em bæði látin.
Böm Signýjar em Smári Lind-
berg Einarsson, f. 25.7.1955, sjómað-
ur á Raufarhöfn, kvæntur Guð-
björgu Hilmarsdóttur, og eru börn
þeirra Hilmar Öm, f. 29.4. 1978,
Signý Sjgurlaug, f. 1.12. 1984, d. 15.9.
1985, Haukur Þór, f. 8.4. 1987, og
Signý Sigurlaug, f. 16.10. 1991; Stef-
anía Huld Gylfadóttir, f. 12.3. 1958,
bóndakona á Tjörnesi, gift Smára
Kárasyni, og eru börn þeirra Frið-
þór, f. 30.9. 1982, Sveinbjörg, f. 13.12.
1985, Sóley, f. 12.11. 1988, Andri, f.
21.10. 1989, og Valur, f. 16.11. 1991;
Olga Rán Gylfadóttir, f. 23.2. 1960,
húsmóðir í Grindavík, gift Stein-
grími Thorarensen, og eru böm
þeirra Bjarki Hrafn, f. 15.9. 1981,
Klara Dögg, f. 21.9. 1982, Aníta Rós,
f. 6.6/ 1986, d. 26.7. 1986, Aron
Trausti, f. 19.7.1987, Sylvía Harpa, f.
8.8. 1988, Sindri Marel, f. 7.12. 1994,
og Móníka Rós, f. 7.8. 1996; Dagbjört
Ýr Gylfadóttir, f. 17.7.1961, verslun-
armaður í Keflavík, gift Kristjáni
Þór Karlssyni, og eru böm þeirra
Karl Vilhjálmur, f. 6.10. 1981, og
Stefanía Sigurbjörg, f. 19.4. 1987; Ei-
ríkur Óðinn Hauksson, f. 21.2. 1964,
búsettur í Danmörku, kvæntur Þor-
björgu Stefánsdóttur, og er sonur
þeirra Atli Freyr, f. 1.8. 1987; Vío-
letta Heiðbrá Hauksdóttir, f. 11.4.
1972, verkakona á Siglufirði, en son-
ur hennar er Kristófer Óðinn, f. 7.2.
1993.
Systkini Signýjar: Guðrún
Tryggvadóttir, bóndi að Þursstöðum
í Borgarflrði; Sigfús Tryggvason, nú
látinn, verkamaður í Kópavogi;
Helga Tryggvadóttir, húsmóðir í
Reykjavík; Jakob Tryggvason, nú
látinn, leigubílstjóri í Kópavogi;
Ólafur Tryggvason, pipulagningar-
maður i Kópavogi; Sverrir Tryggva-
son, búsettur í Kópavogi; Ingólfur
Tryggvason, búsettur í Kópavogi;
Alfreð Björnsson, bóndi í Útkoti á
Kjalarnesi.
Foreldrar Signýjar vom Tryggvi
Sigfússon, f. 2.11. 1892, d. 4.12. 1984,
bóndi og verkamaður á Þórshöfn og
í Kópavogi, og Stefanía Sigurbjörg
Kristjánsdóttir, f. 16.11. 1893, d. 1.11.
1981, húsmóðir.
og greiöslukorta-
afsláttur og
stighœkkandi
birtingarafsláttur
attt miltí hirryns
Smáauglýsingar
ipsxsi
550 5000
Hrafnhildur Hafnfjörð
Þórisdóttir
Hrafnhildur Hafnfjörð Þórisdótt-
ir, starfsstúlka við sælgætisgerðina
Völu, Goðatúni 7, Garðabæ, er fer-
tug í dag.
Fjölskylda
Hrafnhildur fæddist í Hafnarfirði
og ólst þar upp. Hún giftist fyrir
tuttugu árum, þann 9.10. 1976, Jens
Kristni Þorsteinssyni, f. 7.9. 1955,
starfsmanni við verslunina Japis.
Hann er sonur Þorsteins Þorsteins-
son og Guðrúnar Jensdóttur.
Böm Hraftihildar og
Jens Kristins eru Þórir
Hafnfjörð Jensson, f. 5.3.
1976, nemi við Fjöl-
brautaskólann í Garða-
bæ, og Guðrún Jensdótt-
ir, f. 28.11.1981, nemi við
Garðaskóla í Garðabæ.
Systkini Hrafnhildar
eru Óskar, f. 14.10. 1954,
búsettur í Hafnarfirði;
Magdalena Sirrý, f. 14.4.
1955, búsett í Keflavík;
Hrafnhildur Hafn-
fjörð Þórisdóttir.
Marinó, f. 9.12. 1957, bú-
settur í Varmahlíð í
Skagafirði; Sverrir, f.
17.12. 1962, búsettur í
Hafnarfirði.
Foreldrar Hrafnhildar eru
Þórir Hafnfjörð Óskars-
son, f. 17.4. 1933, bifreiðar-
stjóri í Hafnarfirði, og
Ingibjörg Kristín Þorgeirs-
dóttir, f. 24.9. 1935.
DV
Tll hamingju
með afmælið
9. október
80 ára
Aðalheiður Siggeirsdóttir,
Kaplaskjólsvegi 61, Reykjavík.
75 ára
Sveinn Guðlaugsson,
Skálagerði 9, Reykjavík.
Kristin Jónsdóttir,
Espigerði 4, Reykjavík.
70 ára
Eiríkur Nielsen,
Melgerði 11, Kópavogi.
Júlíus D. Friðriksson,
Gröf, Svarfaðardalshreppi.
Guðrún Ólafsdóttir,
Suðurgötu 4 A, Keflavík.
Þorsteinn Júliusson,
Laugarbrekku 9, Húsavík.
60 ára
Sigurður Þorsteinsson,
Háteigi 10, Keflavik.
Inga Rósa Hallgrímsdóttir,
Engihjalla 9, Kópavogi.
Jónas Grétar Sigurðsson,
Steinahlíð 5 F, Akureyri.
Erla Sigurjónsdóttir,
Túngötu 15, Húsavík.
50 ára
Hildar Jóhann Pálsson,
Hraunbúðum, Vestmannaeyj-
um.
Steingrímur Þ. Gröndal,
Haðalandi 3, Reykjavík.
Gísli Snorrason,
Brekkukoti, Mosfellsbæ.
Helga Magnúsdóttir
frá Hreimsstöðum, Hjalta-
staðahreppi,
nú til heimilis að Útgerði 7,
Egilsstöðum.
Þorbjörg Bernhard,
fulltrúi hjá íslandsbanka,
Engjateigi 17, Reykjavík.
Eiginmaður
hennar er
Sigurjón
Gunnars-
son.
Þau taka á
móti gestum
í Listhúsinu
Laugardal,
Engjateigi 17-19, Reykjavík,
nk. laugardag, 12.10., kl. 18-21.
Marit Anny Einarsson,
Silfurtúni, Hrunamanna-
hreppi.
Hrafn Baldvins Hauksson,
Lönguhlíð 9, Reykjavík.
Kristín Jóhannsdóttir,
Miðvangi 95, Hafnarfirði.
Aðalsteinn Tryggvason,
Norðurbraut 13, Hvamms-
tanga.
40 ára
Þórarinn Sigurbjörnsson,
Kambaseli 9, Reykjavík.
Jóna Margrét Baldursdótt-
ir,
Miðtúni 78, Reykjavík.
Þórunn Helga Guðbjörns-
dóttir,
Sæbólsbraut 22, Kópavogi.
Halla Harðardóttir,
Skaftárvöllum 12, Skaftár-
hreppi.
Guðlaug Auðunsdóttir,
Grundarstíg 2, Flateyri.
Leah Ann Mauzey,
Mararbraut 2, Húsavík.
Sólveig Bjarnar Guðmunds-
dóttir,
Mararbraut 2, Húsavík.
Elsa Jenny Halldórsdóttir,
Skarðshlíð 6 H, Akureyri.