Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Page 28
m
til nrMkf/s að Wnn^
\ >
-
ri0/96í7ni0Hl2H18-
(20) (21) (22]
KIN
S LX3
*=c
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
Frá vettvangi slyssins. DV-mynd S
Lést eftir
umferðarslys
Liðlega þrítugur karlmaður lést
eftir umferðarslys í Reykjavík um
klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Ekið
var á manninn þar sem hann var á
reiðhjóli á mótum Hofsvallagötu og
Hringbrautar og er talið að hann
hafi látist samstundis. -sv
Stjórnsýsluendurskoðun:
Byggingasjóður
verkamanna
í vanda
I skýrslu Ríkisendurskoðunar um
stjómsýsluendurskoðun á Húsnæð-
isstofnun er staða Byggingasjóðs
verkamanna talin mjög alvarleg og
að gjaldþrot hans sé yfírvofandi. Til
að svo fari ekki þurfi tvennt að
koma til; annars vegar vaxtahækk-
un á félagslegum íbúðalánum eða
aukið ríkisframlag. Miðað við að
ríkisframlag þessa árs, sem er 400
milljónir, komi að fullu inn í sjóð-
inn þá telur Ríkisendurskoðun að
vextirnir þurfi að hækka úr 2,4% í
3,6%.
Ríkisendurskoðun telur að núver-
andi samningur stofnunarinnar við
Veðdeild Landsbankans hvetji
bankann ekki til þess að reka
lánaumsýslu Húsnæðisstofnunar
með sem hagkvæmustum hætti.
Ríkisendurskoðun dregur einnig
í efa hagkvæmni þess að Húsnæðis-
stofnun reki sjálf umsýslu með hús-
bréf og ráðgjafarstöð fyrir viðskipta-
vini og segir ástæðu til að kanna
hvort þessi starfsemi sé ekki betur
komin hjá t.d. bönkum og lánastofn-
unum.
Aðkeypt þjónusta Húsnæðisstofh-
unar af Veðdeild Landsbankans og
Reiknistofu bankanna nemur 43%
af heildargöldum stofnunarinnar.
-SÁ
Flateyri:
Eldur í
pitsustað
Eldur kom upp í pitsustaðnum og
sölutuminum Kríunni á Flateyri í
morgun. Enginn var í húsinu en
töluverður eldur og reykur þegar að
var komið. Þegar DV hafði samband
vestur um klukkan hálfníu voru
menn að berjast við eldinn. Lögregl-
an á ísafirði hafði engar upplýsing-
ar um eldsupptök né skemmdir á
staðnum í morgun. -sv
Félagsdómur úrskurðar í deilumáli um niðurstöðu Kjaradóms:
Dómarar
stefna ríkinu
- vilja fá orlof greitt af fastri yfirvinnu
Dómarar hafa stefnt ríkissjóði
fyrir Félagsdóm og krefjast þess
að þeir fái greitt orlof af föstum
yfirvinnugreiðslum sem Kjara-
dómur úrskurðaði þeim árið 1993.
Hér er um að ræða kjaramál sem
varðar alla héraðs- og hæstaréttar-
dómara landsins.
Þegar Kjaradómur kvað upp úr-
skurðinn á sínum tíma fengu dóm-
arar ákvarðaða fasta yfirvinnu en
ekki var gert ráð fyrir að þeir
fengju greitt orlof af þessari fostu
yfirvinnu sem í raun var kjarabót.
í kjölfar þess kom síðan upp
ágreiningur um það hvort ríkinu
bæri að greiða orlof af yfirvinnu
dómaranna. Dómarar hafa ekki
viljað sætta sig við túlkun ríkisins
og var því ákveðið að láta reyna á
málið fyrir Félagsdómi.
Þeir dómarar sem hafa dóm-
störf að aðalatvinnu og eru í fé-
lagsdómi hafa eðli málsins sam-
kvæmt nú vikið úr dóminum
vegna vanhæfni.
„Almennir-1 héraðsdómarar fá
32 klukkustundir greiddar í fasta
yfirvinnu á mánuði og svarar það
til um 100 þúsund króna á mán-
uði. Af þeirri upphæð vilja dómar-
ar fá orlofið greitt - 10,17 prósent.
Föst heildarlaun héraðsdómara
eru hins vegar hátt í 300 þúsund
krónur á mánuði.
Dómstjórar og héraðsdómarar,
sem starfa einir á landsbyggðinni,
fá 47 yfirvinnustundir greiddar á
mánuði fyrir alla yfirvinnu og
aukið álag. Forseti Hæstaréttar
fær 42 yfirvinnustundir greiddar á
mánuði en aðrir hæstaréttardóm-
arar fá 37 stundir greiddar.
Dómendur i málinu fyrir félags-
dómi verða fimm. Einn af vara-
mönnum í félagsdómi er nú dóms-
formaður en Hæstiréttur skipaði
hins vegar tvo dómara. Málsaðil-
ar, dómarar og ríkið, skipuðu síð-
an hvor sinn dómarann.
Málið hefur verið ílutt og tekið
til dóms. Niðurstöðu er að vænta í
þessum mánuði.
-Ótt
Skeiðarársandur í morgun:
Ekkert
hlaup enn
Ekkert bólaði á Skeiðarárhlaupi í
morgun og var fremur lítið í ánni,
enda hefur verið kalt í veðri þar
eystra í gær og nótt.
Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlis-
fræðingur á Raunvísindastofnun,
sagði að gosið hefði haldið jafnt og
þétt áfram í nótt, en minni sveiflur
virtust í því samkvæmt mælum en
var fyrir nokkrum dögum. I dag
yrði reynt að komast á gosstöðvam-
ar og til Grímsvatna til að sjá hvað
er að gerast, en það hefur ekki ver-
ið hægt vegna veðurs frá því í síð-
ustu viku. -SÁ
Þjófstart í rjúpu
Lögreglan á Patreksfirði hirti í
gær tvo menn á ijúpnaveiðum á
Dynjandisheiði en eins og menn vita
má ekki skjóta hana fyrr en 15. októ-
ber. Að sögn Sveins Ólafssonar lög-
reglumanns verðm- haft virkt eftirlit
með þessum málum á næstu dögum
og hvetur hann menn til þess að fara
að lögum. Sveinn segir menn geta
misst skot- og veiðileyfi verði þeir
staðnir að því að þjófstarta í rjúpuna,
auk þess sem skotvopnin geti verið
gerð upptæk. -sv
Friðrik Sophusson tjármálaráöherra í ræðustóli á Alþingi í gær þegar fyrsta
umræða um fjárlagafrumvarpiö 1997 fórfram. Hörö gagnrýni kom frá stjórn-
arandstöðunni á frumvarpið, einkum á niöurskurö t mennta- og heilbrigðis-
málum. DV-mynd GVA
Fjárlagaumræða á Alþingi:
Hörð gagnrýni frá
stjórnarandstöðu
- á niðurskurð í mennta- og heilbrigðismálum
Fyrsta umræða um fjárlagafrum-
varpið fór fram á Alþingi í gær.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra mælti fyrir frumvarpinu en
fékk harða gagnrýni frá þingmönn-
um stjómarandstöðunnar. Niður-
skurður í mennta- og heilbrigðis-
málum var einna helst gagnrýndur.
Nokkrir stjórnarandstæðingar sáu
þó ástæðu til að fagna stefnu ríkis-
stjómarinnar að hallalausum fjár-
lögum en frumvarpið er sem kunn-
ugt er lagt fram með afgangi upp á
1,1 milljarð króna.
Gísli S. Einarsson, þingmaður
Jafnaðarmanna, sagði stefnu ríkis-
stjórnarinnar í heilbrigðismálum
ekki liggja ljósa fyrir. Ekki væri tek-
ið á því í fjárlagafrumvarpinu
hvemig mæta ætti stöðugt vaxandi
kostnaði við heilbrigðisþjónustuna.
Afleiðingamar væru lengri sjúkra-
biðlistar, meiri lyfiakostnaður, auk-
in útgjöld Tryggingarstofnunar og
heildarniðurstaðan væri þjóðhags-
lega óhagkvæm. Gísli fullyrti að á
skorti a.m.k. 1 milljarð króna til að
mæta aukinni þörf í heilbrigðisgeir-
anum.
Friðrik Sophusson efaðist um að
það væri rétt mat hjá Gísla að 1
milljarð vantaði í heilbrigðismálin.
Ef litið væri sameiginlega á félags-
og heilbrigðismál þá hefði ekki ver-
ið sá niðurskurður í málaflokkun-
um sem haldið hefði verið fram.
Friðrik lagði á það áherslu í fram-
sögu sinni að ríkisfiármálum yrði
að koma í jafnvægi svo grynnka
mætti á erlendum skuldum. Vaxta-
greiðslur væru orðnar óheyrilega
miklar, svo miklar að þær færu upp
fyrir útgjöld til skólamála í landinu
og væru svipaðar útgjöldum til
sjúkrahúsanna á Akureyri og í
Reykjavík.
Friðrik sagði að tekjuhlið frum-
varpsins markaðist af þeirri stefnu
ríkisstjórnarinnar að auka ekki
skattbyrðina. Unnið væri að heild-
arendurskoðun á tekjuskatti ein-
staklinga og ýmsum bótagreiðslum,
m.a. til að draga úr svonefndum jað-
arsköttum. -bjb
L O K I
Veðrið á morgun:
Skúrir víöa
um land
Á morgun verður sunnan- og
suðaustankaldi og rigning eða
skúrir víða um land en að
mestu þurrt norðaustanlands.
Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig.
Veðrið í dag er á bls. 44
533-1000
7
Kvöld- og
helgarþjónusta
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443