Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1996 15 Það á að myrða Hvalfjörð „Hvað gengur yfirvöldum til að ætla aö eyöileggja Hvalfjöröinn sem mannabústaö?" hún verði á næstu öld að bjóða fólki upp á byggð í næsta nágrenni við stórmengunarver? Mótmæli Ef það á að demba þessu úrelta álveri niður á íslandi mætti sem best velja því stað sunnan við þjóðveginn í Straumi. Þar er bæði rafmagn og höfn. Ef álverið er svo mengunarlítið, sem eigendur þess státa af, má hæglega setja það nið- ur við Helguvík. Þeir, sem bera málefni umhverf- isins fyrir brjósti, hljóta að mót- mæla því að Hvalfjörðurinn sé gerður að stóriðjubóli. Amór Hannibalsson Kjallarinn Arnór Hannibals- son prófessor I heimspekl viö HÍ Hvaða rétt hefur bóndi til að vera óhultur um bú- skaparaðstæður? Hvaða rétt hefur hann, þegar hann uppdagar að i næsta nágrenni við hann á að demba niður mengunarbóli, sem eitrar andrúmsloft, jörð og vatn á land- areign hans? Hvaða rétt hefur ræktunarmaður, sem hefur lagt á sig ómælda vinnu til að koma upp skógi á eigin land- areign en lendir ______ inni á mengunar- svæði álvers? Svarið við þessum spurningum er: Eftir réttum ís- lenskum lögum hafa þessir menn engan rétt. Þeir mega éta það sem úti frýs. Ruslahaugur fyrir úrelt ál- ver Erlendur at- hafnamaður, K. Peterson að nafni, lýsir þeirri ætlan sinni að flytja úrelt álver frá Þýskalandi til íslands. Hvernig bregðast íslensk yfírvöld við? Þau gera allt sem þau geta til að búa í haginn fyrir hinn erlenda mann (sem gæti re'ynst vera bara ein- hver jóker). Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjun gerast málsvarar hins er- lenda fyrirtækis. Skipulag ríkisins hefur hraðar hendur til að demba megi hinu úr- elta álveri niður á Grundartanga við Hvalfjörð. Hvemig bregst um- hverfisráðherrann við? Ætla hefði mátt að hann hefði tekið tillit til ís- lenskra rikisborgara, sem hafa mótmælt, og að hann hefði haft hags- muni umhverfís og nátt- úru í huga og bannað að eyðileggja Hvalfjörðinn sem mannabústað. En hann gerði það ekki. Hann brást þeim mál- stað sem hann á að verja og hefur undirritað a.m.k. tvo úrskurði sem miða að því að á Grund- artanga rísi sem fyrst eimyrjuspúandi efha- bræðsluhelvíti. Hann segir íslenskum ríkis- _____ borgurum að þegja og samþykkir hvaðeina það sem hinn erlendi fjárfestingar- maður þarf. Um tvennt að velja Allur þessi málatilbúnaður er með endemum. hvað gengur yfir- völdum til að ætla að eyðileggja Hvalfjörðinn sem mannabústað? „Suðurströnd Hvalfjarðar er fram- tíðarbyggingarland höfuðborgarinn- ar. Ætlar borgarstjórn Reykjavíkur að sætta sig við að hún verði á næstu öld að bjóða fólki upp á byggð í næsta nágrenni við stór- mengunarver?u Hvar eru rannsóknarblaðamenn íslands? Hvað hugsa forystumenn umhverfisverndarsamtaka? Hví hafa Lif og land og Landvemd ekk- ert látið í sér heyra? Suðurströnd Hvalfjarðar er framtíðarbyggingarland höfuð- borgarinnar. Ætlar borgarstjórn Reykjavíkur að sætta sig við að Menningarstofnanir og upplýsingatækni Kjallarinn Sturla Böðvarsson alþm. og formaöur Þjóö- minjasafns koma í safnið nema um tölvukerfi. Til þessa hefur verk- efni safnafólks á ís- landi verið starf björg- unarsveita menningar- verðmæta. Og þannig er það í rauninni enn. Engu að síður verður að nýta tæknina til þess að koma þekkingu á framfæri og miðla upplýsingum um ís- lenska menningu og verja hana og varðveita i krafti upplýsinga- tækninnar. Nota á upp- lýsingatæknina til hagsbóta fyrir menn- ingarstofnanir og menningarlífið í land- inu. „Það er því mikilvægt að þjóð- minjavarslan tileinki sér þá tækni sem best er á hverjum tíma tíl þess að miðla upplýsing- um um þjóðhættí, menning- arminjar og þjóðargersemar sem í safninu eru.u Mikilvægasta hlutverk menning- arstofnana er fræðsla. Menningar- arfur okkar íslendinga er að mestu fólgin í upplýsingum um mannlíf og sögu sem er að finna í rituðum heimildum auk þeirra muna og minja sem varðveist hafa. Hraðfara þróun upplýsingatækninnar auð- veldar aðgang að heimUdum og því sem menningarstofnanir hafa upp á að bjóða. Upplýsingatæknin einfald- ar hvers konar fræðslu og allt starf þeirra sem vinna við varðveislu menningarminja og miðlun þekking- ar um menningararfmn. Að undanfómu hefur á vegum ríkisstjómarinnar verið unnið að stefhumótun á sviði „upplýsinga- samfélagsins", svo sem það er nefht. Einnig hefur menntamálaráðherra látið vinna tillögur um menntun, menningu og upplýsingatækni. Þar er fjallað um menningarstofnanir og upplýsingatæknina. Menningarnet er hugsað sem samsafn upplýsinga um menningarmál og menningar- stofnanir sem nýta sér kosti alnets- ins. Verði því komið upp mætti ætla þvi stórt og mikilvægt hlutverk í auknu upplýsingaflæði milli al- mennings og menningarstofnana. Hlutverk Þjóöminjasafnsins Samkvæmt lögum er það hlut- verk Þjóðminjasafns íslands að skrá- setja, varðveita, rannsaka og kynna fyrir almenningi menningarararf þjóð- arinnar. Það er því mikilvægt að þjóð- minjavarslan tileinki sér þá tækni sem best er á hverjum tíma til þess að miðla upplýs- ingum um þjóðhætti, menningarminjar og þjóðargersemar sem í safhinu eru. Á þessu ári hefur verið unnið við að koma upp fyrsta áfanga tölvukerfis í Þjóðminjasafhinu. í fjárlögum þessa árs var veitt sérstök fjár- veiting til þess verk- efnis. Er þar með stig- ið fyrsta skrefið til þess að Þjóðminja- safnið geti tengst ís- lensku menning- arneti sem hlýtur að koma upp. Með því gætu allar menning- arstofiianir téngst og boðið notendum að- gang að þjónustu þeirra stofnana sem tengjast íslensku menningarneti. Með þjónustu safna á al- netinu, þar á meðal Þjóðminjasafns íslands, hlýtur að verða skapaður sá möguleiki að skoða safngripi og leita upplýsinga um þá án þess að Flæöi milli heimsálfa Með upplýsingatækninni eru ekki lengur mörk eða landamæri milli álfa, landa eða menningar- svæða. Straumur upplýsinga flæðir milli heimsálfa og gerir mönnum kleift að leita þekkingar og fræðast um hluti án þess að ferðast um höf og lönd. En upplýsingatæknin er ekki einungis fyrir þá sem leita tO stofnana. Hún er ekki síður mikilvæg fyrir starfsmenn menningarstofnana sem vinna við rannsóknir og leita upp- lýsinga og þekkingar um alnetið. Þannig getur aðgangur að upplýs- ingaveitum veraldar örvað og auð- veldað visindastarfsemi. Upplýsingatæknin getur verið öfl- ugt tæki til að skrá og vista muni. Með skráningu á tölvutæku formi er unnt að draga úr því að verðmæta muni, myndir og bækur þurfi að handleika. Þannig er skráning mikilvæg til varðveislu menningarverðmæta svo tryggja megi að þau berist tO komandi kynslóða. Eins og að framan er getið hefrn- að undanfórnu verið unnið að stefnumörkun íslenskra stjórn- valda á sviði upplýsingatækni. Menningarstofhanir hljóta að hafa þær tO hliðsjónar við uppbygg- ingu þjónustu sinnar á sviði upp- lýsingatækninnar. Fyrir okkar litla samfélag er mikOvægt að nýta tæknina sem mest og best og efla íslenska menningu með upplýs- ingatæknina að vopni. Sturla Böðvarsson Með og á móti Aukafjárveiting á fjár- hagsáætlun borgarinnar Sigrún Magnús- dóttir, borgarfulÞ trúi R-listans. Agaöri vinnu- brögö „Reykjavík- urlistinn er að taka upp ný og agaðri vinnu- brögð, varðandi fiármál borgar- innar sem birt- ast í mörgum myndum. Við viljum meðal annars sjá hvernig staðan er hjá hinum ýmsu stofnunum fyrr á haustin, áður en við göng- um frá nýrri fjárhagsáætlun. Sumar stofnanir hafa farið fram úr fjárhagsáætlun og okkur finnst eðlOegra að því verði mætt með því að leggja það fram í borgar- ráði og veita aukafjárveitingu. Áöur komu þessir hlutir ekki i ljós fyrr en ársreikningur borgar- innar leit dagsins Jjós, hálfu ári eftir að fjárhagsárinu lauk, og þar með gátu þávex-andi stjórnvöld forðast þá umræðu sem við stönd- um í núna. Við erum að taka á vandanum sem fyrir liggur. Um- framkeyrsla hefur ætíð viðgeng- ist, oft miklu meiri en nú, og það er erfitt að afsaka hana. Hins veg- ar er staðan nú mun betri en t.d. allt síðasta kjörtímabil. Það sem bjargaði umframeyðslunni á ár- unum þar á undan var að þá fékk borgin yfirleitt meira inn af skatt- tekjum en gert hafði verið ráð fyr- ir. Þegar það stöðvaðist á síðasta kjörtímabOi var ekki lengur hægt að fela þessa miklu um- frameyðslu. Það er fráleitt að R- listinn hafi gefist upp á því að stýra fjármálum borgarinnar." Fjárhagsáætl- un sprungin „Eitt helsta kosningaloforð R-listans fyrir síðustu borgar- stjórnarkosn- ingar var að fjármálastjórn borgarinnar yrði tekin fóst- um tökum og skuldasöfnun hætt. Fyrsta fjárhagsáætl- un, sem R-listinn stóð að, vegna ársins 1995, gerði ráð fyrir að skuldir borgarsjóðs ykjust á því ári um 185 m. kr. en raunin varð l. 500 m. kr. Fjárhagsáætlun fyrir 1996 gerði ráð fyrir áframhald- andi skuldasöfnun, eöa 500 m. kr., en nú liggur fyrir að sú áætl- un er löngu sprungin. í ljós hefur komið að framúrkeyrsla verður á þessu ári 700-800 m. kr. Þessi þróun á sér stað á sama tíma og álögur á íbúðareigendur í Reykjavík hafa stóraukist. Fyrir- tæki borgarinnar, m.a. Hitaveit- an og Rafmagnsveitan, eru látin borga verulega aukinn arð í borgarsjóð og holræsagjaldið færir borgarsjóði 550 m. kr. ár- lega. Þannig fær borgarsjóður viðbótarfé til ráðstöfunar 1995 og 1996 sem nemur rúmlega 2,2 milljörðum króna. Þrátt fyrir þetta halda skuldimar áfram að aukast á þessu ári, ekki um 500 m. kr. eins og áætlað var heldur um 1.000 m. kr. R-listinn getur auðvitað sam- þykkt aukafjárveitingu að upp- hæð 450 m. kr. vegna fjármuna sem þegar er búið að eyða. Sú samþykkt breytir hins vegar engu. Framúrkeyrslan er þegar staðreynd. Allar yflrlýsingar borgarfulltrúa R-listans um markvissa fjármálastjórn og auk- ið aðhald era því harla léttvæg- ar.“ -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.