Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1996 Ný vefsíða Reykjavíkurborgar: Breyttist í skrímsli - segja höfundarnir, Pátur Örn Richter og Gísli Reynisson „Við fórum eiginlega af stað í þessu verkefni án þess að vita nokkuð hvað við vorum að gera. Upphaflega átti þetta að vera þægileg upplýsingasiða en hlóð aútaf utan á sig enda vildu svo margir í borg- arkerfinu koma upplýs- ingum frá sér að. Nú má segja að þetta sé orðið skrímsli,“ segir Pétur Örn Richter en hann og Gísli Reynis- son eru höfundar nýrr- ar vefsíðu Reykjavíkur- borgar sem inniheldur meira en 2000 upplýs- ingasíður um höfuð- horg íslands. Brautryðjenda- verk Þeir félagar hafa starfað að gerð síðunn- ar ásamt mörgum öðr- um verkefhum í tæp- lega eitt og hálft ár. Upphaflega hófst vinn- an við hana sem verk- efni hjá Nýsköpunar- sjóði námsmanna en nú er svo kom- ið að ljóst er að vinnan við hana tekur engan enda. Þeir Pétur og Gísli eru báðir nem- ar í véla- og iðnaðarverkfræöi við Háskóla íslands og segjast nota Net- ið nokkuð mikið en þó noti þeir aöallega tölvupóst. „Annars notum við okkur Netið aðallega til náms og til vinnu,“ segir Pétur. Þegar hann og Gísli komu að máli við forráða- menn Reykjavíkurborgar sumarið 1995 var borgin ekki með neina heimasíðu og fáir þar höfðu hug- mynd um hvað Internetið var. „Þeg- ar við fórum að tala við fólk hjá borginni um að við værum að gera heimasíðu og vantaði hinar og þess- ar upplýsingar til þess að setja á hana þá vissi fólk einfaldlega ekki um hvað viö vorum aö tala. Þetta hefur breyst mjög mikið og mikill skilningur er kominn á því sem við erum að gera,“ segir Gísli. Framtíðaráætlanir Þeir segja að erfitt sé að gera sér grein fyrir því hveijir noti sér vef- síðu Reykjavíkurborgar. „Ætli það sé ekki bara hin almenni borgari og starfsmenn borgarinnar, einnig vit- um við að þónokkuð mikið af út- lendingum notar sér heimasíðuna," segir Pétur. Þó að ný útgáfa af heimasíöu Reykjavikur hafi nýlega verið opn- uð er ljóst að hún á eftir að þróast mikið. Gísli og Pétur segja að ætlun- in sé að gera síðuna meira „lifandi" ef svo má orði komast. „Nú erum við að þróa gagnagnmnskerfi sem gerir starfsmönnum borgarinnar kleift að uppfæra síður sem fjalla um stofnanir þeirra eða starfssvið án þess að þeir þurfi að kunna HTML forritun (en það er forritun- armál sem er algengast á Intemet- inu),“ segir Gísli. Hugur þeirra stendur einnig til þess að einfalda og auövelda aðgang fólks að borgar- kerfinu. „1 framtíðinni langar okk- ur til þess að gera almenningi kleift að nálgast eyðublöð ýmiss konar á heimasíðu borgarinnar, þá verður óþarfi að gera sér ferð niður bæ og standa í biðröð einhvers staðar heldur verður nægilegt að sitja fyr- Leiðarvísir um óravíddir Netsins http://www.sklfan.com Upplýsingar um Skífuna og tónlist og tölvuleiki sem fyrirtækiö gefur http://www.ellislsland.org Allt um innflytjendasögu Bandaríkjanna. http://www.kltestore.com Fyrir unnendur loftdreka, http://www.edmunds.com ’ 'w ■■ 1 «■■'#:'';V % 1 Góöar ráöleggingar um allt sem snýr aö bílum, hvort sem verlö er að kaupa þá eða gera vlö. http://www.hy.com i Þeir sem lesa út úr rithöndum p://www.e-town.com myndbanda- og kvikniyndafréttir. http://www.vnl.net/ mcl/mtrcycle.html Eihfaldíega allt um mótórbjðf. http://www.ctheory.com/úseless/uselesstech-01.html Allt um gagnslausa tækni. Til daÉ^gs rafdrlfin grænmetisskrælari http://www.lllscovery.com Þar má fylgjast meö tilraunum til aö ná Titanic af hafsbotni http://www.dealsonllne.com/orlgln/ Upplýsingar um uppruna mannkyns. út. ir framan tölvuna," segir Pétur. Þeir nefna fleira. „Það er enn eitt draumurinn aö koma á samstarfi við Landupplýsinga- kerfi Reykjavíkur en það myndi gera not- endum síðunnar kleift að skoða ná- kvæm kort af borg- inni. Síðan væri hægt að stækka upp punkta og skoða ýtr- ustu smáatriði. Slík- ur notkunarmögu- leiki er til dæmis á Excite gagnagrunnin- um,“ segir Pétur að lokum. Slóðin aö vefsíöu Reykjavíkurborgar er http://www.rvk.is -JHÞ Pétur Örn Richter og Gísli Gunnarsson eru höfundar vefslöu Reykjavíkurborgar. DV-mynd Hilmar Heitustu Super Nintendo 1. Super Mario World 2 2. Donkey Kong Country 2 3. Super Mario All Star 4. Toy Story 5. Tintin in Tibet Sony Playstation 1. Formula 1 2. Tekken 2 3. Resident Evil 4. Need for Speed 5. Casper _ jga 1. Nights (Saturn) 2. Virtual Rghter (Saturn) 3. Streets of Rage (megadrive) 4. Toy Story (Megadrive) 5. Best A-Move 2 (Saturn) Apple Macintosh 1. Warcraft II 2. Marathon Infinity 3. Lucas Arts Archives 4. Top Ten Mac Pack II 5. Descent II PC leikir 1. Championship Manager 2 2. Z 3. Right Simulator 6.0 4. Wing Commander 5. Broken Sword 6. F-22 Lightning II 7. Quake 8. Fade to Black 9. Dagger Fall 10. Mortal Kombat 1/2 Sega Saturn keppni í Kringlunni: Þetta var þrælgaman - segja Haukur og Örn Erlingssynir „Þetta var þrælgaman og mikil stemning í keppninni. Fólk var aö skrá sig í hana bara rétt áður en hún byrjaði enda mjög gaman að keppa í svona keppni,“ segir Öm Erlingsson en hann og bróðir hans, Haukur, sigruöu í sérstakri Sega Sa- tum keppni sem Japis stóö fyrir í Kringlunni síðasta laugardag. Boltinn í uppáhaldi Keppt var í tveimur nýjum leikj- um frá Sega, Virtual Fighter og Sega Rally. Þeir bræður vilja meina að samkeppnin hafi ekki verið hörð í keppninni í Kringlunni. „Þetta var ekkert sérstaklega erfitt," segir Öm. í verðlaun hlutu þeir bræður Sega boli og að sjálfsögðu leikina sjálfa. Bræðumir eiga Sega Satum tölvu saman og 11 leiki fyrir hana. Þeir fylgjast líka grannt með ensku knattspymunni og kemur það fram í leikjavali þeirra. „Það var auðvit- að mjög fint að fá þessa leiki en við spilum mest World Wide Soccer 97 og við bíðum spenntir eftir því að FIFA 97 (annar knattspymuleikur) verði gefinn út,“ segir Haukur. Aðdáendur Saturn Bræðumir eru miklir aðdáendur Sega Saturn leikjatölvunnar og segja óþarft að kaupa sér hefð- bundna PC eða Macintosh tölvu, að Þeir Haukur og Örn Erlingssynir unnu Sega Saturn leikjakeppni á laugardag. minnsta kosti í bili. „Þetta er alveg nóg meðan það er verið að einbeita sér að tölvuleikjunum. Svo er veriö að fara að tengja þetta við Internet- ið svo ekki þarf lengur PC til þess,“ segir Haukur að lokum. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.