Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 7 Fréttir Bætur Ofanflóðasjóðs til Súðvíkinga vegna uppkaupa á húsum: Skertar um 8 milljónir - vegna lögfræöikostnaðar - mun aldrei greiða þetta, segir einn íbúanna „Þetta eru miklir peningar og það kemur ekki til greina að ég greiði þetta. Ég er búinn að gera sveitar- stjóranum grein fyrir því að ég muni aldrei greiða þetta og harð- bannaði honum að halda þessum peningum eftir,“ segir Kristján Jón- atansson, húseigandi í nýju Súða- vik, sem er einn þeirra sem Ofan- flóðasjóður keypti af hús á hættu- svæði. Hreppsnefnd Súðavíkur- hrepps hefur nú sent þeim húseig- endum sem hús voru keypt af bréf þar sem þeim er gerð grein fyrir því að lögfræðikostnaður vegna upp- kaupanna verði dreginn af greiðsl- um til þeirra. Um er að ræða 2 pró- sent af bótum þeim sem Ofanflóða- sjóður greiöir eða sem nemur 150 til 350 þúsundum króna eftir verðmæti eigna. Kristján segir að 1 sínu tilviki sé um að ræða 140 þúsund krónur. „Það kemur í ljós um næstu mán- aðamót hvort þeir draga þetta af greiðslunni til mín gegn vilja mín- um. Það er mikil ólga meðal íbúa hér vegna þessa máls,“ segir Krist- ján. Mikil óánægja Alls þarf Ofanflóðasjóður að greiða í uppkaup rúmar 400 miilj- ónir króna til Súðvíkinga. Um er að ræða rúmar 8 milljónir króna sem íbúunum er gert að greiða vegna lögfræðikostnaðar eða sem nemur fernum meðalárslaunum. Ágúst Kr. Bjömsson, sveitarstjóri í Súðavík, staðfestir að mikil óánægja sé vegna málsins. Súðavíkurhreppur hefur ritað umhverfisráðuneytinu bréf þar sem mótmælt er þessari afstöðu Ofanflóðasjóðs. „Hér var valinn ódýrari kostur- inn sem var að flytja byggð í stað þess að byggja vamargarða. í báð- um tilvikum þarf að koma til sér- fræðivinna. Ef um er að ræða vam- argarða þarf að koma til vinna tæknifræðinga og verkfræðinga. í uppkaupadæminu þurfa að koma til lögfræðingar til að tryggja að þeir löggjörningar sem gerðir em stand- ist lög. Ég sé ekki muninn á þeirri sérfræðivinnu sem þarf að koma til í báðum tilvikum. Þessi þekking er ekki til staðar hér í Súðavík frekar en víða annars staðar og þess vegna þarf að kalla eftir henni. Þetta er vinna sem þarf að koma til vegna þeirra verkefna sem em í gangi og Ofanflóðasjóður neitar nú að greiða. Þetta er auðvitað dauðans ragl þar sem ekki er munur á þessari vinnu," segir Ágúst. „Geöþóttaákvöröun" Hann segir að meðan Ofanflóða- sjóður heyrði undir félagsmálaráðu- neytið, en ekki umhverfisráðuneyt- ið eins og nú, hafi sambærilegur kostnaður verið greiddur. „Þetta er ekki sama vinna og á sér stað við hefðbundna sölu fast- eigna og því á það alls ekki við að draga þessa þóknun af bótum. Þá bendi ég á að í fyrra, meðan sjóður- inn heyrði undir félagsmálaráðu- neytið, féll til nokkur kostnaður á Súðavíkurhrepp vegna undirbún- ings uppkaupa. Þama er því um að ræöa einhverja geðþóttaákvörðun sem einhver hefur bitið í sig og reglugerðum. Þetta er einhver emb- eiga erfitt með að bakka út úr,“ seg- styöst ekki við neitt í lögum eða ættismannaúrskurður sem menn ir Ágúst. -rt Ef þú kaupir þvottavél, án þess að skoða AEG þvottavélar. Jólatrén á leiðinni: Landbúnaðarráðherra setur á toll Landbúnaðarráðherra hefur út- hlutað tollkvótum vegna innflutn- ings á jólatrjám fyrir jólin og er 30% tollur á þeim og jólagreinum. Þar sem strangt til tekið er bann- að að Qytja inn jólatré til íslands gefur landbúnaðarráðuneytið út reglugerð um tollkvóta á hverju ári sem gildir fyrir tímabilið 1. nóvem- ber til 31. desember. Auk þess skulu innflytjendur sækja um undanþágu frá innflutningsbanni til Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins sem leggm- blessun sina yfir og stimplar heilbrigðisvottorð frá útflutningsl- andinu. Að sögn Ólafs Friðrikssonar, deildarstjóra í landbúnaðarráðu- neytinu, er fyrirkomulag jólatrjáa- innflutningsins óbreytt frá því sem verið hefúr undanfarin ár, tollar era þeir sömu og allar reglur aðrar þær sömu og verið hafa. Hin árlega reglugerð um tollakvóta sé hins veg- ar fyrr á ferðinni en oft áður þar sem innflyfjendur hafa þrýst á um útgáfu hennar. -SÁ Lavamat 9205 AFr. nm,m.TÆ1 AEG þvottavélar eru á um það bit 27.000 íslenskum heimilum. • AEG þvottavélar eru á tvöfalt fleiri heimilum, er næst algengasta þvottavélategundin. • Yfir 85% þeirra sem eiga AEG þvottavél. mundu vitja kaupa AEG aftur. Hvað segir þetta þér um gæði AEG þvottavéla? Eða AEG yfirleitt? ÞRIGGJA ára ÁBYRGÐ Á ÖLLUM ...er það eins og ferð til Egyptalands án þess að skoða # #i Gerð sn.pr. mín. Staðgr. LAVAMAT 508 850 sn. 66.500,- LÁVÁMÁT 9205 700- 1000 sn. 79.500,- LAVAMAT 9451 700 - 1200.sn. LAVAMAT 6955 700 - 1500 sn. 106.900,- B R Æ Ð U R N I___________R Lágmúla 8 • Sími 533 2800 U m n AEG ÞVOTTAVÉLUM Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Helllssandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal. Vestfirölr: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi.Noröurland: Kf.Stelngrfmsfjaröar.Hólmavfk. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Slglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Láttu senda þér heim ffýí*Sz\ Fjölskyldutilboð 12"pizza m. 3 áleggsteg. kr.1000- 568 4848 18" pizza m. 3 áleggsteg. 12" hvítlauksbrauð 16 pizza m. 2 aleggsteg. Munið tilboðið hvítlauksolía & á sóttum pizzum ^ i uau kr. 1790.- kr.%000.- 18" pizza m. 1 áleggsteg. ^1' 690,- kr I00°- S. 568 4848 ^▼TTTTTTTTTTTTTTTTTTTYTTTTTYTTTTTTTTTYTTTTTTTTTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.