Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 Gerlar gagn- rýnendanna „Það kemnr gerlasvipur á rit- dómara eins og Súsönnu, svo maður tali ekki um gerlafræð- inginn Jón Viöar, en það er vont fyrir leiklistina að fá á sig gerl- ana hans.“ Guðbergur Bergsson rithöf- undur, í Alþýðublaðinu. Að þurfa ekki að hugsa „Ég hef haldið því fram og trúi því að ástæðan fyrir því að íþróttirnar fá svona mikið pláss sé sú að það þarf ekki að hugsa undir þessu efni.“ Sigurður A. Magnússon, í DV. Ummæli Amerískt þvaður „Þetta hjal um að allt breytist svo hratt og menn verði að fylgj- ast með er aðeins þvaður úr am- erískum paranoiumyndum. Flest sem skiptir máli breytist ekki.“ Ármann Jakobsson í kjallar- agrein, í DV. Gerið kúnnunum til hæfis „Ég segi við smásöluverslun- ina í landinu, ef þið viljið gera ykkar kúnnum tii hæfis, getið þá um framleiðandann á pakkning- unum.“ Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasam- takanna, í Degi-Tímanum. Rokkabillyband Reykjavíkur leikur í Sjallanum á ísafiröi um helgina. Rokkabillybandið á ísafirði Rokkabillyband Reykjavíkur er nú að koma saman aftur eftir langt hlé og mun leika i Sjallanum á ísa- firði um helgina. Tríóið er skipað þeim Birni Vilhjálmssyni á bassa, Tomma Tomm á gítar og Fúsa Ótt- ars á trommur. Útgáfutónleikar Stunu Hljómsveitin Stuna hefur gefið út geislaplöhma m.m.m og i því til- eftii heldur sveitin útgáfútónleika í Rósenbergkjallaranum í kvöld og þar munu hljóma lög af plötunni. Quatro á Amsterdam Hljómsveitin Quatro leikur fyrir dansi á Amsterdam í kvöld. Quatro er ný hljómsveit, skipuð þaulvon- um hljóðfæraleikurum. Björgvin Gíslason, gítar, Birgir Jóhann Birgisson, bassi, píanó, Hafsteinn Hafsteinsson, söngur, kassagítar og Rúnar Þór Guðmundsson, söng- ur, trommur. Skemmtanir T-Vertigo á Dubliners T-Vertigo, sem skipað er Sváfni Sigurðarsyni á kassagítar, Hlyni Guðjóns, á kassagítar og Tóta Freys á kontrabassa leika á Dubliners í kvöld. Reggae on Ice á Selfossi Stuðhljómsveitin Reggae on Ice spOar í Inghóli á Selfossi í kvöld og á Langasandi á Akranesi annað kvöld. Jói Eiðs og Sigurgeir á Gauknum I kvöld og annað kvöld leika þeir félagar Jói Eiðs og Sigurgeir S. ásamt fleiri á Gauki á Stöng. Éljagangur vestan til á landinu Yfir Grænlandssundi er 980 mb lægð sem mun þokast norðaustur og grynnast. Langt suðvestur í hafi er dálítU lægð sem hreyfist hratt norð- austur og verður nálægt Færeyjum seint í kvöld. Veðrið í dag Á landinu er minnkandi suðvest- anátt, víða allhvasst í fyrstu en kaldi í kvöld. Éljagangur vestan tfl en bjart veður víða austan tU. Snýst í norðankalda í nótt með éljum, einkum norðanlands. Hiti náiægt frostmarki í dag en 0 til 6 stiga frost í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er suð- vestan stinningskaldi með allhvöss- um éljum en talsvert hægari síðdeg- is. Léttir heldur tfl með norðan- kalda í nótt. Hiti nálægt frostmarki í dag en 1 tU 4ra stiga frost i nótt. Sólarlag í Reykjavík: 16.27 Sólarupprás á morgun: 10.00 Sfðdegisflóð í Reykjavík: 21.22 Árdegisflóð á morgun: 09.49 Veðrið kl. Akureyri Akurnes Bergstaðir Bolungarvik Egilsstaöir Keflavikurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca París Róm Valencia New York Nuuk Vín Washington Winnipeg 6 í morgun: léttskýjað 1 léttskýjað 1 snjókoma. -1 skýjaó -2 heiðskírt 1 skafrenningur -1 léttskýjað 0 léttskýjaö -3 snjóél á síð. kls. 1 úrkoma í grennd 1 skýjað 3 þokuruðningur -2 skýjað -3 alskýjaö 3 skúr 6 heiöskírt 0 rigning 8 skýjað -3 skýjað 2 alskýjað 10 heiöskírt -3 mistur 3 mistur 15 skýjaö 4 hálfskýjað 10 súld á síð. kls. 12 skýjað 1 heiðskírt 19 þokumóða 11 heiðskírt 0 snjóél -2 rign. á síð. kls. 5 heiðskírt 0 snjókoma -6 Þorgeir Ólafsson, formaður framkvæmdastjómar um Dag íslenskrar tungu: Um fimmtíu viðburðir í tilefni dagsins „Það sem meðal annars gerði starfið í framkvæmdastjórninni skemmtUegt og áhugavert var að við þurftum að taka mið af því að þessi dagur á að vera árlega og án mikUs tilkostnaðar eða umstangs. Úr þeirri leit okkar kom eðlUeg- asta niðurstaðan að okkar mati, það er að fela frumkvæðið þeim stofhunum og fyrirtækjum úti um aUt land sem telja sig íslenskuna varða. Með því vörpum við eigin- lega boltanum tfl fólksins í land- inu og spyrjum hvað það vilji gera Maður dagsins í tUefni dagsins. Fyrirtækin og stofnanimar hafa tekið þessu ákaflega vel og höfum við þegar fengið um fimmtiu tUkynningar um viðburði,“ segir Þorgeir Ólafs- son, defldarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, sem er formaður framkvæmdastjórnar um Dag íslenskrar tungu sem er á morgun, 16. nóvember, á afmælis- degi Jónasar HaUgrímssonar, en framkvæmdastjómin var sett á laggirnar í kjölfar þess að 1. des- ember í fyrra samþykkti ríkis- stjórnin tiUögu menntamálaráð- herra um að fæðingardagur Jónas- Þorgeir Ólafsson. ar HaUgrímssonar yrði Dagur ís- lenskrar tungu. Þorgeir sagði að í undirbúnings- starfmu hefði einnig verið unnið viö það að undirbúa Verðlaun Jónasar HaUgrímssonar: „Verð- laun þessi, sem nema 500.000 krón- um, em að því er ég held hæstu peningaverðlaun sem veitt eru hér á landi. Það er Menningarsjóður íslandsbanka sem gefur þessi verðlaun. Þau verða veitt einstak- lingi sem með einhveijum hætti hefur lagt drjúgan skerf af mörk- um tU íslenskrar tungu og er æU- unin að þau verði veitt árlega, í fyrsta sinn á morgun. Við ætlum að þessi verölaun skipi mikUvæg- an sess í þjóðlífi okkar í framtíð- inni. Auk þess höfum við mögu- leika tU þess að veita stoftiunum eða fyrirtækjum sérstakar viður- kenningar." Þorgeir var spurður hvort fram- kvæmdastjórnin mundi starfa áfram: „Það veit ég í rauninni ekki. Við skUum tU menntamála- ráðherra skýrslu um það hvernig við höfum talið að til hafi tekist og síöan ætlum við að koma með tU- lögur, sem byggðar veröa á reynslu okkar, um það hvemig skuli haga þessu í framtíðinni." En hvemig skyldi Þorgeir ætia að verja morgundeginum? „Ég mun reyna að komast á samkomu íslenskrar málnefndar sem hefst í fyrramálið í Háskólabíói og síðar um daginn verð ég í Listasafhi Is-’ lands þar sem verðlaunin verða af- hent. Meiru lofa ég ekki en ég mun örugglega fá bömin mín til að leggja rækt við málið og hver veit nema þau fái eitt ljóð eftir Jónas HaUgrímsson með grautnum í há- deginu.“ -HK Myndgátan Limlestur Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Ingvar E. Sigurösson leikur tvö hlutverk. Stone Free: Tuttugu þús- undasti leikhús- gesturinn Stone Free hefúr verið sýnt við miklar vinsældir aUt frá því það var frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins síðastiiðið sumar. Nú er svo komið að áhorfendur era að nálgast 20.000 og í kvöld mun einmitt gestur númer 20.000 koma á leikritið og verður hann heiðraður með blómum og gjöfum frá Leikfélagi íslands. Leikhús Stone Free er eftir Jim Cartwright og gerist leikritið á tónlistarhátíð þegar hippamir vora hvað mest áberandi og aUir sungu um blóm og frið. Tónlist- inn skipar mikinn sess í verkinu og era sungin og leikin mörg þekkt lög frá hippatímanum. Geislaplata var gefin út með lög- unum úr Stone Free og hefur platan selst í 7500 eintökum og er söluhæsta íslenska platan það sem af er árinu. í dag verður gef- in út önnur plata sem inniheldur lokalag sýningarinnar og þrjú önnur lög sem tekin vora upp meðan á sýningu stóð. Bridge Þjóðverjar og HoUendingar era meðal sterkustu þjóða heims í kvennaflokki í bridge. Þessar þjóðir mættust í tíundu umferð riðla- keppninnar á Ólympíumótinu á Rhódos og Þjóðverjar höfðu betur í þeirri viðureign, 20-10. I kvenna- flokki vora spilaðir 20 spila leikir í riðlakeppninni og þetta spfl var eitt af því sem skráð var í tekjudálk þýsku kvennanna. Á öðra borðanna höfðu hoUensku konurnar endað í þremur laufum á AV- hendurnar en þýsku konurnar lögðu meira á spfl- in. Sagnir gengu þannig, vestur gjaf- ari og enginn á hættu. * ÁG1062 * ÁG742 * K * 63 4 K9743 * D * G98643 * K * 5 W K93 * D7 * ÁD109874 * 10865 * Á1052 4 G52 N V A S 4 D8 Vestur Norður Austur Suður Nehmert Vriend Rauscheidv.de Pas 1 * pass 2 4 pass 2 pass 3 4- pass 3 «4 pass 4 V p/h Vörnin byijaði á því að taka slag á tígulás og spila meiri tígli. Neh- mert henti spaða heima og spflaði næst hjarta á ásinn. Síðan kom lauf og þegar norður fylgdi í með hjarta- drottningu og laufkóng virtist aug- ljóst orðið að bæði mannspil norð- urs væra einspU. Nehmert spUaði þá nánast eins og á opnu borði. Laufdrottning var tekin og laufgos- inn trompaður og síðan spaði trompaður í blindum. Laufi var spU- að sem suður trompaði, Nehmert yf- irtrompaði heima og síðan var spaði trompaður með hjartakóng. Það var níundi slagurinn og þegar laufi var spUað úr blindum gat suður ekki komið í veg fyrir að tíundi slagur- inn kæmi á tromp vesturs „en passant". ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.