Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og írtgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON AöstoBarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaBaafgreiBsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: HeimasíBa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaBam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerB: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. ÁskriftarverB á mánuBi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Óþolandi ástand Hatrammar árásir unglinga á jafiialdra sína síðustu daga hafa vakið óhug meðal landsmanna. Hver ógnvæn- legi atburðurinn hefur rekið annan. Langalvarlegust er þó hnífaárásin fyrir utan Bústaðakirkju í Reykjavík. Hrein tilviljun virðist hafa ráðið því að fjórtán ára pilt- ur varð ekki jafnaldra sínum að bana í það skipti. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var þetta síður en svo fyrsta árás þessa pilts á jafnaldra sína. Hann haföi skömmu áður tekið þátt í annarri líkamsárás ásamt fé- lögum sínum. Einn úr þeim hópi hafði reyndar ráðist þrívegis að fólki á skömmum tíma án þess að hafa verið tekinn úr umferð af yfrrvöldum sem eiga þó að gæta þess að hættulegir árásarmenn séu ekki á götunum. Enginn skyldi ætla að hér hefði verið um einangrað- an atburð að ræða því um svipað leyti réðust unglingar í Mosfellsbæ á einn skólafélaga sinn og fimm piltar veitt- ust að nokkrum foreldrum við Hjallaskóla í Kópavogi svo þeir þurftu að leita aðhlynningar á slysadeild. Talsmaður unglingadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur sagði í DV í gær að ofbeldi meðal bama og unglinga væri í senn sýnilegra og hrottalegra nú en áð- ur. Á því verður að taka bæði með fyrirbyggjandi að- gerðum og frelsissviptingu þegar annað dugar ekki. Það er auðvitað algjörlega óþolandi ástand að böm og unglingar eða fullorðið fólk geti ekki verið á ferli á al- mannafæri af ótta við alvarlegar líkamsárásir. Til að tryggja öryggi borgaranna verða opinberir aðilar að bregðast hart við slíkum atburðum. Það er ljóslega ekki gert í dag. Brotamenn em gjarn- an handteknir fyrir líkamsárás, yfirheyrðir og síðan sendir út í þjóðfélagið á nýjan leik. Á meðan kvöm rétt- arkerfisins malar hægt og rólega hafa þeir nægan tíma til að brjóta af sér aftur og aftur - og fá svo gjarnan af- slátt á refsingu fyrir að hafa brotið nógu oft af sér. Slík- ir brotamenn geta leyft sér að hlæja að réttarkerfinu. Þegar um er að ræða unglinga innan fimmtán ára ald- urs virðast viðbrögð kerfisins vera jafnvel enn hægari. Samt er afar mikilvægt, eins og yfirmaður forvamar- deildar lögreglunnar í Reykjavík benti á í DV í gær, að ungir afbrotamenn sérstaklega fái að kynnast afleiðing- um gerða sinna, því það dregur úr líkunum á að þeir haldi afbrotaferli sínum áfram. Nýleg ummæli manna, sem vel þekkja til gangs þess- ara mála í kerfinu, benda til þess að ráðleysi og hringl- andi einkenni starf hins opinbera á þessu sviði. Á málþingi um unglinga í vanda kom þannig fram það sjónarmið að uppbygging þjónustu fyrir unglinga hefði fremur ráðist af handahófskenndum þörfum ákveðinna hagsmunahópa en markaðri stefnu stjómvalda. í stað samvinnu ríkti sundnmg og þjónustan væri óaðgengileg fyrir þá sem þurfa á henni að halda. Skólastjóri Réttarholtsskóla gagnrýndi líka fram- göngu stjómvalda í þessum málum í viðtali við DV. Hann benti á að unglingar sem væru sjálfum sér og öðr- um til tjóns þyrftu greinilega á hjálp að halda og að þá dygðu ekki alltaf vettlingatök. Unglingamir þyrftu aga samhliða aðhlynningu. Hann sagði ýmislegt hafa farið úrskeiðis af hálfu yfirvalda og nefndi sem dæmi þær breytingar á starfi Unglingaheimilis ríkisins og Tinda sem urðu á síðasta ári og komið hefðu mörgum í upp- nám. Stefnan í þessum málum væri vanhugsuð af hálfu yfirvalda og þjónustan ekki aftur komin í rétt horf. Kerfið verður að taka rækilega við sér, og það fljótt. Elías Snæland Jónsson „Rétt upp hend sem skilur heilbrigðiskerfið eöa telur sig bæran til aö taka afstööu til deilna þar.“ Læknar þinga um kjör sín. Rétt upp hend sem ... þrár, jafnvel þótt ekkert sé í fréttum af starfsemi þeirra. Launaþvargið sem dynur á manni alla daga ársins: Það kemur mér ekkert við þó að flugumferðarstj órar, sjómenn eða mjólkur- fræðingar eða einhver önnur af þessum há- launuðu þrasarastéttum vilji fá hærra kaup. Það er mál þeirra og at- vinnurekenda þeirra. Af hverju er þá alltaf verið að segja mér frá þessu? Af hverju er aldrei útskýrt fyrir mér um hvað deilan snýst? Af hverju fæ ég aldrei að vita - svona til að „Aðskiljanlegir hópar eiga óheft- an aðgang að fjölmiðlum með áhugamál sín, langanir og þrár, jafnvel þótt ekkert sé I fréttum af starfsemi þeirra.“ Kjallarinn Guömundur Andri Thorsson rithöfundur Þorsteinn Gylfa- son var um daginn heimspekingur vikunnar hjá Æv- ari Kjartanssyni í síðdegisþætti rásar 1. Þar var nú ekki töluð vitleysan. Undir lok samræð- unnar vék Þor- steinn örlítið að op- inberri umræðu hér á landi og hlut fjölmiðla. Það kom sem sé á daginn að þrátt fyrir linnu- lausan og áralang- an fréttaflutning af ástandi heilbrigðis- mála taldi Þor- steinn sig vita meira um heil- brigðiskerfið í Danmörku en hér. Ástæðan: hann las grein í Politiken. Þarna í útland- inu Þama í útland- inu eru nefnilega til óháðir fjölmiðl- ar sem telja sig hafa það hlutverk að upplýsa almenning - og það er einkum gert með því að birta fréttaskýringar þar sem andstæð sjónarmið fá vissulega að koma fram en reynt er að leggja mat á þau sjónarmið með almannahag að leiðarljósi. Hér birtast á hinn bóginn fréttatilkynningar fremur en skýringar. Aðskiljanlegir hópar eiga óheftan aðgang að fjölmiðlum með áhugamál sín, langanir og byrja með - hvað viðkomandi hafa raunverulega i kaup? Og gæti ein- hver útskýrt fyrir mér af hverju allir eru alltaf í verkfalli nema þeir sem ættu að fara í verkfall - verkafólkið? Rétt upp hend sem ... Rétt upp hend sem skilur heil- brigðiskerfiö eða telur sig bæran til að taka afstöðu til deilna þar. Á okkur dynja tölur; daglega fáum við upplýsingar ættaðar úr her- búðum; við sitjum undir kúlna- hrið upplýsinga; því upplýsingar eru hér á landi byssukúlur. Sighvatur Björgvinsson átti í frægri deilu við sérfræðinga um það hvort afnema bæri í heilbrigð- iskerfinu það séríslenska kapítal- íska kerfi sem stundum er kennt við pilsfald og lýsir sér hjá lækn- um í því að engu skiptir hvort maður sem á við plattfót að stríða fer til heimilislæknisins eða rán- dýrs sérfræðings: ríkið borgar. Sighvatm- vildi koma á þeirri skyldu að fyrst haltraði plattfótur- inn til heimilislæknisins og síðan myndi sá vísa fótarmeininu áfram til sérfræðingsins ef ástæða þætti til. Hljómar skynsamlega. Virðist augljóst. Sérfræðingar brugðu á það ráð að kaupa þjónustu nokk- urra valinkunnra manna sem áður störfuðu á fjölmiðlum, og selja nú hæstbjóðanda aðgang að fjölmiðlakerfmu, selja þekkingu sína á þvi - selja ryk til að slá í augu almennings. Sérfræðingar unnu frægan sig- ur. Sighvatur varð í augum al- mennings að persónugervingi fyr- ir atlögu að velferðarkerfinu. Til- raun til að stöðva augljósa sóun al- mannafjár og sjálfvirkt fjár- streymi til auðmanna varð í al- mennri umræðu að einhvers kon- ar atlögu að lítilmagnanum. Og lít- ilmagninn heldur áfram að borga sérfræðingum fúlgur fyrir oflækn- ingar - með sköttum sínum. Guðmundur Thorsson Skoðanir annarra Abyrgðir ríkissjóðs „Ríkissjóður hefur haft það sem vinnureglu að veita hinum og þessum ábyrgð á lánum sem þeir hafa talið sig þurfa að taka.... Skráðar ábyrgðir rík- issjóðs í lok síðasta árs námu alls 105.370 milljónum króna og er þá eingöngu miðað við ábyrgðir sem rík- issjóður hefur gengist í fyrir lántökum ýmissa aðila, en ekki ábyrgðir fyrir skuldbindingum rikisbank- anna og ýmissa opinberra sjóða og stofnana. Ríkis- stjómin hefur heitið því að sníða agnúana af hvað varðar ríkisbankana, með því að breyta þeim í hlutafélag. Þeirri vinnu miðar seint og illa.“ Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 13. nóv. Gerið kúnnanum til hæfis „Það er auðvitað vont mál út frá neytendasjónar- miði að fólk viti ekki hvaðan varan kemur, sem er of algengt, en lög og reglur banna þetta ekki. Komi upp vandamál með vöruna eiga heilbrigðisyfirvöld að geta rakið sig til framleiðandans. En viðbrögð við þessu hafa verið talsverð hjá okkur. Ég segi við smá- söluverslunina í landinu: Ef-þið viljið gera ykkar kúnnum til hæfis, getið þá um framleiðandann á pakkningunum. Mér skilst reyndar að breytinga sé að vænta.“ Jóhannes Gunnarsson í Degi-Tlmanum 14. nóv. Stoð og stytta atvinnulífsins? „íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur á fáum árum breyst úr því að vera einkamál nokkurra fag- fjárfesta og stórfyrirtækja í skilvirkt markaðstorg, sem almenningur gefur æ meiri gaum.... Ef markað- urinn nú er eins og unglingur á gelgjuskeiði er von- andi að honum verði veitt svigrúm til aö vaxa og dafna enn frekar þannig að hann fullorðnist og geti reynst íslensku athafhalífi sú stoð og stytta, sem hlutabréfamarkaðir eru efhahagslífl margra annarra þjóða." KjM í Viðskipti/Atvtnnulíf Mbl. 14. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.