Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 37 Pekka Niskanen vinnur mikiö meö tölvur. List unnin með tölvum í listagalleríinu Ingólfsstræti 8 stendur nú yfir sýning á verk- um finnska listamannsins Pekka Niskanens. Fáir lista- menn nota tölvuna jafn mikið og Niskanen. Vinna hans hvílir að fullu og öllu á tilbúnum grunni. Sýningar Efhiviður Niskanens er sögur sem hann vefúr saman í rit- vinnslu, svo úr verður einhvers konar skáldskapur, ýmist tölvu- gerðar teiknimyndir eða sam- bland ljósmyndunar og let- urgerða sem hægt er að færa yfir á stór bleksprautuskilti eða ljósprentanir, svo dæmi sé tek- ið. Af smáum gluggum tölvunn- ar, sem torvelt er að lesa á, stekkur Nioskanen yfir í efhi sem er hefðbundið og sam- keppnisfært frá listrænu sjónar- miði, striga og ljósmyndir. Listamaðurinn kemur skáld- skap sínum fyrir meðal forma raunveruleikans. Það sem er yf- irmáta gervilegt verður nær- tækt í áþreifanlegri mynd. Tröllaskagatenórar og bylmingsbassar Karlakór Dalvíkur hefur söngfór sína sunnan heiða í Logalandi í Borgarfirði í kvöld, kl. 21. Á morgun verða síðan tónleikar í Selfosskirkju kl. 15 og félagsheimilinu Seltjarnar- nesi kl. 20.30. Stjómandi er Jó- hann Ólafsson. Rabbfundur um ferðamál Tómas Ingi Olrich alþingis- maður heldur rabbfund um ferðamál á veitingahúsinu Baut- anum á Akureyri í dag, kl. 16. Félagsvist Félag eldri borgara í Kópavogi stendur fyrir félagsvist í Gjá- bakka, Fannborg 1, kl. 20.30 í kvöld. Fagnaðarfundur í tilefni 60 ára afmælis býður Kristilegt stúdentafélag til há- tíðarfundar í kvöld, kl. 20.30, í aðálsal KFUM og KFUK, Holta- vegi 28. Myndakvöld í Skaftfellingabúð verða sýnd- ar litskyggnur í kvöld, kl. 20.30. Þar mun meðal annars Sigurður Sigurðarson dýralæknir sýna myndir sem hann tók af flestum bæjum í Vestur-Skaftafellssýslu árið 1966. Samkomur Útifundur námsmanna- hreyfinganna í dag verður útifundur náms- mannahreyfinganna á Austur- velli og hefst hann kl. 12.30. Stofnfundur Hollvinafé- lags læknadeildar verður í Læknagaröi kl. 17. Skýrt verður frá Hollvinasam- tökunum, stofnskrá kynnt og stjórnarkjör fer fram. Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð verður haldið þriðjudaginn 19. nóvember í Hafnarfjarðarkirkju og hefst það kl. 20.30. Leiðbein- endur eru Halla Jónsdóttir fræðslufúlltrúi og sr. Þórhallur Heimisson. Skráning fer fram í Hafnarfjarðarkirkju. /''"'69 VÍSU VORUM VJ6 sm FKÉTTTT W Jðf) ÆTra? JJETTf? BBRB BLtó EKKJ JMNI, UÖFDETNN, EN DR M ÍÚ m BÖIMN W ROSLPM í m- 8NN, ÆTLI ÞÚ HIKBTf? íft Bm EKKI SifTTB ER BffRH stsona tr V' (XríRÐVflK' | ]) RURfil? | SjÓKLMm vk^y Farísearnir í Loftkastalanum: Hrátt og melódískt gítarrokk Ný hljómsveit, Farísearnir, hef- ur kvatt sér hljóðs og er fyrsta platan þegar komin í verslanir og ber hún nafn hljómsveitarinnar. Prímusmótor hljómsveitarinnar er Davíð Þór Jónsson, sem allir landsmenn kannast við sem annar Radíusbræðra, auk þess sem hann hefur séð um útvarpsþætti og skemmt viða um land. Davið Þór sýnir á sér nýja hlið í hljómsveit sinni og er aöa' laga- og textahöf- undur. Skemmtanir í tilefni af útkomu plötunnar halda Faríseamir tónleika í Loft- kastalanum í kvöld og munu leika lög af nýju plötunni og eitthvað fleira skemmtilegt fylgir sjálfsagt með. Auk Davíðs Þórs eru í Faríseunum Einar S. Guðmunds- Farísearnir leika lög af nýrri plötu í Loftkastalanum í kvöld. son, gítarleikari, Jón Gestur Sör- Sævar Öm Sævarsson, bassaleik- veit trommuleikari, Ragnar Öm ari. Tónleikamir hefjast á mið- Emilsson, sólógitarleikai’i, og nætti. Hálka og snjór á vegum Víða er nú snjór á vegum og hálka. Á leiðinni Reykjavík- Akur- eyri var nokkur snjókoma og því sums staðar erfitt yfirferðar, sér- staklega á vegum sem liggja hátt, til að mynda Holtavörðuheiði og Öxna- dalsheiði. Á Austurlandi em Öxar- fjarðarheiði, Hellisheiði eystri og Mjóafjarðarheiði ófærar vegna snjóa Á meðan vegurinn um Skeið- arársand er lokaður hefur verið Færð á vegum ákveðið að moka veginn á milli Norður- og Austurlands fimm sinn- um í viku ef þurfa þykir. Á Norður- landi er Lágheiðin ófær, en snjór er á leiðunum Varmahlíð-Sauðárkrók- ur, Hofsós-Siglufjörður og Dal- vík-Ólafsfjörður. m Hálka og snjór II Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir QD LokaðrStÖÖU H Þungfært 0 Fært fjallabílum Ástand vega Systir Ásgeirs Boga Brosmilda telpan á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 7. október. Hún var við Barn dagsins fæðingu 4090 grömm að þyngd og 53 sentímetra löng. Foreldrar hennar era Sesselja Traustadóttir og Amgrímur Viðar Ás- geirsson. Hún á einn bróður, Ásgeir Boga, sem er fjögurra ára. dagsCgp John Travolta leikur annaö aöal- hlutverkiö í Hvíta manninum. Hvíti maðurinn í Hvíta manninum leikur John Travolta verkamanninn Louis Pinnock sem vinnur hörð- um höndum við að sjá fjölskyldu sinni fyrir sómasamlegu lífi. Hollusta hans við fyrirtækið sem hann vinnur hjá er algjör og hann á von á þvi að verða fljót- lega verkstjóri. Þar til vegir hans og yfirmanns hans, Thadd- eusar Thomas, skerast. Á einu augnabliki verður Pinnock það á að fara yfir mörkin sem skilja að bæði hina ríku og fátæku og hvíta og svarta og þetta atvik kostar hann allt; heimilið, fjöl- skylduna og lífslöngunina. í ör- væntingu sinni rænir hann Thomas, sem er ábyrgur fyrir því að hann missir starf sitt, og fer með hann í gettóiö þar sem þeir verða fyrir lífsreynslu sem á eftir að hafa áhrif á þá það sem eftir er ævinnar. Kvikmyndir í hlutverki Thaddeusar Thom- as er Harry Bellafonte sem hefur ekki sést lengi í kvikmynd. Leik- stjóri og handritshöfundur er Desmond Nakano. Nýjar myndir: HáskólabiórStaðgengillinn Laugarásbíó: Til siðasta manns Saga-bíó: Körfuboltahetjan Bíóhöllin: Tln Cup Bíóborgin: Hviti maðurinn Regnboginn: Emma Stjörnubíó: Djöflaeyjan Krossgátan 1 i T~T~ £ ~ > 7o~~ n r lí /7“ ,j p W 1 Tw /? IT| ii J P Lárétt: 1 svima, 7 kalla, 8 mjög, 10 forvitna, 11 okkur, 13 ljómi, 14 slá, 15 áleit, 17 stafur, 19 útlim, 21 laug, 22 vaxa. Lóðrétt: 1 haf, 2 neðan, 3 bátaskýl- ið, 4 veiöa, 5 kjáni, 6 detti, 9 dmkkn- ar, 10 úrgangur, 12 grama, 16 togaði, 18 þyngd, 20 skóli. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 sóley, 6 þó, 8 efa, 9 klór, 10 fé, 11 kurr, 13 atar, 14 aum, 15 vissu, 17 nn, 19 att, 21 elni, 22 reif, 23 art. Lóðrétt: 1 sefa, 2 óféti, 3 lakast, 4 ekur, 5 yl, 6 Þórann, 7 órum, 12 raula, 15 var, 16 sef, 18 nit, 20 te. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 269 15.11.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 65,990 66,330 67,450 Pund 109,950 110,510 105,360 Kan. dollar 49,300 49,610 49,540 Dönsk kr. 11,4040 11,4650 11,4980 Norsk kr 10,4320 10,4900 10,3620 Sænsk kr. 9,9730 10,0280 10,1740 Fi. mark 14,5470 14,6330 14,7510 Fra. franki 12,9480 13,0220 13,0480 Belg.franki 2,1232 2,1360 2,1449 Sviss. franki 51,8000 52,0900 53,6400 Holl. gyllini 39,0100 39,2400 39,3600 Þýskt mark 43,7700 43,9900 44,1300 lt. lira 0,04344 0,04371 0,04417 Aust. sch. 6,2180 6,2560 6,2770 Port. escudo 0,4329 0,4355 0,4342 Spá. peseti 0,5197 0,5229 0,5250 Jap. yen 0,59220 0,59580 0,60540 írskt pund 109,970 110,650 107,910 SDR 95,66000 96,24000 97,11000 ECU 84,0000 84,5100 84,2400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.