Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 27 Iþróttir Iþróttir Fjórtánda met Gunnars í ár Gunnar Steinþórsson, sund- maður úr Aftureldingu, setti enn eitt sveinametið í sundi á Pizza- bæjamóti Aftureldingar í fyrra- kvöld. Gunnar synti 100 m fjór- sund á 1:10,63 mín. Þetta er 14. sveinametið sem Gunnar setur á þessu ári og enginn vafl leikur á að þama er á ferðinni sundmað- ur sem á eftir að láta mikið að sér kveða en hann er 12 ára. Stalla Hú í Strandgötunni Haukar ætla að skapa góða og mikla stemningu í Evrópuleikn- um gegn Creteil á morgun. Eyja- bandið Stalla Hú mun mæta á leikinn og ætlar rífa upp fjörið hjá áhorfendum. Magnús til Siglufjarðar Magnús Jónsson, sem þjálfaði Framara í 1. deildinni i knatt- spymu mestallt sumarið 1995, hefur verið ráðinn þjálfari 4. deildarliös KS á Siglufirði. -ÞÁ/VS Jói stóri sigr- aði Jóa litla Jóhannes B. Jóhannesson (Jói stóri) vann Jóhannes R. Jóhann- esson (Jóa litla) í úrslitaleik á opnu snókermóti um síðustu helgi, 4-1. Mótiö var sett upp til undirbúnings fyrir Jóhannes R. en hann og Kristján Helgason hefia keppni á heimsmeistara- mótinu á Nýja-Sjálandi í dag. -VS Herrakvöld hjá HK Herrakvöld knattspymudeild- ar HKverður í Hákoni digra í Digranesi á laugardagskvöldið og hefst kl. 19.30. Skari skrípó skemmtir og leynigestur mætir á svæðið. IR (33) (82) 94 Grind.(41) (82) 100 10-9, 17-14, 23-20, 26-27, 29-31, 31-37, (33-41), 40-47, 47-52, 59-63, 63-68, 71-75, 79-82, (82-82), 86-86, 88-89, 90-94, 92-98, 94-100. Stig ÍR: Tito Baker 42, Eggert Garðarsson 13, Atli Bjöm Þorbjöms- son 13, Eiríkur Önundarson 8, Gísli Hallsson 8, Guðni Einarsson 5, Daði Sigurþórsson 3, Máms Amarson 2. Stig Grindavíkur: Hermann Myers 37, Pétur Guömundsson 16, Helgi Jónas Guðfinnsson 11, Páll Vil- bergsson 10, Unndór Sigurðsson 9, Jón Kr. Gíslason 8, Marel Guðlaugs- son 7, Bergur Hinriksson 2. 3ja stiga körfur: lR 6, Grindavík 6. Vítanýting: ÍR 27/19, Grindavík 21/14. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Jón Bender, góöir. Áhorfendur: Um 300. Maður leiksins: Tito Baker, ÍR. Loksins vann Grindavík í Seljaskólanum „Þetta var erfiður leikur enda átti ég von á því. lR var á toppn- um og þetta var hörkuleikur. ÍR- ingar em með fríska stráka og mjög góðan útlending en á hinn bóginn hefðum við mátt spila betur. Að visu misstum við lyk- ilmenn i villuvandræði en í þeirra stað komu menn sem leystu verkefhið mjög vel. Ég er mjög ánægður, enda er þetta fyrsti útisigur okkar á ÍR-ingum síðan þeir komu aftur í deild- ina,“ sagði Friörik Ingi Rúnars- son, þjálfari Grindavíkur, eftir sigur á ÍR í framlengdum leik í Seljaskóla í gærkvöld. Grindavík hafði undirtökin í heildina en ÍR-ingar voru samt aldrei langt undan. Þetta var baráttuleikur en mikið um mis- tök, sérstaklega hjá ÍR-ingum. Tito Baker jafhaði með 3ja stiga körfu þegar hálf minúta var eftir og tryggði ÍR-ingmn framleng- ingu en i henni vora Grindvík- ingar sterkari. Tito Baker hjá ÍR og Hermann Myers hjá Grindavík vora yfir- burðamenn á vellinum. Þá lék Jón Kr. Gíslason Myers vel uppi. -PS Keflavík (67) 125 Breiöabfík (33) 79 2-2, 13-2, 30-15, 34-24, 61-24, (67-33), 78-33, 87-50, 103-66, 119-71, 125-79. Stig Keflavlkur: Kristinn Frið- riksson 27, Damon Johnson 24, Gimn- ar Einarsson 21, Guðjón Skúlason 19, Albert Óskarsson 12, Kristján Guð- laugsson 10, Þorsteinn Húnfjörð 6, Halldór Karlsson 4, Elentínus Mar- geirsson 2. Stig Breiðabliks: Andre Bovain 34, Erlingur Erlingsson 19, Pálmi Sig- urgeirsson 8, Einar Hannesson .6, Kristinn Kristjánsson 4, Agnar Olsen 4, Rúnar Sævarsson 2, Ingi Þór Harð- arson 2. Fráköst: Keflavík 49, Breiðab. 35. 3ja stiga körfur: Keflavík 29/11, Breiðablik 22/7. Vítanýting: Keflavík 17/14, Breiðablik 19/12. Dómarar: Kristján Möller, góður, Rögnvaldur Hreiðarsson, sæmilegur. Áhorfendur: Um 150. Maður leiksins: Kristinn Frið- riksson, Keflavfk. 27 stig í röð DV, Suðurnesjum: Keflvíkingar léku sér að Blik- um í gærkvöld, eins og vænta mátti, og til marks um yfirburð- ina skoruðu heimamenn 27 stig í röð í fyrri hálfleiknum. -ÆMK Tindastóll (37) 72 Akranes (32)73 2-4, 12-11, 19-19, 33-25, (37-32), 43-49, 51-53, 57-58, 63-62, 67-71, 72-71, 72-73. Stig Tindastóls: Sigurvin Pálsson 22, Jeffrey Johnson 18, Lárus Dagur Pálsson 10, Cesaro Piccini 8, Amar Kárason 6, Ómar Sigtryggsson 5, Halldór Halldórsson 3. Stig ÍA: Ronald Bayless 33, Har- aldur Leifsson 121, Dagur Þórisson 8, Alexander Ermolinski 7, Brynjar Karl Sigurðsson 7, Elvar Þórólfsson 4, Brynjar Sigurðsson 2. 3ja stiga körfur: Tindastóll 9, ÍA 3. Vítanýting: Tindast. 18/15, ÍA 10/6. Dómarar: Einar Emarsson og Jón Halldór Eðvaldsson. Áhorfendur: 330. Maður ieiksins: Ronald Bayless, ÍA. Enn eins stigs tap Tindastóls DV Sauðárkróki: Enn einu sinni sátu Tinda- stólsmenn eftir með sárt ennið þegar þeir töpuðu í gærkvöld sínum þriðja heimaleik í vetur með einu stigi. Að þessu sinni dönsuðu Skagamenn stríðsdans i Síkinu að loknum jöfnum og spennandi leik. Mikil barátta var í leiknum og þrátt fyrir tapið börðust Tinda- stólsmenn vel. Þeir nýttu sér hins vegar ekki góða stöðu und- ir lokin og Alexander Ermol- inski, þjálfari Skagamanna, tryggði þeim sigurinn á síðustu sekúndunni. -ÞÁ ISRVALSDEILdlli Kristinn Friðriksson var i ess- inu sinu á upphafsmínútunum með Keflavík gegn Blikum í gærkvöld. Kristinn skoraði þá 5 þriggja stiga körfur og 21 stig á fyrstu 16 mínútum leiksins. Keflvíkingar skoruðu svo grimmt gegn Blikunum að þegar hálf önnur mínúta var eftir var ritari leiksins búinn með plássið á leikskýrslunni og þurfti að fá aðra. Þorsteinn Húnfjörð, einn af ungu strákunum í Keflavík, fékk að spila talsvert í gærkvöld. Þar er efni- legur piitur á ferð og ekki skemmir hæðin fyrir en hann er 1,98 m á hæð. Grindvíkingar hittu Ula úr víta- skotunum tU aö byrja með gegn ÍR. Af fyrstu átta skotunum fór aðeins eitt ofan i. ÍR-Íngar tefla fram komungu liði i vetur. Þeirra elstu menn í leiknum viö Grindavík em 24 ára og meðalald- ur leUonanna er 21,9 ár. Hjá Grindavflt em 8 leikmenn af tíu 24 ára og yngri en Jón Kr. Gísla- son sér tU þess að meðalaldurlnn nær því að vera 23 ár. Terry Upshaw, þjálfari SkaUa- grims, var líflegur eins og áður á bekknum. Nú mætti hann tU leiks í nýjum jakkafotum, gráum að lit. Gord Woord, nýi trinn hjá Skalla- grimi, kom tU landsins í nótt og verð- ur með Uðinu gegn Haukum á sunnu- dagskvöldið. Aðeins 256 áhorfendur sáu leik- inn í Borgamesi í gærkvöld og jafn fáir hafa ekki verið á úrvalsdeUdar- leik þar i manna minnum. Stemnmg- in var hins vegar frábær hjá þeim sem mættu. Sigurvin Pálsson fór á kostum með Tindastóli gegn ÍA i gærkvöld og skoraði sex 3ja stiga körfur i leikn- um. Áhangendur liðsins voru óá- nægðir með að Sigurvin lék ekkert með á lokaminútunum og töldu að ekki hefði verið ónýtt að láta hann taka síöasta skot Tindastóls. Staðan: Haukar 6 5 1 495-480 10 Keflavik 7 5 2 699-595 10 Njarðvík 6 5 1 541-475 10 Grindavík 7 5 2 658-620 10 ÍR 7 5 2 636-572 10 KR 7 4 3 636-567 8 Akranes 7 4 3 507-528 8 Skallagr. 7 3 4 563-632 6 KFÍ 6 2 4 440-488 4 Tindastóll 7 2 5 555-564 4 Þór, A. 6 0 6 472-533 0 Breiðablik 7 0 7 518-666 0 Leik Þórs og Hauka var frestaö vegna ófærðar og hann hefúr veriö settur á klukkan 20 í kvöld. KFÍ og Njarðvík eiga að leika á Isaflrði á sama tíma. Leik KR og KFÍ í 8. umferðinni á sunnudag hefur verið flýtt og verður hann kl. 16. Aðrir leikir em Kefla- vík-Þór, Akranes-ÍR, Njarðvík- Tindastóll, Breiðablik-Grindavík og Haukar-Skaliagrímur. Mikil ólga innan Ólympíunefndar íslands og óánægja með formanninn, Júlíus Hafstein, og vinnubrögð hans: „Nefndin er illa rekin og skuldirnar eru hrikalegar" - Flugleiðir lokuðu fyrir viðskiptin. Hluti keppenda á ÓL í Atlanta ekki enn fengið greidda styrki að fullu Fjármál Ólympíunefndar íslands era í miklum ólestri, samkvæmt ör- uggum heimildum sem DV hefúr afl- að sér. Nefndin skuldaði hátt í 10 milljónir króna á síðasta aðalfundi og skuldar aö miklu leyti enn. Nefndin skuldar íþróttafólki, sem tók þátt á síðustu Ólympíuleikum í Atlanta, enn fjármuni svo nemur hundruðum þúsunda króna í formi styrkja. Þá er ótalinn 2ja milljóna króna yfirdráttur í viðskiptabanka nefhdarinnar. Flugleiöir hótuöu aö senda skuldina til lögfræöinga Eins og áður sagði er stærstur hluti skulda Óí við Flugleiðir. DV hefur undir höndum bréf frá Gunnari Mogensen, innheimtustjóra Flugleiöa, dagsett þann 11. septem- ber sl. Þar tilkynnir Gunnar þeim Júlíusi Hafstein, formanni Óí, og Torfa Tómassyni, gjaldkera Óí, um lokun á frekari viðskipti Flugleiða við Óí. Orðrétt segir í bréfinu: „Ég vil hér með vekja athygli ykkar á ad ég hef lokað fyrir látia- viðskipti við Ólympíunefndina frá og með deginum i dag að telja vegna skuldastöðu Ólympíunefnd- arinnar við Flugleiðir hf. sem er óviðunandi en gjaldfallin skuld nemur i dag kr. 6.740,362,00, stœrsti hlutinn vixill sem var á gjalddaga 29. janúar 1996. Um nœstu mánaðamót neyðumst við til að senda skuld þessa i inn- heimtu hafi greiðsla ekki átt sér stað á gjaldföllnum reikningum samanber meðfylgjandi yfirlit. “ Fastar mánaöartekjur eru um 100 þúsund krónur Samkvæmt heimildum DV hefur Óí nú greitt 1 milljón upp í þessa skuld og á að greiða aðra milljón í dag, 15. nóvember. Mánaöarlega á nefhdin síðan í framhaldinu að greiða 500 þúsund krónur þar til skuldin er upp greidd. Þess má geta að einu fostu tekjur nefndarinnar á mánuði eru um 100 þúsund krónur af lottói. „Aðeins heyrt um slæma stööu úti í bæ“ „Hjá formanni og gjaldkera Ólympíunefndarinnar hafa fjármál- in alltaf verið í stakasta lagi. Þeir hafa aldrei greint frá neinu óeðlilegu við stöðuna í fjármálunum. Við höfum síðan verið að heyra hitt og þetta úti í bæ, eins og til dæmis um þessa lokun hjá Flugleið- um á viðskipti við nefndina. Við höfum orðið aö finna út úr því sjálfir hver skuldin raunverulega er,“ sagði fulltrúi í Ólympiunefhd ís- lands við DV. „Skuld viö íþróttafólk nemur hundruðum þúsunda" Þrátt fyrir að liðnir séu þrír og hálfur mánuður frá því Ólympíuleik- unum í Atlanta lauk hefur Ólympíu- nefndin ekki enn staðið við greiðsl- ur til íþróttamanna sem lofað var í formi styrkja. „Það er ekki enn búið að ganga frá þessum málum. Það er hins vegar verið að vinna í þessu. í dag er skuld nefhdarinnar við sundfólk sem keppti á leikunum 3-400 þúsund," sagði Sævar Stefánsson, formaður Sundsambands íslands, í samtali við DV. „Sjálfsagt á eitthvað af öðru íþróttafólki sem keppti á leikunum líka eftir að fá greitt frá nefndinni. Annars era þetta ekkert miklir pen- ingar og ég held að sundfólkið þjáist ekkert út af þessu.“ - Þetta er kannski ekki spurning um upphæðir heldur að Ólympíu- nefhd íslands standi í skilum? „Já, það er alveg rétt,“ sagði Sæv- ar. Fulltrúinn í Ólympiunefnd sem DV ræddi við sagði um skuld Óí við hluta af íslensku þátttakendunum á ÓL: „Óí skuldar íþróttamönnum enn peninga. Þar erum við að tala um hundruð þúsunda króna. Fyrirtækin era búin að standa skil á þessum peningum en þeir hafa ekki skilað sér frá nefndinni til íþróttafólksins. Vitaskuld er þetta óviðunandi." Þrír nefndir til sögunnar sem hugsanlegir arftakar DV hefur öraggar heimildir fyrir því að nú sé unniö að því að finna nýtt formannsefni fyrir nefndina en núverandi formaður er Júlíus Haf- stein. „Það hefur gætt mikillar óánægju með hans störf, svo vægt sé til orða tekið. Ég tel að i dag séu meira en 50% líkur á því að mótframboð komi fram gegn Júlíusi á aðalfundi Ól- ympíunefndarinnar í janúar á næsta ári, ef hann nær þá kjöri í nefhd- ina,“ sagði fulltrúinn og bætti við: „Allir sem ég hef rætt við um mál- efhi Ólympíunefndarinnar era sam- málá um að gefa þurfi Júlíusi Haf- stein frí frá nefndinni. Ég hef heyrt þrjá menn nefhda sem hugsanlega arftaka. Það eru þeir Benedikt Geirsson sparisjóðs- stjóri, Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Ari Bergmann Einarsson, núverandi ritari nefndarinnar. Ég tel það af hinu góða að þessi mál nefndarinnar séu rædd opinber- lega, einfaldlega vegna þess að það stefnir í svo mikið óefni. Formaður- inn hefúr verið friðarspillir innan hreyfingarinnar. Það hefur ekki mátt halda sérsam- bandsþing, þá hefur hann verið mættur og reynt að hafa áhrif á gang mála. Hann hefur ítrekað reynt að fá menn sér hliðholla í framboð gegn sitjandi formönnum. Július beitti sér af alefli gegn kjöri Áma Þ. Áma- sonar hjá Fimleikasambandinu og hann reyndi að fá menn til að bjóða sig fram gegn Helga S. Haraldssyni hjá Frjálsíþróttasambandinu. Júlíus hringdi í fólk innan fimleikanna, fólk sem hann hafði aldrei talaö við áður og studdi Áma. Þetta endaði með því að fólkið klagaði hann til íþróttasambands ís- lands. Ákveðnir aðilar í minnihluta innan Fimleikasambandsins fóra fram á það við Júlíus að hann yrði þingforseti á ársþingi sambandsins en þingfulltrúar höfnuðu honum og annar maður var fenginn til starfans. Það er alls ekki verkefni formanns Óí að stuðla að ófriði innan íþrótta- hreyfingarinnar. Það er alls ekki hans hlutverk.“ „Allt var ööruvísi hjá Gísla Halldórssyni" Fulltrúinn í Ólympíunefndinni Nýtt boð frá Villa í Stan Collymore Búist er við nýju tilboði frá enska knattspymufélaginu Ast- on Vflla í Stan Collymore hjá Liverpool á næstu dögum. Liver- pool hafnaði 420 milljóna króna boði á dögunum en Villa mun bjóða 600 mifljónir um leið og búið er að ganga frá sölunni á Savo Milosevic til Perugia á ítal- íu. Henni seinkaði þegar Peragia neitað að greiða 450 milljónir eins og fyrst var rætt um og nú er ljóst að Villa fær 300 milljónir fyrir Júgóslavann. -VS Haukar-Creteil í Borgakeppni Evrópu í handknattleik á morgun: „Fullt hús og mikil stemning eykur möguleika okkar” - segir Gústaf Bjarnason, fyrirliði Haukanna, um leikinn Haukar mæta franska liðinu Creteil í síðari leik liðanna í Borgakeppni Evrópu í hand knattleik í íþróttahúsinu við Strandgötu klukkan 16.30 á morgun. Haukar þurfa að vinna upp sex marka tap en þeir biðu lægri hlut í Frakklandi um síðustu helgi, 24-18. Þessi munur er ekki ófyristíganlegur fyrir Haukana enda margsannað að miklar sveiflur geta átt sér staö í Evrópuleikjum á milli heima- og útileikja. Stuðningur áhorfenda getur skipt Haukana sköpum og hjálpað þeim verulega til að brúa þetta bil. „Það er góður hugur í okkur eftir sigur inn gegn Aftureldingu og við lítum svo á að möguleikamir á að komast áffarn séu ágætir. Það þarf auðvitað margt að hjálp- ast að til þess að okkur takist það. Við verðum að mæta mjög grimmir til leiks, koma með sterka vöm og góða markvörslu og nýta lA hraðaupphlaupin í botn. Þá má ekki gleyma aðalvopninu sem eru áhofendur. Fullt hús og mikil stemning ætti að kveikja verulega í okkur og auka mögu- leikana til muna,” sagði Gústaf Bjarna- son, fyrirliði Hauka, við DV í gær. í franska liðinu, sein leikur skemmtileg- an og léttleikandi handknattleik, að sögn Gústafs, eru þrír franskir landsliðs- menn. Þekktastur þeirra er línumaðurinn Guérie Kervadec sem lék stórt hlutverk með franska landsliðinu þegar það varð heimsmeistari á íslandi árið 1995. -GH Gústaf Bjarnason Skallagrímur (36) 86 KR (36) 80 12-6, 17-14, 28-23, 34-28, (36-36), 43-46, 52-61, 65-68, 72-72, 77-75, 77-78, 80-80, 86-80. Stig Skallagríms: Tómas Holton 19, Bragi Magnússon 17, Wayne Mulgrave 15, Grétar Guðlaugsson 13, Sigmar Egilsson 10, Curtis Raymond 10, Þórður Helgason 2. Stig KR: David Edwards 24, Jónatan Bow 23, Hermann Hauksson 13, Ingvar Ormarsson 8, Hinrik Gunnarsson 6, Óskar Kristjánsson 2, Atli Einarsson 2, Birgir Mikaelsson 2. Fráköst: Skallagrimur 29, KR 30. 3ja stiga körfúr: Skallagrímur 8, KR 6. Vítanýting: Skallagrímur 14/13, KR 13/10. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Björg- vin Rúnarsson, þoldu varla spennuna. Áhorfendur: 256. Maður leiksins: Tómas Holton, Skalla- grími. „Frábær vörn" DV, Borgarnesi: „Það er gott að gamla baráttan skuli vera komin aftur og okkur hefur tekist að spila síðustu þrjá leikina ágætlega. Við náðum frábærri vöm og áhorfendur klikkuðu ekki þótt þeir væra óvenjufáir," sagði Tómas Holton við DV eftir góðan sigur Skallagrims á KR í gærkvöld. Þetta var hörkuleikur og þrælskemmti- legur fyrir áhorfendur og mikil spenna allan tímann. í lokin buðu liðin upp á mikla skotkeppni en fimm 3ja stiga körf- ur voru skoraðar á síðustu tveimur min- útunum. Leikur KR byggðist of mikið á tveimur mönnum, Edwards og Bow, sem eiga að klára allt en góðir menn eins og Hinrik, Hermann og Ingvar féllu í skuggann. Bow fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði þá 19 stig. Hjá Skallagrími var liðsheildin mun sterkari með Tómas og Braga sem bestu menn og þá átti Mulgrave sinn besta leik með Borgnesingum. Grétar barðist eins og ljón og Sigmar kom sterkur inn. -EP Ceballos meiddur Cedric Cebaflos, hinn snjalli framherji LA Lakers í NBA- körfuboltanum, meiddist á hné í leik gegn San Antonio í fyrrinótt og gæti þurft að hvíla nokkuð lengi. Emerson í burtu Brasilíski knattspymumaður- inn Emerson er enn ekki kom- inn til Middlesbrough í Englandi eftir að hafa farið heim í vikufrí vegna andláts frænku sinnar. Haft hefur verið eftir honum i heimalandinu að hann ætli ekki aftur til Englands. Orðinn of gamall? Lennart Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, sagði í gær að Joao Havelange, forseti Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, væri orðinn of gamall til að skilja að honum bæri að vikja úr stöðu sinni. Atlanta á sléttu Bill Payne, forseti skipulags- nefndar Ólympíuleikanna í Atl- anta síðasta sumar, sagði í gær að leikamir væru komnir á núllið, fjárhagslega, og myndu líklega skila smáræðis hagnaði. Heildarkostnaður við leikana var 112 milljarðar króna. Blomqvist til Milan AC Milan á Ítalíu hefur keypt sænska knattspymumanninn Jesper Blomqvist frá Gautaborg. Kaupverð hefur ekki verið gefið upp. -GH/VS 5 BIKARKEPPNIN skotlanp 1*91 HOttANP sagði við DV að það væra ólíkir tím- ar nú eöa þegar Gísli Halldórsson var formaður Óí: „Þegar Gísli var formaður var víst allt slétt og fellt, öll fjármálin á hreinu og ekkert baktjaldamakk. Þá fóra um 10% af veltunni í rekstur nefndarinnar. Hitt fór til sérsam- bandanna og íþróttafólksins. Nú fara 50-60% af veltunni til sömu hluta. Og styrkimir til íþróttamanna hafa lækkað stórlega. Á sínum tíma gaf Gísli Halldórs- son mikla peninga í formi ríkis- skuldabréfa í sérstakan Ólympíu- sjóð. Þessir peningar hafa hlaðið á sig vöxtum og nú eru I sjóðnum um 16 milljónir króna. Júlíus hefur ítrekað reynt að taka þennan sjóð inn í reksturinn til að sýna betri af- komu nefhdarinnar. Þessum ítrekuðu tilraunum Júlí- usar hefur sem betur fer alltaf verið hafnað. Ég tel mjög brýnt að skipta um formann hjá Ólympíunefnd - því fyrr því betra fyrir íþróttahreyfing- una. Nefndin er illa rekin og skuld- irnar eru hrikalegar," sagði fulltrú- inn í Ólympíunefhdinni. Ekki náöist í Július Hafstein, for- mann Óí, í gær. Hann er í 10 daga ferð í Mexíkó og sitúr þar ráðstefnu á vegum Alþjóða ólympiunefndar- innar ásamt Ara Bergmann Einars- Syni' -SK Forkeppni karla: Bresi - Snæfell.........58-101 Grindavik b - Valur.....84-105 Golfkl. Grindavíkur - ÍS . . . 87-56 ÍR b - Stjaman..........75-105 Stórsigur 2. deildar liðs GG á 1. deild- ar liöi Stúdenta vekur athygli. Urvalsdeild: Celtic - Rangers............O-l Brian Laudrup skoraði sigurmarkið á 8. mínútu eftir mikil vamarmistök hjá Celtic. Bæði liðin klúðruðu víta- spymu í leiknum. Stuart Kerr, mark- vörður Celtic, varöi frá Paul Gascoigne og 5 mínútum fyrir leiks- lok varði Andy Goram, markvörður Rangers, vítaspymu frá Pierre van Hooydonk. Rangers, sem hefur orðið meistari átta ár í röð, náði þriggja stiga for- ystu á Celtic 1 deildinni með sigr- Urvalsdeild: PSV Eindhoven - Sparta .... 2-1 PSV er efst með 36 stig, Feyenoord er með 35 og Ajax 27. Bikar, 8-liða úrslit: Napoli - Lazio ..............1-0 Þetta var fyrri leikur liðanna. Agli- etti skoraði sigurmarkið strax á 2. mínútu. slenskir keppendur viö setningarathöfn Ólympíuleikanna í Atlanta. Hluti þeirra hefur ekki enn fengiö greidda aö fullu styrki frá Ólympíunefnd Islands þrátt fyrir aö þrír og hálfur mánuöur sé liöinn síöan leikunum lauk í Bandarikjunum. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.