Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 28
Veðrið á morgun: Léttir til syöra Á morgun er búist við norð- ankalda og éljum á norðan- verðu landinu en syðra léttir til. Frost verður 1-7 stig. Veðrið í dag er á bls. 36. FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum ailan sólarhringinn. 550 5555 FOSTUDAGUR 15. NOVEMBER 1996 Biðlaun kennara: 40 manns eiga rétt á 80 milljónum Helgarblað DV: Ég var * spilafikill Áfengissýki, fangelsi, tónlist og spilafíkn. Rokkarinn Rúnar Þór Pét- ursson hefur kynnst þessu öllu af eigin raun og tapaði 1,4 milljónum króna í spilakössum á tveimur árum. Hann greinir frá reynslu sinni í helgarviðtali DV á morgun. Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, hefur farið sem lífvörður ríkrar konu í mikla ævintýraferð um Afr- íku, talað við Ingvar E. Sigurðsson : w* leikara og Heiðar snyrtir Jónsson sýnir slaufurnar sínar auk þess sem fjallað er um Jósafat Amgrimsson, athafnamann á írlandi. -GHS Nýr lífeyrissjóður: Síst lakari en gamli sjóðurinn - segir Ögmundur „Þeir sem eru í lifeyrissjóði opin- berra starfsmanna geta verið þar áfram með óskert réttindi. Þeir sem hefia störf hjá ríkinu eftir 1. janúar næstkomandi fara i þennan nýja líf- eyrissjóð. Hann er byggður upp á sama grundvelli og lífeyrissjóðimir innan SAL, sem þýðir að hann er stigasjóður en miðar ekki við eftir- mannsregluna svokölluðu. Réttind- in í nýja sjóðnum eru sambærileg að verðmætum og i gamla kerfmu,“ sagði Ögmundur Jónasson, alþingis- maður og formaður BSRB, um hinn nýja lifeyrissjóð. Hann sagði að til þess að standa straum af kostnaði við skuldbind- ingar sjóðsins þurfl að greiða sam- tals 15,5 prósent af öllum launum í sjóðinn. Vinnuveitandinn greiðir 11,5 prósent en launþeginn 4 pró- sent. Með þessu sé ekki verið að auka greiðslur ríkisins inn í lífeyr- issjóðskerfið. -S.dór „Það er ljóst að dómurinn mun fara fyrir Hæstarétt en að óbreyttu mun hann hafa mikið fordæmis- gildi. Um 20 manns sem höfðu leitað til okkar eru á skrá en gera má ráð fyrir að helmingi fleiri hafi hætt störfum," segir Valgeir Gestson, skrifstofustjóri Kennarasambands íslands, um þann biðlaunarétt sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi tveimur kennurum í gær vegna flutnings grunnskólans til sveitarfé- laganna. Valgeir segir að flestir þeirra kennara sem hættu störfum hafi haft rétt til ársbiðlauna. Samkvæmt því má ætla að dómsniðurstaðan þýði um 80 milljóna króna útgjöld fyrir ríkissjóð. -rt Tvöftúdur I. vinningur Vertu viðbúínín) vinningi Mikill sjógangur var á Isafirði og víðar um Vestfirði á háflóðinu í gærmorgun. Skemmdir urðu víða á vegum og skol- aðist jarðvegsfylling m.a. undan nýju malbiki á Skutulsfjarðarbrautinni á ísafirði. Þessi mynd var tekin upp úr klukk- an tíu um morguninn og sýnir vegvísi sem stendur við Skutulsfjarðarbrautina og er að öllu jöfnu á þurru landi. DV-mynd Hörður ANSANS AÐ EIGA ENGAN VARAFORMANN FJÖLSKYLDUNNI! Súðavíkurhreppur í hart vegna hlutabréfakaupa: Krafa upp á 60 millj- ónir í innheimtu hjá lögfræðingi - áratugur síðan Tog hf. keypti af hreppnum „Það var fundur með lögmannin- um og honum falið að vinna í mál- inu. Við höfum ekki tekið ákvörð- un um að fara í málaferli heldur snýst málið um ákveðin samskipti við stjórn Frosta hf.,“ segir Sigríð- ur Hrönn Elíasdóttir, oddviti Súða- víkurhrepps, í samtali við DV. Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps samþykkti á fundi sínum í fyrra- dag að fela lögfræðingi hreppsins að innheimta kröfu á hendur nokkrum eigenda Frosta hf. upp á 60 milljónir króna. Krafan er til- komin vegna kaupa núverandi eigenda Frosta hf. á hlutabréfum hreppsins í fyrirtækinu. Súðavik- urhreppur hefur ráðið Andra Ámason lögmann til að annast innheimtu þessa fjár og var ákveðið að gefa Togi hf. þriggja vikna frest til að greiða skuld sína ásamt vöxtum og dráttar- vöxtum. Viðskiptin áttu sér stað árið 1987 þegar nokkrir einstak- lingar undir merkjum Togs hf. keyptu hlut hreppsins í Frosta fyrir 70 milljónir króna. Málið fór fýrir dómstóla þar sem krafist var riftunar kaupanna á þeim for- sendum m.a. að einn eigenda Togs hf. er Auðunn Karlsson sem á þeim tíma sem kaupin fóru fram var jafnframt oddviti hreppsins og var talið að kaup- endur hefðu því verið beggja meg- in borösins. Hæstiréttur sýknaði þá Togsmenn og kaupin héldu því. Allar götur síðan kaupin áttu sér stað hefur Tog hf. aðeins greitt einu sinni af skuldinni við hreppinn en lokagreiðsla átti að fara fram árið 1995. Samkvæmt heimildum DV hef- ur sveitarstjómin miklar áhyggj- ur af rekstri þessa langstærsta fyr- irtækis Súðvíkinga þar sem ýmsar blikur eru á lofti í rekstri þess. Innheimtuaðgerð hreppsins snýst því um að bjarga því sem bjargað verður áður en það er of seint. Stjórnarformaður Frosta hf. er Auðunn Karlsson og hefur hann setið sem slíkur frá því Tog hf. keypti sinn hlut. Frosti hf. er að stærstum hluta í eigu Súðavíkur- hrepps en Tog er næststærsti hluthafinn í Frosta. Að auki eru eigendur Togs hluthafar I Frosta sem einstaklingar og hafa þannig meirihluta í stjóm fyrirtækisins. -rt/-SÁ Akranes: Pallbíll fékk á sig brotsjó „Mennirnir vora að vinna um borð í skipi og þegar þeir komu upp á bryggju aftur hafði sjór skollið á bílnum og velt honum á hliðina," segir Sólberg Björnsson, verkstjóri hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ell- erts hf. á Akranesi, um þann atburð se'm varð í gærmorgun þegar Mazda- biífeið vinnufélaga hans fékk á sig sjó á bryggjunni á Akranesi. Bifreiðin, sem er pallbíll, skemmdist nokkuð á toppi og hlið. Sólberg segir það vekja nokkra undrun manna að sjór skyldi ganga yfir garðinn í ekki verra veðri. -rt Á Ijósastaur Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að hann ók bíl sínum á ljósastaur á Tjarnargötu í Keflavík um klukkan 2 í nótt. Við skoðun á Sjúkrahúsi Reykjavíkur reyndust meiðsl mannsins minniháttar. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Bíllinn skemmdist mik- ið og varð að draga hann í burtu með kranabíl. -RR Ísaíjörður: Götur skemmdar Skemmdir urðu á tveimur götum á Isafirði, Skutulsfjarðarbraut og Pollgötu, eftir að sjór flæddi yfir þær í hvassviðrinu í gær. Viðgerðir á götunum standa yfir og verður haldið áfram í dag. -RR OPEL Vel buinn Opel Astra Station kr. 1.299.000.-1 Bílheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Sími: 525 90001 KIN c ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.